Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 8
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MMUBIMB Miðvikudagur 16. nóvember 1994 174.tölublað - 75. árgangur Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing 25.-27. nóvember. Sæmundur Guðvinsson kannaði hvað þar verður efst á baugi: Guðmundur Bjarnason verður varaformaður Konur ætla sér embætti ritara en ekki hefur náðst samstaða um frambjóðanda. Nýr varaformaður Framsóknar- flokksins verður kjörinn á flokksþingi sem fram fer í Reykjavík um aðra helgi auk þess sem Halldór Asgríms- son verður formlega kosinn formað- ur. Guðmundur Bjamason þingmaður og ritari flokksins gefur kost á sér til varaformanns og er talið víst að hann hljóti örugga kosningu. Finnur Ing- ólfsson er sagður vilja losna úr emb- ætti gjaldkera í kjölfar þess að hann tók við formennsku í þingflokknum. Konur gera kröfu um þá stöðu eða þær stöður sem losna í stjóm flokks- ins. Meðal þeirra sem nefndar hafa verið í embætti ritara em Ingibjörg Pálmadóttir, Siv Friðleifsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir en ekki hefur náðst samstaða um eina ákveðna konu. „Ég hef lýst því yfir að ég er tilbú- inn til að gefa kosta á mér í starf vara- formanns, en það geta fleiri lýst því sama yfir,“ sagði Guðmundur Bjama- son í samtali við blaðið. Hann hefur lengi verið í forystu flokksins og eftir viðtölum við flokksmenn að dæma er Guðmundur ömggur um stöðu vara- formanns enda nýtur hann virðingar og vinsælda innan flokksins. Enginn dregur í efa að Halldór Asgrímsson verði einróma kosinn formaður. Finn- ur Ingólfsson er gjaldkeri flokksins en hann er sagður vilja losna úr því emb- ætti eftir að hann varð formaður þing- flokksins. Þetta er þó ekki endanlega frágengið og því minni umræður um kandidata í starf gjaldkera heldur en ritara. Sumir viðmælendur blaðsins töldu að fast yrði lagt að Finni að halda áfram sem gjaldkeri. Þær Ingibjörg Pálmadóttir alþing- ismaður og Siv Friðleifsdóttir bæjar- fulltrúi á Seltjamamesi hafa báðar gefið í skyn að þær væm ekki frá- hverfar varaformannsembættinu. Ingibjörg er erlendis en Siv sagðist Ingibjörg: Hefur veriö orðuð við framboð til varaformanns en gefur ef til vill kost á sér til embættis rit- ara í staðinn. ekkert gefa út um málið að sinni, enda væri hún komin á kaf í prófkjörsbar- áttuna í Reykjanesi og hefði um nóg að hugsa. Fólk í fyrirrúmi „Ég held að störf flokksþingsins munu mjög mótast af því hve skammt er til kosninga og ályktanir bera það með sér að verulegu leyti. Atvinnu- málin munu skipa þar sess og yfir- skrift þingsins og raunar kosningabar- áttunnar líka verður ,JFólk í fyrir- rúmi“. Við munurn því láta það koma fram i' okkar ályktunum hvemig hið svokallaðar velferðarkerfi verður best varið og þá tekið mið af félags- og heilbrigðismálum og mennta- og menningarmálum," sagði Guðmund- ur Bjamason. Hann sagði að sérstök nefnd innan flokksins starfaði nú við tillögugerð varðandi jöfnun atkvæðisréttar og væri ætlunin að hún lyki störfum fyr- ir flokksþingið og leggði málið fram. Halldór: Verður nú formlega kos- inn formaður á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Varðandi afstöðuna til ESB sagðist Guðmundur ekki vita annað en það væri algjör eining í þeim hópi sem er að undirbúa ályktanir, að aðild að ESB yrði hafnað. Væntanlega yrði fylgt þeirri skoðun Alþingis að það beri að leita nýrra samninga eða breyta EES-samningnum í tvíhliða samning. Fylgi Framsóknarflokksins hefur dalað í skoðanakönnunum að undan- fömu. Guðmundur var spurður hvort hann kynni skýringar á því: „Nei, ég kann enga eina skýringu á því. Þar spilar eflaust ýmislegt inn í. Það er mikið rót f pólitíkinni almennt þessar vikumar. Ég hef velt því fyrir mér hvort það stjómmálaafl sem Jó- hanna Sigurðardóttir er talin standa fyrir höfði mjög til félagslegra sjónar- miða og þess að veija velferðarkerfið sem við framsóknarmenn höfum tal- að töluvert fyrir. Ég býst við að við höfum tapað einhveiju í skoðana- könnunum til þessa stjómmálaafls Guðmundur: Vinsæll og virtur og óruggur um embætti varafor- manns. þótt það afl sé nú allt óljóst ennþá. Við í Framsóknarflokknum höfum ekki verið mjög áberandi í umræð- unni að undanfömu því hún hefur eink- um snúist unt stjómina, samstarfið þar og erfiðleika einstakra ráðherra. Stjómarandstaðan hefur nokkuð fall- ið í skuggann í allri þeirri umræðu á opinberum vettvangi og það hefúr einhver áhrif í skoðanakönnunum," sagði Guðmundur Bjamason. Konur á kreiki Þar sem það má ganga út frá því sem vfsu að Guðmundur færist upp í embætti varaformanns er ljóst að nýr ritari verður kosinn og hugsanlega einnig gjaldkeri. Nú er Sigrún Magn- úsdóttir vararitari flokksins og svo er að heyra sem sumir vilji að hún taki við af Guðmundi. Er þá vísað til þess að hún er kona og úr Reykjavík en bæði Halldór og Guðmundur em þingmenn dreifbýlis. Aðrir telja Sig- rúnu hafa nóg með borgarmálin og auk þess eigi að dreifa tninaðarstöif- um meira. Unnur Stefánsdóttir í Kópavogi er varagjaldkeri og þær raddir heyrast að konur ættu að sam- einast um hana sem ritara, en Unnur býður sig frarn í prófkjöri flokksins í Reykjanesi. Valgerður Sverrisdóttir þykir ekki koma til greina þar sem hún er úr sama kjördæmi og Guð- ntundur. Sumir viðmælendur blaðs- ins töldu hins vegar að ef Guðmundur yrði varaformaður ætti Ingibjörg Pálmadóttir tilkall til embættis ritara. Aðrir sögðu að Amþrúður Karlsdóttir ælti að fara í ritarann ef hún yrði í 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Þá nefndu ýmsir að Siv Friðleifsdóttir væri ung og frambærileg kona sem fengur væri að í ritarastarfið. Þrátt fyrir að þessar konur og fleiri væru nefndar sem hugsanlegir arftak- ar Guðmundar Bjarnasonar sem ritara var ekki að heyra að nein ein kona stæði uppúr með mesta möguleika enn sem komið er. En það má telja ör- uggt að kona verður næsti ritari Éram- sóknarflokksins. Finnur: Vill gjarnan losna úr starfi gjaldkera en lagt að honum að halda áfram. Siv hugsar málid „Ég mun hugsa málið fram að flokksþingi og gef engar yfirlýsingar að sinni,“ sagði Siv Friðleifsdóttir þegar hún var spurð hvort hún ætlaði að keppa um embætti varaformanns. Hún sagðist heyra það á fólki að það vildi einhvetja endumýjun innan for- ystu flokksins. Ef Guðmundur yrði varaformaður losnaði embætti ritara og það væru ýmsir möguleikar í stöð- unni. - Er ekki Ijóst að konur gera kröfu itm embcetti ístjóminni? „Það er mikið f umræðunni og fólk vill meiri breidd í forystuna. Ingibjörg Pálmadóttir hefur verið mikið nefnd í sambandi við varafonnanninn. Hún og Guðniundur eru bæði mjög hæf í það embætti og því á ég von á að það verði sátt urn hvort þeirra sem er. Ég heyri líka kröfur um að það þurfi að yngja upp í stjóm flokksins en ég ætla að bíða og sjá til,“ sagði Siv og vildu engu svara um hvort hún stefndi á embætti ritara. Kjaramál og kosningar „Það er stutt í að kjarasamningar verði lausir og kosningar eru í nánd. Þetta mun setja sitt mark á flokks- þingið. Það em uppi misjafnar skoð- anir um hve langt skal ganga í jöfnun atkvæða hjá okkur eins og er í öðmm flokkum nema helst hjá krötum og þau mál verða eflaust rædd. En ég held að það sé samstaða urn að ekki beri að sækja um aðild að ESB," sagði Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi. Hann sagðist hafa það á tilfinning- unni að ekki mætti mikið útaf bera við nýja kjarasamninga til þess að allt yrði vitlaust. Fólk væri orðið lang- þreytt á ástandinu og það væri stutt í hörkuna. Sigurður taldi líklegt að konur vildu embætti ritara ef Guð- mundur yrði kosinn varafomiaður, enda létu konur nú mjög í sér heyra. „Ég á þó von á að þær hleypi Halldóri í gegn við formannskjör," sagði Sig- urður. „Ég held að vandi heimilanna verði Siv: Ætlar að hugsa málið fram að flokksþingi. eitt af aðalmálum flokksþingsins. Þegar fólk gerir ekki annað en vinna fyrir vöxtum og matarreikningi, ef það hefur þá vinnu, er eitthvað meira en lftið að. Flokksþingið ber yfir- skriftina Fólk í fyrirrúmi og það segir sitt um hvað við leggjum áherslu á. Ef það stendur ekki upp á stjómmála- menn að leysa vanda heimilanna, hvað er það þá sem kemur þeim við? Og það verður að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir skattsvikin. Þessi mál verða án efa ofarlega á þinginu,“ sagði Arnþrúður Karlsdótt- ir sem að öllum likindum mun skipa 3. sætið á lista flokksins í Reykjavík. Fridsamt þing Viðmælendur blaðsins vom al- mennt þeinar skoðunar að þetta yrði friðsamt flokksþing. Að vísu væri ekki ljóst hvaða stefnu umræðan um jöfnun atkvæðisréttar tæki og einnig væm ekki allir sáttir við afstöðu for- mannsins til ESB. En þar sem stutt væri til kosninga fæm menn ekki að skemmta skrattanum með því að deila fyriropnun tjöldum um þessi mál þótt einhver skoðanaskipti væm óhjá- kvæmileg. Og þegar llokksmenn vom spurðir um hvað mundi bera hæst nefndu flestir þjóðmálin al- mennt. ,J3g á von á að þingstörfm snúist að mestu um að setja sig í stellingar fyrir kosningamar. A flokksþinginu verður rætt um hvemig megi tryggja það að fólk verði i' fyrirrúmi, ekki sem falleg orð heldur sem raunhæfa leið. Við munum setja skýran málefnagrund- völl fyrir harða kosningabaráttu," sagði Hjálmar Amason skólameistari f Keflavík og frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi. Hann sagðist eiga von á því að þetta yrði að mörgu leyti skemmtilegt flokksþing að því leyti að Framsókn- arflokkurinn væri að sumu leyti að fara í gegnum breytingaskeið. Undir þeim kringumstæðum blésu jafnan ferskir vindar og umræður hreinskipt- ar. Sigurður Líndal: Fjallar um laga- grundvöll verkalýðshreyfinga. Þórarinn Eldjárn sendir frá sér minningaglefsubókina „Ég man“: Ég syrgði Presley meira en Ollu frænku „Ég man þegar Elvis var kalíaður í herinn og skömmu síðar flaug það um allt að hann hefði fallið á víg- vellinum. Samviskubitið sem greip mig þegar þetta var borið til baka og ég áttaði mig á því að ég hafði syrgt hann meira en Ollu frænku.“ Svo hljóðar glefsa númer 80 í lítilli og snotuiri bók sem Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér: „Ég man - 480 glefsur úr gamalli nútíð“. Forlagið gefur út. Alþýðublaðið sló á þráð- inn til Þórarins og spurði hvað þessi bók ætti að fyrirstilla: „Þetta eru endurminningar og ég sá nú um daginn til dæmis Ijóðabók þar sem það var talið skáldinu til tekna, að verk hans væri án allra út- úrdúra og uppfyllingarefna. Þetta fannst mér forvitnilegt að lesa, því ég hef alltaf lagt mest uppúr útúr- dúrum og uppfyllingarefnum. En þessi bók mín nú er endurminning- ar án allra útúrdúra og uppfyllingar- efna,“ sagði Þórarinn. „Þetta er raunar gert að fyrir- mynd Je me souviens, bókar eftir franská rithöfundinn Georges Perec; hugmyndin og titill bókar- innar er frá honum komin. Maður rifjar upp næstu gleymt smælki, fá- nýtt og ómerkilegt sem allir á svip- uðu reki og maður sjálfur eiga sam- eiginlegt. Ég var staddur útí París þegar ég fann þessa bók eftir Perec og byrj- aði á mínu verki í flugvélinni á leið heim til Islands. Perec var skrítinn og skemmtilegur höfundur og ég hef lesið eina aðra bók eftir hann, Lífið leiðarvísir." Þórarinn Eldjárn: Ég hef alltaf lagt mest uppúr útúrdúrum og uppfylling- arefnum. En þessi bók mín nú er endurminningar án allra útúrdúra og uppfyllingarefna. A-mynd: E.ÓI. Félag frjálslyndra: Fundur um Atlanta-málið Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur fund annað kvöld um Atlanta- málið undir yfirskriftinni: Prófsteinn á félagafrelsi á vinnumarkaði? A fundinum mun Sigurður Líndal laga- prófessor fjalla um lagagrundvöll verkalýðshreyfinga, einkum með til- liti til máls Atlanta; Hreinn Loftsson, lögmaður flugfélagsins, rekur sögu fyrirtækisins og skýrir þann laga- grunn sem stofnun Frjálsa flug- mannafélagsins' byggir á; Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, reifar sjónarmið Alþýðusambandsins í málinu og Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel hf„ mun ræða reynslu sína af undirbúningi stóriðju á lslandi með þátttöku er- lendra fyrirtækja. Fundurinn er haldinn á Kom- hlöðuloftinu við Bankastræti og hefst klukkan 20:30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.