Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Erlend hringekja Fortíðarþráin - hetjurnar okkar Washington er til í tveimur útgáf- um og á einum stað í borginni er sér- staklega gott, að glöggva sig á þeim: A hæðarbrúninni í þjóðargrafreitn- um í Arlington-kirkjugarði þarsem Jacqueline Kennedy var grafin við hlið eiginmanns síns í maí síðastliðn- um. Annarsvegar er þama að ræða um hina hetjulegu og marmaralögðu Washington með skínandi minnis- merkin og hvolfþak þinghússins sem kennileiti er sést í margra mflna fjar- lægð í björtu vetrarljósinu. Þessa borg þekkjum við gjörla úr glans- myndabæklingum túristanna. Hins- vegar er það hin kaldranalega Wash- ington nútfmans; þetta er mikið skuggabæli sem enginn maður sér í hillingum. Eða hvað? I síðasta tölublaði Newsweek skyggndist blaðamaðurinn Evan Thomas nánar á það sem að baki liggur; nostalgíu (héðan í frá þýtt sem „fortíðarhyggja") almennings og goðsagnasmíðar hetjanna okkar. Hér til hliðar á opnunni er síðan myndasyrpa af látnum hetjum og hvað svoseni um þær má segja er eitt víst: An þeirra er heimurinn ekki svipur hjá sjón. Útsýnid frá hæd í Arlmgton-kirkjugardi Líttu niður frá hæðarbrúninni í Ar- lington-kirkjugarði að Sjávarfalla- skálinni fyrir framan Jefferson- minnismerkið. Það var einmitt þar sem nektardansmærin Fanne Fox fékk sér sundsprett eina nóttina árið 1974 með drykkjufélaga sínum, þingnefndarformanninum Wilbur Mills. Þetta hneykslunarverða atvik sem leit mánans ljós í ölæði parsins molaði fyrir fullt og allt hnjaskaðan vemdarhjúpinn sem framað því hafði umlukið og vemdað einkalíf stjómmálamanna. Eftir stóðu þeir berskjaldaðir. Vinstra megin við Jefferson-minnismerkið má síðan sjá Watergate-hótelið þarsem nokkrir óprúttnir þjófar brutust inní höfuð- stöðvar landsnefndar Demókrata- flokksins á júnínóttu árið 1972. Inn- brotið hratt af stað hinni „löngu þjóðarmartröð" sem felldi á endan- um Richard Nixon af virðingarstalli og niður í dmllusvað spillingarinnar; innbrotið gerði blaðamennina sem flettu ofan af því, að kvikmynda- stjörnum. Á bakvið Hvíta húsið, þar- sem Jackie fór með okkur í ferðir um Camelot, er svo „K-strætis-gangur- inn“, þakinn veitingastöðum - þar sem allt er sett á kostnaðarreikninga fyrirtækja - og skrifstofubyggingum sem em fullar af lögfræðingum og lobbýistum. Hinn yndislegi garðstíg- ur við rætur hæðarinnar sem við stöndum á spinnur sig áfram í átt að Potomac-ánni og þaðan inní skóginn þarsem einn af háttsettari yfirmönn- um Hvíta hússins, Vince Foster, framdi sjálfsmorð á sínum tfma meðþví að skjóta sig í höfuðið. Ur skóginum liggur stígurinn á átt að skrifstofubyggingu CIA, hinnar illræmdu stofnunar, þar sem KGB-moldvarpan Aldrich Ames sveik fóstuijörð sína blygðunarlaust í hartnær áratug á meðan yfirmenn hans höfðust ekkert að; bomðu í nefið á sér og drolluðu. Ordid „ Washington " notad sem uppnefni Hversvegna skyldi hin kaldr- analega og grimma Washington vera svona kunnugleg okkur og hin hetjulega Washington svo fjarlæg og þokukennd? Banda- ríkjamenn hafa vanist því að fréttamenn og pólitíkusar noti orðið „Washington" sem upp- nefni - nánast blótsyrði. Spjall- þáttastjórar og virðulegar útgáf- ur á borð við Newsweek komast upp með að kalla forsetann aum- ingja, ræfil sem engu orkar, og uppá si'ðkastið virðist öllum vera sama um slík háðsyrði; enginn hneykslast. Tillitssemi, aðgát í nærvem sálar og væntumþykja í garð náungans líta út sem stór- furðuleg uppátæki. Starfsreglum og siðferði fréttamanna nútím- ans hefur verið lýst - ekki að ósekju - sem grimmilegri og hugsunarlausri áreitni. Engu ska! eirt. Hin sterka þrá eftir heimi sem aldrei var Á sama tíma og fyrrgreint hef- ur gerst í heimi íjölmiðlunga og stjómmálamanna hefur okkar pirraða þjóðarsál verið að þróa með sér harkaleg viðbrögð við þessum rfkjandi aðstæðum. AI- múginn hefur snúist til vamar áreitni óþverrans. Og með hvaða ráðum? Jú, þessi viðbrögð al- mennings við áreitninni ganga í þveröfuga átt við viðbrögð fjöl- miðla og birtingarmynd vamar fólksins er heimskulega kæm- leysisleg fortíðarhyggja gagn- vart tímum sem aldrei vom; heimi sem aldrei var. Við snöktum í myrkrinu og sjúgum uppí hordrjúpandi nefið á meðan við horfum á „Forrest Gump“, kvikmynd um heimsk- an mann en sannan - massívan í einlægni sinni, og óskum þess að við gætum horfið aftur til ársins 1961; til þeirra tíma sem ríktu áður en Syndaflóðið varð að vemleika. I VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 'm 1 UB 5 af 5 1 1.995.990 a +4 af 5 1 347.130 1 4 af 5 72 8.310 FjQ 3 af 5 2.740 500 Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.311.440 UPPLÝSINOAR. SlMSVARI 91-M 1511 LUKKULÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 VIÐSKIPTAMANNA INKA 0G SPARISJÓÐA Lokun 2.janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1995. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, desember 1994 Samvinnunefnd banka og sparisjóða Minninaar mengadar af fortíðarhyggjunni Minningar okkar um þetta tiltekna tímabil - sérstaklega fyrir árið 1961 - em gífurlega mengaðar af fortíðar- hyggjunni. Sannleikurinn og raun- vemleikinn hverfa einsog dögg fyrir sólu í þeirri viðleitni okkar að upp- lifa einfaldari - og þarmeð betri heim - og við gleymum algjörlega hinum harkalegu staðreyndum lífs- ins. Hverjar eru þær? Þetta em stað- reyndir á borð við þær, að á þessum tíma var CIA purrkunarlaust að setja fleiri og fleiri launmorðingja á launa- skrána; að almennu lýðræði og borg- arafrelsi stafaði mun meiri ógn af baktjaldamakkið og bræðravígin; hrakyrðin og allt ljóta talið sem upp- tökukerfi Hvíta hússins festi á segul- band. Gleymdar em hleranir útsend- ara forsetans; ólögleg innbrotin og aumkunarverð mótmælin: „Ég er ekki hrappur". Richard Nixon var grafinn sem mikilhæfur stjómmála- skömngur. I minningargreinum og leiðumm dagblaða og tímarita var talað um hann sem Manninn er fór til Kína og rauðbeituþingmanni fyrri ára var aðeins lýst í framhjáhlaupi. Og hvað með það þó hann hafi klætt hervörð Hvíta hússins í búninga ætt- aða úr gamanópemm? Hverju skipta slík smáatriði í minningunni um JACQUELINE KENNEDY, fyrrverandi forsetafrú: Þegar hún lést 65 ára að aldri síðastliðið vor umlukti virðing og hátíðleiki fólk í sorg þeirra; þjóðar- sorg ríkti. Hún var Jackie Kennedy, ekkja forsetans - píslavotturinn, ekki „Jackie O", fyrrum eiginkona grísks skipaeiganda og auðkýfings. Það sýndist því fyllilega við hæfi að jarðsetja hana í þjóðargrafreitnum í Ar- lington-kirkjugarði, nú þegar stríðið hefur gefið upp öndina. FBI- forstjóranum J. Edgar Hoover en kommúnismanum; að óskamm- feilnir stjórnmálamenn á Capitol- hæð tóku við innkaupapokum út- troðnum af mútufé; að lögreglufor- ingjar í Suðurríkjunum framfylgdu lögunum með brunaslöngum af hörku fyllilega samboðinni sjálf- skipuðum friðdómurum Villta vest- ursins; að vígbúnaðarkapphlaup kalda stríðsins var í algleymingi, kapphlaup sem var byggt á gjörsam- lega fölskum forsendum er leiðtogar okkar gáfu sér til grundvallar. Jacqueline Kennedy, jardsett í Arlington Við kjósum frekar að minnast draumahallarinnar Camelot. Litlu skiptir, að John F. Kennedy svaf hvað eftir annað hjá vændiskonum og útsendurum Mafíunnar á meðan hann dvaldist í Hvíta húsinu. Okkur finnst best að hugsa til Jacqueline Kennedy sem ráðríku hefðarkon- unnar með pillubox-hattinn. Þegar hún lést síðastliðið vor umlukti þannig virðing og hátíðleiki fólk í sorg þeirra; þjóðarsorg rfkti. Hún var Jackie Kennedy, ekkja forsetans - þíslavotturinn, ekki, Jackie 0“, fyrr- um eiginkona grísks skipaeiganda og auðkýfíngs. Það sýndist því fylli- lega við hæfi að jarðsetja hana í þjóðargrafreitnum í Árlington- kirkjugarði, nú þegar stríðið hefur gefíð upp öndina. Gleymd eru ummælin: Eg er ekki hrappur Hið huggandi minnisleysi gegn- umsýrði andrúmsloftið síðan enn meira við leiði Richard Nixon. Þar sjáum við gott dæmi um forheimsk- andi fortíðarhyggjuna. Gleymt er stórmennið Nixon. „Hið keisaralega forsetaembætti“ virtist vissulega ógnvænlegt árið 1974 - eitthvað sem ekki mátti gerast; en í dag hörmum við það, að það virðist nákvæmlega ekkert konunglegt eða hátignarlegt við Bill Clinton forseta. Ekkert. RICHARD NIXON, fyrrverandi for- seti: Hann lést fyrr á þessu ári, 81 árs gamall. Hið huggandi minnis- ieysi sem umlukti jarðarför hans var gott dæmi um forheimskandi fortíðarhyggjuna. Gleymt er bak- tjaldamakkið og hleranir útsend- ara forsetans; ólögleg innbrotin og aumkunarverð mótmælin: „Ég er ekki hrappur". Richard Nixon var grafinn sem mikilhæfur stjórn- málaskörungur. i minningargrein- um var talað um Manninn sem fór til Kína. Mikilvægi godsagna- sköpunar leidtoganna Átakslaus þokki holdgervðist í Jackie á meðan Nixon gat illa dulið yfirþyrmandi metnað sinn. En þetta voru aðeins yfirborðseinkenni þein- ar stéttar sem þau tilheyrðu. Þau skildu bæði fullvel, að ímyndir og goðsögur þarf að skapa og hlúa að með óþreytandi alúð, nákvæmustu smáatriði geta skipta öllu máli. Örfá- um dögum eftir að John F. Kennedy var myrtur tók Jackie hinn formlega skrásetjara forsetaembættisins, Teddy White, til hliðar og lagði lín- una: Forsetafrúin hóf þama að spinna upp goðsöguna um Camelot. Hún sagði White að hún og Jack myndu hlusta á upptökumar síðla nætur. Já, við vildum svo gjaman muna Jackie einsog hún var og hún kom fyllilega til móts við þær kröfur okkar með því að neita að veita við- töl. Munum að þetta var á tímum sem em alveg einsog að einu leyti og þeir sem ríkja í dag: Fólk í sviðsljós- inu getur varla hætt að tala um sjálft sig. Nixon var síðan alveg jafn dug- legur við sína goðsagnasköpun þrátt fyrir að minni þokki hvfldi óneitan- lega yfir því starfi. Hann ritaði virðu- legar langlokur í endurminningastfl sem innihéldu stóra hugmyndafræði og landfræðilegar stjómmálapæling- ar. Þessum skjalfestu hugsunum sín- um hélt Nixon síðan að gestum sín- um og heimildarmönnum í skipu- lagðri keðju persónulegra kvöld- verðarboða (einhverjir muna kannski að hann bauð oft uppá kín- verskan mat). íhaldsmenn á kafi í fortídarhyggjunni Sem stúdent í sagnfræði - og afar meðvitaður sem slíkur - þekkir íhaldsmaðurinn Newt Gingrich mætavel til mikilvægis goðsagna og táknfræði. Og uppað vissu marki em íhaldsmenn á kafi í fortíðarhyggj- unni. Þeir reyna selja falsmynd og blekkingar um hina einfaldari tíma - líktog í kringum 1961 - þegar fylgis- menn siðferðislegrar afstæðishyggju og endurskoðunar hugmyndafræð- innar höfðu enn ekki náð að tæra upp gamalgróin gildi og velta táknmynd- um af stalli. Eða svo segir sagan sem þeir gefa út og predika. Hinn pólit- íski brúðuleikhússtjóri Newt Ging- rich flokkast í sömu deild og Nixon og Jackie. Og ennþá frekar en þau er hann kennari aðferðafræðinnar. Allt snýst um markmið og leiðir. Newt Gingrich vill helst feðra heilan her goðsagnaskapara - svokallaða Newtoids - sem skólaðir em í hug- myndafræði sem þegar á reynir sýn- ist vera jafn margbreytileg og til að tnynda sjálf Sjálfstæðisyfirlýsingin og framtíðarsinninn Alvin Toffler. Newt Gingrich minnismerkid? Gingrich lítur á Washington frá sínu eigin rúmfræðilega sjónarhomi. Flesta morgna í borginni hefur hann með göngu framhjá helstu kennileit- um að sínu mati; á leiðinni röltir hann til dæmis framhjá Flug- og geimsafninu í áttina að minnismerk- inu sem heiðrar hans uppáhalds stjómmálamann, George Washing- ton. Ef Gingrich á sér draurna um sjálfan sig myndgervðan á stalli minnismerkis sem enn hefur ekki verið reist, þá er hann að minnsta kosti að hugsa upp eitthvað annað en nýjar leiðir til að raka saman fé í kosningasjóði sína. Hvað sem öllum öðmm eiginleikum hans líður þá er hinn nýi forseti bandaríska þingsins útpældur draumhyggjumaður. Hann skilur fullkomlega að Washington er byggð á feni, en hann veit að allur al- múgi fólks vildi gjaman fá að trúa á nýjan leik á borg byggða á hæð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.