Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SKILÁBOÐ Þriðjudagur 13. september 1994 RAÐAUGLÝSINGAR Sumarhótel Rekstur sumarhótelsins í Lundi í Öxarfirði er laus til um- sóknarfrá og með næsta sumri (1995). Tilboð óskast send fyrir 15. október til Öxarfjarðarhrepps, Bakkagötu 10, 670 Kópaskeri, eða til Kelduneshrepps, Lóni, Kelduneshreppi. Upplýsingar veita eignaraðilar f.h. Öxarfjarðarhrepps í síma 96-52188 að deginum og f.h. Kelduneshrepps í síma 96-52297 á kvöldin. Skólanefndarformaður. Leikskólar Reykjavíkurhorgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Klettaborg v/Dyrhamra, s. 675970 Laufásborg v/Laufásveg, s. 17219 Seljaborg v/Tungusel, s. 76680 Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Tjarnarborg v/Tjarnargötu, s. 15798 í 50% starf e.h.: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855 Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275 Sólborg v/Vesturhlíð, s. 15380 Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 Einnig vantar matráðskonu í leikskólann Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Útboð Vesturlandsvegur í Reykjavík Bráðabirgðatengingar við Höfðabakka Borgarverkfræðingur í Reykjavík og Vegamálstjóri óska eftir tilboðum í gerð bráðabirgðatengingar á mótum Vest- urlandsvegar og Höfðabakka. Helstu magntölur: Fylling og burðarlög 28500 m3 Skering í laus jarðlög 28000 m3 Skering í berg 3300 m3 Malbik 15300 m2 Kantsteinar 1100 m Verki skal lokið 31. mars 1995. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. september nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 26. september 1994. Byggðastofnun vill ráða sérfræðing til starfa á Egilsstöðum Byggðastofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræð- ings við skrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á viðskipta- eða tæknisviði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ís- lenskra bankamanna og bankanna. Umsóknir skulu sendar Guðmundi Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, fyrir 1. október 1994. Upplýsingar um starfið veita Elísabet Benediktsdóttir, á skrifstofu Byggða- stofnunar á Egilsstöðum og Guðmundur Malmquist, Byggðastofnun, Reykjavík. Byggðastofnun Rauöarárstíg 25 • 105 Reykjavík • Sími 91-605400 • Bréfsími 91-605499 • Græn lína 99-6600 • Miðvangi 2-4 • 700 Egilsstöðum • Sími 97-12400 • Bréfsími 97-12089 • A ÍStír-J Húsnæðisnefnd Kópavogs Fyrir aldraða almennar kaupleiguíbúðir Auglýst er eftir umsóknum um átta almennar kaupleigu- íbúðir. Um er að ræða fjórar 2ja herbergja og fjórar 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi sem verið er að reisa við Gullsmára 11 í Kópavogi. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar full- búnar vorið 1995. Ekki eru sett skilyrði um eigna- eða tekjumörk, en sýna þarf fram á greiðslugetu. Umsóknareyðublöð fást afhent í afgreiðslu Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 11. október nk. Allarfrekari upplýsingar veitir öldrunarfulltrúi eða húsnæð- isfulltrúi í síma 45700. Húsnæðisnefnd Kópavogs. Hafnarfjarðarbær - Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfs- manns í Suðurbæjarlaug. Baðvarsla karla (laugavarsla). Góðrar sundkunnáttu krafist. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða. Nánari uppiýsingar gefur forstöðumaður Suðurbæjarlaugar frá kl. 8.00-12.00 alla virka daga. Umsóknir, þar sem m.a. er upplýst um menntun og fyrri störf berist eigi síðar en 16. september, til Suðurbæjarlaugar, Hringbraut 77, Hafnar- firði. Forstöðumaður. A Húsnæðisnefnd Kópavogs Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir eða kaupleiguíbúðir. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka Húsnæðisstofnunar ríkisins sem eru meðal- tekjur áranna 1991-1993. Meðaltekjur einstaklinga: Meðaltekjur hjóna: Viðbót fyrir hvert barn: Eignamörk eru: kr. 1.693.471 kr. 2.116.839 kr. 154.286 kr. 1.800.000 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 30% af tekjum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar Kópavogs að Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 10. október 1994. Athygli er vakin á því að eldri umsóknir falla úr gildi. Nánari upplýsingar veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópavogs, Fannborg 4, eða í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæðisnefnd Kópavogs. HHListahátíö í ReykjavíkH auglýsir eftir framkvæmdastjóra frá 1. október 1994 Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist skrifstofu Listahátíðar, póst- hólf 88,121 Reykjavík, fyrir 25. september 1994. Stjórn Listahátíðar. Kosnirigar utan kjörfundar til sveitarstjóma í Hólmavíkur- hreppi og Stykkishólmsbæ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna kosninga til sveit- arstjóma í Hólmavíkurhreppi og Stykkishólmsbœ 1. október næstkom- andi hófst í gær hjá öllum sendiráðum íslands, auk aðalræðisskrifstofu íslands í New York. Atkvæðagreiðsla getur farið fram á öllum framangreindum stöðum á venju- legum skrifstofutíma fram á kjördag. Óski kjósendur eftir því að fá að greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum íslands erlendis er þeim bent á að hafa samband við það sendiráð íslands sem hefur með sendiráðsstörf í landi viðkomandi kjör- ræðismanns að gera. Einnig má eftir at- vikum hafa samband við utanríkisráðu- neytið. Sendiráðin og utanríkisráðuneyt- ið munu eftir föngum reyna að koma tii móts við kjósendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Heimilisföng og símanúmer sendi- ráða og aðalræðisskrifstofu íslands í New York má nálgast hjá utanríkisráðu- neytinu. Kjósendur verða sjálfir að kynna sér hveijir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir í við- komandi sveitarfélagi. Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að kjósendum ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjómar á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.