Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 ÍLÞÍIItlltLMIIII 20823. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Spunahljóð tómleikans Landsfundur Kvennalistans urn helgina var með tíðinda- minnsta móti. Það bar helst til viðburða, að ein þingkona list- ans, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, lagði til að freistað yrði samstarfs við önnur öfl á vinstrivængnum, en var snarlega kveðin í kútinn af stallsystrum sínum í þingflokknum. Einangr- unarhyggja, hugmyndafátækt og stöðnun em orðin aðalsmerki Kvennalistans, sem í byrjun síðasta áratugs kom þó eins og ferskur gustur inn í íslensk stjómmál. En í stað nýjabrumsins og ferskleikans ríkir nú spunahljóð tómleikans, fámenn og þröng- sýn forysta sem virðist úr takti við hugmyndaríkari og fijáls- lyndari yngri konur stefnir flokknum rakleiðis inn á lendur var- anlegs áhrifaleysis. Kristín Ástgeirsdóttir, sem forðum þótti í frjálslyndari kanti Kvennalistans, lagðist gegn tillögu Jónu Valgerðar, en lagði í staðinn til, að reynt yrði að skerpa hinar femínísku áherslur. Þessi tillaga er athyglisverð, þegar áherslur Kvennalistans á Al- þingi eru skoðaðar. Þar ber nefnilega ekki neitt sérstaklega á því, að meginþungi sé lagður á svokölluð kvennamál, að minnsta kosti ekki umfram það sem sést í málflutningi annarra flokka, ekki síst vinstri flokkanna. Hin sorglega staðreynd er, að á Alþingi er Kvennalistinn orðinn eins og Alþýðubandalagið var fyrir áratug; gamaldags sósíalistaflokkur, sem lullar án nokkurs fmmkvæðis í humátt á eftir hinum stjómarandstöðu- flokkunum, og skilar í málflutningi sínum litlu öðru en molum, sem falla af þeirra borðum. Hefur Kvennalistinn átt upphaf að einhverju síðustu misserin, sem menn muna eftir af Alþingi? Hjá Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki gætir meiri við- bragða við breyttum tímum og áherslum en hjá Kvennalistan- um. í báðum þessum flokkum er viss hugmyndafræðileg ólga undir niðri, sem smám saman skilar sér í fijóari og hnitmiðaðri stefnu. Alþýðuflokkurinn, þrátt fyrir tímabundinn mótbyr í kjölfar Jóhönnurauna og erfiðleika fyrrverandi félagsmálaráð- herra, hefur með reglubundnum hætti beitt sér fyrir róttækri uppstokkun í íslenskum stjómmálum og látið að sér kveða. Kvennalistinn virðist hins vegar eini íslenski stjómmálaflokk- urinn, sem hefur ekki í sér fólginn þrótt til hugmyndalegrar endumýjunar. Þar er ekkert að gerast. Frá landsfundi listans bámst nákvæmiega engin tíðindi. Þunglamaleg forysta hefur ijötrað hann í herkví óttans við nýja og breytt tíma. Einangrunarhyggja Kvennalistans mun dæma hann innan tíðar úr leik. Fylgi hans á landsbyggðinni er fallið í vart mælanlegt lágmark, og einu táfestuna er að fínna í þéttbýlinu, einkum í Reykjavík. Hann hríðtapar fylgi meðal yngri kvenna, og nýtur einskis stuðnings verkakvenna. í höfuðborginni halda honum tvö flothylki frá dmkknun. Annars vegar er þar að finna drjúg- an stabba háskólakvenna sem jafnan hefur reynst Kvennalist- anum frjór jarðvegur, og hins vegar er það árangur Ingibjargar Sólrúnar sem enn er merkt listanum. Brotthvarf hennar af þingi hefur hins vegar lamað starf þingflokksins, og svipt hann getu til fmmkvæðis, sem var aðall núverandi borgarstjóra. En Kvennalistinn megnar ekki einu sinni að draga réttu ályktanir af stöðu og árangri Ingibjargar Sólrúnar. Hún er eina táknið um raunvemlegan árangur listáns í íslenskum stjómmálum. Hvem- ig vannst hann? Með því að brjótast úr herkví einangrunarinnar og hefja samstarf við aðrar hreyfmgar. Það var sannarlega táknrænt, að frá landsfundinum kom engin stefna, engar lausnir, engar nýjar hugmyndir. Hið eina sem það- an kom marktækt var að stefna að því að móta stefnu, - síðar á vetrinum! Heimskommúnisminn, Guðmundur bóndi og ég „Ég var drifinn inn í einhverja geymslu- kompu á krísufund með Ragnari Arnalds og Öddu Báru og gert ljóst að ekki væri forsvaranlegt að biðja miðstjórn Alþýðu- bandalagsins um að samþykkja tillöguna. Að vísu væri ekkert efnislega beinlínis rangt í henni, en...“ Ég var fórnarlamb kalda stríðsins með óvenjulegum hætti. Eiginlega var það nú allt saman honum Guð- mundi bónda í Stóru- Avík á Strönd- um að kenna. Það gerðist svona: Ég var f sveit fimm sælurík sumur hjá Guðmundi bónda sem var eini sjálfstæðismaðurinn í Arneshreppi. Heimskommúnisminn átti í sveitinni tvö óvinnandi og gamalgróin vígi; að öðru leyti höfðu bændur og búalið kosið Framsóknarílokkinn allar göt- ur síðan hinn ungi Hermann felldi Tryggva fóstra sinn f kosningunum sögulegu árið 1934. Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar Ég var, þótt það hljómi ótrúlega núna, einkar þrasgefið bam. Þegar ég var ekki að ganga á reka ellegar pæla í nýræktinni, þá þrasaði ég við Guðmund bónda. Alveg linnulaust. Við þrösuðum um alla skapaða hluti en aðallega Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur tók aðfinnslur mínar nærri sér; hann var sannur og heill sjálfstæðismaður: Sjálfur Þorvaldur Garðar gerði sér sérstaka ferð á hverju sumri einvörðungu til þess að vitja hins trygga safnaðarleiðtoga á Ströndum norður. Til þess að þras okkar Guðmundar bónda öðlaðist í senn dýpt og mál- efnalegt innihald gekk ég heims- kommúnismanum á hönd þegar ég var átta vetra. Næstu sumur héldum við Leoníd sálugi Bresnév uppi hörðum árásum á Guðmund bónda og Geir Hallgrímsson, og veitti ýms- um betur. Sögnin ad Ijúga Við Guðmundur bóndi áttum í sannkölluðu vígbúnaðarkapphlaupi í hinu endalausa þrasi okkar. Morgun- blaðið var vitanlega sverð og skjöld- ur andstæðings míns en ég reyndi að kveða hann í kútinn með stórasann- leik Þjóðviljans. Og það var í því blaði sem ég lærði að allt sem stæði í Morgunblaðinu væri helber lygi - Moggalygin alræmda. Mér þótti það í fyrstu dálítið súrt í ljósi þess að ákveðinn aðili sem annaðist fram- færslu mína á þessum árum var inn- anbúðar í Aðalstræti 6. En í stríði okkar Guðmundar bónda voru engin grið gefin; ég beit á jaxlinn og hrakti allar röksemdir hans og Morgunblaðsins með þessu töfraorði: Moggalygi. Eftir fimm sumur í Stóru-Avík fór ég nú bara að vinna í pakkaafgreiðsl- unni á BSI, og þótt skömm sé frá að segja, þá gleymdi ég minni heitu pól- itísku sannfæringu fyrir norðan. Og þar er heimskommúnisminn eflaust ennþá, einhversstaðar í öðru drasli undir súð í Stóru-Ávfk. En þótt ég ynni í pakkaafgreiðsl- unni, og síðan hér og hvar, heyrði ég alltaf öðruhvoru þetta orð: Mogga- lygi, og einhvemveginn fylgdi því alltaf ósýnilegt upphrópunarmerki. Það voru hreint ekki bara harðs- víraðir stalínistar sem seint og snemma héldu því frarn að fréttir Moggans af komniúnistaríkjum Austur-Evrópu væru einn saman- súrraður lygavaðall. I mörgu mildu vinstra brjósti bærðist lítil ófleyg von um að Mogginn hefði nú þrátt jyrír allt rangt fyrir sér. Um Sovétríkin. Um Kúbu. Urn Albaníu. Um Kína. Jafnvel þeir menningarvitar sem fengu ekki af sér að sveija örþreytt- um fasisma Austur-Evrópu opinbera hollustueiða, - þeir skömmuðust lon og don útí Morgunblaðið. Til þess að gera langa sögu stutta: Einn góðan veðurdag kom auðvitað í ljós að Morgunblaðið hafði haft rétt fyrir sér allan límann. Nú fallast langsamlega flestir á það, að komm- únisminn hafi verið mesta, skæðasta og hættulegasta meinsemd aldarinn- ar. Sögnin ad gleyma Til eru þeir, sem telja að þetta sé alltsaman best gleynit: að minnsta kosti sé í senn ástæðulaust og fávís- legt að fjargviðrast útaf því að hin „mikla tilraun" hati mislukkast. Með þessu er verið að segja, að f raun sé kommúnisminn göfug stefna, kannski næstum heilög og guðleg - það hafi bara þvf miður ekki tekist betur til. Að þessu sinni. Þetta eru hættuleg viðhorf; miklu hættulegri en opinská og afdráttarlaus málsvöm fyrir allt einræðishyskið. Hver hefðu viðbrögðin orðið, ef einhver hefði leyft sér að segja í stríðslok 1945: ,Jú, ég get útaf fyrir sig fallist á, að nasistum hafi verið mislagðar hendur með ýmislegt, jafnvel að Hitler hafi tekið nokkrar rangar ákvarðanir í veigamiklum at- riðum. En hin mikla draumsýn nas- ismans lifir. Gengur betur næst.“ Ástæðulaust fjargviðri, eða hvað? Afhverju eru menn að klifa á því, sí og æ, að gera þurfi upp við fortíðina? Við skulum fyrir alla muni forðast að efna til einhverskonar réttarhalda yf- ir fólki sem hafði vitlausar skoðanir - en okkur ber siðferðileg skylda til þess að rétta í máli allra þeirra vit- lausu skoðana sem valdið hafa dauða milljóna. Sögnin ad harma Fyrir tæpum fimm árum mælti ég fyrir tillögu á miðstjórnarfundi Al- þýðubandalagsins sem fól í sér upp- gjör flokksins við fortíðina. Mið- stjómin var beðin um að harma að Alþýðubandalagið og forverar þess hefðu átt margvísleg og vinsamleg samskipti við einræðisríki Austur- Evrópu, löngu eftir að öllum mátti ljóst vera hvað þar var á seyði. Af- staða foringja Kommúnista- flokks/Sósíalistaflokks/Alþýðu- bandalags til sovéteinræðisins réði mestu um að aldrei tókst að setja á laggimar breiðfylkingu jafnaðar- manna hérlendis, sagði ennfremur í þessari ályktun. Eitthvað fleira var það sem vakti greinilegan kuri' í fundarsalnum í Kópavogi, og þó var þetta einkar hógvær og greindarlegur samsetningur. I skemmstu máli sagt: Það varð allt vitlaust yfir þessari varfæmislega orðuðu tillögu um að Alþýðubanda- lagið skoðaði fortíð sina. Ég var drif- inn inn í einhverja geymslukompu á krísufund með Ragnari Amalds og Öddu Bám og gert ljóst að ekki væri forsvaranlegt að biðja miðstjóm flokksins um að samþykkja tillög- una. Að vísu væri ekkert efnislega beinlínis rangt í henni, en... Utkoman var einhver moðsuða sem við þrjú vomm skrifuð fyrir. Di- plómatískt bull sem móðgaði engan. Miðstjómin harmaði ekki eitt eða neitt. I guðanna bænum: Ég er ekki að halda því fram að Alþýðubandalagið sé trúboðsmiðstöð einræðis eða handbendi glæpamanna. Öldungis ekki. Núverandi formaður Alþýðu- bandalagsins hefur gert afar heiðar- lega tilraun til þess að gera flokkinn að nútímalegum jafnaðarmanna- flokki. Það hefur kannski ekki tekist sem skyldi: Ekki vegna þess að þar þrífist einhveijir skelfilegir komm- únistar í skúmaskotum, heldur ein- faldlega af því að framsóknararmur Alþýðubandalagsins hefur undirtök- in við stefnumótun. En mér finnst nú samt að Alþýðu- bandalagið ætti, uppá gamlan kunn- ingsskap, að draga fram gömlu til- löguna frá okkur Óssuri á miðstjóm- arfundinum í Kópavogi 1989. En það er ekki mitt mál: Meiru varðar að ég hef nú, eftir bestu sam- visku, gert grein fyrir hinni gersam- lega árangurslausu baráttu í þágu heimskommúnismans á Ströndum norður þokusumrin miklu á áttunda áratugnum. Guðmundur bóndi og Morgunblaðið höfðu - eftir alltsam- an - rétt fyrir sér. Dagatal 16. nóvember Atburdir dagsins 1900 Kona nokkur í Þýskalandi fleygir öxi að Vilhjálmi keisara, en hæfir ekki. 1917 Hersveitir bolsé- vika ná Moskvu á sitt vald. 1940 Pétain marskálkur hrifsar til sín frönsku stjómartaumana og biður Hitler um vopnahlé. 1960 Clark Ga- ble deyr; einn mestur sjarmör aldar- innar, oftast nefndur „konungur Hollywood“. 1989 Svertingjum heimilaður aðgangur að ströndum Suður-Afríku til jafns við hvíta. Afmælisbörn dagsins Tíberius Rómarkeisari sem endaði ævi sína í útlegð á Kaprí, 42 f.Kr. Jónas Hallgrímsson skáld og nátt- úmfræðingur, 1807. George S. Kaufman bandarískt leikskáld, 1889. Frank Bruno breskur Evr- ópumeistari f boxi, 1961. Kristallur dagsins Jónas Hallgrímsson er kristallur ís- lenskrar vitundar. I honum brotna geislar eðlis vors. Halldór Laxness um Jónas sem er 187 ára í dag. Lokaord dagsins Guð blessi... Fiandinn hafi... Hinstu orð bandaríska rithöfundarins James Thurbers (1894- 1961). Ónáttúra dagsins Kristján Albertsson... er kurteis maður og prúður í framgöngu, prýði- lega ritfær og mjög vel menntaður. Hann hefur látið kvenfólk afskipta- lftið um dagana og er það sú eina ónáttúra sem ég veit um hann, enda er hann hinn grandvarasti maður. Magnús „Stormur“ Magnússon; Syndugur maður segir frá. Málsháttur dagsins Kveðið hafa skáld um minna. Ord dagsins Feldur em eg við foldu frosinn og má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun ég þá huggast. AfmælisDamið Jónas Hallgrímsson. Annálsbrot dagsins Tekinn af á alþingi Bjöm Þorleifsson fyrir kvennamál og svall, fékk góða iðran. Skarðsannáll, 1602. Skák dagsins Ógæfan gerir ekki alltjent boð á und- an sér. Lítið á stöðuna (svartur á leik) og reynið að sjá hvernig hvíta staðan er hmnin til gmnna eftir aðeins tvo leiki. Hinn ólánsami Egin hafði hvítt en fimasterkur Serper var með svart og lék semsagt - hvað? 1. ... Rb2! 2. Hd2 Dc6!! Rúsínan víðfræga í pylsuendanum. Hvítur hótar máti á cl og g2. Drepi riddar- inn drottninguna bregður svarti hrókurinn sér á e 1 og mátar. Lífið er töff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.