Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 13. september 1994 MMÐURIIÐIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Morgunblaðið hrósar formanni Framsóknar Leiðari Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag var einkar at- hyglisverður. Forystugrein blaðsins fjallaði um nýjar áherslur hins nýja formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgríms- sonar. Vitnað er í ræðu Halldórs sem hann hélt á alþjóðaþingi frjálslyndra flokka sem lauk í Reykjavík um síðustu helgi. Hall- dóri er hælt um hvert reipi, ræða hans er sögð „bera vott um al- þjóðlega yfirsýn“, Halldór hafi „tekið mun jákvæðari afstöðu til aðildar Islands að Evrópska efnahagssvæðinu en forveri hans Steingrímur Hermannsson gerði“ og að Halldór hafi fagnað sér- staklega starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Ekki er þó lofinu lokið, því Morgunblaðið segir að „athyglisverðasti kafli ræðu hans (það er Halldórs) fjallaði um utanríkisviðskipti“. Á eftir fylgir löng tilvitnun í ræðu Halldórs þar sem formaður Fram- sóknarflokksins lofar fijálsa verslun og segir ívilnanir í þágu sérhagsmunahópa og ósamkeppnishæfra atvinnugreina í hinum iðnvæddu löndum standa í vegi fyrir hagvexti og baráttunni gegn atvinnuleysi og fátækt. Morgunbiaðið segir réttilega að þessi ummæli Halldórs séu mjög athyglisverð þar sem þau komi af vörum formanns stjóm- málaflokks sem „um áratuga skeið hefur staðið vörð um sér- hagsmuni í landbúnaði og öðrum ósamkeppnishæfum atvinnu- greinum og rekið stefnu ríkisafskipta, verslunarhafta og mið- stýringar á mörgum sviðum“. Síðan segir í forystugrein blaðs- ins að ljóst sé að nýr formaður Framsóknarflokksins hyggist sveigja flokkinn í átt til fijálslyndari stefnu sem ekki sé í takt við „félagshyggju“ íslenskra vinstri manna í Alþýðubandalagi eða Kvennalista. Það þarf ekki ýkja mikla æfingu í túlkun kremlarlógíu Morg- unblaðsins til að sjá hvaða fískur liggur hér undir steini. Blaðið er ekki aðeins að benda sakleysislega á hið augljósa, að áhersl- ur Halldórs Ásgrímssonar eru sýnu fijálslyndari en áherslur for- vera hans í formannsstóli framsóknar. Það vissi hvert manns- bam á landinu og þurfti ekki Morgunblaðsleiðara til. Duldu skilaboðin í leiðara Morgunblaðsins em að dusta rykið af fram- sóknarmaddömunni og benda forráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins á það á rósamáli að hér sé hin gamla, góða brúður komin í leitimar og geti vel notast eina ferðina enn enda munu brúðkaupsklukkur nýrrar samsteypustjómar hringja á vori kom- anda. Og maddaman meira að segja farin að brosa út í hægra líkt og Jónas frá Hriflu forðum þegar hann byijaði fyrstu til- burðina í að stíga pólitískan menúett við erkifjanda sinn, Ólaf Thors, formann Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá stríðsámm spilað jafnt til hægri sem vinstri. Þannig hefur flokkurinn skilgreint sig sem miðjuflokk, aðrir hafa viljað kalla áherslur hans hentistefnu. Það em vissulega nýmæli ef flokkurinn er orðinn fijálslyndur flokkur. Því það hefiir hann aldrei verið. Það sem einkennt hef- ur stefnu og áherslur Framsóknarflokksins fyrr og nú, em ein- mitt barátta fyrir sérhagsmunum fárra, mikil ríkisafskipti, versl- unarhöft og mikið óftjálslyndi og ójöfnuður. Það þarf mikið að hafa gerst ef þessar áherslur em nú allar út af borðinu. Vissulega er SÍS fallið, vissulega hafa bændur tekið völdin af framsókn og stýra sínum málum nú til farsællar fram- tíðar af hyggjuviti og raunsæi og vissulega verður framsókn að hasla sér völl í þéttbýli ef hann á að eiga framtíð fyrir sér. En halda leiðarahöfúndar Morgunblaðsins virkilega að það gerist á einni nóttu? Halda menn í alvöru að þingflokkur framsóknar sem mætir til leiks að loknum þingkosningum á næsta ári, verði eintómir talsmenn opinna verslunarhátta, fylgjendur GATT, andstæðingar ríkisumsvifa og baráttumenn óheftrar og fijálsrar samkeppni á öllum sviðum þjóðlífsins? Ef svo verður mega nú- verandi stjómarflokkar fara að vara sig á pólitískri samkeppni um hylli kjósenda. „Hæsti smábáturínn í Grímsey er Óli Bjarnason, sem er á krókaleyfi. Það sem af er árinu er hann búinn að fiska á fjórða hundrað tonn og það er mál manna í eyjunni að þó eigandi hans legði línuna í baðkarinu heima hér sér fengi hann í bátinn." rátt fyrir bjartviðri og góðar gæftir hrannast enn í dökkan bakkann hvað varðar álit vísindamanna á ástandi þorskstofnsins. Síðasti seiðarannsóknaleið- angur Hafrannsóknastofnunar bendir til að enn einn lélegur árgangur sé í farvatninu. Gagn- rýnisraddir á þær niðurstöður hafa þegar heyrst og sjómenn- imir á grunnslóðinni segjast margir hveijir hvorki skilja upp né niður í því hvemig það geti verið að ekkert sé til af þorski þegar fiskeríið gangi betur en oftast áður. Hörku fískerí í Grímsey Fáir ef nokkrir staðir á land- inu em jafn háðir smábátaút- gerðinni og þar með gmnnslóð- arfiskeríinu og Grímsey. Þessi útvörður í norðri býður enda vart upp á að önnur útgerð sé þar stunduð, vegna hafnarað- stöðu. Hún hefur þó verið stór- um bætt frá því sem áður var og þurfa Grímseyingar ekki lengur að leggja bátum sínum út á legur vegna aðstöðuleysis. Trillukarlamir í Grímsey hafa verið að gera það gott á þessu ári. Fiskerí hefur gengið betur en þeir hafa lengi átt að venjast og er þá nokkm til jafnað. Fyrst og fremst hefur línan verið að gefa, en heldur hefur gengið verr á færin. Aðstöðuleysi Grímseyinga til Iínuveiða hefur gert það að verkum að til skamms tíma áttu þeir ekki hægt um vik með slík- an veiðiskap. Frystiaðstaða var og er ekki fyrir hendi til geymslu á línunni. Hin nýja tækni, sem sjálfvirkar beim- ingavélar em, hafa hins vegar opnað möguleikann til línu- veiða fyrir karlana og hann hafa þeir nýtt af miklum krafti. Þorskurinn hámar í sig kavíarinn Þeir Grímseyingar sem fisk- uðu hvað mest í vetur og vor lögðu línur sínar síður en svo á hefðbundnum línuveiðislóðum. Þeir létu sér detta í hug að leggja hreinlega yfir grá- slepputrossumar sem komnar vom í sjó við Melrákkaslétt- una Oft hringuðu þeir línuna ofan á netin þar sem mest lóð- aði. Svo gmnnt fóm þeir að á tíðum var dýpið ekki meira en tveir til þrír faðmar. Þama bókstaflega rótfiskað- ist, allt upp í 800 kíló á balami. Allt var þetta stórþorskur, en tvennt vakti sérstaka athygli veiðimannanna. Fyrir það fyrsta var þessi þorskur ekki í sérlega góðum holdum, lifrin í þeim mörgum „eins og svartar skóreimar“ og hitt að hann var stútfullur af grásleppuhrognum. Grásleppukarlar hafa haft uppi ýmsar skoðanir á því hveijar séu ástæður þess að hver vertíðin af annarri bregst í grásleppunni. f hafinu lifir vissulega allt hvað af öðm, en varla bætir það hrygningu grá- sleppunnar, sé það tilfellið að þroskurinn hafi uppgötvað gæði grásleppukavíarsins. 2000 tonn á árinu Undanfama áratugi hefur heildarveiði Grímseyinga verið á bilinu 1500 til 2000 tonn, mestmegnis þorskur. Það sem af er árinu er veiðin komin í um 2000 tonn. Mikið hefur verið um að- komubáta í sumar sem lyft hafa þessari tölu og eins hefur Jón Ásbjörnsson, fiskverkandi í Reykjavík, sett upp fiskverkun í eyjunni sem laðað hefur bátana að. Um 130 manns era nú bú- settir í eyjunni og er það fjölg- un, frekar en hitt. Allir ungling- ar sem vettlingi geta valdið hafa haft næga atvinnu í fiskin- um í sumar. Hæsti smábáturinn í Grímsey er Óli Bjarnason, sem er á krókaleyfi. Það sem af er árinu er hann búinn að fiska á fjórða hundrað tonn og það er mál manna í eyjunni að þó eigandi hans legði línuna í baðkarinu heima hér sér fengi hann í bát- inn. Margur hefur verið þeirrar skoðunar, að búseta á stöðum eins og Grímsey, muni leggjast af innan skamms, en það er síður en svo hægt að merkja það á eyjaskeggjum. Nálægð þeirra við gjöful fiski- mið heldur fast í mannskapinn og svo er það eins með þá sem aðra, ræmr fólksins liggja í eyjunni og ekki annars staðar. Grímsey liggur bókstaflega eins og móðurskip á fiskimið- unum. Til em frásagnir af því að fiskur gekk þar svo nálægt að brimið skolaði honum upp í kletta og var sá fiskur kallaður goggfiskur, af skiljanlegum ástæðum. Enn þann dag í dag er fiskur- inn í fjömborðinu. Fyrir nokkm bilaði hjá einum trillukarlinum og á meðan viðgerðin fór fram fékk hann sér nælonlínu og ön- gul, sem hann beitti og grýtti þessu fram af gamla bryggju- hausnum. Á meðan gert var við bátinn dró hann hátt í 500 kfló af vænum þorski, þama af bryggjuhausnum! En þessi sami trillukarl var svo eitthvað síðar á leiðinni í róður. Sem hann sleppti endan- um tók hann eftir einhveijum „útlendingum“ sem stóðu á bryggjunni og íylgdust með. Til að þeir hefðu nú eitthvað til að tala um henti hann út endan- um í einum línubalanum og byijaði að leggja línuna úr hon- um sem hann hélt af stað frá bryggjunni og út úr höfninni. Seinni partinn kom hann að aftur og varð þá að draga lín- una. Á henni var þó nokkuð af fiski og ekki síst eftir að inn í höfnina var komið. En sem hann er að draga síð- ustu metrana, inni í miðri höfn, tekur hann eftir ungum syni sínum sem stóð hágrátandi á bryggjusporðinum og argaði: „Pabbi er að veiða alla fiskana mína!!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.