Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Alþýðuflokkurinn og skýrsla OECD Þrjú ineginatriði standa upp úr ársskýrsiu OECD sem birt var í fyrradag. Það fyrsta er að auðlindaskattur sé af hinu góða og sé hagkvæm tekjuöflun fyrir ríkið. í öðru lagi að opinber afskipti af búvöruframleiðslu hafi leitt til vemlegra ríkisútgjalda og hærra matvælaverðs en þekkist í flestum ríkjum OECD. I þriðja lagi að ein meginástæða þess að snúa megi efnahagsþróuninni til betri vegar þegar líður á áratuginn sé gildistaka EES um síðustu ára- mót. Þetta em afar athyglisverðar niðurstöður skýrsluhöfunda OECD. Þær eru hlutlaust mat helstu efnahagssérfæðinga Efna- hags- og þróunarstofnunar Evrópu. Það er áhugavert að bera þessar niðurstöður saman við stefnuáherslur íslenskra stjórn- málaflokka því sá samanburður færir Islendingum heim sanninn um það, hverjir em í raun að beijast fyrir hagsæld og framfömm í efnahags- og atvinnulífí hér á landi og hverjir ekki. Hinir þijár meginniðurstöður OECD em samhljóma við helstu stefnuáherslur eins stjómmálaflokks - og aðeins eins - á íslandi, Alþýðuflokksins. Allir aðrir stjómmálaflokkar hafa dregið lapp- irnar eða hreinlega barist með kjafti og klóm gegn þeim stefnu- málum Alþýðuflokksins sem ríma fullkomlega við niðurstöður OECD. Alþýðuflokkurinn berst einn fyrir því að tekinn verði upp auð- lindaskattur á íslandi. Hluti sjálfstæðismanna, þar á ineðal Morgunblaðið, er á einnig á þessari skoðun. Andstaða annarra sjálfstæðismanna með sjálfan sjávarútvegsráðherrann í broddi fylkingar hefur hins vegar orðið til þess að þetta mikla hags- munamál hefur ekki náð fram að ganga í tíð núverandi ríkis- stjómar. Framsóknarflokkurinn hefur barist hart gegn afnámi núverandi kvótakerfís og innleiðingu auðlindaskatts. Ekki er trúlegt að þar verði á stefnubreyting þar eð nýr formaður Framsóknarflokksins er einn meginhöfundur kvótakerfisins. Alþýðuflokkurinn hefur einn íslenskra stjómmálaflokka barist gegn rfkisforsjá landbúnaðarins. Það er gömul barátta sem nær rúma þrjá áratugi aftur í tímann. Framsóknarflokkur hefur verið helsti sérhagsmunavörður ríkisrekins landbúnaðar á íslandi og hefur haft mikinn stuðning Alþýðubandalags og jafnvel Kvenna- lista. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt sterka formælendur ríkisafskipta í búvömframleiðslu, svo sterka að ekki hefur náðst samkomulag í núverandi ríkisstjóm um eðlilegar og Iöngu tímabærar umbæt- ur á innflutningshöftum matvæla svo og afnámi ríkisforsjár í bú- vöruframleiðslu. Það var fyrst og fremst verk Alþýðuflokksins og formanns hans, Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að gengið var frá EES-samningnum án þess að íslendingar afsöluðu sér í einu eða neinu sérstöðu sinni eða hagsmunum. Gildistaka EES er nú að sanna sig á fullum krafti og orðin helsti homsteinn í bata ís- lands á þessum áratug að mati skýrsluhöfunda OECD. Stjómarandstaðan beitti sér mjög gegn EES-samningnum á sín- um tíma. Og þótt að þingmenn sjálfstæðisflokksins styddu flestallir EES-samninginn á Alþingi, mátti einnig heyra hjáróma mótmæli einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins við gildis- töku EES. Nú hafa hlutlausir efnahagssérfræðingar OECD fellt sinn dóm um hvað úrskeiðis hafi farið í íslenskum efnahagsmálum og hvað sé vænlegast til uppbyggingar það sem eftir er af þessum áratug. Séu niðurstöður OECD bornar saman við stefnumál íslenskra stjómmálaflokka, kemur í ljós að aðeins einn stjómmálaflokkur berst heill og óskiptur fyrir framfömm og hagsæld á íslandi: Alþýðuflokkuri nn. PÓLITÍK Miðvikudagur 18. maí 1994 ROKSTOLAR Yfirvaraskegg á Ingibjörgu Sólrúnu - Rætt við Mörð Förmarai áróðursmeistara íhaldsins í höfiiðborgiraii Auglýsingaherferð meirihluta sjálfstæðis- manna í Reykjavík hefur vaki verðskuldaða athygli borgarbúa. Tíðindamanni Rökstóla fannst því tíma- bært að ræða við einn helsta áróðurssérfræðing D-listans. Þetta er maður sem óskar nafnleyndar í viðtalinu og kallar sjálfan sig Mörð Formann. Tíðindamaður spurði Mörð fyrst hvaða áherslur væru efst á baugi í áróð- ursstríði sjálfstæðis- manna. Að koma vitinu fyrir borgarbúa - Það er fyrst og fremst að koma vitinu fyrir borg- arbúa sem samkvæmt skoðanakönnunum hafa aðeins látið rugla sig í rím- inu. - Koma vitinu fyrir borgarbúa, segirðu..? - Já, gera þá aftur norm- al, ef svo má segja. Þú skilur, meginmálið er að varðveita hið eðlilega ástand. - Sem er hvað? - Sem er að borginni sé stjómað af sjálfstæðis- mönnum, sagði Mörður Formann og hallaði sér aftur á stólnum. Að vita en ekki fatta Tíðindamaður spurði Mörð hvemig hann hygð- ist koma vitinu fyrir borg- arbúa. - Það gemm við fyrst og fremst með því að út- mála fyrir borgarbúum hvað þeir fengju yfir sig ef þeir kysu vitlaust. Þeir fengju Alfreð með margar grímur, Sigrúnu sem bara vil sinn Framsóknarflokk og fram eftir götunum. - Ég næ þessu ekki al- veg... - Nei, enda ertu ekki al- veg normal, er það? Jú, sjáðu til. Aðalmálið er að segja borgarbúum að kjósa eðlilega og rétt. Það er nefnilega þannig að við verðum að burðast með þessar kosningar á fjög- urra ára fresti. Það er einu sinni vankantamir á lýð- ræðinu. Borgarbúar eru auðvitað einsog allir aðrir kjósendur: Asnar og fífl sem vita ekkert í sinn haus. Það verður því að hafa vit fyrir þeim. Og það gerir maður best með því að segja þeim hvað þeir eigi ekki að kjósa. Þessi Reykjavíkurlisti er til dæmis þannig að maður á alls ekki að kjósa hann. Þess vegna búum við til auglýsingu með frambjóð- endur bak við grímur: Þeir þykjast vera allir með sama andlitið en eru það ekki. Þeir eru úr ýmsum flokkum. - En það vitajú allir... - Já, en það fatta ekki allir! sagði Mörður og var orðinn dálítið æstur. Borgarbúar elska aukareikningana Tíðindamaður þurfti nú ekki að spyrja frekari spuminga því Mörður hélt sjálfur áfram: - Þegar þessir heimsku borgarbúar fatta hvað þeir eiga ekki að kjósa, er nátt- úrulega bara einn mögu- leiki eftir: Það er að kjósa eina sanna og rétta listann: D-listann! - Þetta er eins konar úti- lokunaraðferð? - Já, fyrir borgarbúa. Þessir borgarbúar eiga ekki skilið dýrð og mátt Sjálfstæðisflokksins. Hugsaðu þér: Við verðum að koma vitinu fyrir borg- arbúa svo þeir megi búa glaðir og sælir áfram í fyr- irmyndarborg!! - En má ekki vera að fólkið vilji breyta til? - Breyta til!? hrópaði Mörður. Þvílíkt og annað eins!! Veistu ekki að sum- ir hlutir em óumbreytan- legir, eilífir, klassiskir?!! Veistu ekki, að sólin rís í austri og sest í vestri? Veistu ekki að á eftir vori kemur sumar og eftir sumri kemur vetur? Að jólin em í desember og á páskunum fá menn páska- egg? Á sama hátt eiga sjálfstæðismenn Reykja- vík? Þeir eiga þessa borg og enginn fær að taka þessa borg frá sjálfstæðis- ntönnum!! Enginn!! Eða réttara sagt: Engin!! Nú var Mörður For- mann orðin talsvert æstur, svo ég ákvað að lægja að- eins öldumar. - En borgarbúar eru kannski ekki ánægðir með allar ákvarðanir sjálfstæð- ismanna? spurði ég rólega. — Hvað áttu við? spurði Mörður aftur. - Borgarbúar vom kannski ekki hressir með að peningar Hitaveitunnar voru notaðir í að byggja Perluna... - Borgarbúar elska Perl- una! hrópaði Mörður. - Borgarbúar voru kannski ekki alls kostar ánægðir með Ráðhús- ið.. .stamaði ég. - Borgarbúar elska Ráðhúsið! öskraði Mörð- ur. - En þeir elska kannski ekki aukareikningana sem komu í hausinn á þeim, andmælti ég. - Borgarbúar elska aukareikningana vegna Ráðhússins, skyrpti Mörð- ur út úr sér. Ráðgjöf er þjóðargjöf Við héldum áfram að ræða borgarmálin. - Svo urðu borgarbúar óhressir nteð milljónaráð- gjöf Ingu Jónu, sagði ég gáfulega. - Hvaða ráðgjöf? spurði Mörður. - Nú ráðgjöftna sem hann Markús keypti af henni, svaraði ég. - Það var fullkomlega peningana virði, svaraði Mörður. - Hvernig geturðu sagt það? spurði ég. - Sko, Inga Jóna er besti heilinn í borgarstjóminni. Hún er mjög klár og klár- heitin hennar em alveg peningana virði. Enda er ég að leggja síðustu hend- ina á veggspjald sem verð- ur dreift um alla borg und- ir heitinu Ráðgjöf er þjóð- argjöf, sagði Mörður með þunga. Peningar ekkert próblem Við ræddunt lftillega áfram áróðurstækni sjálf- stæðismanna. - Aðalatriðið er að ata andstæðinginn auri, sagði Mörður. - Og það kostar aura, sagði ég. - Peningar em ekkert próblem, svaraði Mörður. Við eigum sand af seðlum. Byggingaverktakarnir styðja okkur, heildsalamir styðja okkur, smáfyrirtæk- in í miðborginni styðja okkur og allir sem hafa fengið lóðir, aðstöðu og völd. Peningar em ekkert mál! - Þú varst að tala um aurinn, spurði ég. - Já, þannig aur, já. Jú, sem sagt aðalatriðið er að kasta dmllukökum í and- stæðinginn. Setja grímu á Alfreð, líma spuminga- merki á hausinn á Sigrúnu, setja yfirvaraskegg á Ingi- björgu Sólrúnu og svo framvegis. - Er þetta ekki fremur bamalegur málflutningur? spurði ég. - Jú en borgarbúar em jú eintóm börn, svaraði Mörður. Lýðræði er það sem Flokkurinn ákveður Tíðindamaður lauk við- talinu með því að spyrja Mörð um skoðun hans á lýðræðinu. - Lýðræðið!! hrópaði Mörður og fékk hláturs- kast svo hann varð blá- rauður í framan. Lýðræðið er ágætt orð en merkingar- laust. í Reykjavík ræður Sjálfstæðisflokkurinn og þá geturðu alveg sleppt Sjálfstæðis-forskeytinu. Flokkurinn ákveður alveg hveijir fara í framboð. Stundum höldum við svo- kölluð prófkjör en við er- um ekki dús við niðurstöð- una, köllum við bara á gömlu uppstillingamefnd- ina og stokkum listanum upp á nýtt. Það er nú svo- kallað prófkjörslýðræði. Svo segjum við borgar- búum hverja þeir eigi að kjósa. Og ef þeir kjósa vit- laust og Flokkurinn missir meirihlutann þá segjum við bara embættismönn- unum okkar að gera það sem þeir eiga að gera. Þá geta aðrir en Flokkurinn þóst sljórna borginni en stjóma henni í raun og veru ekki neitt. Svo það er nú kosningalýðræðið. Nei, góði minn. Lýð- ræði er það sem Flokkur- inn ákveður. Og það er það sem er eðlilegt og hef- ur alltaf verið. Því að breyta því sem vel hefur reynst. Því að breyta? Og þar með var Mörður Formann rokinn að skoða nýju veggspjöldin með Ingibjörgu Sólrúnu þar sem búið var að teikna yfirvaraskegg inn á mynd- ina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.