Alþýðublaðið - 06.07.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 06.07.1994, Page 1
Rikisendurskoðun gagnrýnir Iðnlánasjóð fyrir viðskiptin við Ós húseiningar og tengd fyrirtækL HaMór Jónsson hjá Steypustöðinni segir viðskiptin si(Maus: - og tóku ofseint \ið sér [xígai' vanskil tóku að gera vart við sig Stjóm Iðnlánasjóðs er gagnrýnd í skýrslu Ríkis- endurskoðunar, sem gerð var fyrir tilhlutan Iðnaðar- ráðuneytisins vegna viðskipta Byggingafélagsins Óss hf. og sjóðsins. „Gagnrýna má stjóm sjóðsins og forsvarsmenn fyrir að hafa ekki farið nægilega gætilega í sakimar í viðskiptum sínum við fyrirtækið svo og að hafa tekið of seint við sér er vanskil þess tóku að gera vart við sig“, segir í niðurstöðum Rtki sendurskoðunar. Viðskipti þessara tveggja að- ila vöktu nokkra undmm í þjóð- félaginu á síðasta ári. Vom þau jafnvel kærð til Samkeppnis- stofnunar af Steypustöðinni hf, en kæran síðar dregin til baka. Iðnaðarráðuneytið fól Ríkis- endurskoðun fyrir allnokkm að gefa álit sitt á erindi sem ráðu- neytinu hafði borist vegna við- skipta Iðnlánasjóðs og Óss hf. og tengdra fyrirtækja. í skýrslu Rflösendurskoðun- ar, sem nú liggur fyrir, segir að ljóst sé að atvik og síðar mála- rekstur á hendur Ósi, húseining- um hf. og tengdra fyrirtækja, bendi eindregið til þess að við- skiptahættir þeir, sem aðaleig- andi og forsvarsmaður fyrir- tækjanna stundaði, hafi gefið fullt tilefni til ýtmstu varfærni við alla fyrirgreiðslu við fyrir- tæki þau sem hann átti og stjómaði. Hins vegar segir Rfldsendur- skoðun að ekkert hafi komið fram sem veki grunsemdir um að Iðnlánasjóður hafi farið út fyrir lög í samskiptum við Ós hf. og tengd félög og mismunað aðilum með þeim hætti að bóta- skylt teljist. „Þetta er ef til vill löglegt, - en siðlaust er það, svo vitnað sé í fleyg orð Vilmundar heitins Gylfasonar, og tel ég við hæfi að vitnað sé í þau“, sagði Hall- dór Jónsson, forstjóri Steypu- stöðvarinnar hf. Velta Rannsóknastofn- unar byggingaiðnaðar- ins að Keldnaholti var rúmar 149 milljónir króna á síð- asta ári. Sértekjur stofnunarinn- ar voru 65,8% af veltu en þáttur ijárlaga aðeins 34,2%. Þetta er hæsta sértekjuhlutfall sem náðst hefur hjá stofnuninni og með því hærra sem gerist í sambæri- legri starfsemi í Evrópu. Þessar upplýsingar koma fram í frétta- bréfi Rannsóknarstofnunarinn- ar. Eigintekjur stof'nunarinnar í fyrra vom samtals um 98 millj- ónir króna og samkvæmt fjár- lögum fékk stofnunin rúmlega 51 milljón króna. Þessi góði ár- angur er að hluta rakinn til góðr- ar verkefnastöðu og hins vegar til mikils aðhalds í rekstri. Al- mennur rekstrarkostnaður hækkaði ekki milli ára og hefur raunar ekki hækkað neitt að krónutölu síðastliðin þrjú ár. Starfsemi Rannsóknarstofn- Sagði Halldór að fram komi í ársreikningi Iðnlánasjóðs að sjóðurinn hafi pungað út með 30 milljónir króna til að halda úti rekstri Hrauns hf„ sem tók við gjaldþrotabúi Óss. „Að sjálfsögðu olli Iðnlána- sjóður fyrirtækjum í þessari grein miklum sársauka og tjóni með aðgerðum sínum. Við- skipti lánastofnunar við gjald- þrota skjólstæðing eins og hér gerðist, hljóta að orka vemlegs tvímælis“, sagði Halldór. unar byggingariðnaðarins skipt- ist í þrjá meginþætti, rannsókn- ir, þjónustu og ráðgjöf. Undir þjónustu flokkast prófanir af ýmsu tagi og undir ráðgjöf flokkast meðal annars útgáfa og fræðslustarfsemi. Viðræður standa nú yfir milli Iðnaðar- ráðuneytisins og Rannsóknar- stofnunarinnar með aðstoð Hagsýslu ríkisins um svokall- aða samningsstjómun. I henni felst að gerður er samningur til 2 til 3 ára um ljárframlag til starfseminnar. Samningurinn kveður jafnframt á um verk- efnasvið og áherslur í staifsem- inni svo og góða stjómunarhætti sem byggja á verkefnastjómun. Með þessum samningi fengi stofnunin fjárveitingu til þriggja ára og samningurinn eykur sveigjanleika og sjálfræði við stjómun innri mála. Stefnt er að því að samningurinn gildi tíma- bilið 1995 til 1997. - bilanaþjónusta sem Muðeraliarheígar ogmeíur Bili sími á heimili eða fyrirtæki eftir klukk- an 18 á föstudegi er lítil von um að úr verði bætt fyrr en í upphafi nýrrar vinnuviku í fyrsta lagi. Póstur & sími, fyrirtæki sem er án samkeppni á markaðnum, telur sig ekki hafa efni á að hafa menn á vakt til að sinna bilanatil- kynningum. Þegar.hringt er í 05, síma bilanatilkynninga, á föstu- dagskvöldi, laugardegi eða sunnudegi, er þar aðeins hægt að tilkynna bilunina, en ekki að fá við hana gert, jafhvel þótt bilunin sé í sím- stöð. Sem sagt engar við- gerðir í tvo og hálfan sólar- hring, enda þótt síminn sé kallaður öryggistæki. Guðmundur Björnsson, fjármálastjóri P&S sagði í samtali við Alþýðublaðið að hér væri um að ræða hagræðingaraðgerð til lækkunar á kostnaði fyrir- tækisins. Ef bjóða ætti upp á slíka þjónustu um helgar, myndi það kosta að hafa mann á vakt á öllum sím- stöðvum landsins, svo sam- rærnis og sanngimi væri gætt. Hann sagði þó að at- hugandi væri hvort hægt væri að bjóða þjónustu sem þessa. Hins vegar sagði Guð- mundur að einstakar bilanir væm ekki algengar. Aðal- lega kæmu upp vandamál vegna þess að jarðstrengir með mörgum símanúmer- um væm slitnir. Þá væm viðgerðarflokkar sendir á staðinn hið snarasta til að koma símum aftur í sam- band. Rannsóknastoöiun hy^n^iiðffitöariiis: Sértekjur66% afveltu Þeíía er með því hæsta sem gerfet í sambærílegiini stoíhimuni í Evrópu Skipað í díknixáiid Bííkmeimtaverflíuma IVmiasiU' GiKknundssonan Enginn í nefhdina frá rithöftindum - Ritlmftmdasainhandið tdur að ekki liafí verið rétt að niáluin staðið Rithöfundar ætla ekki að tilnefna fulltrúa í dómnefnd Bók- menntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Rithöfundasambandið tel- ur að ekki hafi verið rétt að málum staðið varðandi þessi bókmennta verðl aun. „Ákvörðunin um að til- nefna ekki fulltrúa í dóm- nefndina frá Rithöfundasam- bandinu var tekin í tíð fyrri stjómar sambandsins. Það stafaði af því að okkur fannst ekki rétt að þessu stað- ið. Allt í einu vorum við beðin um fulltrúa okkar, en fram að því hafði ekkert samráð verið við okkur haft. Okkur finnst líka að þessi verðlaun séu um of tengd einu bókaforlagi", sagði Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöfundasam- bands íslands í samtali við Alþýðublaðið í gær. Þetta tiltekna bókaforlag er Almenna bókafélagið hf. Það hefur tilnefnt Eirík Hrein Finnbogason frá sér í nefndina. Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar tilnefnir Huldu Valtýsdóttur. Borganáð hefur samþykkt Soflíu Auði Birgisdóttur sem þriðja rnann í nefndina. Húseiqendur Eruð þið orðnir þreyttir á margendurteknum sprunguviðgerðum. Talið við okkur því við höfum lausnina. Síðan árið 1981 höfum við klætt yfir 500 hús víðs vegar um landið með ISPO-MÚR. ISPO-MÚR er góður og ódýr kostur. ISPO-klæðning er mun ódýrari en þú heldur. Gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3, 210 Garðabæ, sími 658826, fax 658824

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.