Alþýðublaðið - 29.11.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 29.11.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1994 MÞBUBLMB 20830. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf.' Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Jóhanna og peysufatasósíalisminn Jóhanna Sigurðardóttir og stuðningsmenn hennar héldu veg- legan fund á Hótel Islandi á sunnudaginn til þess að kynna þann stjómmálaflokk sem ríflega fimmtungur þjóðarinnar styður um þessar mundir, ef marka má skoðanakannanir. Hin- um nýja stjómmálaflokki var valið nafnið Þjóðvaki, og er það vissulega athyglisvert nýyrði í málinu. Á hinn bóginn em það talsverð vonbrigði, þótt vissulega hafi þau ekki komið allsend- is á óvart, að engin pólitísk nýmæli var að finna í málflutningi liðsmanna Þjóðvaka. í dreifibréfi, sem ennþá er eina skriflega heimildin um stefnu Þjóðvaka, er komist svo að orði: „Markmið hreyfingarinnar er að mynda breiðan samstarfsvettvang á landsvísu fyrir alla þá, sem aðhyllast framsækna jafnaðarstefnu á gmndvelli Iýðræðis, valddreifmgar, félagshyggju, jafnréttis, mannúðar og mannrétt- inda.“ Þá er og sagt að Þjóðvaki muni vinna „markvisst að efl- ingu atvinnulífsins, varanlegri velferð og jöfnun lífskjara.“ Þjóðvaki ætlar hinsvegar að vinna gegn „spillingu, forréttind- um og söfnun auðs og valds á fárra manna hendur.“ Þá er klykkt út með þeim orðum að byggt sé á „hugsjónum jafnaðar- stefnunnar og nútímalegum, frjálslyndum viðhorfum.“ Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Framkomnar tillögur og stefnumál Þjóðvaka em því miður lítið annað en safn af klisjum og innantómum orðum. Það em vissulega vonbrigði fyrir þá, sem eygðu í hinni nýju hreyfingu farveg fyrir nýsköpun í pólitík. Jóhanna Sigurðardóttir hefur í fjölmiðlum útlistað stefnu Þjóðvaka með þeim hætti, að ekki fer á milli mála, að um er að ræða gamaldags kerfísflokk sem flaggar úreltum hug- myndum forsjárhyggju og miðstýringar. Pólitík Þjóðvaka er ekkert svar við kalli tímans um nýjar hugmyndir, heldur þvert á móti endurómur og bergmál þeirra kennisetninga sem búið er að aka á öskuhauga sögunnar. Hinn sterki hljómgmnnur sem stjómmálaflokkur Jóhönnu Sig- urðardóttur nýtur er einkum til marks um tvennt: Annarsvegar miklar og óumdeildar persónuvinsældir hennar, hins vegar ákveðna gerjun í íslenskum stjómmálum, einkum á vinstri væng. Uppstokkun flokkakerfisins kann að vera bæði tímabær og óumflýjanleg. Það er hinsvegar umhugsunarefni að Jóhanna gerðist ekki áhugamaður um slíka uppstokkun fyrren hún tap- aði formannskosningum í Alþýðuflokknum fyrir sex mánuð- um. Fram að þeim tíma hafði hún aldrei beitt sér í þá vem - og barðist til að mynda af alefli gegn Vilmundi Gylfasyni á sínum tíma. Það er því ekki að ófyrirsynju að ýmsir fréttamenn, sem heyra af hinum nýju áhugamáium Jóhönnu, spyrji hana: Af- hverju núna? Jóhanna hefur verið alþingismaður í 16 ár og ráð- herra í sjö ár. Hvenær hafði hún áhuga á uppstokkun flokka- kerfisins, siðvæðingu í stjómmálum eða jöfnun atkvæðisréttar, svo aðeins séu nefnd þrjú mál sem Þjóðvaki setur nú á oddinn? En uppúr stendur, að það pólitíska fagnaðarerindi sem boðað var á Hótel íslandi á sunnudaginn fól í sér engin ný tíðindi, ný svör eða nýja stefnu. Það var bara á boðstólum sá velkti peysu- fatasósíalismi sem jafnvel Alþýðubandalagið er búið að losa sig við. Ýmislegt bendir til þess að varanlegustu áhrif Þjóðvaka felist í því að koma Framsóknarflokknum aftur í oddaaðstöðu í ís- lenskum stjómmálum. Skoðanakönnun DV í gær gefur ótví- rætt til kynna að Framsókn sé nú eini gamalgróni flokkurinn sem heldur sjó. Jákvæð umfjöllun fjölmiðla um nýafstaðið flokksþing á vitanlega þátt í því, en ekki er fráleitt að ætla að Framsókn geti eftir kosningar í vor valið hvort mynduð verði hægristjóm eða vinstristjóm. Þá er viðbúið að Halldór Ás- grímsson setji upp hægra brosið - og hið nýja afl, hreyfing fólksins, verði skilin eftir úti í kuldanum ásamt öðmm smá- flokkum og flokksbrotum á vinstri vængnum. Rökstólar Kenning Marx Kennisetningar Karls gamla Marx eiga talsvert undir högg að sækja í seinni tíð. Mönnum er til að mynda í fersku minni að sjálfur Hannes Hólmsteinn óskaði form- lega eftir því við skattayfirvöld að fá að afskrifa rit hins mikla meist- ara hagfræðinnar. En nokkrir gull- molar Karls eru enn í fullu gildi, og kom það síðast í ljós norður í Skagaftrði um helgina. Karl Marx lét semsagt einhverntíma svo um mælt að sagan endurtæki sig jafn- an, munurinn væri aðeins sá, að það sem í upphafi hefði verið harmsaga endurtæki sig sem farsi. Og nú hefur þetta sannast á sóknar- prestinum á Sauðárkróki, síra Hjálmari .Jónssyni sem kominn er í beinan karllegg af harmsöguleg- asta skáldi 19. aldar, Bólu- Hjálm- ari. Klerkurinn og lobbíistinn Síra Hjálmar vann sér til frægðar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að valtra yfir Vilhjálm Egilsson í keppni þeirra um efsta sætið, sem héraðshöfðinginn Pálmi á Akri stóð uppúr. Vilhjálmur, sem sálað vikublað var einu sinni svo ósvífið að kalla „eina alvöru nördinn á Al- þingi“, tók úrslitunum illa og þyk- ist einkar grátt leikinn. Hann segist ætla að funda með stuðningsmönn- um sínum, áðuren hann ákveður hvort hann taki annað sæti listans. Nú ber bara að taka fram að „stuðn- ingsmenn" Vilhjálms eru ekki gild- ir bændur í Skagafirði eða Húna- þingum, enda hefur hann aldrei lit- ið svo á, að hann væri fulltrúi þeirra á þingi. Ónei, þeir sem Vilhjálmur þarf að ráðfæra sig við, eru félagar hans í Verslunarráði. Vilhjálmur var upphaflega lobbíisti þeirra gagnvart alþingismönnum og heij- aði á menn á kaffistofunni - en varð síðan einn um þann frama slfkra pótintáta að láta kjósa sig á sjálfa löggjafarsamkunduna. Og þar hefur Vilhjálmur unnið í hluta- starfi síðustu ár, en gleymdi víst al- veg kjósendum sínum fyrir norðan. Ríki Framsóknar Það getur ekki flokkast undir mikla afreksdáð í pólitík að hafa sigur gegn ljúfmenninu Vilhjálmi, en eigi að síður virðist síra Hjálmar á hraðri leið upp metorðastiga Sjálfstæðisflokksins. Mörgum kom reyndar á óvart að guðsmaðurinn skyldi fyrir fáum árum dúkka upp í Sjálfstæðisflokknum, enda vissu menn ekki betur en hann væri inn- anbúðar í Framsókn þegar hann sálusorgaði í Bólstaðarhlfð. En í rfki Framsóknar eru mörg herbergi, sem kunnugt er, og landsbyggðar- þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flestir hverjir verið dyggir málsvarar framsóknarstefnunnar. Allir nema aumingja Vilhjálmur. En þetta skýrir hversvegna prestin- um veittist auðvelt að hafa ham- skipti án þess að þurfa að ráðgast verulega við pólitíska sannfæringu sína. Síra Hjálmar hefur nokkrum „Síra Hjálmar hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi sem varamaður og jafnan vakið athygli fyrir kúnstugt orðfæri og málflutning sem einatt er nokkur ljósár í burtu frá allri venju- legri röksemdafærslu. Menn hafa hinsvegar ekki kippt sér upp að ráði við það, þótt þeir skilji ekki klerkinn. Guðsmenn dvelja oft í öðrum andlegum félagsskap en sauðsvartur almúginn og því er ekkert sjálfsagðara en þeir tali framandi tungum, þótt þeir noti að mestu leyti íslensk orð.“ sinnum tekið sæti á Alþingi sem varamaður og jafnan vakið athygli fyrir kúnstugt orðfæri og málflutn- ing sem einatt er nokkur ljósár í burtu frá allri venjulegri röksemda- færslu. Menn hafa hinsvegar ekki kippt sér upp að ráði við það, þótt þeir skilji ekki klerkinn. Guðsmenn dvelja oft í öðrum andlegum fé- lagsskap en sauðsvartur almúginn og því er ekkert sjálfsagðara en þeir tali framandi tungum, þótt þeir noti að mestu leyti íslensk orð. Prestahatur Hjálmars Jónssonar Eitt hefur mönnum þó skilist af síra Hjálmari: Honum þykir tals- vert merkilegt að vera afkomandi skáldsins sem kenndi sig við bæinn Bólu. Og vitanlega hefur margur hreykt sér af minna tilefni, enda var Hjálmar Jónsson í Bólu ótvírætt í hópi bestu og mögnuðustu skálda síðustu alda. Það er hinsvegar fróð- legt athugunarefni fyrir sálfræð- inga að kanna til hlítar áhrif ljóða Hjálmars Jónssonar í Bólu á Hjálmar Jónsson sóknarprest. Ein- sog allir vita hafði Bólu-Hjálmar aðeins ímugust á einni stétt manna - nefnilega sóknarprestum. Fram í daudann dyggdaþur Viðkvæmt fólk sundlar enn í dag yfir prestavísum Bólu-Hjálmars enda ekki margt til níðangurslega í íslenskum skáldskap: A kostum gnauðar kappsamur, hversdagsbrauði stelur, fram í dauðann dyggðaþur drottins sauða bitvargur. Þannig komst Bólu-Hjálmar að orði í einni af sakleysislegri presta- vísum sínum. Hið alkunna erFiljóð hans um prest hefst á þessum hend- ingum: Þarna liggur letragrér, lýðir engir sýta. Komi nú allir hrafnar hér hans á leiði að skíta. Eða þessi hér: Eg fer þá að yrkja um prest, um sem náði beiða. Vakrari aldrei vissi eg hest vítis traðir skeiða. Hirdskáld Geirmundar En það var þetta með Kalla gamla. Nú hefur saga harmskálds- ins frá Bólu semsagt endurtekið sig í síra Hjálmari Jónsson, afkomanda hans og alnafna, með svo óvenju- lega skrípaleiksiegum hætti, að þar er komin endanleg sönnun á kenn- ingu Marx. Síra Hjálmar hefur semsagt um langt skeið reynt að feta í slóð forföður síns - og náð þeim hátindi að verða hirðskáld Geirmundar Valtýssonar mega- poppara á Króknum. Afkomandi skáldsins sem alla sína tíð stóð í heilögu og miskunn- arlitlu stríð við valdamenn, skálds- ins sem fyrirleit klerka meiren önn- ur dauðleg kvikindi, skáldsins sem setti saman dýrari kvæði en aðrir menn - afkomandi þessa skálds hefur semsagt rutt sér leið að kjöt- kötlum valdsins, skrýddur prests- hempu og með dægurlagavísur á vör. Ef þeir sitja einhversstaðar sam- an á astralplaninu, félagarnir Karl Marx og Bólu-Hjálmar, er trúlegt að þeir haft yfir hið fornkveðna: O, tímar-ó, siðir! Dagatal 29. nóvember Atburdir dagsins 1641 Fyrsta enska fréttablaðið geftð út. 1924 ítalska tónskáldið Puccini deyr; hann samdi meðal annars Toscu og Lu Boheme. 1943 Leiðtog- ar Bandamanna í seinna stríði, Sta- lín, Churchill og Roosevelt, hittast í fyrsta skipti á leiðtogafundi í Teher- an. 1978 900 lik finnast í bækistöðv- um sértrúarklerksins Jim Jones í Guyana: safnaðarmeðlimir höfðu allir framið sjálfsmorð. 1986 Kvik- myndastjaman og hjartaknúsarinn Cary Grant deyr. Afmælisbörn dagsins Gaetano Donizetti ítalskur tón- smiður, samdi meira en 75 óperur, 1797. Louisa May Alcott bandarísk skáldkona, 1832. C.S. Lewis írskur fræðimaður og höfundur vísinda- skáldsagna: kunnastur fyrir Lísu í Undralandi. Málsháttur dagsins Allir bera eitthvert mein til grafar. Annálsbrot dagsins Deildu tvær húskonur á Rauðasandi. Fékk önnur vitfirring, en dó degin- um eftir. Það hafði komið til af ein- um kvensokkum. Setbergsannáll, 1584. Skilabod dagsins Aukist hafa heldur vandræðin, kerl- ing. Bjöm Kaðalsson í Mörk við konu sína; Njála. Lokaord dagsins Sólin er guð. Hinstu orð enska stórmálarans J.M.W. Tumers (1775-1851). Ord dagsins Sá er háttur hetjuliindar, hvað semféll ískaut, veiklast ei í velgengninni, vaxa í hverri þraut. Öm Arnarson. Skák dagsins Hebden er slyngur meistari þótt ekki sé hann í allra fremstu röð. Hann er með hvítt í skák dagsins, og á leik gegn Pichon. Hebden efnir nú til sannkallaðrar flugeldasýningar. 1. Hb8! Dxb8 2. Rxf6+ Kh8 3. Rg5!! Hf8 4. Dh5 h6 5. DxF7! Rc5 Þetta eru dauðateygjur. Hebden inn- siglar nú sigurinn með snotru loka- stefi: 6. Dg8+! og mát í næsta leik.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.