Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 8
8 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. maf 1994 Frumvarp tíl laga um umboðsmann bama samþykkt á Alþingí: Málsvari allra barna FRUMVARP til laga um umboðsmann barna var samþykkt á Alþingi skömmu fyrir þinglok. Lögin öðlast gildi um næstu áramót en tilgang- ur þeirra er að bæta hag barna í samfélaginu og skal embætti umboðs- manns hafa það hlutverk að standa vörð um hags- muni og réttindi barna allt að 18 ára aldri. Frumvarp til laga um umboðsmann barna var samið og lagt fram að til- hlutan Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráð- herra. I 2. grein laganna kemur fram að forseti Islands skipar, að tillögu forsætisráðherra, umboðsmann barna til fimm ára í senn. í athugasemdum með frumvarpinu segir að heppilegt sé talið að sami ein- staklingur gegni starfinu ekki lengur en tíu ár. Umboðsmað- ur skal hafa lokið háskóla- prófi og vera eldri en 30 ára. I 3. grein segir að umboðs- maður bama skuii vinna að því að stjómsýsluhafar, ein- staklingar, félög og samtök einstaklinga taki fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna bama. I starfi sfnu skuli um- boðsmaður bama setja fram ábendingar og tillögur um úr- bætur sem snerta hag bama á öllum sviðum samfélagsins. í lögunum kemur fram að öll- um sé heimilt að Ieita til um- boðsmannsins með erindi sín. Hann taki mál til meðferðar að eigin fmmkvæði eða eftir ábendingum. Umboðsmaður bama tekur ekki til meðferðar ágreining milli einstaklinga, en honum ber að leiðbeina þeim sem til hans leita með slík mál um leiðir sem færar eru innan stjómsýslu og hjá dómstólum. Stjómsýsluhöfum er skylt þrátt fyrir þagnarskyldu að veita umboðsmanni bama all- ar þær upplýsingar sem að hans mati em nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Hann skal einnig er hann telur nauðsyn bera til hafa óheftan aðgang að öllum stofnunum sem vista börn eða hafa aðgang að bömum á einn eða annan hátt í starfsemi sinni hvort sem þær em rekn- ar af opinbemm aðilum eða einstaklingum, félögum eða samtökum einstaklinga. Fjölmennasti aldurshópurinn Með hinum nýju lögum tekur til starfa umboðsmaður fyrir fjölmennasta aldurshóp- inn í íslensku þjóðfélagi, það er einstaklinga frá fæðingu til 18 ára aldurs. I lok desember 1993 vom þeir 77.616 talsins eða 29,7% heildarmannfjölda þjóðarinnar. Það var þann 13. september 1993 að Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra skipaði nefnd til að semja fmmvarp til laga um umboðs- mann bama. Nefndina skip- uðu Ragnheiður Thorlacius héraðsdómslögmaður, for- maður, Aslaug Þórarinsdóttir deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Elín Norðdahl lögfræðingur ,og Guðjón Bjamason deidlarsér- fræðingur í félagsmálaráðu- neytinu. Hugmynd að stofnun emb- ættis umboðsmanns bama hér á landi kom fyrst fram árið 1978 í greinargerð með þingsályktunartillögu sem þingmenn Alþýðuflokksins fluttu um umbætur í málefn- um bama. Drög að lögum um umboðsmann bama komu frá sifjalaganefnd í greinargerð með frumvarpi til barnalaga árið 1981. Á 109. löggjafa- Frumvarp til laga um umboðsmann barna var samþykkt á Alþingi skömmu fyrirþinglok. Lögin öðlast gildi um nœstu áramót en tilgangur þeirra erað bœta hag barna í samfélaginu og skal embœtti umboðsmanns hafa það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi barna allt að 18 ára aldri. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Gróandinn er kominn út! GRÓANDINN, tíma- rit um garðyrkju og úti- veru, er komið út. Blað- ið er að vanda efnismik- ið og prýtt fjölda fal- legra mynda. Ritstjóri blaðsins er Hjörleifur Hallgríms. Gróandinn hefur komið út í tæpan áratug og hefur á þeim tíma öðlast traustan og breið- an lesendahóp um land allt. Fyrir áhugasama má geta þess að áskriftar- síminn er 91 -23233. Efni þessa tölublaðs er eftirfarandi: „Vor- laukar - Hvernig væri að reyna eilthvað nýtt?“ eftir Björgvin Stein- dórsson garðyrkju- fræðing; „Skógartoppur - Viljug, falleg klifur- planta og sannkallaður ilmdniumur" eftir Ólaf Njálsson garðyrkjusér- SKOGARTOPPUR ÁHUGAVERÐ LAUFTRF. SKIPULAGNING LÓÐAR LÍFRÆN RÆKTUN fræðing og kennara við garðyrkjuskóla; „Mjólkurjurt - Prýði í görðum“ eftir Ágústu Björnsdóttur; „Lauftré - góð grein fyrir unn- endur trjáræktar við heimahús og sumarbú- staði“ eftir Jón Geir Pétursson líffræðing; „Skipulag lóðar" eftir Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeist- ara; „Lífræn ræktun í matjurtagarðinn" eftir Björn Gunnlaugsson garðyrkjukandidat; „Lífrænn landbúnaður" eftir Guðfínn Jakobs- son garðyrkjufræðing; „Af laukblómum" eftir Magnús Ágústsson yl- ræktarráðunaut; „Land- græðsla og fræðslu- start'1 eftir Andrés Arnalds; „Sellerí" eftir Guðrúnu Þóru nær- ingarráðgjafa. þingi árið 1986 var lagt fram frumvarp til laga um embætti umboðsmanns bama. Frum- varpið var endurflutt á 110. löggjafarþingi árið 1990 og endurflutt árið eftir en var þá vísað til ríkisstjórnar að til- lögu allsherjamefndar. Óháöur embættismaður 1 greinargerð með fmm- varpinu segir um tilgang fmmvarpsins og hlutverk um- boðsmanns bama: Tilgangur fmmvarpsins er fyrst og fremst sá að hér á landi verði starfandi óháður embættismaður sem vinni að því að fullt tillit sé tekið til réttinda, hagsmuna og þarfa bama, jafnt hjá opinberum sem einkaaðilum. Umboðs- manni bama er ætlað að vera málsvari eða talsmaður allra bama í samfélaginu og hon- um er ætlað að hafa fmm- kvæði að gagnrýnni og stefnumarkandi umræðu um stöðu barna í samfélaginu. Með því móti veiti hann stjómvöldum og einstakling- um aðhald. Honum er ætlað að hafa áhrif á jafnt stjómvöld sem einstaklinga, félög þeirra eða samtök, þannig að þeir hafi hagsmuni bama að leið- arljósi í störfum og öllum af- skiptum af börnum. Þjóðfélag hinna fullorðnu Hér á landi em í gildi ný og ítarleg lög á sviði barnavernd- ar og bamaréttar. Þá er börn- um einnig tryggður í lögum réttur til heilsugæslu, mennt- unar og svo framvegis. En þótt réttindi og vemd bama séu vel tryggð í löggjöf verð- ur að telja að verulega skorti á að fullt tillit sé tekið til þessa fjölmenna þjóðfélagshóps. Þjóðfélaginu er stjórnað af hinum fullorðnu. Ákvarðanir um uppbyggingu þess, for- gangsröð verkefna, fram- kvæmdir og skiptingu fjár- magns virðast fyrst og fremst taka mið af hagsmunum og þörfum hinna fullorðnu. Böm em ekki þrýstihópur hérá landi. Þau hafa ekki sök- um ungs aldurs og réttarstöðu forsendur til að fylgja eftir réttinda- og hagsmunamálum sínum eða vekja athygli á því sem betur má fara. Heild- stæða fjölskyldustefnu skortir hér á landi og tilhneiging hef- ur verið til að skilgreina mál- efni bama sem „hin mjúku mál“ með þeim afleiðingum að þau hafa setið á hakanum þegar ákvarðanir em teknar um skipulagningu þjóðfélags- ins og ráðstöfun fjármuna rík- isins. Því er full þörf á því að hér á landi starfi umboðsmað- ur bama. Það skal tekið fram að með fmmvarpi þessu er ekki ætl- unin að setja á stofn embætti sem taki við verkefnum sem stjómvöldum, stofnunum eða einstaklingum hefur verið fal- ið að vinna samkvæmt lögum í þágu bama. Með fmmvarp- inu er ekki heldur ætlunin að hrófla við fjölmörgum laga- fyrirmælum sem leggja ýms- ar skyldur á herðar einstak- lingum, stjómvöldum eða stofnunum í málefnum bama. I frumvarpi þessu er umboðs- manni bama ekki ætlað að hafa afskipti af ntálefnum einstakra bama, deilum for- sjáraðila og stofnana eða öðr- um einstaklingsbundnum ágreiningsefnum hvort heldur þau eru á sviði barnaréttar, barnavemdar, skólamála eða öðmm sviðum. Löggjafinn hefur nú þegar falið ýmsum stjómvöldum og stofnunum að leysa þau verk af hendi. Tveir um boðsmenn Hér á eftir verður fjallað um valdmörk umboðsmanns barna. Fyrst verður vikið að vald- mörkum umboðsmanns barna og umboðsmanns Alþingis. I 2. grein laga um umboðs- mann Alþingis er hlutverk umboðsmanns Alþingis skil- greint. Honum er ætlað að hafa eftirlit með stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga, tryggja rétt borgaranna gagnvart stjómsýslunni, gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjómsýslunni og að hún fari að öðm leyti ffarn í samræmi við lög og góða stjómsýslu- hætti. Hinu lögboðna hlutverki sínu sinnir umboðsmaður Al- þingis hvort heldur eiga í hlut börn eða fullorðnir. Á sex ára starfstíma umboðsmanns Al- þingis hefur embættið haft af- skipti af ýmsum málum sem snerta böm á einn eða annan hátt. Má þar nefna málaflokka eins og barnavemdar-, for- sjár- og umgengnismál auk ýmissa málaflokka sem snerta böm beint eða óbeint, svo sem skólamál, byggingar- og skipulagsmál, heilbrigðismál, almannatryggingamál og svo framvegis. Með hliðsjón af framanrit- uðu og hlutverki umboðs- manns bama, eins og það er skilgreint í frumvarpi þessu og greinargerð, er ljóst að hlutverk og starfssvið um- boðsmanns Alþingis og um- boðsmanns bama samkvæmt ffumvarpinu eru í gmndvall- aratriðum ólík. Umboðs- manni bama er ætlað að vera opinber talsmaður bama. Honum er ætlað að tryggja bættan hag þeirra og að við ákvarðanatöku í þjóðfélaginu sé réttur og hagsmunir þeirra tryggðir jafnt hjá opinbemm sem einkaaðilum. Ekki árekstrar Umboðsmanni bama er ekki ætlað það hlutverk að láta í ljósi álit sitt á því hvort stjómvöld hafi brotið gegn lögum eða góðri stjómsýslu við ákvarðanir eða úrskurðum í einstökum málum, svo sem forsjár- og umgengnismálum. Umboðsmanni bama er held- ur ekki ætlað að álit sitt á því hvort bamaverndaryfirvöld hafi til dæmis staðið löglega að einstökum íþyngjandi ákvörðunum. Eftirlit með því að stjóm- völd hafi það að leiðarljósi sem bami er fyrir bestu við ákvarðanir og úrskurði heyrir eftir sem áður undir valdsvið umboðsmanns Alþingis að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Umboðsmanni bama er hins vegar ætlað að leiðbeina þeim sem hagsmuna eiga að gæta í slfkum málum um rétt þeirra til endurskoðunar á ákvörðun, hvort heldur er með málskoti til æðri stjórn- valda eða dómstóla eða með því að vísa málinu til um- boðsmanns Alþingis. Vitn- eskja umboðsmanns bama gæti hins vegar orðið þess valdandi að hann tæki um- ræddan málaflokk almennt til sérstakrar athugunar teldi hann að hagsmunum bama vegið eða réttur þeirra væri ekki nægilega tryggður. Um- boðsmaður barna kæmi síðan athugasemdum sínum og til- lögum á framfæri við við- komandi aðila. Telja verður að embætti umboðsmanns Alþingis og embætti umboðsmanns barna geti tryggt, hvort með sínum hætti, að fullt tillit sé tekið til hagsmuna, réttinda og þarfa bama við ákvarðanatöku í þjóðfélaginu og að nægilegt eftirlit sé með því að réttur sé ekki brotinn á bömum. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að í Noregi hafa ekki orðið árekstrar milli embættis umboðsmanns bama sem hefur starfað þar í landi frá árinu 1981 og emb- ættis umboðsmanns Stór- þingsins sem sett var á stofn árið 1963.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.