Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Stjórnmál og saga Hvemig KGB leysti Evrópu úr ánauð Var það samsæri KGB og leynilögreglu í Austur-Evrópuríkjum sem leiddi til þess að Berlínarmúrinn féll og kommúnisminn líkt og lyppaðist niður? Þetta skrifar John Simpson, fréttastjóri sjónvarpsins BBC og einn virtasti blaðamaður í heimi, í nýtt hefti breska tímaritsins The Spectator. Berlínarmúrinn brotinn niður 11. nóvember 1989. Samsærismenn hrundu af stað atburðarás en komu öðru til leiðar en þeir ráðgerðu. Níunda nóvember voru liðin fimm ár síðan Berlínarmúrinn féll og Aust- ur- og Vestur-Þjóðverjar iéllust í faðma með gleðilátum. Atta dögum sfðar, 17. nóvember 1989, flykktust íbúar Prag út á götumar og fáeinum dögum síðar var stjóm harðlínu- kommúnista fallin. Rúmum mánuði síðar, 21. desember, var Nikolai Ce- ausescu Rúmeníuleiðtogi baulaður niður á aðaltorginu í Búkarest. Hann lagði á flótta og var liðið lík áður en jólahátíðin gekk í garð. John Simpson veltir fyrir sér þessari atburðarás. Hann slær þann vamagla að hann, frekar en aðrir skynsamir blaðamenn og sagnfræð- ingar, sé ekki ýkja trúaður á samsær- iskenriingar. Það sé yfirleitt of ein- fóld skýring á flóknum sögulegum atburðum að harðsnúnir og útsmogn- ir samsærismenn haldi um taumana. Hins vegar sé óneitanlega margt sem bendi til þess að leynilögregla í Aust- ur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu hafi lagst á eitt með rúss- nesku leynilögreglunni KGB urn að fella af valdastóli harðlínumenn sem voru andsnúnir Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga. í þessum þremur rfkjum sátu við völd kommúnistar sem vom mjög andsnúnir hugmyndum Gorbatsjovs um glasnost ogperestroiku. Simpson segir að markmiðið hafi verið að koma þeim frá og setja f staðinn til valda menn sem aðhylltust viðleitni Gorbatsjovs til að lappa upp á kommúnismann með umbótum. Fyrsti liður þessarar áætlunar heppn- aðist mjög vel, segir hann: Gömlu harðlínumönnunum var sópað burt. Annar liðurinn heppnaðist síður: Að- eins í Rúmeníu náðu umbótasinnaðir kommúnistar völdum. Annars staðar líkt og lyppaðist kommúnisminn nið- ur og að lokum í Rússlandi tæpum tveimur ámm síðar. Tékkóslóvakía: Drepinn stúdent reynist lögga Simpson segist fyrst hafa heyrt þessa kenningu hjá tékkneskri and- ófskonu sem hann hitti í London vor- ið 1990. Hún hafi látið hann hafa plögg þar sem var skýrt frá niður- stöðum nefndar sem Vaclav Havel forseti Tékkóslóvakíu skipaði til að kanna aðdraganda flauelsbyltingar- innar í nóvember 1989. Að kvöldi 17. nóvember flaug sá orðrómur um Prag að námsmaður hefði verið drep- inn af lögreglu. Þetta vakti gríðarlega reiði meðal borgara sem flykktust út á götumar til að mótmæla. Atburður- inn hafði mjög táknræna merkingu, því nákvæmlega fimmtíu árum áður höfðu þýskir herir haldið inn í Prag og skotið til bana stúdent sem mót- mælti innrásinni. í skjölunum sem Simpson las þennan vordag kom fram að flest benti til þess að þessari atburðarás hefði verið hleypt af stað af tékk- nesku leynilögreglunni StB með að- stoð KGB. Þama vom viðtöl við flesta sem komu nálægt málinu, þar á meðal við hóp leynilögreglumanna sem áttu að hafa verið þátttakendur í hinu meinta samsæri. Að lokum var niðurstaðan dregin saman í fáein orð af nefndarformanninum, dr. Milan Hulik: „Það leikur enginn vafí á því að lykilmaðurinn í þessari aðgerð var Lorenc hershöfðingi (foringi StB)...Sá samgangur milli Lorenc og liðsforingja úr KGB sem nefndin hefur uppgötvað bendir afdráttar- laust til þess að KGB hafí tekið þátt í þessum fyrirætlunum...“ Meðal þeirra sem vom leiddir fyr- ir nefndina var ungi maðurinn sem hermt var að hefði verið drepinn. Það kom í ljós að hann var sprelllifandi. Ekki reyndist hann vera námsmaður, heldur varð uppvíst að hann var ung- ur liðsforingi í StB, Ludek Zifcak að nafni. Látið hafði verið í veðri vaka að hann hefði verið laminn í hausinn með lögreglukylfu, teppi brugðið yf- ir höfuð honum og hann keyrður á brott í ómerktum sjúkrabíl. Yfirvöld reyndu af veikum mætti að sverja af sér „dauða“ Zifcak, en þótt þau segðu satt í þelta skiptið var það án árangurs. Reiðibylgjan var slík að aðeins fáeinum dögum sfðar heyrði kommúnistastjómin sögunni til. Að þessu leyti hafði aðgerðin tek- ist fullkomlega. Vandinn var bara sá að enginn hafði lengur áhuga á að gera einhverjar endurbætur á komm- únismanum. í óstjómlegri gleði fleytti almenningur Vaclav Havel og borgarafylkingu hans til valda. Simpson segist hafa verið mjög vantrúaður á samsæriskenningar á þessum tíma. Sjálfur fylgdist hann með atburðum þessara vetrardaga t' Prag og segir að það hafi verið ein- hver áhrifamesti tími sem hann hafi lifað á löngum fréttamannsferli. Það hafi virst óhugsandi að leynilögregla hefði komið þar nærri. Á ámnum fimm sem liðin em frá þessum at- burðum hafi hins vegar komið fram upplýsingar um afskipti KGB sem erfitt sé að sniðganga. Rússland: KGB plottar Simpson segir að það sé alrangt að álykta að leynilögregla í Sovétríkjun- um hafi alltaf staðið í vegi fyrir breytingum. Þegar Yuri Andropov var foringi KGB á áttunda áratugn- Gorbatsjov: Markmidið var að koma til valda mönnum sem hon- um væru þóknanlegir. um vissi hann að sovéska hagkerfið var í molum. Hann var staðráðinn í að ráðast í nauðsynlegar umbætur, en þegar hann loks náði völdunt í nóv- ember 1982 var hann of veikur til að aðhafast. Hann dó án þess að hafa komið neinu marktæku í verk, en sá þó til þess að helsti skósveinn sinn, Mikhail Gorbatsjov, kæmist í þá stöðu að hann gæti keppt um æðstu völd. Eftir stuttan valdatíma Konst- antíns Tsjernenkos tók Gorbatsjov við leiðtogaembættinu í mars 1985. Loks fór að rætast úr fyrirætlunum Andropovs og gömlu undirmennimir hans í KGB studdu þær. Það var heldur ekki í fyrsta sinn að leynilögregla í Rússlandi aðhylltist róttækari hugmyndir en stjómvöld. Á síðustu áratugum 19. aldarinnar komst Zubatov, foringi leynilög- reglu keisarastjómarinnar í Moskvu, að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að vemda keisaradæmið væri að setja á stofn verkalýðsfélög sem myndu keppa við sósíalista um hylli verkamanna. 1902 fóm verkamenn úr slíkum félögum í tjöldagöngu að Kreml, tóku ofan, kmpu á kné og söngluðu: „Guð blessi keisarann." En þá fóm stjómvöld að taka harðari stefnu: 9. janúar 1905 leiddi klerkur- inn Gapon, sem sjálfur var útsendari leynilögreglu, ljöldagöngu verka- manna úr félögum Zubatovs að keis- arahöllinni í Pétursborg. Allt fór það fram í mestu auðmýkt, enda ætluðu göngumenn að afhenda keisaranum bænaskjal. Keisarastjómin brást hin versta við og sveitir kósakka skutu á göngumenn og margir biðu bana. Þetta var leiddi til byltingarinnar 1905 og var aðdragandi að falli keis- arans 1917. Rúmenía: Fjöldamótmæli sett á svid Atburðimir í Rúmeníu um jóla- leytið 1989 virðast sama marki brenndir og atburðimir í Tékkóslóv- akíu mánuði áður, segir John Simp- son. Ceausescu Rúmeníuforseti var líka felldur í samsæri milli sovétvina innan hers og leynilögreglu og um- Marcus Wolf: Hjálpaði KGB að grafa undan Honecker. bótasinnaðra kommúnista. Mann- fjöldinn sent baulaði á Ceausescu 21. desember 1989 hafði safnast saman fyrir tilstuðlan leynilögreglunnar Securitate. Sjónvarpsmyndavélamar skráðu grátbroslegan undmnarsvip- inn á andliti leiðtogans þegar fögnuð- ur fjöldans breyttist skyndilega í and- úð. Á þvf augnabliki gekk foringi líf- varðar Ceausescu upp að hljóðnem- anum á svölum hallar miðstjómar kommúnistaflokksins og sagði stundarhátt: „Þeir em að koma inn.“ Sannleikurinn er hins vegar sá að manngrúinn var ekki á leiðinni inn í höllina, ekki á þeirri stundu. Það var ekki fyrr en daginn eftir að hann réð- ist til inngöngu og Ceausescu flýði í þyrlu af þaki miðstjómarhallarinnar. Sjónvarpið hafði gefið almúganum merki um að byltingin væri hafin. Hún varð ekki stöðvuð. Samsærið tókst mæta vel, segir Simpson, og harðlínumanni sem var andsnúinn Gorbatsjov hafði verið bolað burt. Nýi forsetinn, Ion Iliescu, var ein- mitt af þeiiri tegund leiðtoga sem stuðningsmenn Gorbatsjovs töldu henta til að endurreisa Austur-Evr- ópu: dyggur kommúnisti en þó sveigjanlegur, sæmilega bjartur yfir- litum, óþekktur utan Rúmeníu og nógu þægilegur í viðmóti til að geta náð kjöri í lýðræðislegum kosning- urn af einhveiju tagi. Á þessari stundu var þó orðið nokkuð ljóst að heildaráætlunin hafði mistekist; Sovétríkin myndu ekki ná að raða í kringum sig skjaldborg rík- isstjóma sem nytu hylli almennings en væm þó hliðhollar Moskvuvald- inu. Austur-Þýskaland: Úlfurinn fer á kreik Simpson segir að atburðarásin sem leiddi til falls Berlínarmúrsins hafi verið mun flóknari, þótt einnig þar megi greina merki samsæris. Hátt- settir kommúnistar í SED, austur- þýska kommúnistaflokknum, vissu vel að Gorbatsjov ætlaðist til þess að þeir losuðu sig við harðlínumanninn Erich Honecker. Gorbatsjov skinð- Vaclav Havel: Það var ekki ætlunin að honum yrði fleytt til valda. ist þó við að gefa þeim bein fyrir- mæli þess efnis. Marcus Wolf, fyrr- um foringi njósnadeildar leynilög- reglunnar Stasi, var í beinu sambandi við KGB og skildi vel til hvers var ætlast. Wolf, sem er sagður fyrir- myndin að njósnaforingjanum Karla í spennusögunt John Le Carré, var kominn í ónáð hjá Honecker og hafði látið af störfum 1986. Sintpson segir að allt bendi til þess að hann hafi ver- ið helsti tengiliðurinn milli KGB og miðstjómarmannanna sem voru and- snúnir Honecker. Honecker var settur af í október 1989. Umbótasinnar tóku við völd- um. Fram að því hafði áætlunin gengið nokkuð snurðulaust. En nýju leiðtogarnir voru jafn ráðþrota og þeir gömlu andspænis öldu mótmæla þar sem var krafist opnara stjórnar; fars og ferðafrelsis til vesturs. Á fundi ntiðnefndar flokksins 9. nóv- ember var ákveðið að allir sem kærðu sig um gætu fengið vegabréfs- áritun án þess að tilgreina sérstaklega einhveijar ástæður. Enginn virðist hafa séð fyrir afleiðingamar sem þetta hafði. Þegar leið að kvöldi kom Giinther Schabowski, talsmaður miðnefndarinnar, á blaðamannafund í' Austur-Berlín og virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Hann hélt á þykkum bunka af pappírum og það var ekki fyrr en í lok blaðamannafundarins að hann dró fram plagg þar sem var skýrt frá ákvörðun miðnefndarinnar. Schabowski las það hikandi upp. Þegar hann hafði lokið máli sínu spurði einhver hvenær fólk gæti fengið nýju vegabréfsáritanimar. Því virtist stolið úr Schabowski að mið- nefndin hafði ákveðið að nýju regl- umar tækju gildi morguninn eftir og hann svaraði „unverziiglich", nú þegar. Einhver spurði hvað það þýddi. Þreyttur og utan við sig af spumingahríðinni sem dundi á hon- um mælti Schabowski fram orðin sem rifu niður Berlínarmúrinn og leiddu til þess að marx-lenínisminn riðaði endanlega til falls í Evrópu: „Það þýðir einfaldlega strax," sagði hann. Fréttamannafundinum var út- varpað klukkan hálfátta um kvöldið. Andartaki síðar flykktist fólk að hlið- unum á Berlínarmúmum til að sjá hvort þetta væri satt. Á nokkmm stöðum hleyptu landamæraverðir, sem ekki höfðu fengið neinar skipan- ir, fólkinu í gegn. Eftir það var ekki við neitt ráðið. Samsærismönnum sópad burt Lokaorð Simpsons em þau að í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu hafi leynilögregla hmndið af stað atburðarásinni sem leiddi til umbóta og síðar til bylting- ar. En hann bætir við að samsæris- menn komi yfirleitt öðm og meiru til leiðar en þeir ráðgerðu í upphafi. Líkt og í' Rússlandi 1905 fóm byltingam- ar í Austur-Evrópu að lifa sínu eigin lífi; að endingu var samsærismönn- unurn sópað burt, rétt eins og þeirn sem þeir hugðust koma á kné. Endursögn: eh Ceausescu: Felldur í samsæri sov étvina og leynilögreglu. F L O K K S STARF Félag frjálslyndra jafnaðarmanna: Atlanta-málið: Prófsteinn á félagafrelsi á vinnumarkaði? Mikil umræða hefur verið undanfarið um yfirvofandi verk- falli í tengslum við kjarasamninga Frjálsa flugmannafélags- ins (FFF) við flugfélagið Atlanta. Er Atlanta að brjóta lög? Er stofnun FFF málamyndagjörningur? Hvaða hagsmuni er Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að verja? Er skipu- lag íslensks vinnumarkaðar dragbítur á möguleika fyrir- tækja sem vilja starfa hérlendis? I hversu miklum mæli ber stéttarfélögum að líta til alþjóðlegrar samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja? íslensk vinnulöggjöf er orðin yfir 60 ára gömul. Er þetta mál enn ein vísbendingin um að hana þurfi að endurskoða? Er miðstýring á vinnumarkaði úrelt? Eru vinnustaðasamning- ar heppilegri? Ættu vinnustaðasamningar að vera með samfloti margra verkalýðsfélaga, eins og í álverinu, eða eiga allir starfsmenn á stærri vinnustöðum að vera í einu verkalýðsfélagi? Á að leyfa fleiri en eitt stéttarfélag í sömu starfsgrein og á sama svæði? Á hvaða leið eru aðilar íslensks vinnumarkaðar? Eru þeir að gæta hagsmuna kerfisins eða umbjóðenda sinna? Til að ræða þessi mál efnir Félag frjálslyndra jafnaðar- manna til fundar á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti, fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 20:30, með fjórum frummælendum: Sigurður Líndal prófessor. Hreinn Loftsson, lögmaður Atlanta. Halldór Grönvold, skrifstofustjóri Alþýðusambands ís- lands. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel hf. Fundurinn er öllum opinn. Að loknum framsögum verða fyrirspurnir og umræður. Fundinum lýkur klukkan 23:00. Kaffigjald er 500 krónur. - Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.