Alþýðublaðið - 13.12.1994, Síða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER
Siguijón Birgir Sigurðsson - alias Sjón - hefur sent frá sér skáldsöguna „Augu þín sáu
mig“. Stefán Hrafn Hagalín hitti rithöfundinn á bar síðastliðinn sunnudag og átti við hann
samtal - frekar en viðtal - um allt sem tveimur mönnum dettur í hug að tala um á tveimur
klukkutímum. Alþýðublaðið færir ykkur Sigurjón Birgi Sigurðsson rithöfund; óklipptan og
óritskoðaðan, óinnpakkaðan og órafmagnaðan...:
„Ætli ég sé ekki loksins
að verða fullorðinn“
Sigurjón Birgir Sigurðsson - alias
Sjón - hefur á vegum Máls og menn-
ingar sent frá sér skáldsöguna Augu
þín sáu mig. Það var því kominn tími
á að Alþýðublaðið tæki viðtal við
manninn. Seinnipartinn síðastliðinn
sunnudag sat ég þannig alvopnaður
hefðbundnum tækjum blaðamanns-
ins (stór bjór og diktafónn sam-
kvæmt handbókinni) á barnum
Katll List við Klapparstíg og beið
eftir höfðingjanum. Korteri of seinn
snaraðist Sigurjón Birgir innúr dyr-
unum, kastaði kveðju á kunningja
(Tómas Stuðmann og Asgeir Bara-
flokksforingja) og settist niður við
borðið: „Komdu sæll. Situr þú hér
bara með öl einsog danskur blaða-
maður í skáldsögu frá því um
1950...?“ Var þetta spurning? Ég
hálfvandræöalegur líktog ferming-
ardrengur þegar presturinn spurði
hvort allir hafi ekki verið duglegir
við að biðja bænirnar og fór að
muldra eitthvað um þýska spennu-
sögu sem heitir Meiri bjór og við urð-
um sammála um að væri gífurlega
vont nafn á bók. (Skrýtið, að manni
skuli aldrei detta neitt sniðugt og
andstyggilegt í hug þegar mest á
reynir: Fyrirgefðu, ertu Birgitta,
Johnny Triumph eða Sjón núna?
eða: Konan mín man eftir þér fyrir
tíu árum að lesa ljóð þín í Stundinni
okkar, hún hefur enn ekki jafnað sig
á upplifuninni. Nei, nei, ekkert snið-
ugt. Einungis muldur.) Sigurjón
Birgir stóð upp, fór að barnum og
pantaði sér pilsner. Settist aftur.
Lagaði skrýtna peysuna í hálsinn og
slétti úr teinóttum buxunum. Sett-
legur. Tók að keðjureykja rótsterka
Bagatello-smávindla. (Hvatur í
hreyfingum, alltaf einsog ögn utun-
við sig, samt skarpur og með á nót-
*
HP»»”
Nú er tækifæriö
Þú færð
500 g stk. á
122 kr.
Gerðu gott betra
með jólasmjöri.
unum ef honum lciðist ekki. Pírir
augun, snýr uppá sig. Eru til góðleg-
ir ránfuglar? Mikið af sko, svona,
ha, hérna, eiginlega, hmmm, svoleið-
is og aftur ha... Fínn fír, sumpart
venjulegur í viðkynningu, en eigi að
síður skrýtinn á úthugsaðan hátt.
Samanber fötin, gleraugun og
skegghýjunginn. Atvinnumaður í
sjálfum sér? Skilgreiningahull.) Sek-
úndum síðar hófst samtalið sem hér
fer á eftir:
-Um hvað jjcillar nýja bókin þín,
Augu þín sóu mig?
„Þetta er ástarsaga, gerist á
stríðsámnum og segir frá ungri
stúlku sem sörverar á gistiheimil-
inu Gasthof Vrieslander, í Norð-
ur-Þýskalandi, nánar tiltekið í
Neðra- Saxlandi. Þangað er einn
daginn komið með mannhræ sem
er að því kominn að gefa upp
öndina; mann að nafni Löwe sem
er allur liinn aumingjalegasti.
Hann er semsagt gyðingur frá
Prag sem er verið að koma úr
landi og er geymdur þarna á gisti-
heimilinu, milli þilja; í svona
klefa á milli herbergja sem er
kallaður prestaklefi á íslensku.
Þetta er gamalt gleðihús og þar
skal gamli gyðingurinn dvelja
þangað til honum er komið á skip.
I rauninni er þetta saga stúlkunnar
og gamla gyðingsins og segir frá
því sem gengur þeirra á milli -
þessa tvo, þrjá daga sem hún þarf
að annast þennan vesaling.“
-Hver segir söguna ?
„Sá sem segir söguna er af-
komandi þeirra. Þetta er ástarsaga
og endar með því að þau ná sam-
an. Sögumaðurinn hefur svona
ákveðnar hugmyndir um lífið og
tilveruna og sjálfan sig og þær
koma einmitt mjög vel í ljós í sög-
unni.“
-Hvemig kviknaði þessi saga í
kollinn ú þér?
„Þessi saga varð eiginlega
óvart til vegna þess, að. sá sem
segir söguna er persóna sem ég
ætlaði að skrifa um heila skáld-
sögu. Sú bók átti að gerast í ís-
lenskum samtfma og fjalla um
mann á mínum aldri - unt 32 ára
gamlan - sem býr í Reykjavík og
lendir svolítið útúr samfélaginu
vegna áfalls sem hann fær þegar
faðir hans deyr. Við það byrjar
hann að reyna rekja ættir sínar og
sögu. Þráðurinn frá unga mannin-
um liggur aftur til Þýskalands og
hann fær þá hugmynd, að faðir
hans hafi verið tékkneskur gyð-
ingur. Þaðan sprettur bókin sem
nú er að koma út, Augu þín sáu
mig, og ég þurfti eitthvað að Ijalla
'v-;';
um þessa sögu þrátt fyrir að hafa ekki
ætlað að gera það í upphafi. Málið er,
að ég - einsog kannski fleiri - er búinn
að fá uppí kok af þessu Hólókóst-dæmi
og hinum endalausu sögunt sem er ver-
ið að segja úr Seinni heimsstyijöldinni;
sögur sem em allar eins: Annaðhvort
em þær kombattblandaðar stríðssögur
eða fjalla um misþyrmingar á gyðing-
um og það ljóta mál allt sarnan. Ég tók
semsagt þá ákvörðun, að skrifa ekki
um þennan tíma. En þá gerðist það, að
þessi persóna, móðir unga mannsins,
Míuie-Sophie, fær mál. Hennar sögu
var ég að vinna í svona litlum kafla og
ætlaði að hafa hann sem örstuttan for-
leik að samtímaskáldsögunni. Sá for-
leikur lengdist til muna þegar Marie-
Sophie fékk málið og Augu þín sáu
ntig varð til. I rauninni þróaðist bara
samband þessara tveggja manneskja
þama; sambandið á milli sjúklings og
sjúkraliða. Sagan fer í þessa átt og þau
verða mjög ástfangin. Ég var allsekki
búinn að ákveða þessa þróun niála. Ég
vissi að mér þætti vænt unt Marie Sop-
hie en allsekki að hún myndi ganga
svona langt. Þetta bara gerðist og ég
leyfði mér algjörlega að fylgja sög-
unni. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri
það. Hingað til hefur þetta verið þann-
ig með skáldsögur mínar - sern eru í
eiginlega prósaverk - að ég var búinn
að negla niður hvert einasta atvik áður
en ég byrjaði að skrifa. Þá bjó ég í
rauninni beinagrindina til og hlóð
utaná hana kjöti. Nú tók ég sögunni al-
veg frá fyrsta stigi og leyfði henni að
vaxa og flæða. Sagan sagði sig bara
sjálf.“
-Sú staðreynd, að mí ert þii Medúsu-
skœruliðinn úr Breiðholtiiui, orðinn
settlegur menningarviti og jjölskyldu-
maður íblokk í Vesturbœnum..., hafði
hún engin áhrif á að þú skulir núna
setjast niður og skrifa tiltölulega heim-
ilislega skáldsögu - ástarsögu í ofaná-
lag?
„Nei, ég held ekki. Hmmm... Ég
var byrjaður á þessari sögu áður en það
kom allt saman til: Það er frekar, að
staða mtn í dag sé afleiðing af sögunni
heldur en hitt.“
-Og þú hafirþá svona þroskast uppí
fjölskyldumanninn uiii leið og sagan
þroskaðist og vatt uppá sig?
,Já, ætli það ekki bara. Ætli ég sé
ekki loksins að veröa fullorðinn, ha...
Og það er ágætt um þrítugsaldurinn, að
hafa þá náð einhverjunt þroska. Ég er
að komast í tölu fullorðinna. Þessi bók
er þá eiginlega mín ferming og ferm-
ingarveisla."
-Yfir t tengda sálma. Nú liafið þið
rithöfiindar og Ijóðskáld verið sendir
útá land af útgefendum ykkar í upp-
lestra og annað...
,Já, einmitt."
-Hvernig hefur það gengið?
Aðaltölur:
Vinningstölur
laugardaginn:
10.des. 1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
E95af5 5 5.416.660
g+4af5 9 225.530
04315 444 7.880
03afS 16.384 490
BONUSTALA:
Heildarupphaeð þessa viku:
kr. 40.639.950
UPPLVSINGAB. SlMSVABI 91- SB 1511
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
,Ja, ég fór á Egilsstaði með Einari
Kárasyni, Magnúsi Þór Jónssyni -
Megasi, ísak Harðarsyni, Jóhönnu
Sveinsdóttur og Friðrik Rafnssyni sem
var kynnir, fararstjóri og nuddari. Og
þetta tókst mjög vel. Ég hefði að vísu
viljað sjá aðeins fleira fólk þama á Eg-
ilsstöðum; fleiri áhorfendur og áheyr-
endur. En mér fannst þetta mjög gam-
an og ég held að þetta sé eitthvað sem
við ættum að gera meira af. Ég hef það
á tilfinningunni, að fólki sem býr úti á
landi finnist menningin í Reykjavík
vera hálfgert prívatmál höfuðborgar-
búa. Það sýndi sig þama til dæmis á
hótelinu, að þegar við sátum saman og
vorum að borða, að eini maðurinn sem
fólk þekkti almennilega og hafði nokk-
um áhuga á var Megas atþví hann hef-
ur túrað um landið og sinnt lands-
byggðinni. Og þetta fólk kann að meta
það. Ég held því, að frá sjónarhomi
menningarlegrar byggðastefnu - og
líka markaðslega séð - þá skipti þetta
rniklu máli. Ég meina, það eru hundr-
aðogeitthvað jrúsund manns sem búa
úti á landsbyggðinni. Þetta fólk hefði
örugglega meira gaman af þessum
bókum ef því þætti þær koma sér við.“
-Hljóinsveitirncir gera þetta - cif-
hverju ekki þið?
„Já, einmitt.
-Voruð þið ekki eitthvað að rœðu
menningájframboðsmál þarna á Eg-
ilsstöðum?
„Ég vil nú ekkert um það mál segja
að svo stöddu. Þetta er nú svolítið
skrýtið á sinn hátt. Ég er nú hinsvegar
eiginlega svo mikill egóisti, að ef ég
færi í framboð, þá færi ég í framboð
fyrir sjálfan mig.“
-Séiframboð Sigurjóns Birgis Sig-
urðssonar?
,Já. Prívat á mínu heimili þar sem
væri einn kjörkassi. Þar myndi ég svo
kjósa sjálfan mig.“
-Aftur að skáldsögunni. Nú las ég í
Mannlífsviðtali við þig, að þegar þú
byrjaðir á sögimni liafi Balkanskaga-
stríðið ekki verið byrjað og þú hefðir
heldur ekki átt bani á þeim tíma. Síðan
eftir því sem stríðið og þjóðemis-
hreinsanir koma í bókina þína þá liafi
slíkt ógeð byrjað á Balkanskaga og
þegar bameignir mœttu til leiks í bók-
inni þá hafir þú eignast bam - og svo
framvegis. Erþetta ekki hœttulegt?
, Jú, þetta er stórhætluleg saga og ég
þekki rithöfunda sem hafa lent í þvf að
atburðir sem þeir eru nýbúnir að skrifa
um endurtaka sig í þeirra
-Þetta hljómar nú einsog eitthvað
sem gerist bara í lélegum Ray Brad-
bury-þáttum...
„Akkúrat. Svona glæsileg sæjens-
fiksjön. Mér flnnst í rauninni, að ég
beri mikla ábyrgð á þessu stríði á Balk-
anskaganum. Ég þarf eiginlega að setj-
ast niður og skrifa aðra bók og ljúka
stríðinu; leysa málin þannig."
-Passarþað ekki, aðferða-
lag þitt til Prag árið 1990
tengist skrifum bókarinnar?
„Ég kom til Prag árið 1990
og fór að gröf rabbí Loew sem
var eitt sinn talsmaður og leið-
togi gyðingasamfélagsins þar
um slóðir; á sautjándu öld.
Hann var í góðu sambandi við
Rúdolf keisara II. og hafði
einhver tök á honum. Keisar-
inn var mjög sérstakur maður.
Hann sólundaði til dæmis fé
ríkisins í allskonar vafasamt
fóik einsog gullgerðarmenn,
stjömuspekinga, listamenn,
rithöfunda og héma...“
-Sinfóníuhljómsveit...
„Ég veit nú ekki hvort hann
var með sinfóníuhljómsveit;