Alþýðublaðið - 07.12.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1994, Síða 1
Gífurleg ólga í Alþýðubandalaginu: Guðrún Helgadóttir knúin til afsagnar Tveir nánustu stuðningsmenn Ólafs Ragnars, Mörður Árnason og Kjartan Valgarðsson, ganga úr Alþýðubandalaginu. Hætt við prófkjör í Reykjavík. „Guðrún Helgadóttir gerði sér grein fyrir því að staða hennar var vonlaus. Hún hefði verið kolfelid í prófkjöri,“ sagði áhrifamaður í Al- þýðubandalaginu í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Guðrún efndi til blaðamannafundar laust fyrir klukk- an fjögur í gær og tilkynnti þar, að hún hefði ákveðið að bjóða Bryndísi Hlöðversdóttur 2. sætið - en ætlaði sjálf að vera í því fjórða og freista þess að ná kjöri. Alþýðubandalagið hefur nú tvo þingmenn í Reykjavík. Allir viðmælendur Alþýðublaðs- ins voru á einu máli um að Guðrúnu hefði verið nauðugur einn kostur að draga sig í hlé. Nú er Ijóst að ekkert verður úr opnu prófkjöri hjá Alþýðubandalag- inu í Reykjavík. Svavar Gestsson verður í fyrsta sæti, þá Bryndís og Ögmundur Jónasson í 3. sæti. Bryn- dís og Ögmundur settu bæði sem skilyrði fyrir framboði að hætt yrði við prófkjör. Þá hafa tveir af máttarstólpum Birtingar sagt sig úr Alþýðubanda- laginu: Kjartan Valgarðsson formað- ur félagsins frá upphafi og Mörður Árnason fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, aðstoðarmaður Ólafs Ragnars í fjár- málaráðherratíð hans og miðstjóm- armaður. Þeir ætla báðir að ganga til liðs við Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðar- dóttur. I samtali við Alþýðublaðið sagði Mörður Ámason að Alþýðubanda- lagið hefði verið að þrengjast á síð- ustu ámm, og þar væri ekki sama pláss og áður fyrir skoðanaskipti. Sögulegt tækifæri hefði skapast fyrir samfylkingu á vinstri væng, og hann vildi leggja sitt af mörkum til þess að það nýttist. - Sjá leiðara á blaðsíðu 2, viðtal við Mörð á blaðsíðu 6 og fréttaskýringu á baksíðu. Ýtt út í kuldann: Guðrún Helgadóttir tilkynnir blaðamönnum í gær að hún ætli að færa sig niður um tvö sæti á G-listanum í Reykjavik. Opið prófkjör Alþýðuflokksins: Tíu frambjódendur eru í umrædunni í Reykjaneskjördæmi Alþýðuflokkurinn í Reykja- neskjördæmi efnir til prófkjörs dagana 21. og 22. janúar 1995. Prófkjörið verður opið ölluni stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins í komandi Alþingis- kosningum og þeim úr ungliða- hreyfingu flokksins sem náð hafa sextán ára aldri á kjördag, 8. aprfl. Framboðsfrestur rennur út 30. desember og framboði þurfa að fylgja meðmæli 30 til 50 alþýðu- flokksmanna. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi í fyrrakvöld. Tíu nöfn eru í umræðunni um framboð: Árni Hjörleifsson bæj- arfulltrúi (Hafnarfirði), Elín Harðardóttir matreiðslumaður (Hafnarfirði), Eyjólfur Sæ- mundsson formaður fulltrúa- ráðsins á Reykjanesi (Hafnar- firði), Gizur Gottskálksson bæj- arfulltrúi (Garðabæ), Guðfinnur Sigurvinsson deildarstjóri (Keflavík), Guðmundur Odds- son bæjarfulltrúi (Kópavogi), Guðmundur Árni Stefánsson al- þingismaður (Hafnaifirði), Hrafnkell Oskarsson læknir (Keflavík), Petrína Baldursdóttir alþingismaður (Grindavík), Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra (Kópavogi) og Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi (Hafnarfirði). Alþýðublaðið fjallar nánar um framboðið á morgun, spáir í lík- lega niðurröðun í efstu sæti og ræðir við frambjóðendur. Fregnir af sérframboði Eggerts Haukdals: Hvað kemur þér það við? efna til í Suðurlandskjördæmi. Al- þýðublaðið hefur traustar heimildir fyrir því að hann hafi boðið Magnúsi Karel Hannessyni oddvita á Eyrar- bakka 2. sæti listans. Þegar blaðið hafði samband við Magnús Karel og spurði hvort honum hefði verið boð- ið sætið svaraði hann spurningu blaðamanns af bragði: „Hvað kemur þér það við?“ Magnús Karel var ófá- anlegur til að ræða nokkuð varðandi framboðsmál Eggerts og sinn þátt í þeim. Eggert Haukdal vinnur nú að þvf í hljóði að fá fólk á framboðslista við sérframboð það sem hann ætlar að Eggert Haukdai: Reyndi við Magn- ús Karel. Hvað myndi gerast við aðskilnað ríkis og kirkju? Dollarastreymi frá amerískum öfgahópum - segir herra Ólafur Skúlason biskup og telur þjóðkirkjuskipu- lagið nauðsynlegt. „Ef íslenska þjóðkirkjan hverfur eða verður veikburða munum við finna fyrir dollarastreymi öfgahópa í Bandaríkjunum sem ætla að fylla það tóm sem þjóðkirkjan hefur skilið eftir. Það held ég að væri engum til góðs með fullri virðingu fyrir Bandaríkjamönnum. Þarerofsinn og ofstækið í trúmálum með ólíkind- um,“ sagði herra Ólafur Skúlason biskup f samtali við blaðið. Vaxandi umræða er hér á landi um það hvort skilja beri á milli ríkis og kirkju. Þeir sem eru fylgjandi aðskilnaði segja meðal annars að núverandi fyr- irkomulag geri upp á milli trúar- bragða og kirkjan hefði gott af þvf að standa á eigin fótum. Biskupinn seg- ir að hér ríki algjört trúfrelsi og eng- inn sé neyddur til að vera í þjóðkirkj- unni en 93 prósent landsmanna til- heyri henni. - Sjá blaðsídu 7. Hreinar línur á mettíma í gær var dreift í búðir bókinni Hreinar línur - lífssaga Guð- mundar Árna, sem Kristján Þorvaldsson skráði. I bókinni segir Guðmundur Árni frá pólitískum ferli sínum, lífs- hlaupi og þeim hörðu deilum sem leiddu um síðir til afsagnar hans úr embætti félagsmálaráðherra. Vart hefur nokkur bók verið unnin á öllu skemmri tíma á íslandi - Guðmundur Árni sagði af sér embætti 11. nóvember. Kristján og Guðmundur Árni voru mættir í Kringluna í gær þarsem þeir árituðu fyrstu eintökin. A-mynd: E.ÓI. Vigdís: Grandavegur 7; vinsælt heimilisfang. Jólabókaflóðið að bæta í sig: Vígdís Gríms og Ólaf ur Jóhann seljast best - og þar á eftir koma Fríða Á. og Einar Kára. Flestir bóksalar eru á því að sal- an í jólabókaflóðinu í ár verði síst minni en í fyrra þrátt fyrir hrak- spár útgefenda. Misjafnt er þó hljóðið í mönnum á smærri stöð- um úti á landsbyggðinni. Vest- mannaeyingar og Norðfirðingar segja ástandið til að mynda hörmulegt. Einhugur er þó um meðal bóksala, að skáldsögur Vigdísar Grímsdóttur, Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, Fríðu Á. Sig- urðardóttur og Einars Kárasonar hverfa í mestu magni af lagerum bókabúða um þessar mundir. Sér- ílagi þau tvö fyrstnefndu. Þar í kjölfarið koma bækur Péturs Gunnarssonar, Thors Vilhjálms- sonar og Guðbergs Bergssonar. Þetta kemur meðal annars fram í viðtölum sem Alþýðublaðið átti við sjö bóksala um land allt í gær. Ævisögur Gunnars Dal, Hall- dóru Briem, Brynju & Erlings, Karls Kortssonar, Guðmundar Böðvarssonar, Óskars Halldórs- sonar og Óla í Olís eru vinsælast- ar í þeim flokki bóka - enn sem komið er; h'tið hreyfist af Krumma en Guðmundur Ámi er að minnsta kosti kominn í eftir- spum í Kringlunni. Villtir svanir hafa fengið feikna góðar viðtökur af erlendum bókum og Lesið í snjóinn eftir Peter Hoeg hefur einnig selst vel. Orðastaður hefur sömuleiðis hreyfst ágætlega, en Stílfræðin lítið. Að vanda trónir Þorgrímur Þráinsson hæst á barnabókamarkaðnum. Hinsvegar ber að hafa það í huga að fyrsta stóra söluhelgi jólavertíðarinnar er framundan og það verður ekki fyrr en að henni lokinni sem línur taka að skýrast í sölu. - Sjá blaðsíðu 6. Fundur flokksstjórnar Alþýðuflokksins: Tekjujöfnun og kjarasamningar Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands - hefur boðað til flokksstjómarfundar næstkomandi laugardag, 10. desember. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6 í Reykjavík og eina mál á dagskrá er liðurinn „Tekjujöfnun og kjarasamn- ingar“. Framsögu þar hefur Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður flokks- ins. Að venju er fundurinn opinn öll- um flokksmönnum, en ef til atkvæða- greiðslu kemur hafa einungis kjömir fulltrúar í flokksstjóm atkvæðisrétt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.