Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Menning Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjónusta eftir Þórunni Valdimarsdóttur: „Bókin er pínulítið berorð“ „Ég er stillt og prúð eiginkona í Vesturbænum og sagan er algjör skáldskapur. Fólki hættir hins vegar til að álíta að ég sé að skrifa úr eigin lífi af þvf að sagan er urn rithöfund og vill klína þessari persónu á mig. Jú, bókin er pínulítið berorð, en mörk milli erótfkur og kláms eru mjög óljós,“ sagði Þórunn Valdi- marsdóttir í samtali við blaðið. A föstudaginn kom út skáldsagan Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjónusta, eftir Þórunni og er þetta hennar sjö- unda bók og önnur skáldsaga. En um hvað tjallar nýja bókin? „Upphafið er raunar það að ég var beðin að skrifa erótíska smásögu og þá kviknaði hugmyndin að þessari skáldsögu. Sagan fjallar um rithöf- und, konu sem er beðin að skrifa ást- arbréf fyrir peninga. Það eina sem hún veit um viðtakandann erað hann býr einhvers staðar í Kyirahafinu og þess vegna fer hún að skrifa nokkra lýsingu á landinu og sjálfri sér og hann biður hana að lýsa daglega líf- inu til að fá fyllri mynd. Þetta er ást- arbréfasafn en svo kemur saga inn f bréfasafnið sem fer að taka völdin. Það fara að gerast undarlegir hlutir í lífi rithöfundarins sem ríma við þennan starfa. Hún fer að hugsa mik- ið um ástamál og þá fer ýmislegt að gerast,“ sagði Þórunn. - Er þetta það sem kallað er ber- orð bók? „Pínulítið berorð. Ég er orðin voða leið á því hvernig allir fara eins og kettir í kringum heitan graut varð- andi þessi mál og finnst það vera úr- elt. Mörk milli erótíkur og kláms eru mjög óljós. Eins og ég sagði var ég beðin að skrifa erótík en ég hló bara að þessu og sagði öllum að ég væri að skrifa klám, eróklám eða klámtfk. Ég þorði ekki að hafa stúlkuna mjög djarfa, en hún er að velta þessu öllu fyrir sér eins og mín kynslóð þurfti að gera. Það er mikill tvískinnungur í gangi og ég reyni að hæðast að hon- um.“ sagði Þómnn Valdimarsdóttir. Hún hefur áður samið skáldsöguna Júlíu auk annaira verka. „Júlía var í framtíðinni. Ég er svo mikill flóttamaður f mér að ég flýði fyrst í fortíðina, svo í framtíðina og er nú komin í nútíðina,“ sagði Þór- unn að lokum. Það er Forlagið sem gefur út Höf- uðskepnur. ■ Þórunn: Ég er stillt og prúð eiginkona í Vesturbænum og sagan er algjör skáldskapur...Bókin er pinulítið berorð, en mörk milli erótíkur og kláms eru mjög óljós. A-mynd: E.ÓI. „Svo bragðdaufur er kaflinn um for- setaárin að athygl- isverðust þótti mér frásögnin af hús- gagnakaupum fyrir skrifstofu ríkis- stjóra.“ Bókadómar Beðið eftir Sveini Gylfi Gröndal: Sveinn Björnsson ______Forlagið 1994_ Birgir Hermannsson skrifar Þingmaður, ráðherraefni, bæjar- fulltrúi, fyrsti hæstaréttarlögmaður- inn, fyrsti stjómarformaður Eim- skipafélags Islands, fyrsti forstjóri Brunabótafélags fslands, fyrsti sendiherra fslands, fyrsti og eini rjk- isstjóri íslands og fyrsti forseti Is- lands. Sveinn Bjömsson á sér veg- legan sess í sögu þjóðarinnar. Saga hans er samofin sögu þjóðarinnar á miklum umbrotatímum í efnahags- málum, búsetu og stjórnmálum. Sveinn fæddist 1881 og lést 1952. Að rita ævisögu Sveins er því þarft verk, enda er maðurinn næsta dularfullur í augum þorra lands- manna. Bók Gylfa Gröndals olli mér hins vegar miklum vonbrigðum. Engar nýjar heimildir hefur hann fram að færa, heldur byggir hann á áður útgefnum bókum, sem hann vitnar stöðugt í. Þessi „ljósritunar- klippa- líma-saman“-stíli er ágætur út af fyrir sig ef skörp greining og ákveðið sjónarhom fylgja með. Slíkt finnst varla í bókinni, enda er Gylfi maður frásagnarinnar en ekki rök- vísrar greiningar. Skemmtilegar sög- ur em af fólki í bókinni, en greining á þjóðfélagsþróun, hugmyndaheimi og stjómmálum er slöpp og felst helst í því að vitna í aðra. Pólitísk og ntenningarleg gerjun í Danaveldi fyrir síðustu aldamót fær heldur yfir- borðslega umtjöllun. I bókinni kem- ur fram að Sveinn hafi hrifist af Brandes, jafnaðarstefnu, lesið Marx og Engels, pælt í georgisma og orðið lýðveldissinni í Kaupmannahöfn. Allt er þetta stórfróðlegt en fær enga viðhlítandi umíjöllun, enda hefur Gylft meiri áhuga á skemmtisögum af fólki í Reykjavík, draumum og öðrum fyrirboðum. Takmörkuð heimildavinna höfundar kemur hér mjög að sök. Það sama má raunar segja um frá- sögn Gylfa af ámm Sveins á forseta- stóli. Á 70 blaðsíðum (af 350) segir hann sögu Sveins frá því hann verð- ur ríkisstjóri 1941 til dauðadags 1952. Til samanburðar fara tæplega 90 blaðsíður í að segja sögu Sveins á ámnum 1907 til 1920. Ríkisstjóra- og forsetaár Sveins em þó mjög áhugaverður tími og má þar minna á utanþingsstjómina, stofnun lýðveld- isins og deilur um utanríkismál. Svo bragðdaufur er kaflinn um forsetaár- in að athyglisverðust þótti mér frá- sögnin af húsgagnakaupum fyrir skrifstofu ríkisstjóra. Sem dæmi um undarlegar tilvitn- anir í heimildir má taka eftirfarandi sem tekið er orðrétt eftir Valdimar Erlendssyni um stúlkur í Reykjavík um aldamótin: „Margar fagrar og glæsilegar stúlkur vom í Reykjavík þá, eins og nú, minnist ég sérstaklega Ástanna þriggja, Ástu Lámsdóttur Sveinbjörnssonar, Ástu Péturs, sem síðar giftist Hans von Jaden, barón f Vínarborg, og Ástu Hallgrímsson. En margar aðrar voru fríðar og tígu- legar, eins og Sigríður Ólafsson, dóttir Jóns Ólafssonar, Helga Havs- teen, sem giftist Gad sjóliðsforingja, Tóta Veiga, dóttir Kristjáns Jónsson- ar háyfirdómara, Laura Zimsen, Sig- ríður Bjömsdóttir, systir Sveins for- seta Bjömssonar, þær systur margrét og Ásta, dætur landshöfðingjans, Sopia og Rikka, dætur Finsens póst- meistara, Engell Jensen, systir frú Maríu Havsteen, konu Chr. Havs- teen Gránufélagsforstjóra, Ingibjörg og Anna Guðbrandsdætur, Guðrún Indriðadóttir Einarssonar, Guðrún Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Þor- grímssonar kaupmanns, Sólveig Eggertz, Ragnhild Hall, Bertha Jó- hannesdóttir, Sigrún ísleifsdóttir, Kristfn Lámsdóttir, Soffía Smith og Georgía Hansen, nú forsetafrú ...“ Jamm, hvað skal segja? Frumleg leið til að kynna verðandi forsetafrú til sögunnar? Að allri neikvæðni slepptri þá er ævisaga Sveins forseta Bjömssonar vel læsileg fyrir miðaldra áhugafólk um ævisögur stjórnmálamanna. Hún rennur nett niður við náttlampann og kemur ákveðinni notaleikatilfinn- ingu í kroppinn. Sveinn var merki- legur maður og fyrsti forsetinn og Gylfi fullvissar okkur í bókinni unt það hversu lánsamir við Islendingar höfum verið „í vali okkar á þeim mönnum sem æðstá embætti lands- ins hafa gegnt", eins og segir í eftir- mála. Lánsamur og glaður f þjóðarsál- inni býð ég enn eftir Sveini. Birgir Hermannsson er stjórnmálafræðingur. I stórum dráttum Einar Kárason: Kvikasilfur Mál og menning 1994 Sæmundur Guðvinnson skrifar Einar Kárason heldur áfram þar sem frá var horfið í Heimskra manna ráðum við að segja frá ævi og örlögum Killianfólksins. Auk ættarinnar og tengdafólks koma ýmsir fleiri við sögu. Sigfús gamli og Sólveig renna sitt skeið í Kvika- silfri en það eru mikil ósköp sem ganga á hjá þeim Killianbræðrum. Það er Halldór, sonur Bárðar Killian, sem segir söguna lengst af. Bárður hefur uppi mikil umsvif eins og hans er von og vísa. Stofnar flugfélagið Loftsýn og kemur rekstur þess allmikið við sögu. Leikurinn berst til Ameríku, en allt er sagt í stórum dráttum og í nokkr- um hálfkæringstón eins og venja er í sögum Einars. En það eru ýmis áföll sem dynja á Killianbræðrum f Kvikasilfri. Sigfús yngri hverfur með voveiflegum hætti, Vilhjálmur Eðvarð bankastjóri verður ber að miklum fjárdrætti, Friðrik geð- lækni hrakar til heilsunnar en Sal- omon losnar af Kleppi. Viðburðir eru raktir á þann tragikomiska hátt sem Einari er lagið. Stundum er þó erfitt að greina á milli skops og ádeilu, skáldskapar og sannfræði. Höfundur leikur sér að þvt' að henda atburði samtímans á lofti og flétta inn í sögu sína. Einar Kárason er frábær sögu- maður eins og fyrir löngu hefur komið í Ijós og er enn staðfest með eftirminnilegum hætti f Kvikasilfri. Frásögnin streymir fram á þennan fyndna og áreynslulausa hátt sem ekki næst nema með passlegri blöndu af hæfileikum, einbeitingu og vinnu. í hverri bók Einars er meginsaga sem síðan rúmar margar aðrar sögur. Þótt persónur hans séu ólíkar em þær á vissan hátt greinar „Kvikasilf- ur ber öll bestu höf- undarein- kenni Ein- ars Kára- sonar. Lif- andi og fjörleg frásögn, stórskemmti- leg saga og spennandi á köflum.“ af sama meiði. Stíll Einars í Kvika- silfri er sem fyrr mælt mál og les- endur eiga auðvelt með að fylgja framvindu sögunnar. Það er Kobbi Kalypso sem opnar sagnabanka Kvikasilfurs og sagan byrjar raunar á endinum. Meðal þeirra sem koma við sögu eru ýms- ir góðkunningjar úr sögum Einars. Halli hörrikein heldur sig sem fyrr við brennivín og tab og segir sögur. Sjálfum Thúlegreifanum bregður meira að segja fyrir þá Bárður Killian er að undirbúa jarðarför Jóakims Isfelds. Geirmundi heljar- skinni er brugðið og séra Sigvaldi bítur nú höfuðið af skömminni. Kvikasilfur ber öll bestu höfund- areinkenni Einars Kárasonar. Lif- andi og fjörleg frásögn, stór- skemmtileg saga og spennandi á köflum. Allt bendir til að sögu Killiana Ijúki ekki með Kvikasilfri þvf þriðji ættliður Killanættarinnar er farinn að láta að sér kveða og langur vegur frá því að söguefnið sé tæmt. Sæmundur Guövinsson er blaðamaður. Sjóður Richard Serra myndhöggvara: Sólveig Aðal- steinsdóttir hlaut viður- kenningu og 400 þúsund Stjórn Sjóðs Richard Serra ákvað á fundi sínum 12. október síðastliðinn að veita Sólveigu Aðalsteinsdóttur viðurkenningu úr sjóðnum og er það í annað sinn frá stofnun hans sem slík viðurkenning er veitt. Stjómin telur að verk Sólveigar sýni hugmynda- auðgi og næmi fyrir eiginleika efnis- ins og formræna möguleika þess í rýminu. „Óvenjuleg efnisnotkun listamannsins vekur okkur til um- hugsunar um umhverfi okkar og stöðu í heiminum á afar persónuleg- an og nærtærinn hátt,“ segir í um- sögn sjóðsins sem veitti Sólveigu 400 þúsund sem staðfestingu á viður- kenningunni. Sólveig Aðalsteinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1974 til 1978, við New York Feminist Art Institute 1979 til 1980 og við Jan van Eyck Akademi í Ma- astricht árið 1981. Sólveig hefur haldið og tekið þátt í tjölmörgum sýningum hér á landi og erlendis. Hún hélt fyrstu sýningu sína árið 1982 í Nýlistasafninu en sú síðasta var á Kjarvalsstöðum síðastliðið vor. Um sjóðinn sem viðurkenninguna veitir er það að segja, að hann var stofnaður að tilhlutan myndhöggvar- ans Richard Seira er hann reisti árið 1990 umhverfisverkið Áfanga í Vesturey Viðeyjar. Serra ákvað að gefa íslensku þjóðinni verkið en Listaháti'ð í Reykjavik, Reykjavík og Listasafn Islands tóku að sér að reisa það og stofna sjóð í nafni mynd- höggvarans. Tilgangur Sjóðs Richard Serra er að vera til eflingar og hvatningar vaxtarbroddi íslenskrar höggmynda- listar. Fyrstu viðurkenninguna úr sjóðnum hlaut Ólafur Sveinn Gísla- son árið 1992. Stjóm sjóðsins skipa Georg Guðni Hauksson frá SÍM, Kristján Guðmundsson frá Mynd- höggvarafélaginu og Bera Nordal frá Listasafni Islands (fonnaður). Lífsgleði Hörpuútgáfan a Akranesi hefur sent frá sér nýja bók í flokknum Lífs- gleði. I bókinni eru frásagnir sex Is- lendinga, sem líta um öxl og rifja upp liðnar stundir. Þar skiptast á skin og skúrir, ýmist er slegið á alvarlega strengi eða leikið á léttum nótum. Einn viðmælandi kveður þó við ann- an tón: Helgi Sæmundsson. Hann fjallar um hversvegna hann hætti af- skiptum af stjórnmálum. Aðrir við- mælendur eru Áslaug María Frið- riksdóttir, Ásdís Erlingsdóttir, Guð- munda Elíasdóttir, Helgi Seljan og Þórir Kr. Þórðarson. Þórir S. Guð- bergsson skráði. Helgi Sæm: Afhverju hætti hann afskiptum af stjórnmálum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.