Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. júlí 1994 FRETTIR ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Samstarferáðherrar Norðurianda fúnda í Nuuk á Grænlandi: Skrifetofa opnuð í Sankd Pétursborg - og samþykkt Qáriiagsáædunar Ráðherranefiidar Norðuriandaráðs upp á 7 milljarða. Þar af fær átak gegn kynþáttafordómum ungs fólks 60 milljonir Samstarfsráðherrar Norð- urlanda héldu fund í Nu- uk á Grænlandi í síðustu viku undir forystu Sighvats Björgvinssonar samstarfsráð- heiTa í rflcisstjórn Islands. A fundinum var samþykkt stofnun norrænnar upplýsingaskrifstofu í Sanktí Pétursborg. Skrifstofunni er ætlað að vera miðstöð fyrir starfsemi ráð- herranefndarinnar þar og miðla upplýsingum um þá styrki og samstarfsverkefni sem fyrirhug- uð eru milli Norðurlanda og Sankti Pétursborgar. SamstarfsráðheiTarnir sam- þykktu á fundinum tillögu um fjárhagsáætlun Norrœnu ráð- herranefndarinnar fyrir árið 1995. Hún hljóðar upp á 706 milljónir danskra króna, eða um sjö milljarða íslenskra króna. Þetta er hækkun frá fyrra ári um / 50 milljónir danskra króna. Þá var ákveðið að veita íjár- framlag til stofnunar norrænnar lista- og menningarmiðstöðvar í Nuuk á Grænlandi. Byggingin verður ijármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni, grænlensku landsstjórninni og sveitarstjóm Nuuk. A næstu tveimur ámm SIGHVATUR BJÖRGVINS- SON: Stýrði fundi samstarfsráð- herra Norðurlanda semframfór í Nuuk á Grœnlandi í síðustu viku. A fundinum var ineðal annars samþykkt samstarfsáœtl- un um norrœnt samstarf við grannríkin, þar á meðal Eystra- saltsríkin og norðaustur svœði Rússlands. Til þess starfs var ákveðið að verja um hálfum milljarði íslenskra króna nœsta ár. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason leggur norræna ráðherranefndin fram rúmar 200 milljónir ís- lenskra króna til byggingarinn- 'ar. Einnig var ákveðið að veija um sextíu milljónum íslenskra króna til norræns átaks gegn kynþáttafordómum árið 1995. Atakinu verður beint að ungu fólki. Aðalinntakið verður að stuðla að umburðarlyndi og vekja athygli á þeim styrk sem getur falist í fjölþættri menn- ingu. Atakið verður gert í sam- starfi við fyrirhugað átak Evr- ópuráðsins um sama efni. Á fundinum var og samþykkt samstarfsáætlun um norrænt samstarf við grannríkin, þar á meðal Eystrasaltsríkin og norð- austur svæði Rússlands. Til þess starfs var ákveðið að verja um hálfum milljarði íslenskra króna næsta ár. - Borgnesmgurinn Traustí HraunQörð kemur ísleiisknm bjórunnendum í kvnni við stónnericilega nýjung: Sekkjabjór Borgnesingurinn Trausti Hraunfjörð leit við á ritstjóminni í gær til að sýna okkur merkilega nýjung, svokallaðan Brewking Sekkja- bjór, sem kappinn er unt þessar mundir að markaðssetja hér á landi. Trausti kynntist uppfinn- ingunni úti í Daniríörku, því mikla bjórdrykkjulandi, þar sem hann dvaldist um nokkurt skeið. Að sögn Trausta mun bruggun í Danmörku - að hvaða styrk- leika sem er - vera leyfileg og einungis sala bmggsins ólögleg. Slíka linkind sýnir löggjafmn ekki hér á landi og því mörg vít- in að varast fyrir bruggara. En Sekkjabjór, hvað er nú það'? Málið er í raun sáraeinfalt og byggist á því að í 12 lítra sekknum (sem Trausti sýnir okkur stoltur á myndinni) eru öll efni sem þarf til bruggunar; maltþykkni, maltósasýróp og humalþykkni, gerið fylgir sekknum. í sekkinn hellir mað- ur síðan vatni og bætir við ger- inu, en svo reynir á þolinmæð- ina því bjórinn er bestur á sjöttu viku. Geymsluþol eftir bmggun er 3 til 4 mánuðir. Varan er al- deilis ljúffeng að sögn Trausta. Hann segir að það væri gróf móðgun við bjómnnendur að kynna þá fyrir nokkru öðm en hágæðabjór. Sekkjabjórinn er hrein náttúmafurð, án allra aukaefna og er ættaður úr hjarta hálanda Skotlands þar sem verksmiðja Brewking hefur framleitt maltþykkni í yfir 100 ár. Að sjálfsögðu fylgja þeir fróðleiksmolar Sekkjabjómum, að sé vissu magni af innihaldi sekksins ekki hellt frá fyrir bmggun þá muni rúmmál vín- andans yfirstíga leyfileg mörk, 2,25%. Þegar Brewking Sekkjabjór er bmggaður í ná- grannalöndum okkar er aðeins vatn og ger sett í sekkinn og engu hellt frá. Við það verða tegundimar Lager, Bitter, Ex- port, Panther og Cider 3,8% til 4,2% að styrkleika, en tegund- imar Porter og Extra Gravity Lager verða 6,0% til 6,5%. Það skal tekið skýrt fram að þetta em náttúailega aðeins fróðleik- smolar - látnir fljóta hér með til skemmtunar - og á alls ekki að túlka til eftirbreytni enda lög- brot að reyna slíkt á Fróni. (Menn skulu einnig passa sig á að bæta alls ekki 50 grömmum af sýrópi út í mjöðinn því það gæti orðið til að styrkja hann og bragðbæta um leið.) Sekkjabjórinn fæst nú þegar um gjörvallt Vesturland, á Vest- fjörðum og Suðumesjuin. Á höfuðborgarsvæðinu er sem komið er hægt að nálgast hann í Nóatúni í Mosfellsbæ, Suður- veri og Breiðholtskjöri í Reykjavík og Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Sem fyrr segir em tegundim- ar sjö talsins og sekkurinn tekur 12 lítra. Stykkið kostar 2.700 krónur og reiknið nú út sparnað- inn. Nánari upplýsingar gel'ur Trausti Hraunfjörð í símum 93- 71381 og 985-39982. Borgnesingurinn TRAUSTI HRAUNFJÖRÐ leit við á rit- stjórninni ígcer til að sýna okkur merkilega nýjung, svokall- aðan Brewking Sekkjabjór, sem kappinn er um þessar mundir að markaðssetja hér á landi. Nú geta bjórunnendur bruggað 12 lítra af skoskœttuðum gœðabjór - Sekkjabjór - (að sjálfsögðu innan leyfilegra styrkleikamarka) fyrir aðeins 2.700 krónur! Alþýðublaðsmynd/EinarÓlason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.