Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. maí 1994 FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a) Yfirlit vinnuniálaskrifstofn félagsmálaráðuneytisins: Sjö þúsund án atvinnu - að meðaltali í aprfl sem er fækkun um 800 manns frá fyrra mánuði. Búist er við að atvinnuleysi minnki eitthvað nú í maí víðast h var á landinu og verði undir 5 % ATVINNULEYSIS- DAGAR í apríl jafngilda því að 7.061 maður hafi að mcðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 3.480 karlar og 3.581 kona. Þessar tiilur jafngilda 5,6% af áætluð- um mannafla á vinnu- markaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Að meðaltali eru 810 færri í aprfl en mánuðinn á und- an. Búist er við að at- vinnuleysi minnki eitthvað nú í maí víðast hvar á landinu og verði undir 5%. Þessar tölur koma fram í yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Síðasta virkan dag apríl- mánaðar voru 7.374 manns á atvinnuleysisskrá á land- inu öllu, en það er um 615 færri en í lok marsmánaðar. Síðast liðna 12 mánuði voru um 6.180 manns að meðal- tali atvinnulausir eða 4,8% af mannafla en árið 1993 voru um 5.600 manns að meðaltali atvinnulausir eða 4,3%. Atvinnulausum fækkar í heild að meðaltali um 10,4% frá marsnránuði en hefur fjölgað um 22% frá apríl í fyrra. Breytingar á at- Atvinnuleysi síðustu 12 mánuði. u vinnuástandi skýrast fyrst og fremst með árstíðar- bundnum sveillum en einn- ig má gera ráð fyrir að um 500 manns séu í álaksverk- efnum víðs vegar um land- ið. Breytingamar nú koma alls staðar fram á landinu nema á Suðumesjum þar sem atvinnuleysi eykst vegna vertíðarbanns auk þess sem tiltölulega fáir em þar í átaksverkefnum enn sem komið er. Atvinnuleysi minnkar hlutfallslega mest á Suður- landi, Austurlandi, Vestur- landi og höfuðborgarsvæð- inu en þar fækkar atvinnu- lausum mest að meðaltali. Atvinnuleysi er nú minna á Suðumesjum og á Austur- landi en í apríl í fyrra. Að meðaltali em um 58% at- vinnulausra á höfuðborgar- svæðinu í apríl og 42% á landsbyggðinni. Á Norður- landi eystra em 13% at- vinnulausra að meðaltali, 7% á Suðurlandi, 6% á Vesturlandi og á Suðumesj- um, 4% á Austurlandi og á Norðurlandi vestra og 3% em á Vestfjörðum. Fækkun atvinnulausra Breytingar á fjölda at- vinnulausra í lok aprflmán- aðar benda til að vemlega dragi úr atvinnuleysi í maí enda má gera ráð fyrir um 10% árstíðarsveiflu. í fyrra fækkaði atvinnulausum rnilli marsloka til aprílloka um 324 samanborið við 615 nú. Þá minnkaði atvinnu- leysið um 0,6% prósentustig frá apríl til maí eða frá 4,6% í 4,0%. Samkvæmt þessu ætti að draga meira úr at- vinnuleysi frá apríl til maí- mánaðar og að atvinnuleysi gæti minnkað í allt að 4,5% í maímánuði. Þá ræðst niðurstaðan nokkuð af hvemig úr rætist með atvinnu fyrir skólafólk en könnun Þjóðhagsstofn- unar á atvinnuástandi í apríl bendir til að heldur meira framboð verði á sumarstörf- um fyrir 16 ára og eldri heldur en í fyrra. Á hitt er að líta að kvótastaðan í sjávar- útvegi er allt önnur nú en þá og fiskvinnslufólk er ekki síður fljótt að fara inn á at- vinnuleysisskrá þegar afla- brögð em léleg eins og út af skrá þegar vel veiðist. Áhugi fyrir átaksverkefnum virðist eitthvað minni víðast hver en á sama tíma í fyrra. Hófleg bjartsýni bendir því frekar til að atvinnuleysið verði á bilinu 4,7% til 4,9%. Atvinnuástandið ætti að batna nokkuð á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurlandi og víða annars staðar á lands- byggðinni að minnsta kosti þar sem menn em minna háðir sjávarfangi og kvóta- staðan er viðunandi. At- vinnulausum í lok maímán- aðar ætti einnig að fækka nokkuð miðað við lok apríl- mánaðar. Jafhaðarmenn sfyðja islenska blómabændur: 25 þúsund kratarósir FRAMBJOÐENDUR á A-listum um land allt munu halda þeim ágæta sið að afhenda kjósendum rauðar rósir fyrir komandi kosningar. Forysta Al- þýðuflokksins lagði áherslu á það að þessu sinni að keyptar yrðu rósir af íslenskum blómafram- leiðendum og var það gert. Sigurður Tómas Björg- vinsson, ffamkvæmdastjóri Alþýðuflokksins, segir að með þessu vilji jafnaðar- menn styðja við bakið á ís- lenskum blómabændum, enda sé það stefna flokksins að leita eftir samstarfi við bændur almennt um endur- skoðun á landbúnaðarkerf- inu. „Við vinnum með bænd- um, en ekki gegn þeim eins og sumir vilja gefa í skyn. Við hefðum getað fengið þessar rósir á mun lægra verði ef við hefðum flutt þær beint inn frá útlöndum, en leggjum áherslu á að velja ís- lenskt. Sérstaklega þegar gæðin eru sambærileg," sagði Sigurður Tómas. Hann segir að rósunum Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvœmdastjóri Alþýðuflokksins, og Sigurður Moritzson, framkvœmda- stjóri Blómamiðstöðvarinnar Itf, gerðu í gœr samning uin kaup á 25 þiísund kratarósum sem dreift verður til kjósenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Alþýðublaðsmynd / Einar Olason hafi verið rnjög vel tekið af kjósendum í undanförnum kosningar, enda sé hér um mjög jákvæða kynningu á jafnaðarmannahreyfingunni að ræða. Að þessu sinni verða keyptar um 25 þúsund rósir og hefur verið gerður samningur við Blómamið- stöðina hf., þar sem meðal annars er skýrt tekið fram að seljandi útvegi flokknum eins mikið af innlendum ró- sum og kostur er á. Sigurður Moritzson, fram- kvæmdastjóri Blómamið- stöðvaiinnar, segir þetta vera mjög gott framtak hjá Al- þýðuflokknum og komi sér vel fyrir íslenska blómafram- leiðendur. Sveitarstjórnarkosningar 1994: Jóhanna Sigurðardóttír félagsmálaráðherra verður á ferð um Suðurland í dag Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra hcimsækir eftirtalda staði í dag, miðvikudaginn 18. maí: Eyrarbakki klukkan 12.00 til 1330 Stokkseyri klukkan 1330 til 1730 Selfoss klukkan 1530 611730 Hveragerði klukkan 18.001019.00 Bókun viðtala og nánari upplýsingar eru gefhar á skrifstofum viðkomandi bæjar- og sveitarstjóra. Auk þess mun Jóhanna heimsækja kosningaskrifstofur jafiiaðarmanna. Alþýðuflokkurinn - Jafhaðarmannaflokkur fslands

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.