Alþýðublaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.12.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Þýskir gefa tré Félag blaðamanna í Hamborg, Wikingerrunde, hefur gefið Reykja- víkurhöfn jólatré og er það í 28. skipti sem þeir félagar gefa jólatré. Kveikt var á trénu á Miðbakkanum á föstudaginn að viðstöddum þýskum og íslenskum gestum. Það var hinn aldni formaður Wikingerrunde, Hans Hermann Schlunz sem afhenti tréð en Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi tók við trénu og þakkaði gjöfma fyrir hönd Reykjavfkurborg- ar. Eimskip og Flugleiðir lögðu sitt af mörkurn með flutning á tré og mannskap. Jólajatan í Gardhúsinu Nú á jólaföstu hefur Garðskáli Grasagarðsins verið skreyttur með ljósum. í litla garðhúsinu er jólajatan komin upp, þar sem hægt er að riíja upp jólaguðspjallið. Fyrir utan er Ijósum prýtt jólatré sem unnt er að ganga í kringum og syngja jólalögin. Opið er alla virka daga frá klukkan 8 til I5 og um helgar frá I0 til I8. Vegna framkvæmda við vatnslista- verkið við aðalinngang er nú gengið inn í garðinn um gamla innganginn af Engjavegi í átt að aðalhliði Fjöl- skyldugarðsins. Sálmar þeldökkra ogjólalög Háskólatónleikar verða í Norræna húsinu í hádeginu á morgun þar sem karlakvintettinn Acapella syngur. Tónleikamir heljast klukkan 12:30 og standa í hálftíma. Acapella syng- ur alla tónlist án undirleiks. Megin áhersla hefur verið á sálmasöng og þá einkum sálma þeldökkra. A tón- leikunum á morgun verður fjölbreytt efnisskrá og auk sálma kyrjar kvin- tettinn popplög og íslensk jólalög. Evrópusamvinna íslands Út er komin bók þar sem upphaf Evrópusamvinnu íslands er rakin á fróðlegan og glöggan hátt. Aðalhöf- undur bókarinnar er Einar Bene- diktsson sendiherra en Alþjóðamála- stofnun Háskólans gefur bókina út. Upphaf Evrópusamvinnu Islands Ijallar um haftatímann frá 1945 til 1960. Fyrsti hlutinn byggir að vem- legu leyti á reynslu Einars Bene- diktssonar sem fulltrúi hjá OEEC í París þessi ár. Einar rekur framvindu samvinnunnar sem leiddi til afnáms þeirra viðskiptagirðinga er einangr- uðu öll ríki Evrópu eftir heimsstyrj- öldina síðari. I skrifum Einars má glöggt sjá, að upphaf Evrópusam- starfsins á áðumefndu tímabili er mun tengdara síðari tímum en marg- ur myndi ætla. Islendingar vom eftir- bátar annarra þjóða við afnám hafta og bám meðal annars fyrir sig fisk- veiðideiluna við Breta og löndunar- bannið sem fylgdi í kjölfar hennar. í öðmm hluta bókarinnar, Skjölin í Flórens, rekur Ketill Siguijónsson lögfræðingur, mikilvægi OEEC við lausn fiskveiðideilna Breta og ís- lendinga. Ketill dregur fram í dags- Ijósið ýmis skjöl sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir almennings. I þriðja og síðasta hluta bókarinnar fjallar Sturla Pálsson hagfræðingur um eðli viðskiptahafta og afleiðingar þeirra. Skáldsaga á tölvudiskum Láms Hinriksson rithöfundur á Akureyri hefur gefið út skáldsöguna Lúpínu. Sagan er gefin út á tveimur tölvudisklingum og geta lesendur því lesið bókina í tölvu eða prentað hana út til lestrar. Disklingunum er komið fyrir í plasthulstri á stærð við bók og fylgja með leiðbeiningar um notkun. Höfundur segir í samtali við Dag að með því að hafa þennan hátt- inn á sé útgáfan mun ódýrari. Lúpína fjallar um eyðni og gerist á einum sólarhring í Los Angeles. Hækka álögur Meirihluti bæjarstjornar í Hafnar- firði hefur ákveðið að hækka álögur á bæjarbúa um 80 milljónir króna. Útsvarsprósentan verður hækkuð úr 8,9 í 9.,2% og lóðaleiga verður hækkuð. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjóm mótmæla þessum hækk- unum og benda á að þær stangist á við fyrri yfirlýsingar meirihlutans um að álögur á bæjarbúar yrðu ekki hækkaðar. Aukin samneysla Samneyslan á íslandi hefur aukist jafnt og þétt síðast liðin 10 ár sem hlutfall af landsframleiðslu. Á sama tíma hefur samneysla staðið í stað í ríkjum OECD en þar er hún að með- altali rúm 17%. Hér er hún hins veg- ar kominn upp í rúmlega 20% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Fréttabréfi um verðbréfaviðskipti. Þar segir meðal annars: Sumir segja að þetta sé eðlilegt og benda á að Is- land sé lítið land. Jafnframt er sam- neyslan enn meiri í þeim löndum sem við berum okkur oftast saman við, það er Norðurlöndin. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Á þrennt ber þó að líta. í fyrsta lagi fer stöðugt stærri hluti af ráðstöfunarfé þjóðar- innar til samneyslu eins og áður sagði. I öðru lagi eru útgjöld Islend- inga til hermála engin. Hemaðarút- gjöld eru hins vegar talin með út- gjöldum til samneyslu annars staðar. I þriðja lagi em Norðurlöndin síður en svo sjálfsögð fyrirmynd í þessum efnum. Myndbandastríð Eftir að Knattspymuráð Keflavík- ur ákvað að opna myndbandaleigu hefur ríkt stríð á þeim markaði í bænum. Eigendur annarra mynda- bandaleiga hafa afhent bæjarstjóra undirskriftarlista með nöfnum 67 fyrirtækja sem ætla ekki að styðja neinar íþróttadeildir innan íþrótta- og ungmennafélagsins vegna þessa máls. Knattspymuráð hótar hörðu á móti og ætlar að hvetja sitt fólk til að sniðganga þessi fyrirtæki. Málið hef- ur verið rætt í bæjarstjóm. Slökun á snældu Hjá SÁÁ er komin út hljóðsnælda með slökunaræfingum. Á annarri hlið snældunnar era slökunaræfingar fyrir bytjendur, þar sem áreynsla er notuð til að ná auknum áhrifúm slök- unarinnar. Á hinni hliðinni era slök- unaræfingar án áreynslu. 1 fréttabréfi SÁÁ segir að tilgangurinn með þess- ari útgáfu sé að auðvelda þeim sem ástunda reglulega slökun að nálgast aðstoð í þeim efnum á einfaldan og öraggan hátt. Höfundur efnisins á slökunarsnældunni er Georgía M. Kristmundsdóttir sálfræðingur SÁÁ. Snældan fæst hjá SÁÁ og kostar 950 krónur. Sýning alþýðumálara Nú stendur yfir sýning á málverk- um eftir Sigurð Einarsson í sýningar- sal Norræna hússins. Sigurður er al- þýðumálari sem hefur fengist við myndlist frá 1982. Myndimar á sýn- ingunni era flestar olíumyndir á striga. Sigurður er búsettur á Selfossi og vann aldarljórðung í Mjólkurbúi Flóamanna. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar á Suðurlandi og tekið þátt í samsýningum Mynd- listarfélags Ámessýslu. Sigurður hélt einkasýningu árið 1991 í Lista- mannaskálanum Hafnarstræti 4 og tók þátt í samsýningu í Galierí Ný- höfn. Sigurður Einarsson er nú 76 ára að aldri. Sýningunni í Norræna húsinu lýkur á sunnudagskvöldið. RAÐAUGLYSINGAR Laust lyfsölu- leyfi, sem forseti íslands veitir iNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Pat- F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- reks Apótek). um í jarðvinnu vegna viðbyggingar Breiðholtsskóla. Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráðabirgða- lög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vöru- birgðir, búnað og innréttingar lyfjabúðarinnar. Enn- fremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyfja- búðin ásamt íbúð fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. mars 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum uppiýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, skal senda ráðu- neytinu fyrir 1. janúar 1994. Heilbrigðis-, og tryggingamála- ráðuneytið, 6. desember 1994. PÓSTUR OG SÍMI Útboð Tilboð óskast í byggingu tveggja útstöðva (sím- stöðva). Önnur byggingin verður reist á lóð við Star- engi í Reykjavík, en hin á lóð við Smárann í Kópavogi. Verkið nær til fullnaðarfrágangs tveggja húsa. Hvort húsið verður 71 m2/255 m3 að stærð. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 13. desember 1994, hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, gegn 10.000,- króna skiiatryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 5. janúar 1995 kl. 11.00. Helstu magntölur eru: Uppgröftur: 3.000 m3 Fylling: 700 m3 Girðing: 145 m Verkinu á að vera lokið 6. febrúar 1995. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. desem- ber 1994, kl. 11.00 fh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: Borgarfulltrúar í jóla-Kratakaff i Borgarfulltrúar jafnaðarmanna á Reykjavíkurlistan- um, þeir Pétur Jónsson og Gunn- ar Levy Gissurar- son, verða gestir í jóla- Kratakaffi mið- vikudaginn 14. des- ember. Að vanda er húsið opnað klukkan 20:30 og á boðstól- Hressir . bragð.: Petur og Gunnar Levy. um verða kökur, kaffi, kakó og aðrar veitingar. Reykjavík, 8. desember 1994, Jafnaðarmenn í stjórnum, nefndum og ráðum innan borgar- Póst- og símamálastofnunin. kerfisins eru sérstaklega hvattirtil að fjölmenna. PÓSTUR OG SÍMI Útboð Tilboð óskast í breytingar á póst- og símahúsinu, Austurvegi 24-26 á Selfossi. í verkinu felst að endurnýja hluta hússins að innan, reisa veggi, klæða loft, koma fyrir raf- og hitalögnum, leggja gólfefni, mála húsið að innan, koma fyrir nýjum gluggum, stiga o.fl. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 13. desember 1994, hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5,101 Reykjavík og á skrifstofu stöðvar- stjóra Pósts og síma á Selfossi, gegn 20.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fast- eignadeildar þann 5. janúar 1995, kl. 14.00. Reykjavík, 8. desember 1994, Póst- og símamálastofnunin. Eftir einn - ei aki neinn! - Stjórnin. Húsbréfadeild Við minnum á að gjalddagi fasteignaveðbréfa er 15. desember Við viljum vekja athygli á því að gjalddagi fasteignaveðbréfa húsbréfadeildar er 15. þessa mánaðar. Það borgar sig að láta greiðslu afborgana af fasteignaveðbréfum hafa forgang. Forðist dráttarvexti! HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00 OPIÐ KL. 8-16 VIRKA DAGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.