Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ VELFERÐ Þriðjudagur 13. september 1994 PALLBORÐ: Ólína Þorvarðardóttir Útúr* snúningur Alþýðu- blaðsins Aforsíðu Alþýðublaðs- ins síðastliðinn föstu- dag, 9. september, gaf að líta flennistóran fimm- dálka uppslátt með bæði yfir- og undirfyrirsögn sem hljóð- aði svo: „Jafnaðarmannafé- lag íslands og Jóhanna Sig- urðardóttir: FYLGJANDI AÐILD AÐ EVRÓPUSAM- BANDINU - segir Ólína Þorvarðardóttir, einn af odd- vitum Jafnaðarmannafélags- ins“. Daginn áður hafði ég all- sendis grunlaus yfirfarið við- tal sem blaðið tók við mig um úrsögn Jafnaðarmannafé- lags Islands úr Alþýðu- flokknum, og birt var annars- staðar í blaðinu þennan sama dag. Aðspurð gerði ég þar stuttlega grein fyrir drögum að málefnaumræðu til um- fjöllunar í málefnahópum. Sagði ég í því sambandi að félagið væri ekki á móti því að Jsland kanni aðild að Evrópusambandinu'1 og kvaðst „ekki vita til þess að Jóhanna Sigurðardóttir væri það heldur" (sjá blaðsíðu 3 í Alþýðublaðinu 9. septem- ber). Var ég þar að vísa til ít- rekaðra ummæla Jóhönnu þess eíriis að íslendingum beri að kanna vel kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu, áður en umsókn komist á dagskrá. Þessi afstaða Jóhönnu hélt ég að öllum Alþýðuflokks- mönnum - ekki síst blaða- mönnum Alþýðublaðsins - væri fullkomlega ljós og þarfnaðist ekki frekari skýr- inga af minni hálfu. Mér varð því bylt við þeg- ar ég sá Alþýðublaðið slá þessum ummælum upp sem „yfirlýsingu" minni um stuðning Jóhönnu Sigurð- ardóttur við Evrópusam- bandið. Sú málsmeðferð orkar mjög tvímælis enda vægast sagt óhefðbundin vinnubrögð að vitna til orða þriðja aðila og nota þau (í þessu tilfelli ranglega) sem heimild fyrir fullyrðingum um skoðanir stjómmála- manna. Þama var ekki aðeins lagt ranglega út af orðum viðmælanda, heldur voru Jó- hönnu Sigurðardóttur gerð upp sinnaskipti sem aldrei „Það hryggir migað þama skuli hafa orðið svo bráð breyting á áralöngum trúnaði og góðum samskiptum mínum við Alþýðu- blaðið." hafa orðið, án þess að blaðið bæri ummæli sín undir hana sjálfa. Um leið og ég mótmæli þessum vinnu- brögðum hlýt ég að hugleiða hvað liggi að baki. Það hryggir mig að þama skuli hafa orðið svo bráð breyting á áralöngum trúnaði og góð- um samskiptum mínum við Alþýðublaðið. I sömu ífétt er einnig full- yrt að ég sé „einn helsti hvatamaður að sérffamboði Jóhönnu". Ég vek á því at- hygli að blaðinu var í lófa lagið að spyija mig um sann- leiksgildi þieirrar staðhæfing- ar, en gerði það ekki. Með vinsemd. Leturbreytingar erv höfundar. MÞYÐUBLMD PALLBORÐ: Ólafur Ólafsson Þversögn velferðarkerfisins Það virðist vera innbyggt í tiyggingakerfi vestrænna landa að tryggingabæmr gagnist betur þeim sem em í hærri launaflokkum en þeim sem em í þeim lægri. Þessum áhrifum er ekki unnt að lýsa með því að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fá- tækari. Það er of yfirborðsleg lýsing því að fyrirbærið tengist sérstaklega tryggingakerfinu og hvemig það gagnast fólki. 1-2 Aðaltilgangur tryggingabóta er að styðja við bakið á lág- tekjufólki og gera öllum kleift að njóta þjónustu til dæmis læknis, vistunar á sjúkrahúsum, meðal annars á hátæknisviði, fá aðstoð á ellidögum, barnabæt- ur, foreldraaðstoð, greiðslu fyr- ir veikindafjarvistir, tíma- bundna örorku og fleira.3 Ójöfn skipting Við nánari athugun á hvemig samfélagslegur stuðningur dreifist milli stétta kemur í ljós að dreifingin er misjöfn þó að takið sé tillit til skattgreiðslna.4 Skólavist: Böm er koma frá fjölskyldum með hærri launa- tekjur stunda yfirleitt lengra nám og fá því meiri stuðning í þessum efnum en böm lág- launafólks, sem oft á tíðum veija skemmri tíma í skólavist.5 Veikindafjarvistir: Mun auð- veldara er fyrir fólk í hærri tekjuflokkum að vera frá vinnu „Sú spuming hefur vaknað hvort tilfinning fyrir samhjálp og samábyrgð fari minnkandi r i þjóðfélaginu." enda minna eftirleit með veik- indafjarvistum þeirra en með fjarvistun þeirra er búa við lægri tekjur. Fceðingarorlof: Konur í hærri launaflokkum njóta yfir- leitt lengra fæðingarorlofs en kona úr lægri launaflokkum. Á Islandi er þó ekki munur í þessu tilliti. Sjúkdómar: Þó að fólk úr lægri launaflokkum þjáist meira af langvinnum sjúkdóm- um, enda dánartíðni þeirra hærri, en fólks i hærri launa- flokkum em komur til lækna og sjúkrahúslegur svipaðar úr báð- um hópum, samanber rannsókn frá Islandi.6 Ástæðan er trúlega sú að fólk í hærri launaflokkum er betur menntað og þekkir bet- ur á ,Jcerfið“ en láglaunafólk. Ellilífeyrisaldur: Fólk úr hærri launaflokkum getur yfir- leitt hætt virkri vinnuþátttöku og farið á eftirlaun fyrr en fólk úr lægri launaflokkum. Það lifir lengur og fær hlutfallslega stærri hlut af lífeyrisgreiðslum en láglaunafólkið. Lokaorð Það er vel þekkt staðreynd að þörfin fyrir menntun og þjón- ustu eykst í réttu hlutfalli við tekjur fólks. í háskólum Vest- urlanda fjölgar þeim er koma frá menntamanna- og efna- heimilum og hafa síður kynnst högum þeirra er vinna ófagleg erfið störf. Sú spuming hefur vaknað hvort tilfinning fyrir samhjálp og samábyrgð fari minnkandi í þjóðfélaginu. Til- finningin fyrir samábyrgð og samhjálp fær næringu úr dag- legum samskiptum fólks en síður úr köldum hugmynda- fræðilegum heimi. Er þama að leita skýringa á minnkandi samábyrgð og vaxandi eigin- gimi? En nokkur merki má sjá þessa í dag. Að áliti ýmsra virð- ist meðal annars nokkur hópur menntamanna falla í þennan flokk. Við nánari úttekt á vel- ferð á Islandi og við tillögugerð til framtíðar í þessu efni er nauðsynlegt að skoða þetta mál. Er til að mynda auðveld- ara að fá stuðning til niður- skurðar á samhjálp til láglauna- fólks samanber fækkun hrein- gemingakvenna en að draga úr samhjálp við miðstétta- og há- launafólk? Heimildir: 1-2. H. Deleek. The Mattheus effect in health care in OECD Measuring Health Care 1960-1983. Paris 1985. 3. Piven F. anda Cloward RA. Regulat- ing the Poor. Second Vintage Edition, October 1993. 4. Aron HJ: Demographic Effects on the Equity of Social Security Benefits. I.M. Feldstein & R Imman. The Economics of Public Services. Mc Millan 1977. 5. Ólafur Ólafsson: Útgáfa læknisvott- orða. Fréttabréf lækna 1994. 6. Ólafur Ólafsson: Félagslæknisfræði- legir þættir i rannsóknum Hjarfavemdar 1967-1991. Reykjavik 1994. Höfundur er landlæknir. IÐNAÐAR- OG VÐSKIPTARAÐUNEYTI hafa gefið út kynningarbæklinginn „Fjölþjóðlegar lánastofnanir og íslensk fyrirtæki": Nauðsynleg útgáfa Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti hafa gefið út kynning- arbækling með upplýsingum fyrir íslensk fyrirtæki um nokkrar fjölþjóðlegar lánastofn- anir sem ísland á aðild að. Bæklingurinn er gefmn út í framhaldi af opnum fundi sem ráðuneytið gekkst fyrir í maí á þessu ári í samstarfi við Sam- tök iðnaðarins og Vinnuveit- endasamband Islands. A fund- inum kynntu fúlltrúar þessara stofnana starfssvið þeirra, skil- yrði fyrir lánum og styrkjum, hvemig staðið skuli að um- sóknum, hvert umsóknir skuli sendar og nöfn tengiliða. Af þátttöku á fundinum að dæma hafa fyrirtæki mikinn áhuga á upplýsingum af þessu tagi. Því var talin ástæða til að taka saman kynningarbækling um starfsemi þeirra stofnana sem kynntar vom á fundinum. FJÖLÞJÓÐLEGAR LÁNASTOFNANIR OG ÍSLENSK FYRIRTÆKI ÍÐNADAR- OO VlDSKIPTARAnUNEYTI ÁCÚST 1994 Þær vom Norræni fjárfestinga- bankinn, Norræni verkefnaútflutn- ingssjóðurinn, Norræni þróunar- sjóðurinn, Lána- sjóður Vestur- Norðurlanda, Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu og Fjár- festingabanki Evrópu. Auk þess hefur verið bætti við upplýsingum um Alþjóðabank- ann, Iðnþróunar- sjóð Portúgals og Þróunarsjóð EFTA. í tilkynningu sem ráðuneytin sendu út í tilefni af útgáfunni er sérstök athygli vakin á að í sum- um tilvikum eigi íslensk fyrir- tæki ekki rétt á fyrirgreiðslu vegna verkefna hér á landi vegna þess að starfssvæði við- komandi lánastofnunar er utan Norðurlandanna. Sem dæmi um þetta má nefna að Evrópu- bankinn fjármagnar einvörð- ungu verkefni í Austur-Evrópu, Iðnþróunarsjóður Portúgals í Portúgal og Þróunarsjóður EFTA fjármagna verkefni á jaðarsvæðum innan Evrópu- sambandsins. í þeim tilvikum eiga hinsvegar oft dótturfélög íslenskra fyrirtækja á starfs- svæði viðkomandi lánastofnun- ar rétt á fyrirgreiðslu svo og þarlendir samstarfsaðilar ís- lensku fyrirtækjanna. Nánari upplýsingar um bæk- linginn og málefni honum tengd veitir Finnur Svein- björnsson skrifstofustjóri í síma 91- 609070.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.