Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 1
Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins: Gengur til liðs við Jóhönnu „Mér finnst vaxtarbroddur jafnaðarmannahreyfingarinnar vera í þessum hópi. Ég er mjög snortinn af því sem þarna fer fram. Mér finnst að svona eigi Alþýðuflokkurinn að vera,“ segir Jón Sæmundur. , Já, það er rétt að ég sat fund með liðsmönnum Jóhönnu fyrir stuttu og ræddi við þau ntálin. Ég er leitandi og ekki enn búinn að segja skilið við AI- þýðuflokkinn, en ég er að ræða mál- in. Ég á eftir að gera upp minn hug endanlega varðandi hlutverk mitt innan þessa hóps í kringum Jóhönnu en vaxtarbroddur jafnaðarmanna- hreyfingarinnar er í þessum hópi, það er engin spuming," sagði Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins, í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Jón Sæ- mundur sat á Alþingi fyrir Alþýðu- flokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra 1987-1991. Heimildamaður innan Jóhönnu- hópsins staðfesti í gærmorgun að Jón Sæmundur væri genginn til liðs við Jóhönnu og tæki þátt í kosningaund- irbúningi þess hóps. En afhverju ætlar Jón Sæmundur að segja skilið við Alþýðuflokkinn og ganga til liðs við Jóhönnu? ,3g er mjög snortinn af því sem þama fer fram og ákaflega hrifinn. Mér finnst að svona eigi Alþýðuflokkurinn að vera. Ég vil taka það fram að ég er ekki enn búinn að taka endanlega ákvörðun. En það er ömurlegt ástandið í Alþýðuflokknum núna og þessi þingliðs- og ráðherrauppstokk- un undanfarin ár er eitthvað það mesta ft'askó sem nokkur flokkur hef- ur gengið í gegnum." Telur hann þörf á stefnubreytingu hjá Alþýðuflokknum? „Mér finnst síður vera þörf á stefnubreytingu en breytingum á forystu flokksins. Sam- kvæmt formúlu kafteinsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, á skipstjóri sem ekki fiskar að víkja,“ sagði hann. Mun Jón Sæmundur taka stuðn- ingsmenn sína á Norðurlandi vestra með sér yfir til Jóhönnu? ,J2g er í mjög góðu sambandi við alþýðu- flokksmenn og sérstaklega á Norður- landi vestra. Almennt séð lýsir sér ástandið í Alþýðuflokknum þannig Jón Sæmundur: Meiri þörf á breyt- ingum á forystu Alþýðuflokksins en stefnubreytingu. A-mynd: E.ÓI. að fjöldi fólks sem telur sig fædda krata hefur lýst því yfir, að nú muni það ekki lengur ganga með veggjum. Það ætlar að styðja Jóhönnu og fram- boð hennar og telur sig ekki vera að Sigurður: Mikill fengur í Jóni Sæ- mundi enda er hann flekklaus af stjórnmálamanni að vera. svíkja jafnaðarstefnuna á nokkum hátt. Ég er sammála því og tel mig alls ekki vera að svíkja einn né neinn,“ sagði Jón Sæmundur að lok- um. Blaðið hafði samband við einn af talsmönnum Jóhönnuhópsins, Sigurð Pétursson, sagnfræðing og fyrrver- andi formann Sambands ungra jafn- aðarmanna, og spurði hann álits á liðsstyrk Jón Sæmunds: „Ég er mjög ánægður að heyra það, að Jón Sæ- mundur Sigurjónsson ætlar að ganga til liðs við okkur, Hann nýtur trausts fyrir störf sín og er bæði vel mennt- aður og reynslumikill. Ég vænti alls góðs af samstarfi við Jón Sæmund; hann er flekklaus af stjómmálamanni að vera og á farsælan feril að baki.“ Ágúst Einarsson prófessor hefur nýverið lýst yfir stuðningi við Jó- hönnu Sigurðardóttur og það starf sem hún nú vinnur til undirbúnings kosningabaráttu - og nú Jón Sæ- mundur. Veit Sigurður Pétursson um fleiri þungavigtarmenn innan Al- þýðuílokksins sem hyggjast róa á þessi mið? „Það em býsna margir að hugsa málið,“ sagði Sigurður. Framsókn með flokksþing: Guðmundur öruggur í varaformanninn Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing að Hótel Sögu 25.-27. nóvember og munu sækja það á sjötta hundrað fulltrúa. Þar verð- ur Halldór Ásgrímsson formlega kosinn formaður flokksins. Guð- mundur Bjarnason gefur kost á sér til varaformanns og er örugg- ur um að ná kjöri. Þá losnar emb- ætti ritara og ljóst að uppi er krafa um að kona verði kjörin sem rit- ari. Hins vegar hefur ekki náðst samstaða um ákveðna konu en meðal þeirra sem eru nefndar eru Ingibjörg Pálmadóttir, Siv Frið- leifsdóttir og Sigrún Magnúsdótt- ir. Flokksþingið ber yfirskriftina „Fólk í fyrirrúmi“. Búist er við að deildar meiningar verði um tillög- ur varðandi jöfnun atkvæðisréttar og ekki munu allir sáttir við ESB- stefnu formannsins. - Sjá frétta- skýringu á blaðsíðu 8. Sinfóníuhljómsveit íslands: Japaninn Takuo Yu- asa stjórnar og einleik- arinn kemurfrá Sviss - á tónleikum hljómsveitarinnar annað kvöld. Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands á tónleikum hennar næst- kontandi fimmtudagskvöld er hinn ungi og glæsilegi hljómsveitarstjóri Takuo Yuasa frá Japan sem kemur nú í annað sinn til að stjóma hljóm- sveilinni. Takuo Yuasa hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra hljóm- sveitarstjórn og sækjast ýmsar af stærstu hljómsveitum Evrópu eftir honum til stjórnunar. Yuasa staifar mikið með BBC hljómsveitinni í Skotlandi, þar sem hann er fastur gestastjórnandi. Einleikari kvöldsins er svissneski klarínettuleikarinn Hans Rudolf Stalder sem nýtur mik- ils álits sem klarínett- og bassahorn- leikari. Hann er eftirsóttur listamað- ur og kemur mikið fram í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu sem einleik- ari. Á tónleikunum verður flutt verið Haflög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann samdi árið 1973 þegar fiskveiðideila íslendinga og Breta stóð sem hæst. Sú deila var einmitt kveikjan að verkinu. Haflög vom frumflutt árið 1974 en hafa ekki ver- Takuo Yuasa: Japanskur hljóm- sveitarstjórnandi. ið flutt síðan. Að flutningi Hallaga loknum mun Hans Rudolf Stalder leika hinn undurfagra klarínettkons- ert Mozarts sem af mörgum er talið fegursta verk tónskáldsins mikla. Síðast á efnisskránni er sinfónía númer 3 eftir Sergei Rakhmaninov sem hann samdi árið 1936, sex ámm áður en hann lést. Sinfónía þessi hef- ur aldrei áður verið flutt hér á tón- leikum. /fOskastjornm Ríkisstjórn iýðveldisins íslands hélt óformlegan skyndifund í gær. Á fund- inum voru þeir Össur Skarphéðinsson og Þorsteinn Pálsson - en þeir fara nú með öll ráðuneyti ríkisstjórnarinn- ar í fjarveru annarra ráðherra. Þorsteinn Pálsson er forsætisráðherra, samgönguráðherra, landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra, sjávarútvegsráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra, menntamálaráðherra, ráðherra Hag- stofu íslands og sjávarútvegsráðherra. Össur Skarphéðinsson er hinsvegar utanríkisráðherra, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, iðnaðarráðherra, félagsmálaráðherra, viðskiptaráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og umhverfisráðherra. Þeir félagar voru enganveginn að kikna undan allri ábyrgðinni - og samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins er nú venju fremur gott samkomulag á stjórnarheimilinu. Alþýðublaðið í dag Ég er stillt og prúð eiginkona í Vestur- bænum Þórunn Valdimarsdóttir 5 Eru það framfarir ef mannæta notar hníf og gaffal? Stafrófskver kaldhæðninnar 4 Hvernig KGB bjargaði Evrópu 7 Spunahljóð tóm- leikans í Kvenna- listanum Leiðari 2 Á krísufundi með Ragnari Arnalds og Öddu Báru Einsog gengur 2 Flokkakerfið er víst gjaldþrota Magnús Árni 3 Bókadómar um Einar Kárason og Svein forseta 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.