Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 Stafrófskver Egill Helgason fór á hundavaði í gegnum The Cynic’s Lexicon; öndvegis handbók fyrir þá sem vilja tileinka sér kaldhæðni. Egill snaraði nokkrum tilvitnunum sem kunna að vera frekar nöturlegar en hafa þó flestar í sér einhvern sannleiksbrodd. kaldhæðninnar Sakleysið endar þegar maður losnar við þá meinloku að maður kunni vel við sjálfan sig. í Kaliforníu henda menn ekki mslinu út í tunnu, þeir setja það í sjónvarpið. Woody Allen, bandariskur kvikmyndaleikstjóri. Blessaður er sá sem ekki væntir þakklætis, því hann mun ekki verða fyrir vonbrigðum. W.C. Bennett, bandarískur klerkur. Það er auðveldara að berjast fyrir sannfæringu sinni en að lifa samkvæmt henni. Alfred Adler, þýskur sálgreinandi. Menn sem bera ómælda virðingu fyrir konum njóta sjaldnast mikillar hylli meðal þeirra. Joseph Addison, breskur stjórnmálamaður og skáld Smæsta og sauðmeinlausasta þjóðríkið er líka glæpsamlegt í draumum sínum. Michael Bakunin, rússneskur anarkisti. Flestar ófríðar stúlkur eru dyggðugar vegna þess að þær hafa ekki tækifæri til annars. Maya Angelou, bandariskur rithöfundur. Gagnrýnendur eru eins og geldingar í kvennabúri: Þeir vita hvernig á að gera það, þeir sjá það gert á hverjum degi, en þeir geta ekki gert það sjálfir. Brendan Behan, írskt leikritaskáld. Stórþjóðir hafa alltaf hegðað sér eins og glæpamenn og smáþjóðir eins og mellur. Stanley Kubrick, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. Flokkshollusta dregur mikilhæfustu menn niður á plan sauðsvarts almúgans. Jean de la Bruyére, franskur rithöfundur. Lífið endar alltaf illa. Marcel Aymé, franskur rithöfundur. Með sjónvarpinu verður menningin loks fullkomlega lýðræðisleg - menning sem allir geta notið og stjórnast eingöngu af því sem fólkið vill. Það sem er skelfilegt er hvað fólkið vill. Clive Barnes, breskur leiklistargagnrýnandi. Hvert einasta sjálfsmorð er lausn á vandamáli. Jean Baechler, franskur rithöfundur. Þegar guð býr til fallega konu svarar djöfullinn undir eins með því að búa til bjána handa henni. Barbey d'Aurevilly, franskur rithöfundur. Pólitíkusar eru loftfimleikamenn: Þeir halda jafnvægi með því að gera þveröíugt við það sem þeir segja. Maurice Barrés, franskur stjórnmálamaöur. Þeim mun fáránlegri sem trúarbrögð eru, þeim mun líkiegri eru þau til vinsælda. Wayne R. Bartz. Fótbolti er leikur sem var hannaður til að halda kolanámu- mönnurn af götunum. Jimmy Breslin, bandarískur rithöfundur. Oftast er það svo, að sterkir menn og þöglirleru þöglir vegna þess eins að þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja, og álitnir sterkir vegna þess að þeir þegja þunnu hljóði. Winston Churchill, breskur forsætisráðherra. Stelpur sem leyfa það eru gálur. Stelpur sem leyfa það ekki eru dömur. En líklega er þetta dálítið fornfáleg orðanotkun. Ef einhver af ykkur strákunum hittir stelpu sem ekki leyfir það, þá skulið jjið ekki vera of fijótir að halda að hún sé dama. Líklega hafið þið lent á lesbíu. Fran Lebowitz, bandarísk blaöakona. Eru það framfarir ef mannæta notar hníf og gaffal? Stanislaw J. Lec, pólskt skáld. Saga hugmyndanna er saga einstæðinga sem höfðu harma að hefna. E.M. Cioran, franskur heimspekingur. Fyrsta meginregla blaðamennskunnar: Að staðfesta ríkjandi fordóma fremur en að andmæla þeim. Alexander Cockburn, breskur blaðamaður. Nefnd er blindgata þangað sem hugmyndir eru lokkaðar og kyrktar á laun. Sir Barnett Cocks, breskur vísindamaður. Hver sem þráir svo mikið að verða forseti að hann er tilbú- inn að eyða tveimur árum í að berjast fyrir því er ekki treystandi fyrir embættinu. David Broder, bandarískur blaðamaður. Hlutfallið milli læsis og ólæsis hefur ekki breyst, nema hvað að nú kunna hinir ólæsu að lesa. Alberto Moravia, italskur rithöfundur. Það sem skiptir niáli er matur, peningar og tækifæri til að ná sér niðri á óvinum sínum. Ef menn hafa þetta þrennt heyrast þeir ckki kvarta mikið. Brian O'Nolan, írskur háðfugl. •. i Fay: I bresku lögregluna völdust áður fyrr ekki nema heiðvirðir menn. Trescott: Það voru mistök sem nú hafa verið leiðrétt. Joe Orton, breskt leikritaskáld (úr leikritinu Loot). Menn munu berjast af meiri ákafa fyrir hagsmunum sínum en fyrir rétti sínum. Napóleon Bónaparte, franskur keisari. Flestar fallcgar en heimskar stúlkur halda að þær séu klárar og komast upp nieð það vegna þess að annað fólk er yfirleitt ekkert miklu klárari en þær. Louise Brooks, bandarísk kvikmyndastjarna. Munurinn á lýðræði og einræði er sá að í lýðræði kýs maður fyrst og tekur svo við skipunum; í einræði þarf maður ekki að eyða tímanum í að kjósa. Charles Bukowski, bandarískur rithöfundur. Konur vilja meðalmenni og karlmenn leggja mikið á sig til að verða eins miðlungs og hægt er. Margaret Mead, bandarískur mannfræðingur. Óhamingja er best skilgreind sem munurinn á hæfileikum okkar og væntingum. Edward de Bono, breskur rithöfundur. Samningar eru eins og rósir og ungar stúlkur - er meðan er. Charles de Gaulle, franskur forseti. Hver sem segir að hann muni ekki segja af sér, fjórum sinnum, hann mun gera það. John Kenneth Galbraith, bandarískur hagfræðingur. Það eru algeng mistök að gera ráð fyrir því að sá sem kvartar hæst í nafni almennings láti sér mest annt um velferð hans. Edmund Burke, breskur stjórnmálamaður. Það er verst að fólkið sem veit best hvernig á að stjórna þessu landi er svona upptekið við að klippa hár og keyra leigubfla. George Burns, bandarískur háðfugl. Ef þú lifir nógu lengi muntu sjá alla sigra verða að ósigri. Simone de Beauvoir, franskur rithöfundur. Áróður er listin að sannfæra aðra um þaö sem maður trúir ekki sjálfur. Abba Eban, ísraelskur stjórnmálamaður. Tíminn er góður kennari, en því miöur drcpur hann alla nemendurna. Hector Berlioz, franskt tónskáld. Það sem gerir kraftaverk Biblíunnar hvað ótrúverðugust er sú staðreynd að flest vitnin voru fiskimenn. Arthur Binstead, breskur blaðamaður. Margt fólk heldur að það sé að hugsa jregar það er í rauninni ekki að gera annað en að raða fordómum sínum upp á nýtt. William James, bandarískur heimspekingur. Milljónir manna sem þrá ódauðleika vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera á sunnudegi. Susan Ertz, bandarískur rithöfundur. Stúlka með framtíð forðast menn með fortíð. Evan Esar, bandariskur rithöfundur. Myndavélin lýgur ekki. En hún getur aðstoðað við að segja ósatt. Harold Evans, breskur blaðamaður. Það hefur verið sagt að enginn sé jafnmikill kjáni og gamall kjáni, nema þá kannski ungur kjáni. En ungi kjáninn þarf fyrst að eldast og verða gamall kjáni áður en hann áttar sig á því hvað hann var kjánalegur þcgar hann var ungur kjáni. Harold Macmillan, breskur forsætisráðherra. Kosturinn við að vera einhleypur er að þegar maður sér fallega stúlku þarí' maður ekki að fyllast harnii yfir Ijótu stúlkunni sem bíður manns heima. Paul Léautaud, franskur rithöfundur. Það eru einungis hinir lærðu sem hafa áhuga á að Iæra, hinir fávísu kjósa að kenna. Édouard Le Berquier, franskurspekingur. Það sem menn kunna að meta í þessum heimi eru ekki réttindi hcldur forréttindi. H.L. Mencken, bandarískur blaðamaður. Sé það gott, þá hætta þeir að framleiða það. Herbert Block, bandarískur skopmyndateiknari. Svanir syngja áður en þeir deyja, en kannski væri ekki svo afleitt ef sumt fólk dæi áður en það fer að syngja. Samuel Taylor Coleridge, breskt skáld. Sérfræðingur er maður sem hefur gert öll mistök sem hægt er að gera, á mjög þröngu sviði. Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur. Sjónvarpið er skemmtilegra en fólk. Ef svo væri ekki myndum við hafa fólk standandi í stofunni heima hjá okkur. Alan Coren, breskur háðfugl. Heiðarlegur stjórnmálamaður er sá sem lætur kaupa sig í eitt skipti fyrir öll. Simon Cameron, bandarískur stjórnmálamaður. Mesta vandamálið við konur er að reyna að láta líta út fyrir að þær séu jafningjar okkar. Cyril Connolly, breskur rithöfundur. Aimenningur er gömul kerling. Leyfum henni að nöldra. Thomas Carlyle, breskur sagnfræðingur. Á meðan fólk vill drasl er álitleg fjárfesting að dreifa því. Dick Cavett, bandarískur sjónvarpsmaður. Sértu ekki ríkur skaltu láta líta út fyrir að þú gætir komið að gagni. Louis-Ferdinand Céline, franskur rithöfundur. Áfengi er eins og ástin: Fyrsti kossinn er fullur af töfrum, annar kossinn er innilegur, sá þriðji er gamall vani. Eftir það læturðu þér nægja að klæða stúlkuna úr fotunum. Raymond Chandler, bandariskur rithöfundur. Ungir menn halda að gamlir menn séu bjánar, en gamlir menn vita að ungir menn eru bjánar. George Chapman, breskt skáld. Enginn gleymir nokkurn tíma hvar hann gróf stríðsöxina. Kin Hubbard, bandarískur háðfugl. Á hverjum degi sofa menn hjá konum sem þeir elska ekki og sofa ekki hjá konum sem þeir elska. Denis Diderot, franskur alfræðibókarhöfundur. Joan Didion, bandariskur rithöfundur. Venjuleg doktorsritgerð er ekki annað en flutningur á beinum úr einum kirkjugarði í annan. J. Frank Dobie, bandarískur rithöfundur. Guð er dauður, en fimmtíu þús- und félagsráðgjafar hafa risið upp og tekið stöðu hans. J.D. McCoughey, ástralskur guðfræðingur. Ef fólk er að segja að einhver hafi verið fluttur burt og beittur harðræði, þá hef ég bara eitt svar: Maður býr ekki til omelettu án þess að brjóta egg. Hermann Göring, þýskur ríkismarskálkur. Maður á að fyrirgefa óvinum sínum, en ekki fyrr en búið er að hengja þá. Heinrich Heine, þýskt skáld. Eilífur friður mun færast yfir heiminn þegar síðasti maðurinn hefur drepið þann næstsíðasta. Adolf Hitler, þýskur einræðisherra. Þegar fólk er frjálst til að gera hvað sem það vill, fer það yfirleitt að herma hvort eftir öðru. Eric Hoffer, bandariskur heimspekingur. Sé maður ekki snillingur er best að reyna að vera óskiljanlcgur. Anthony Hope, breskur rithöfundur. Að vera í stjórnmálum er líkt og að vera fótbolta|)jálfnri. Maður þarf að vera nógu klár til að skilja leikinn og nógu vitlaus til að halda að hann skipti máli. Eugene McCarthy, bandarískur stjórnmálamaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.