Alþýðublaðið - 07.12.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 07.12.1994, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Trúi því að ekki verði lengi vík milli vina - segir Mörður Árnason, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, einn af oddvitum Birtingar og miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu sem genginn er til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur. „Ég tel að komnar séu þær að- stæður í íslenskum stjómmálum, frá miðju og til vinstri, að mínir kraftar nýtist betur annarsstaðar en í Al- þýðubandalaginu. Ég hef lýst yfir stuðningi við samtök Jóhönnu en er þó ekki genginn til Jiðs við þau enn- þá,“ sagði Mörður Ámason í samtali við Alþýðublaðið í gær um úrsögn sína úr Álþýðubandalaginu. Mörður var á sínunt tíma ritstjóri Þjóðviljans og hefur um langt skeið verið einn helslur áhrifamaður Birtingar, mið- stjómarmaður í flokknum og náinn samherji Olafs Ragnars Grímssonar. á mig sem samherja hans. A-mynd Mörður sagði mikilsvert að hin nýja hreyfing Jóhönnu mistækist ekki í fæðingu. „Flokksbönd em að rofna á þessum helmingi stjórnmál- anna. Ég hef þá von að ég eigi eftir að hitta samherja mfna og vini í Al- þýðubandalaginu aftur í samstarfi - og þá vonandi í betri, sterkari og heilbrigðari samtökum en nú fyrir- fmnast á vinstri kantinum." Alþýðubandalagið hefur verið að þrengjast á síðustu ámm, segir Mörður, og þar er ekki lengur sama pláss og áður fyrir skoðanaskipti. „Því bandalagi sem ég hef tilheyrt innan flokksins hefur tekist margt og náð árangri í ýmsum málum. Síð- ustu misseri hefur flokkurinn hins- vegar þrengst, hann er hættur að vera umræðuvett- vangur þarsem menn gátu fleygt fram nýjum hug- myndum í pólitík. Alþýðubandalagið hefur tekið á sig þann svip að vera bara gamall flokk- ur, bandalag þing- manna um völd og áframhaldandi valdastöðu. Það kemur meðal ann- ars fram í við- brögðum við sam- fylkingarhugmynd- um undanfama mánuði sem nokkr- ir forystumenn vildu í orði, og for- maðurinn af ein- lægni að mínu áliti, en þeir reyndust síðan ekki nógu hugrakkir og opnir til að leggja sitt af mörkum svo sam- starf gæti tekist." Aðspurður hvort tími Alþýðubanda- lagsins væri liðinn sagði Mörður: „Ég lít svo á, að tími hinna fornu flokks- banda sé liðinn, vinstra megin í pól- itfkinni. Þessir fjötrar herða því miður alltof illa að alþýðubandalags- fólki, og það á reyndar við um flesta flokka. Hér í Reykjavík höfum við búið við leið- toga sem Morgunblaðið hefur kallað „handhafa hinnar sögulegu arfleifð- : E.ÓI. ALÞÝÐUFLOKKURINN Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands: Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - boðar til flokksstjórnarfundar laugardaginn 10. desember. Fund- urinn verður haldínn í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst klukkan 10:30. Dagskrá: 1. Tekjujöfnun og kjarasamningar: Jón Baldvin Hannibalsson. 2. Önnur mál. Að venju er fundurinn opinn öllum flokksmönnum. Ef til at- kvæðagreiðslu kemur hafa einungis kjörnir fulltrúar í flokksstjórn atkvæðisrétt. - Formaður. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra: Kjördæmisráð fundar Fundur verður haldinn í Kjördæmisráði Alþýðuflokksins á Norðurlandi Vestra sunnudaginn 11. desember, kl.13.00. Fundurinn verður haldinn í sal Verkalýðsfélagsins Fram, Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki. Dagskrá: 1. Undirbúningur Alþingiskosninga. 2. Önnur mál. - Stjórnin. ar“. Sú sögulega arfleifð byggist nú einkum á því að halda saman tiltölu- lega þröngum hópi utanum Flokk- inn með stórum staf, og þó einkum persónuleg völd og áhrif þeirra sem telja sig hafa einkaréttinn á sögulegu artleifðinni. Svipuð sjónarmið komu vel fram hjá varaformanni Al- þýðubandalagsins, þegar hann sagði í sjónvarpi, aðspurður um hug- ntyndir urn samfylkingu á vinstri væng, að samfylking væri ágæt - en með því skilyrði að Alþýðubanda- lagið væri stofninn í slíkri hreyf- ingu. Þetta er afstaða sem tilheyrir öðrum áratugum 20. aldar en þeim sem við lifum á.“ En athverju gengur Mörður til liðs við Jóhönnu - í Ijósi þess að hann hefur einatt gagnrýnt hana sem stjómmálamann, meðal annars fyrir hlutdeild hennar í stjóm landsins síðustu tvö kjörtímabil? „Ég held að Jóhanna sé ákatlega hæfur stjómmálamaður. Það sem hefur hinsvegar gerst, er að í þeirri fylkingu sent er að myndast kring- um hana er að skapast sögulegt tækifæri. Ég ætla ekki að spá hvort það tækifæri nýtist eða ekki, en ég tel það skyldu mfna við sjálfan mig og mína eigin sögulegu arfleifð að gera mitt til að það heppnist." Mörður hefur verið náinn sam- herji og stuðningsmaður Olafs Ragnars innan Alþýðubandalagsins síðustu ár. Hvert er hans mat á stöðu Olafs Ragnars núna? „Ég vil fyrst segja, að ég ber virð- ingu fyrir Ólafi Ragnari og lít enn á mig sem samherja hans. Ég hef ver- ið bandamaður hans í flokknum undanfarinn áratug og studdi hann í formannskosningunum 1987. Nú er kjörtímabili hans hinsvegar lokið og aðrir taka við á næsta ári. Ég vona að Ólafi Ragnari og öðrum banda- mönnum mínum í Alþýðubandalag- inu gangi sem best, og hef reyndar þá trú að ekki verði lengi vík milli vina,“ sagði Mörður Ámason að lokum. Alþýðublaðið rœddi ígœr við bóksala um land allt: Vigdís og Ólafur seljast best - en Fríða Á. Sigurðardóttir og Einar Kárason fylgja fast á eftir í kjölfarið. Þorgrímur Þráinsson stefnir sem fyrr að metsölu í flokki barnabóka og margir berjast um toppsœtið í flokki œvisagna. Frœðibœkur hreyfast lítt. Vigdís Grímsdóttir og Ólafur Jóhann Ólafsdóttir verða sölukóngar ársins ef eitthvað er að marka þær tölur sem eru teknar að berast frá bóksölum. A-myndir: E.ÓI. Nú er jólabókaflóðið óðum að sækja í sig veðrið og hvolfist vænt- anlega af fullum þunga yfir bóksala og aðra landsntenn um næstu helgi sem telst „fyrsta stóra helgin" þessa vertíðina. Alþýðublaðið hafði sam- band við sjö bókabúðir um land allt í gær og spurði hvemig línur lægju. Bóksalar em yfirleitt frekar bjartsýn- ir á söluna í ár og kvarta lítið undan samdrætti frá fyrra ári. Af máli manna að dæma em það Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafs- son, Fríða Á. Sigurðardóttir og Einar Kárason er enn sem komið er seljast best íslenskra skáldsagnahöfunda. Aðrir sem nefndir eru em Guðberg- ur Bergsson, Pétur Gunnarsson og Thor Vilhjálmsson. Af ævisögunum standa nokkuð jafnar bækurnar um Halldóm Briem, Guðmund Böðv- arsson, Óskar Halldórsson, Óla í Ol- ís, Gunnar Dal, Brynju & Erling og Karl Kortsson. Kmmmi þykir hreyf- ast frekar lítið og ekki mikið spurt um Guðmund Áma - nema f Hag- kaup. Lítið er enn tekið að hreyfast af erlendum bókum fyrir utan met- sölubókina Villta svani og fræði- bækur setja lítið mark á söluna, nema ef vera skyldi Orðastaður. Sala úti á landsbyggðinni er sama og ekk- ert farin af stað og er sem fyrr nokk- uð bundin við „heimamenn“. Svör bóksalanna fara annars hér á eftir: Mál og menning, Laugavegi: , Jólasalan er ekki enn farin af stað svo heitið geti. Fólk er enn mikið að skoða og velta bókunum fyrir sér. Margir bíða einnig eftir næst Vísa- tímabili. Mér sýnist þetta vera svip- að og í fyrra og ég á von á því að fyrstu stóm söludagamir verði um næstu helgi. Sú helgi verður ömgg- lega stór. Okkur líst ekki illa á jóla- vertíðina í ár og emm nokkuð bjart- sýnir. Munurinn á vertíðinni í ár og í fyrra er helst sá, að það em færri bækur sem koma út núna, en á móti kemur að það em margar góðar ís- lenskar skáldsögur á ntarkaðnum. Fólk er náttúrlega ekki ánægt með verðlagið en skilur þetta mjög vel og veit afhverju þetta er; til að mynda í tengslum við virðisaukaskattinn. Af söluhæstu íslensku skáldsögunum er að nefna Kvikasilfur Einars Kára- sonar, í luktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og Sniglaveisla Ólafs Jóhanns fór einnig vel af stað - þrátt fyrir að aðeins hafi hægt á sölunni eftir að dró úr mestu umfjölluninni um hana. í ævisögunum þá hefur saga Óskars Halldórssonar selst vel og líka saga Guðmundur Böðvars- sonar, sömuleiðis bók Brynju og Er- lings. Ég geri og ráð fyrir því, að Hvíti risinn, sagan um göngu þre- menninganna yfir Grænlandsjökul eigi eftir að seljast vel. Villtir svanir hafa selst gi'furlega enda bók nóv- embermánaðar hjá okkur. Lesið í snjóinn eftir Peter Hoeg hefur fengið góða sölu og síðan fer alltaf töluvert mikið af spennubókunum sem ákveðinn hópur kaupir. Af öðmm bókum er það að frétta, að við höfum verið mjög ánægðir með viðtökur á Orðastað en Stflfræðin hefur enn lít- ið hreyfst. Þessi síðastnefnda er reyndar nýkomin út. En það er sem ég segi, að varla fyrr en eftir næstu helgi fara að koma skýrar línur í söl- una,“ segir Erling Erlingsson, að- stoðarverslunarstjóri Máls og menn- ingar við Laugaveg. Hagkaup, Kringlunni: „Af íslensku höfundunum hefur Ólafur Jóhann selst langbest og Vig- dís Grímsdóttir er síðan að rjúka af stað. Þar á eftir koma Einar Kárason og Fríða Á. Sigurðardóttir. Aðrir ís- lenskir hafa selst mun minna. I ævi- sögunum em Brynja og Erlingur sterkust ásamt ævisögum Péturs H. Ólafssonar, Karls Kortssonar og Halldóm Briem. Af erlendum bók- um er það að frétta að aðdáendur Sidney Sheldon kaupa grimmt, einn- ig hafa Stjömuhrap og bók Stephen King selst vel. Dean Koontz selst líka ágætlega. Við emm ekki búin að fá allar bækurnar ennþá og það er til að mynda mikið spurt um Guðmund Áma og Gunnar Dal. Það var stórfín sala um síðustu helgi og verður án vafa allt brjálað um næstu helgi. Það getur vel verið að það sé búist við minni bókasölu í ár en í fyrra, en mér finnst þetta ósköp svipað - allavega enn sem komið er,“ segir Auður Ein- arsdóttir, deildarstjóri bókasölu í Hagkaup Kringlunni. Eymundsson, Austurstræti: „Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann, I luktum heimi eftir Fríðu og Granda- vegur 7 eftir Vigdísi hafa selst best hjá okkur af íslenskum skáldsögum það sem af er. I ævisögunum hafa bækumar um Gunnar Dal og Guð- mund Böðvarsson fengið mesta sölu og þar á eftir koma Óli í Olís og Kmmmi. Af erlendum bókuni er að nefna Villta svani sem selst hefur gífurlega og sömuleiðis Lesið í snjó- inn eftir Peter Hocg og Söngur Sal- ómons eftir Toni Morrison. Mér sýnist salan í ár vera síst minni en í fyrra og bækurnar hafa borist til okkar fyrr. Hinsvegar verður erfitt að segja til um það fyrren eftir næstu helgi. Þá fer þetta allt að koma í ljós,“ segir Dísa Sigurðardóttir, deildarstjóri íslenskra bóka í Ey- mundsson við Austurstræti. Bókabúd Jónasar, Akureyri: „Fríða Á. Sigurðardóttir, Vigdfs Grímsdóttir og Ólafur Jóhann hafa selst best hjá okkur. Þar á eftir kem- ur Einar Kárason, en aðrir hafa selst minna. Ævisaga Halldóm Briem hefur selst best í þeini flokki og einnig hefur Gunnar Dal selst vel ásamt Óla í Olís. Krummi hefur lítið farið hér. Af erlendu bókunum hafa Villtir svanir, Maclean og Hamm- ond Innes selst best. I barnabókun- um er Þorgrímur Þráinsson söluhár að vanda og einnig hala farið marg- ar bækur eftir Iðunni Steinsdóttur, Blautir kossar eftir Smára og Gunn- ar og fleiri unglingabækur. Annars er það svolítið hér að menn fylgjast með heimamönnum og þeim bókum sem koma inná þetta svæði. En salan hefur farið rólega af stað og erfitt að segja til um hverjir munu standa uppúr,“ sagði afgreiðslustúlka í Bókabúð Jónasar á Akureyri, sem vildi alls ekki láta nafns síns getið. Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirdi: „Þær em nú varla byrjaðar að hreyfast bækurnar hjá okkur. Það var aðeins sem fór að flnna fyrir þessu á laugardaginn var, en næsta helgi verður stór. Enda er það þessi vika og næsta sem ráða öllu um hvernig fer. Það var svolítið sérstakt ástandið hjá okkur í fyrra þegar margar bækur tengdar þessu land- svæði komu út. Slíkar cru færri nú og þessvegna þykir mér ekki ólfk- legt að salan verði jafnari og dreifist meira. Þess gætir hinsvegar ekki að einhver samdráttur sé í bóksölunni, allavega ekki enn. Skáldsögurnar ís- lensku er lítið farnar í gang, en þar em margar góðar og allir þessir helstu rithöfundar em með bók um þessi jólin. Ef ég renni dálítið blint í sjóinn þá myndi ég veðja á að Ólaf- ur Jóhann, Vigdís Gríms, Guðberg- ur, Fríða Á. og Einar Kára seldust best héma. í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur hefur einnig selst vel, sömuleiðis Óskars saga Halldórs- sonar, TF-SIF og Óli í Olís. Aðrir minna,“ segir Gunnlaugur Jónasson, verslunarstjóri í Bókaverslun Jónas- ar Tómassonar á Isafirði. Bókaverslun Brynjars, Neskaupstad: „Það er bara engin bóksala. Hér seljast engar bækur og ekki neitt. Menn em bara í heimssiglingum og verslunarferðum til útlanda. Það hafa nokkrar bækur selst af Ólafi Jó- hanni og Vigdísi, en annars ekkert. Við seljum engar bækur hér fyrr en síðustu fimm dagana fyrir jól. Þetta er kannski dapurlegt en svona er þetla nú orðið, vinur minn.“ sagði Brynjar Júlíusson í samnefndri bókaverslun á Neskaupstað. Bókabúdin, Vestmannaeyjum: „Það er afskaplega lítið byrjað ennþá að seljast af bókum. Hrein- lega ekki neitt. Það hefur yfirleitt ekki farið í gang mjög snemma en ástandið er óvanalegt slæmt núna. Ég held ég geti fullyrt að það hefur ekki verið verra í tíu ár. Fólk fer nátl- úrlega mikið út og til Reykjavíkur að versla og ekki bætir það ástandið í verslun. Það er kannski helst að barnabækurnar hafi hreyfst hjá okk- ur og svona þessar ódýrari bækur,“ segir Fríða Éinarsdóttur, aðstoðar- verslunarstjóri Bókabúðarinnar í Vestmannaeyjum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.