Alþýðublaðið - 17.11.1994, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.11.1994, Síða 7
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Vor í dal Sögurnar hans Friðriks Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður þykir með afbrigðum skemmtilegur sögumaður og þá kannski ekki síst þegar hann færir svolítið í stílinn í anda Miinchhausens baróns. Nú hefur Árni Óskarsson skráð sannar örsögur eftir Friðriki en Guð- mundur Thoroddsen myndskreytir. Mál og menning veitti Alþýðublaðinu góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar sögur úr bókinni sem fengið hefur heitið Vor í dal. Oskar gamli á gægjum Þegar ég rak kvikmyndaklúbb framhaldsskólanna, Fjala- köttinn, datt mér í hug að gaman væri að sýna gömlu mynd- imar hans Óskars Gíslasonar og hafði þá samband við hann. Fyrsta myndin sem við sýndum var Reykjavíkurœvintýri Bakkabrœðra. Húsfyllir varð og sá gamli mjög ánægður. Þegar ég hafði kveikt á sýningarvélinni rölti ég fram á gang. Þar við hliðina á sýningarklefanum var gluggi sem hægt var að opna og sýningarmenn notuðu þegar þeir stilltu hljóðið. Sé ég að Óskar gamli hefur tyllt sér á tær við gluggann, hlustar eftir hljóðum í salnum og er mjög spennlur. Ég spyr hann hvort ekki sé allt í lagi með hljóð- ið. „Jújú,“ segir hann, „ég er bara að gá að því hvort fólkið hlær á sömu stöðum og í gamla daga.“ Rotad med franskbraudi Einhveiju sinni á unglingsárum fórum við Guð- mundur Gestur Sveinsson á Laugarvatn um verslunarmanna- helgina. Tókum við með okkur 18 flöskur af brennivíni og földum þær inni á svæðinu áður en útihátíðin byrjaði. A síð- asta degi urðum við uppiskroppa með áfengi og freistuðum þess að fá keypt á bamum á hótelinu. Við tókum mann einn tali og báðum hann um að kaupa fyrir okkur. Hann fyrtist þá við og lagði hendur á Guðmund. Gekk ég þá nokkur skref afturábak, tók heilt franskbrauð úr pússi mínu og bað manninn að taka sér stöðu eins og um einvígi í kúrekamynd væri að ræða. Maðurinn varð mjög hissa en setti sig svo í hnefaleikastellingar. Grýtti ég þá franskbrauðinu sem var gamalt og skorpið og hitti manninn í höfuðið. Hneig hann rotaður niður. Madurinn með Ijáinn Kirkjugarðar Reykjavíkur auglýstu jafnan eftir sláttumönnum á sumrin til þess að slá gras þar sem vélum varð ekki við komið. I starf þetta réðu sig ýmsir merkir menn, svo sem Skeggi Asbjamarson sem lands- kunnur varð fyrir bamatíma sína í Ríkisútvarpinu. En flestir vom sláttumennimir gamlir uppflosnaðir bændur. Einn þeirra var afar ófrýnilegur ásýndum en einstakur ljúflingur. Það var einhveiju sinni í dumbungsveðri að við Ólafur Þorsteinsson verkstjóri gengum fram á hann þar sem hann brýndi ljáinn af mikilli eljusemi. I sömu andrá heyrðist tregabundinn hljómur útfararklukknanna. Þá gaut gamli maðurinn augunum til okkar frá ljánum, tannlaus munnurinn rifn- aði í gleiðu glotti, og sagði: „Það er alltaf nóg að gera.“ Sundfötin Bjöm Jónasson var forsprakki Klúbbs FS sem rekinn var í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hringbraut sumarið 1980. Hann kom að máli við mig og bað mig að hanna auglýsingaplakat fyrir þennan skemmtistað. Ég valdi mynd úr einni af stórmyndum Cecil B. de Mille um hnignun Rómarveldis þar sem karlar sitja á sundlaugarbarmi með vínbikara en léttklæddar meyjar ganga um beina. Plakati þessu var dreift víðs vegar um bæinn. Mæltist það vel fyrir og jók aðsókn að staðnum til muna. Kvöld eitt tek ég eftir því að þangað er kominn miðaldra maður með sunddót undir arminum og týrólahatt á höfði. Hann er að vandræðast þama frammi í anddyri svo að ég geng til hans og spyr hvort ég geti aðstoðað hann eitthvað. Hann svaraði: „Þér gætuð kannski vísað mér á búnings- klefana.” Boxhanskar Sem kunnugt er hafa hnefaleikar verið bannaðir á íslandi í marga ára- tugi. Á æskuárum mínum bar það til einhverju sinni að bróðir Jóns Eiríksson- ar vinar míns sem var í siglingum færði honum boxhanska að gjöf. Þetta vakti að vonum mikla hrifningu í Vogunum. Var boxað á þann hátt að menn fengu einn boxhanska og síðan giltu almennar hnefaleikareglur nema að- eins var slegið með annarri hendinni. Jonni þótti afburða boxari. Við sömu götu og hann bjuggu tvíburabræðurnir Haukur og Hörður sem nú eru þekktir myndlistarmenn. Þeir voru á þessum árum frum- kvöðlar í júdó og þorðu fáir að etja við þá kappi. Það bar til ein- hverju sinni í dumbungsveðri að Haukur vildi endilega boxa við Jón. Jón var tregur til en lét þó loks til leiðast. Boxa þeir um hríð þar til Jón kemur bylmingshöggi á Hauk svo að hann rotast. Hörður var þá á gangi með móður sinni í Austurstræti og rotaðist einnig á sama andar- taki. Pain in the brain Árið 1979, þegar íslensk kvikmyndagerð var í burðarliðnum, kom hingað þýski kvikmyndaleikstjórinn Wemer Herzog. Hann hélt blaðamannafund sem ég sótti fyrir DV. Steinunn Sigurðardóttir var þá fréttakona á RÚV og spurði hann hvort hann byggist við að hér á landi mundi þróast merkileg kvik- myndagerð. Herzog varð hugsi en kvaðst svo ekki búast við þvi'. Hann væri nýkominn frá Lima í Perú að gera Fitzcarraldo. Þar væri svo mikill sársauki á götunum og þaðan væri frekar einhvers að vænta í framtíðinni. Þá rétti ég upp hönd og sagði: „Sorry, Mr. Herzog, I think you have not quite under- stood. You see, we have the pain in the brain.“ Konungur hylsins Eitt sinn sem oftar var ég við veiðar í Hvítá eystri. Ég hafði lítið haft upp úr krafsinu vegna sólskins allan dag- inn en labba niður með ánni á svæði sem ég hafði aldrei áð- ur veitt á. Þar voru háir bakkar og erfitt að landa fiski. Þeg- ar ég er orðinn úrkula vonar um að fá nokkuð set ég í ein- hveija heljarskepnu sem leggst niður á botn í hylnum. Hefst nú klukkutíma glíma mín við fiskinn. Vegna þess hve erfitt var að landa þama físki tek ég það til bragðs að hoppa niður af bakkanum og út í ána. En það hefði ég ekki átt að gera því að þar yar kviksyndi í ánni og sökk ég strax upp að mitti. Gríp ég þá til þess ráðs að n o t a styrk fisksins til að draga mig upp úr díkinu. Barst nú leikurinn niður undir kletta og þar kom ég loks auga á fiskinn sem reyndist vera minni en mig hafði gmnað. En ekki treysti ég mér að fara með fiskinn lifandi upp á klettabrúnina aftur svo að ég næ taki á sporðinum og næ að drösla honum hálfum upp úr vatninu og byrja þar að murka úr honum lífið með steini sem ég náði að losa úr klettinum. Þegar heim f veiðihús var komið reyndist þetta vera ni'tján punda hængur. Þó að ég hafi veitt þá marga stærri stórlaxana um dagana er þetta samt sá sterkasti og sá sem hefur komist næst því að vinna mig. Nótt á krufningarstofunni Magnús Ástvaldsson verkstjóri í Steiniðjunni bað mig eitt sinn að hjálpa sér við að leggja terrasogólf í krufningarstofu Landspítalans. Þetta verk var unnið yfir laugardagsnótt því að ekki mátti verða töf á krufningum spítalans. Þar tók á móti okkur maður sem ég hélt að hlyti að vera sprenglærður doktor. Hann var allur hinn verklegasti og kvaðst hafa farið í krufningamar úr múr- verki enda sýndist mér á tólunum sem þarna vom notuð, hömmm og sögum, að þó nokkra krafta þyrfti við starfann. Fljótlega kom í Ijós að Magnús hefði vel getað unnið þetta einn en líklega verið illa við að vera þarna einsamall um nóttina og þótt vissara að hafa kirkjugarðsrottu til fulltingis. Múraranum leist illa á að ég væri þama hálfaðgerðalaus svo að hann bað mig blessaðan að taka til fyrir sig í einhverjum plastbaukum og raða því skilmerkilega sem ég fyndi. Nóttin leið svo við það að Magnús baukaði á gólfinu en ég gramsaði í hinum forvitnilegustu ílátum þar sem vom hin torkennilegustu líffæri en þó mest af kennsluheilum. Svarti hatturinn Móðir mi'n, Guðríður Hjaltested, hafði mikið yndi af kvikmyndum, fór oft í bíó og tók okkur strákana stundum með sér. Þannig komumst við inn á ýms- ar myndir sem vom bannaðar bömum. En við það að öðlast slíka lífsreynslu svo ungir að ámm uxum við mjög í áliti hjá jafnöldmnum og breyttumst í sagnaþuli sem endursögðu fyrir þá myndimar. Faðir minn, Friðrik Guð- mundsson, var hins vegar lítið fyrir þvílíka skemmtan en lét þó stöku sinnum til leiðast þegar um stórmyndir var að ræða. Sunnudag einn var ákveðið að öll íjölskyldan færi að sjá Konung konung- anna eftir Nicholas Ray sem mælst hafði vel fyrir hjá nágrönnunum. Við bræðumir vomm drifnir í sparifötin, faðir minn klæddi sig í teinóttu jakkaföt- in og setti upp bindi og barðastóran svartan hatt, en móðir mín var í grænni dragt, poplínkápu og á höfði hennar brúnn hattur með gylltri spennu sem hún hafði keypt af danskri hattadömu. Síðan keyrði öll hersingin f Fiat 1400 B sem leið lá niður í Gamla bíó. Konungur konunganrui þótti heldur hrotta- fengin mynd. Og ekki virðist föður mínum heldur hafa þótt allir kaflar guð- spjallanna eiga jafnmikið erindi við viðkvæma bamssál mína því að þegar kom að því atriði er negla átti frelsarann á krossinn lagði hann svartan hatt sinn yfír höfuð mér svo að almyrkvað varð fyrir augum mínum. Þetta vom fyrstu kynni mín af kvikmyndaeftirliti.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.