Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. maí 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (a) Alþjóðleg ráðsteftia í Reykjavík um máiefiií fatlaðra: „Eitt samfélag fyrir alla“ JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR félagsmálaráðlierra. Dagana I. til 3. júní verður lialdin í Rcykjavík stœrsta ráðstefna sein lialdin Itefur verið liér á landi um málefni fatlaðra. Ráðstefnan er alþjóðlcg og er litín lialdin á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Óryrkja- handalags Islands í sainviniiu við og með stuðningi frá Sameinuðu þjóðunum. Félagsmálaráðlierra bauð til ráðstefnunnar á Allslieijar- þingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1992. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR, er verndari ráðstcfnunnar og mun húnflytja aðalrœðuna við setningu hennar en Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra setur ráðstefnuna formlega í Háskólabíói 1. DAGANA 1. til 3. júní verður haldin í Reykja- vík stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi um málefni fatlaðra. Ráðstefnan er alþjóðleg og er hún hald- in á vegum Landssam- takanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Is- lands í samvinnu við og með stuðningi frá Sam- einuðu þjóðunum. Jó- hanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra bauð til ráðstefnunnar á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1992. Sameinuðu þjóðimar til- einkuðu fötluðum áratug- inn frá 1980 til 1990. Það að helga málefnum fatl- aðra þennan áratug skilaði verulegum árangri í þá vem að gera þjóðir heims meðvitaðri um stöðu þeirra og hefur átt dijúgan þátt í að breyta viðhorfúm í þeirra garð. En það er ekki fyrr en nú að efnt er til al- þjóðlegrar ráðstefnu til að meta þá þekkingu sem afl- að var og skoða hvemig tekist hafi að þoka málefn- um fatlaðra í átt að því tak- marki sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett, það er að skapa „Eitt samfélag fyrir alla,“ einsog segir í yfirskrift ráðstefnunnar. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er vemdari ráðstefnunnar og mun hún flytja aðalræðuna við setn- ingu hennar en Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra setur ráðstefnuna formlega í Háskólabíói 1. júní. Um 100 fyrirlesarar Fyrirlesarar á ráðstefn- unni verða um 100 talsins frá öllum heimshomum; frá Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Kanada, Norðurlöndunum, Austur- og Vestur-Evrópu, Suður- Afríku, Kenya, Saudi Ar- abíu, Indlandi, Astralíu og Nýja Sjálandi. Þeir em meðal þeirra fremstu úr röðum fatlaðra, foreldra, fræðimanna og stjóm- málamanna og munu er- indin fjalla um allt það sem skiptir máli varðandi lífs- kjör fatlaðra. Þau spanna mjög breytt svið. Sagt verður frá fræðilegum rannsóknum, pólitískum aðgerðum eða aðgerðar- leysi og daglegri reynslu fatlaðra. Auk þess verður stefna og markmið Sam- einuðu þjóðanna í þessum málaflokki til umfjöllunar, sent og nýjar grundvallar- reglur sem Allsherjarþing- ið samþykkti á síðast liðnu ári. Eru þær taldar vera undanfari alþjóðalaga um málefni fatlaðra. Meðal fyrirlesaranna verða Kristján Tómas Ragnarsson prófessor og jum. endurhæfingalæknir í Bandaríkjunum, prófessor Douglas Biklen frá Syrac- use háskólanum í Banda- ríkjunum, Kristjana Kristi- ansen frá Noregi, Edward Roberts frá Bandaríkjun- um, Wilfred Kisyua frá Kenya, Grace Duncan frá Jamaica, Michal Mathias frá Indlandi, Stefán Hreið- arsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, Rannveig Guðmundsdóttir alþingis- maður, Hill-Martha Sul- berg félagsmálaráðherra Noregs og Bengt Lind- quist fyixverandi félags- málaráðherra Svíþjóðar. Túlkað á táknmáli Ráðstefnugestir verða, eins og fyrirlesaramir, víðs vegar að úr heiminum, enda gefst á þessari ráð- stefnu einstakt tækifæri til að afla sér upplýsinga urn allt það nýjasta sem hefur verið að gerast í málefnum fatlaðra um allan heim. Ráðstefnan er stærri í snið- um en dæmi em um hér á landi og ekki eru líkur á að slíkt verði endurtekið í bráð. Fyrirlestramir verða fluttir á ensku, en ýmsar ráðstafanir verða gerðar til að sem flestir geti nýtt sér upplýsingamar. Úrdráttur fyrirlestranna verður gef- inn út á ensku og íslensku. Allir sameiginlegir fundir verða túlkaðir samhliða á íslensku, frönsku og tákn- máli og efni þeirra verður gefið út á blindraletri eftir þöifum. Þá verður hægt að fá aðra fyrirlestra endursagða á íslensku eftir þörfum. í tengslum við ráðstefnuna verða ýmsir listviðburðir, meðal annars verður leik- ritið Jói eftir Kjartan Ragn- arsson flutt. Fjölmörg íslensk fyrir- tæki og stofnanir styrkja ráðstefnuna. 11 þúsund holur í stall Ingólfs! Það er ekki alltaf tekið út með sœldinni að vera múrari. Aðalmundur sem alltaf er kallaður Alli múr- ari, hafði nóg að gera í blíðunni í gœr er honum var upp á lagt af borgaryfirvöldum að gera litlar holur í stall Ingólfs á Arnarhóli. Að sögn Alla múrara verða holurnar um 11 þúsund talsins og ef einhver efast um þá tölu er bara að skreppa upp á Arnarhól og telja! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason / Ami Sigfiisson er á undan sinni framtíð! Úr því við erum stödd á Arnarhóli er ekki úr vegi að geta þess að gárungarnir segja Árna Sigfússon, okkar elskulega borgarstjóra, vera mann sem er„á undan sinniframtíð“. Þetta kemurtil vegna þátt- ar sem íhaldið var með á sjónvarpsstöðinni Sýn og jjallaði meðal annars um framkvœmdir í mið- borginni. í þœttinum lýsti borgarstjórinn þvífjálglega yfir að nú vœri framkvœmdum við Arnarhól lokið! En þvífer aldeilis fjarri. Þegarþessi orð eru skrifuð er til að mynda moldarflag allt íkringum landnemann ogýmislegt fleira ógert ífrágangi svœðisins. Eitthvað hefurþó íhaldið tekið sér tak því þar vinnur nú her borgarstarfsmanna nótt sem nýtan dag til að lialda í við framtíðar-lnútíðarsýn Arna. Seinheppinnnnnnnnn... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.