Alþýðublaðið - 07.12.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 07.12.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MMDUBLMD 20835. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Úlfakreppa Olafs og afarkostir Guðrúnar Úrsögn Marðar Ámasonar og Kjartans Valgarðssonar úr Al- þýðubandalaginu er afar alvarlegt pólitískt áfall fyrir Olaf Ragnar Grímsson formann tlokksins. Brotthvarf Svanfríðar Jónasdóttur nýlega var fyrst og fremst táknrænt fyrir dvínandi baráttuþrek þeirra alþýðubandalagsmanna sem hafa freistað þess að færa stefnu flokksins nær pólitískum raunveruleika nú- tímans. Kjartan og Mörður voru hinsvegar traustustu vopna- bræður Ólafs Ragnars, og stóðu jafnan drengilega við bakið á honum í hörðum innanflokkserjum. Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson hafa nú öll ráð Ólafs Ragnars í hendi sér, og þeir eru í reynd teknir við stjóm- artaumum Alþýðubandalagsins. í gær var tvöfalt tilefni fyrir þá til að gleðjast: þeir losnuðu við harðskeyttustu liðsmenn Birt- ingar - og Guðrúnu Helgadóttur. Blaðamannafundur Guðrúnar Helgadóttur í gær var grátbros- legt sjónarspil. Hún tók ekki sjálfviljug ákvörðun um að færa sig niður í fjórða sæti framboðslistans í Reykjavík. Henni vom einfaldlega settir afarkostir. Hið opna prótkjör sem Alþýðu- bandalagið boðaði með pompi og pragt verður aldrei haldið, af því tilgangi þess er þegar náð: Að losna við Guðrúnu Helga- dóttur af þingi. Hún hefði ekki átt nokkra möguleika á að halda 2. sæti í prófkjöri, rúin trausti fyirurn félaga og í harðri and- stöðu við Svavar Gestsson og aðra „handhafa hinnar sögulegu arfleifðar“ flokksins. Guðrún Helgadóttir reyndi að bera sig vel á blaðamannafundin- um og minnti á, að hún hefði náð kjöri á Alþingi þegar hún var í 4. sæti 1979. Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar. Guðrún Helgadóttir er ekki lengur sá kraftmikli stjómmálamaður sem bar með sér ferska vinda inní pólitíkina fyrir 15 ámm. Og hið pólitíska landslag er gjörbreytt. Staða Alþýðubandalagsins var fímasterk 1979 - en nú er flokkurinn í nauðvöm. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur höggvið stór skörð í raðir áhrifamanna flokks- ins, og sækir þangað fylgi í stómm stfl. Alþýðubandalagið er nú fyrst og fremst ráðvilltur og gamall kerfisflokkur sem hefur engar nýjar lausnir á takteinum. Hinn nýi frambjóðandi flokksins í Reykjavík, Ögmundur Jónasson, hefur fyrir sitt leyti lagt fram pólitíska stefnuskrá: Hækka ber laun opinberra starfsmanna um 100 prósent. Hann er þannig búinn að gefa tóninn fyrir kosningabaráttu sem mun snúast um pólitísk yfirboð, innistæðulaus loforð og haldlaust geip. Þjóð- vaki Jóhönnu, Framsókn og Kvennalistinn verða væntanlega helstu keppinautar Alþýðubandalagsins á því allsherjar upp>- boði á kosningaloforðum sem í vændum er. í fréttaskýringu í Alþýðublaðinu í dag er haft eftir þingmanni Alþýðubandalagsins að Ólafur Ragnar eigi þess nú kost að færa sig „nær miðju flokksins“ enda þurfi hann nú ekki lengur að elta uppi pólitísk stefnumál birtingarmanna. Þetta segir það sem segja þarf um stöðu Ólafs Ragnars: Honum er velkomið að starfa áfram í Alþýðubandalaginu, - bara ef hann kemur sér upp skoðunum sem falla í kramið hjá Svavari og Steingrími. Þetta kann að vera of stór biti að kyngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, jafnvel þótt hann sé ekki þekktur fyrir verulega pól- itíska stefnufestu. Honum gefst semsagt kostur á að banka uppá hjá erkiíjendum sínum og biðja um pólitískt hæli hjá handhöf- um arfleifðarinnar miklu. Það eru vissulega dapurleg - og lær- dómsrík - örlög þess stjómmálamanns sem þóttist kallaður til að sameina jafnaðarmenn. Hreinar línur (íuðmundar Árna: Margt sem kemur á óvart - seglr Kristján Þorvaldsson skráseljarl bókar um pólitískan feril Guðmundar Árna Stefánssonar og aðdrngandann að afsögn hans. wœ&sm$se-x~:í Óbreytt verð á fatnaði Lagt á ráðin á-Stofnft Fundir um ESB Alþýduflokkurin er með 4% fylgi l| 1 11111 MUMMkMMlK l< itvtKtUiititauM.. lar rr-<1írfa öte. V OÍTiBl' llUiJ. ÍU*kurtBn.U/,«. v l»$!«rocBn Kn tiwn <> »W <ll| ■ ■ð <atnt.iurnir aKuWiukiMirUin oti I ;»Uup Krr« I6.UI2.'. nrtrn»- Þegar þögnin ein er eftir „Þetta gæti verið satt. Og það nægir mér,“ segir Gils Thordersen lífsnautnamaður, aðalpersóna Sniglaveislunnar eftir Olaf Jóhann Ólafsson. Ég tek undir með Gils, en sel sarnt ekki dýrar en ég keypti þessa gömlu þjóðsögu: Þögn Morgunbladsins Endur fyrir löngu, í þá sæluríku daga þegar Ragnar Arnalds sat í fjár- málaráðuneytinu, og dundaði við að setja heimsmet í verðbólgu, áttaði hann sig á því að Morgunblaðið hafði um mmmmmmmmmmmmmmmmammmammmmm^ ínVfrf Einsog gengur ...og þögn Alþýoubladsins Til hvers er verið að rifja upp gamla hryllings- sögu af Ragnari Arnalds, sögu sem auk þess er áreiðanlega svindill frá upphafi til enda? Jú, les- endur góðir, mér kom þessi ágæta saga í hug um daginn. Þá komst ég nefnilega að því, að til er það fólk á íslandi sem heldur að hlutirnir gerist iIPYÐU BLAÐIÐ IJÓRVAIDI R 1. VINNINÍ.IH Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Hrafn Jökulsson skrifar afrekum hans. Já, þ e g a r R a g n a r hugsaði málið, þá m i n n t i s t hann þess ekki að hafa séð nafnið sitt í stóra blaðinu lengi, lengi. Ragnar ákvað að hafa ekki áhyggjur af því enda var hann um þessar mundir spæna verð- bólguna yfir hundrað prósenta múr- inn. Honum tókst það. En Mogginn þagði. Ekki orð úr Aðalstræti 6. Ragnar fór að ókyrrast þegar Morg- unblaðið hafði þagað í þrjá mánuði og látið einsog enginn fjármálaráð- herra væri á Islandi (sem var útaf fyrir sig satt, en önnur saga). Ragnar vissi ekki betur en Morgunblaðið væri á móti ríkisstjórninni og þarmeð fjármálaráðherranum. Samt var ekki einu sinni hreytt í hann ónotum. Ragnar Arnalds var einfald- lega ekki til. I sex ógnarlanga mán- uði fengu lesendur Morgunblaðsins ekkert um hann að vita. Ekki staf- krók. Ekki einu sinni þegar verð- bólgan náði 120 prósentum. Ragnar Amalds komst semsagt að því að þögn Morgunblaðsins var máttug - miklu máttugri en daglegar árásir í forystugreinum og háðsglós- ur í Staksteinum. Þetta var fyrir daga fjölmiðlabyltingar, og þessvegna þýddi þögn Morgunblaðsins einfald- lega að Ragnar Amalds var ekki lengurtil. Sagan segir, og það er nú ábyggi- lega lygi, að þegar ráðherrann var endanlega að h\erfa bakvið þagnar- múrinn - eftir hálft ár eða svo - hatl hann löngum staðið við spegil í Arnarhvoli og með því móti reynt að sannfæra sjálfan sig um að hann væri ennþá til. Hann væri Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, hvað sem Mogg- inn segði - ekki. Að lokum, og enn höldum við okkur við þjóðsöguna, hringdi Ragnar Amalds alveg miður sín nið- ur í Aðalstræti 6 og grátbað Morgun- blaðið að staðfesta tilveru sína: gef oss í dag vorar daglegu árásir... í mörg ár var þessi saga sögð f hálfum hljóðum, hún gekk frá einum stjómmálamanni til annars og vakti hvarvetna skelfilegan hroll og ónot. Kannski var sagan lygi frá upphafi til enda, en hún var áhrifarik samt - einsog Gils Thor- dersen myndi orða það. ekki - ef Alþýðublaðið þegir yfir þeim! Eg ætla ekki að halda því fram að þetta sé mjög fjölmenn- ur hópur, en hann er eigi að síður til. Tökum dæmi til skýringar: --------- Allir íjölmiðlar, sjónvörp, blöð og útvörp, segja frá því að fylgi Al- þýðuflokksins sé komið niður í 4%. Formaður tlokksins og aðrir forystu- menn em teknir a bein að- gangsharðra fréttamanna og krafðir skýringa á þessari hraksmánarlegu staðreynd. Með öðmm orðum: Öll þjóðin veit að fylgi Alþýðuflokksins er í sögulegu lágmarki - nema þeir sem ekki vilja vita það. Þeir vilja hins- vegar lesa sitt litla Al- þýðublað í ömggri vissu um að þar séu engar frétt- ir af hrakfömm eða áföll- um. Þar sé einungis sagt frá öflugu og líflegu flokksstarfí Rólegra innan um Ijónin í Afríku - en í pólitísku umhyerfi á íslandi núna. Ásta á fjölmennum stofnfundi Þjóðvaka en hlaut góða kosningu f miðstjórn Framsóknar. Halldór fékk rússneska kosningu f for- mannsembætti Framsóknnrnokksins. Guðmundur varaformaður. Ungir lafnaðarmenn: Fordæma „kampa- vínsferð" til Kína Nokkur þúsund bækur, takk.. hloðu m>i b«ra«1 uMK ntmwVíu Ul»lr ofl iw»6 m— -fc- 777 hvers er verið að rifja upp gamla hryllings- kröftugum sögu afRagnari Arnalds, sögu sem auk þess er ko.snmgaundirbuning,, fireiQan[ega svindill frá upphafi til enda? Jú, les- endur góðir, mér kom þessi dgæta saga f hug um samhentri og ’ ystusveit. Það em sem- sagt þessir ágætu lesendur ' sem iifaíþeirri ígððutrú daginu. Þó komst ég nefnilega að því, að til er það ao ekkert vont genst, svo 0 0 iengi sem Aiþýðubiaðið fólk á Islandi sem heldur að hlutirnir gerist ekki - segir ekki frá því. Þetta er ^ . . fóikið sem er reiðubúið að ef Alþyðublaðið þegir yfir þeim! trúa því, að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af nýjum stjómmálaflokki Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Þaðan af síður á að segja frá því að fylgi flokksins sé í þann veg- inn að þurrkast út. Nú vill einmitt svo til, að Alþýðu- blaðið birti um daginn fjögurra dálka frétt neðst á forsíðu um að fylgi Al- þýðuflokksins væri 4%. Eðlilega féll sú frétt ekki í góðan jarðveg hjá þeim lesendum sem trúa því, að þá fyrst séu hlutimir staðreynd þegar Al- þýðublaðið segir frá þeim. Rökrétt niðurstaða hlaut þessvegna að vera sú, að þetta væri hreinlega Alþýðu- blaðinu að kenna. Og ef Jóhanna Sigurðardóttir fær roknafylgi í skoð- anakönnunum - er það þá ekki vegna þess að alltaf em að birtast myndir af henni í Alþýðublaðinu? Jú, það er lóðið, segir fólkið sem lif- ir í pólitíska fixídeu-heiminum. Við skulum hafa eitt á hreinu: Al- þýðublaðið er málgagn Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn á Al- þýðublaðið. En þeir tímar em liðnir - og koma aldrei, aldrei aftur - þegar nokkur forheimskandi og þröngsýn Flokks- blöð vom ein um að halda uppi þjóð- málaumræðu á Islandi. Alþýðublað- ið lifir ekki lengi í harðri samkeppni með því einu að ljúga því að nokkr- um flokksmönnum á hverjum degi að Alþýðuflokkurinn sé bestur allra flokka og þar sé allt í himnalagi. Slík ritstjómarstefnagetureinungis vakið annað af tvennu: aðhlátur illkvittinna eða samúð góðhjartaðra. Lífvænleg er slík stefna ekki. Alþýðublaðið hefur á síðustu vik- um tekið stakkaskiptum. Við á rit- stjóminni þurfum sannarlega ekki að kvarta yfir viðbrögðunum. Þau hafa nánast verið á einn veg: alþýðu- flokksmenn em ósköp glaðir yfir því að þurfa ekki lengur að skammast sín fyrir blaðið sitt. Og aðrir lesend- ur eru hreinlega ánægðir með bætt blað. Og þá em þeir einir eftir sem flnnst að Alþýðublaðið sé of duglegt við að minna á óþægilegar stað- reyndir um stöðu Álþýðuflokksins og umbrot í pólitík (les: Jóhönnu). Það vill svo skemmtilega til að þeir sem trúa því að ekkert slæmt gerist, svo lengi sem ekki er sagt frá því í Alþýðublaðinu - þeir eru einmitt í aðstöðu til að rífa flokkinn upp, snerpa baráttuna, bæta við fylgið, snúa nauðvörn í sókn. Þögnin er stundum máttug. En því miður tekur enginn eftir þögn Al- þýðublaðsins í fuglabjargi íslenskra fjölmiðla. Jafnvel þögn Morgun- blaðsins væri nú um stundir hjáróma - einsog Gils Thordersen tnyndi orða það. Dagatal 7. desember Atburðir dagsins 43 f. Kr. Mælskumaðurinn, heim- spekingurinn og stjómmálamaður- inn Cicero tekinn af lífi í Róm. 1783 William Pitt verður forsætisráðherra Breta, aðeins 24 ára að aldri. 1879 Jón forseti Sigurðsson deyr í Kaup- mannahöfn. 1941 Japanskar flugvél- ar ráðast óvænt á Pearl Harbor á Hawaii og sprengja stórt skarð í Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, sem dragast innf seinna stríð í kjölfarið. 1991 Serbar varpa sprengjum á Du- brovnik, perlu Ádrfahafsins, í stríði sínu við Króata. Afmælisbörn dagsins Gian Lorenzo Bernini ítalskur myndhöggvari og arkitekt, 1598. Pi- etro Mascagni ítalskur tónsmiður, kunnastur fyrir Cavalleria Rustic- ana, 1863. Ellen Burstyn bandarísk leikkona, 1932. Annálsbrot dagsins Maður í Víðidal kyrkti barn sitt til bana. Hann var, að gengnum dóm- um yfir honum, klipinn glóandi jám- um og aftekinn á Sveinsstöðum, eft- ir þeirri forordning, er svo býður um morðingja. Höskuldsstaðaannáll, 1758. Málsháttur dagsins Seint er að hervæðast, þegar á hólm- inn er komið. Módgun dagsins Emð þér einráðir Islendingar og ósiðblandnir. Haraldur harðráði Noregskonungur við Sneglu-Halla. Orð dagsins Þó heimur spjalli margt um mig og mínum halli sóma, ég lœt falla um sjálfa sig soddan palladóma. Jakob Frímannsson Skúfi. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er harla ævin- týraleg, og það em lok skákarinnar líka. Glek hefur hvítt og á leik gegn Radovskí. Hvíti liðsaflinn er í tals- verðu uppnámi einsog sjá má en hef- ur hinsvegar skapað sér háskaleg sóknarfæri. Næsti leikur hvfts liggur enganveginn í augum uppi - þeir sem finna hann hafa fulla ástæðu til rökstuddrar sjálfsánægju. Hvað gerir hvítur? 1. 0-0-0!! cxd3 2. Hhel Hótar nú Rxf7 2.... g6 3. Dh4 Be7 4. Rd6+!! Brakandi snilld, einsog danskurinn segir. 4. ... Bxd6 5. Rc6+! Og Radovskí gafst upp enda em honum bjargir bannaðar. 5. ... Be6 er til ein- faldlega svarað með Dd8 mát, og aðrar leiðir enda líka í bráðri skelf- ingu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.