Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. september 1994 TÍÐINDI Hótanir norska atvinnumálaráðherrans JENS STOLTENBERG í garð íslenskra útgerðarmanna eru innantóm orð og hafa ekki hina minnstu þýðingu: - segir í norska blaðinu DAGENS NÆRINGSLIV JENS STOLTENBERG, atvinnumálaráðherra Noregs, hefur verið hótanir að undanfórnu ígarð íslenskra útgerðarmanna vegna fiskveiðideilna íslands og Noregs. I norska blaðinu DAGENS NÆRINGSLIVeru þessar hótanir Stoltenberg sagðar innantóm orð - vindhögg. Hótanir Jens Stoltenberg í garð íslenskra útgerð- armanna eru innantóm orð og hafa ekki hina minnstu þýðingu. Þrátt fyrir umfangs- mikla styrki norskra yfirvalda til íslenskra útgerðarfyrirtækja verður enginn fyrir barðinu á útspili Stoltenberg þar sem hann talaði nýlega um efna- hagslegar þvinganir við Islend- inga. Vindhögg ráðherrans „Eiturhart útspil atvinnu- málaráðherrans Jens Stolten- berg um helgina gegn íslensk- um útgerðarfyrirtækjum er vindhögg“, segir Torgeir Anda í grein sinni í norska blaðinu Dagens Næringsliv. „Síðan nýjar reglur gengu í gildi 1989 er ekki um nema eitt einasta íslenskt útgerðarfyrir- tæki að ræða sem hefur fengið íjármálalegan styrk til að smíða skip í Noregi“, bendir Torgeir Anda á í grein sinni. Hann segir þar um að ræða smíði á Vigra fyrir Ögurvik hf. Norsk yfír- völd viti ekki til að sá togari hafi stundað fiskveiðar í Smug- unni eða á Svalbarðasvæðinu. Þá segir Torgeir Anda að mikill vafi leiki á því að norsk yfirvöld gætu nokkuð aðhafst enda þótt þetta tiltekna skip hefði stundað veiðar á hinum umdeildu svæðum. Reglur um opinberan stuðning Fyrir skip sem voru smíðuð fyrir 1989 er ekki að fmna neinar kvaðir sem tengdar eru fiskveiðum við Svalbarða og í Smugunni. Klásúlur í samning- um þessa tíma hafi verið gerðar í því skyni að koma í veg fyrir að skipin yrðu seld aftur til Noregs. Norsk yfirvöld geta dregið til baka niðurgreiðslur eða neitað stuðningi við skipasmíðina ef hún getur beint eða óbeint orð- ið til að stækka norska fisk- veiðiflotann. Þessari reglu hefur aldrei ver- ið beitt enda þótt smíði ljöl- margra fiskiskipa hafi verið studd með opinberu fé. Árið 1989 var reglum breytt á þann veg að þær áttu að koma í veg fyrir að fiskiskip smíðuð í Noregi og með fjárstuðningi frá norskum yfirvöldum gætu stundað veiðar í Norður- Atl- antshafi þar sem ekki ríkir veiði- eða kvótastjómun. Sval- barðasvæðið var lýst sem slíkt svæði. Það var einnig tekið með í reikninginn að reglumar giltu um veiðar á stofnum tengdum norskum efnahagssvæðum. Einnig er lögð áhersla á það í reglunum að þetta gildi um fiskiskip frá löndum sem Nor- egur hefur ekki fiskveiðisamn- inga við. Reglunum var þannig beint að þjóðum svokallaðra hentug- leikafána sem höfðu fyrir nokkmm ámm gert sig gildandi á þessum hafsvæðum. I dag er Noregur með fiskveiðisamn- inga við Island enda þótt ágreiningur sé uppi um nýtingu þorskstofnanna. Ennfremur bendir greinar- höfundur á að í reglunum sé ekkert að finna um hvað gerist eftir að skipið hefur verið af- hent og styrkurinn yfirfærður. Engin norsksmíðuð frá Islandi í Smugunni Torstein Hansen hjá norska sjávarútvegsráðuneytinu tekur undir það að reglumar séu óskírar og að Smugan hafi ekki verið höfð í huga við gerð þeirra. „Við túlkum þetta samt þannig að þær gildi fyrir Smug- una“, segir hann engu að síður. Þegar hann er spurður hvort reglumar hitti fyrir íslensk út- gerðaifyrirtæki segir hann: „Að því ég best fá séð em engin veiðiskip sem em á skrá hjá okkur sem eiga hlut að máli“. Aðallega Rússar „brotlegir“ Dagens Næringsliv segir að samkvæmt lista yfir 70 veiði- skip sem smíðuð hafa verið í Noregi á síðustu níu ámm og hafa verið byggð með úlstyrk opinberra aðila þar í landi, séu einkum rússnesk skip, sem ein- mitt hafi staðið fyrir grófum of- veiðum á kvótunum í Barents- hafi. Til að kóróna allt saman séu skipin skrásett í Líberíu, þæg- indafánalandinu fræga. í röðum fiskveiðimanna í Noregi ríkir að sögn mikill urg- ur yfir opinbemm stuðningi norskra stjómvalda við skipa- smíðar fyrir aðrar þjóðir, sem fái til muna hagstæðari kjör við smíðamar en Norðmenn sjálfir. Undanfarið hafa írar og Hjaltlandseyingar notið hagn- aðar af þessu fyrirkomulagi. Einnig má skjóta því hér inn að nýja Guðbjörgin sem senn er væntanleg til Islandi, er smíðuð með miklum og góðum norsk- um niðurgreiðslum, en í samn- ingi um smíði hennar munu klásúlur um að hún fari ekki til veiða í grennd við Noregs- strendur. Ný skip frá Noregi, - þau gömlu til Noregs í staðinn „Floti keppinautanna er end- umýjaður á sama tíma og norski flotinn eldist. Mörg út- gerðarfélög sem hafa látið smíða fyrir sig í Noregi selja síðan gömlu skipin til Noregs. Með þetta em útgerðarmenn lítt ánægðir með“, segir í Dagens Næringsliv. Bæta má við að þetta gerist einmitt við kaupin á nýju „Guggunni“ til ísaljarðar, - sú gamla fer til Noregs þegar nýja skipið kemur til landsins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fyrrum SAMVISKUFANGI Eþíópíumaðurinn Mulugetta Mosissa kemur hingað til lands í boði Amnesty International og kemur fram á íjölbreyttri af- mælisdagskrá í tilefni af 20 ára afmæli íslandsdeildarinnar sem hefst á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 með opnun á vegg- spjaldasýningu í myndlistarsal Hafnarhússins. Mossisa sat í 10 ár í fangelsi í heimalandi sínu vegna þjóðemisuppruna og var samviskufangi Amnesty lntemational. Honum var sleppt úr haldi 1991. Eiginkona hans sat í fangelsi í 9 ár og fæddist sonur þeirra þar, og upplifði sín fyrstu ár innan fangelsismúr- anna... Myndbönd frá ÓLAFSFIRÐI Islendingar geta fram- leitt hina ýmsu vöm sjálfir. Það er álit þeirra Cuðmundar Þórs Guðjónssonar og Þor- steins Ásgeirssonar hjá IMF-myndböndum á Ólafsfirði. Þeir hafa í tæpt ár unnið að því að framleiða myndbands- spólur fyrir innlendan markað. Þeir segja í blaðinu Múla (★ sjá meðfylgjandi mynd úr blaðinu) að þeir séu í grimmilegri samkeppni við innflutn- ing, en bjóði betri vöm. spólumar em í sérstökum plasthulstr- um sem lengja líftíma spólanna. Þcir félagar stefna að 10% markaðshlutdeild, talið er að fslendingar kaupi um 40 þúsund myndbandsspólur á ári. Þeir sem kaupa IMF-spólumar segja íslenskt já takk... Túrísminn og HM ’94 HM ’94 í knattspymu hafði mikil áhrif á ferðaþjónustuna segir Tryggvi Árnason hjá Jöklaferðum í blaðinu Austur- landi. Innlendum og erlendum ferðamönnum fækkaði á tíma- bilinu 1.-15. júlí, á Homafirði til dæmis um 30%, en íslend- ingum urn 42%. Segir Tryggvi að ferðamenn hafi mest sóst eftir hálfsdagsferðum þessa daga og mest hafi þeir spurst fyrir um úrslit leikja í heimsmeistarakeppninni og hvar hægt væri að sjá sjónvarp, - eftir keppnina tók ferðaþjónustan við sér aftur... Nýbygging HOFSSTAÐASKÓLA Á föstudaginn var tóku Garðbœingar í notkun nýbyggingu við Hofsstaðaskóla. Nýja mannvirkið leysir af hólmi hús- næði sem skólinn hefur haft til afnota í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli undanfarin 17 ár. Um er að ræða fyrsta áfanga nýs skólahúss sem fyrirhugað er að verði 3.232 fermetrar auk kjallara. Áfanginn sem nú hefiir verið tekinn í notkun er með kennslurými á tveim hæðum, auk fjölnota salar til samkomu- halds og íþróttakennslu, samtals um 2.500 fermetrar. Þarna verða 7 almennar kennslustofur auk sérkennslustofa fyrir smíðar, handmennt, tónmennt og bókasafn. Auk þess er þar sérstök stjómunarálma og íjölnotasalurinn. Áætlaður kostn- aður við bygginguna er um 380 milljónir króna og kostnaður við umferðarmannvirki á svæðum í nágrenninu um 50 millj- ónir... MUNDUMIG- góður tryllir Frjáls Jjölmiðlun sendi fyrir helgina á markaðinn tryllinn Muitdu mig eftir Seymour Shubin. Skrifari dálksins las þessa kilju um helg- ina, og sagan er býsna spennandi. Bandarískir uppai', þrír vinir frá í skóla, virðast eiga fótum tjör að launa. Ein- hver vill þá feiga. Ástæðan virðist að fyrir tvítugsaldurinn höfðu þeir leikið sér að ungum hjúkrun- arnemum, sofið hjá þeim og logið til um nöfn sín. Það er svo spurningin hver hjúkrunarnemanna það er sem vill þá dauða. Eða er það einhver annar... Öfunda ÁMUNDA Ámundi Ámundason er sagður dýrmætasti maður Alþýðu- flokksins og útnefndur Maður vikunnar í Viðskiptablaðinu. Greinilegt er að „klippingamál“ Ámunda sem DV greindi frá hafa vakið öfund starfsbræðra hans á ýmsum blaðsneplum eins og til dæmis á Viðskiptablaðinu, enda viðurkennir blaðið að öfundar gæti í garð Áma, sem er hrósað í hástert...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.