Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 AimUBlMD 20844. tölublað Hverfisgötu 8 - 10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Umskipti í borgarmálum Sigur Reykjavíkurlistans í borgarstjómarkosningunum í vor em án efa mestu pólitísku tíðindi ársins sem er að líða. Aratuga einokun Sjálfstæðisflokksins á stjórnun borgarinnar var brotin á bak aftur, þrátt fyrir dýmstu og best skipulögðu kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Það var mikið afrek að koma andstöðuflokkunum í borgarstjórn saman um einn fram- boðslista og er það ekki hvað síst vitnisburður um hið mikla traust sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýtur. Missir borgarinn- ar var auðvitað mikið pólitískt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn og persónulegt áfall fyrir Davíð Oddsson, fyrrverandi boigarstjóra og núverandi formann flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn stendur veikari eftir, en á meirihlutanum liggur sú skylda að vinna sam- an af heilindum við framkvæmd stefnunnar. Á þessari stundu er ekki gott að segja hvaða áhrif Reykjavíkurl- istinn hefur á þróun íslensks flokkakerfis. Þrýstingurinn á náið samstarf flokkanna við stjómun borgarinnar er slíkur að þeim sem skerast úr leik eða spilla samstarfínu með óbilgimi, mun ekki verða viðreisnar von í stjómmálum. Reykjavíkurlistinn gerir ekki aðeins kröfur um samstarf, heldur einnig um um- burðarlyndi. Breiðfylking getur ekki leyft sér hugmyndafræði- lega einsýni eða þröngsýni gamalia flokksklíka, heldur um- bótasinnaða og ábyrga stefnu sem höfðar til fjöldans. Islenskt flokkakerfi mótaðist við aðrar aðstæður en ríkja í dag, engin vitleg rök vom fyrir því að flokkarnir byðu fram sér í borgar- stjómarkosningunum. Framhald þessa samstarfs mun án efa byggja á þeim árangri sem næst næstu fjögur árin. Hér er til mikils að vinna. Nú hafa flokkarnir tækifæri á því að koma stefnu sinni í framkvæmd skref fyrir skref á næstu ámm, í stað þess að vera í stjómarandstöðu án nokkurs raunhæfs möguleika á áhrifum. Áhrif Reykjavíkurlistans á landsvísu koma ekki fram strax, þó áhrifin á viðhorf ungs fólks til flokkanna séu mjög mikil nú þegar. Skýr vitnisburður um þetta em skrif ungra jafnaðar- manna í Alþýðublaðið síðustu vikumar um sameiningarmál fé- lagshyggjuflokkanna. Alþýðuflokknum ber að hlusta eftir nið tímans í þessum efnum og taka jákvætt í breytingarhugmyndir. Þessi mál verða að fá að þróast á eðlilegan hátt í hugum fólks, sérstaklega unga fólksins sem er nú að taka út sinn pólitíska þroska. Hugmyndafræðilegir járnmúrar fortíðarinnar eru hmndir og fokið er ofan í gamlar skotgrafír flokkanna. Besta framlag Alþýðuflokksins til þessarar geijunar er að bera fram stefnu sína, frjálslynda jafnaðarstefnu að evrópskri fyrirmynd. Þessi stefna hefur staðist dóm sögunnar, það er hún sem skiptir máli til framtíðar. Það verður ekki sagt að Reykjavíkurlistinn taki við góðu búi í Reykjavík. Rekstur borgarinnar hefur vaxið henni yfír höfuð og fara nú nær allar tekjur borgarinnar í rekstur, en framkvæmdir verður að fjármagna með lántökum. Sjálfstæðisflokkurinn reyndist hafa gengið í nýju fötum keisarans þegar fjármála- stjóm var annars vegar. Nú hlæja allir að leppunum hans Áma Sigfússonar. í stað ábyrgrar fjármálastjómar, vill Sjálfstæðis- flokkurinn taka lán á lán ofan, sem væntanlega á að greiða með sköttum morgundagsins. Umskiptin í stjóm borgarinnar hafa verið mikil. Vinda þarf ofan af rekstrarkostnaði borgarinnar um leið og ráðist er í nauðsynlegar framkvæmdir og þjónustu fyrir borgarbúa. Stjórnmál snúast um forgangsröðun verkefna. Til- urð Reykjavíkurlistans og glæsilegur kosningasigur hans var krafa fólksins um aðrar áherslur við stjóm borgarinnar. Á næsta ári mun Reykjavíkurlistinn fá sína eldskím með nýrri fjárhags- áætlun og nýjum áherslum. Ellefubíósmaður sem fer aldrei í leikhús fjallar um listina Einhvern tima um jólin dottaði ég yfir því þegar hljómsveitarstjóri sem sagður var heimsfrægur lufsað- ist með sænska sinfóníuhljómsveit í gegnum Óðinn til gleðinnar, níundu sinfóníu Beethovens. Satt að segja fór ekki mikið fyrir glaðværðinni en meira fyrir því að myndavélin væri látin einblína á þennan fræga stjórn- anda sem, lfkt og ég, virtist alveg vera að hníga í ómegin af, já af hverju - af áhugaleysi, einskærum leiðindum eða gömlum vana? Það er frekar langt síðan ég átti seinast tal við eitt þekktasta tónskáld íslendinga, marg- verðlaunaðan mann og margspilaðan á fimmtudagstónleik- um Sinfóníunnar í Háskólabíói. Mað- urinn er þekktur fyr- ir að vera frekar mikill af sjálfum sér en í þetta skiptið var hann þó ekki að stæra sig af þessum afrekum, heldur sagðist hann hafa samið lag sem allir Islendingar kynnu utanað - gott ef það var ekki sungið í rútum. Ég, alltaf kurteisin uppmáluð (og eiginlega einum of kurteis), hrósaði tónskáldinu fyrir þetta framtak, sagði lagið gott, en vakti svo máls á því að Gunnar Þórðarson hefði samið tutt- ugu svona lög, ef ekki þrjátíu. Hann rauk á brott og lítur æ síðan undan með fyrirlitningu ef hann rekst á mig á götu. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að spyrja hann hvort hann teldi betri heimild um sjöunda áratuginn á Is- landi: Lagið Þú og ég eftir Gunnar Þórðarsson eða óperuna Apaspil eft- ir Þorkel Sigurbjömsson? Um þann áttunda: Sumar á Sýrlandi Stuð- manna eða Þrymskviðu eftir Jón As- geirsson? Um þann níunda: Plötur Bubba og Utangarðsmanna eða Silkitrommuna eftir Atla Heimi Sveinsson? Um áratuginn sem nú stendur yfír: Nýja hljómdiskinn með Unun eða sjónvarpsópemna Viki- vaka? Öllu þessu kom ég ekki orðum að. Um daginn var ungt tónskáld og væntanlega efnilegt að tala um það í viðtali í blaði að Beethoven hefði verið nútímatónskáld og samið stna músík á tölvur ef hann hefði verið uppi á okkar dögum. Ég hef raunar ekki annað en brjóstvitið til að reiða mig á og frekar lélegt tóneyra, en mér fannst ég heyra á endemi: Ég þykist nokkuð viss um að ef Beetho- ven hefði verið uppi á okkar dögum og ekki orðið stjameðlisfræðingur eða heilaskurðlæknir, þá hefði hann orðið bítill - nei annars, hann hefði líklega verið einhvers konar þunga- rokkari, máski með dálitla pönks- lagsfðu, en Mozart hefði verið bítill- inn. Kannski hefði Beethoven undir það síðasta verið orðinn gamall og ógeðslegur karl í Rolling Stones, heymarlaus eins og þeir allir. Hann væri ábyggilega að stunda þessa listgrein sem er svo lífvænleg Silfur Egils Egill Helgason skrifar að hún þarf ekki að hafa neitt fram- færi af hinu opinbera. Eg er oft að agnúast út í leikhús og veit vel að þegar ég geri það kemur upp í mér einhver geðvonsku- tónn. Um daginn var til dæmis í sjón- varpinu þáttur þar sem var farið ákaflega hátíðlegum höndum um ís- lenskt leikhús. Þetta var mikill við- hafnarþáttur, enda látið í það skína að íslenskt leikhús á lýðveldistíman- um hefði allt verið með mestu við- höfn. Allt hefði verið í sómanum alla tíð, nema stundum hefði kannski skort nægilega góð hús til að leika í. Ekki þótti það til baga hversu lítið er til af nothæfum ís- lenskum leikrit- um - aðeins eitt leikritaskáld sem nær máli síðustu fimmtíu árin -, og ekki var heldur minnst á það að fólk sem fer í leikhús er mestanpart ellilífeyrisþegar sem þangað eru keyrðir í rútubílsförmum á afsláttar- prís. Og náttúrlega var ekki talað um að leikhúsið er í fullkominni ríkis- gjörgæslu og enginn gæti hreyft sig þar á sviði ef ekki kæmu til styrkir og aftur styrkir. Ég er ekkert endilega á móti þess- um styrkjum, síður en svo, en það þarf ekki að pukrast með þá eins og eitthvert feimnismál. En í þessum þætti átti ekki að móðga neinn eða valda neinum minnstu óþægindum, og afleiðingin er sú að líklega móðg- aðist enginn sem á beinna hagsmuna að gæta - allt frá leikhússtjóranum niður í manninn með kaskeitið sem rífur af miðunum -, enginn nema al- mennir áhorfendur, sem kannski voru ekki svo ýkja móðgaðir, heldur bara litlu nær. Eins og oft er á Islandi, mönnum finnst gott að láta hrósa sér en best að hrósa sjálfum sér. I þættinum komu fram nokkrir valinkunnir einstak- lingar sem eru sérfræðingar í þeirri grein. Annars er ég kannski manna óhæfastur til að tjá mig um leikhús. Staðreyndin er nefnilega sú að ég hef farið tvisvar í leikhús síðan 1982. Þá sá ég verk sem hét Garðveisla og eft- ir það hætti mig að langa. Ungur var ég hins vegar leiklistaráhugamaður; ég las leikbókmenntir heimsins með það fyrir augum að finna heppilegt verk fyrir Herranótt Menntaskólans í Reykjavík. Ég leitaði langt yfir skammt. Ég fór til Oslóar gagngert í því skyni að lesa Ibsen eins og hann lagði sig í réttu umhverfi, á Háskóla- bókasafninu norska og á Kafé Grand þar sem hann kom hvern dag með ygglibrún sína. Ast mín á Ibsen hef-- ur ekkert dvínað, og smátt og smátt hef ég orðið ekki síður hrifinn af Tsjekov, en hængurinn er sá að ég finn alls enga hvöt hjá mér til að fara í leikhús. Mér finnst ég ekkert hafa þangað að sækja; kannski finnst mér það úrelt, kannski finnst mér nálægðin við fólk sem er að reyna að þykjast vera eitthvað annað en það er óþægileg, kannski leiðist mér einfaldlega. I leikhúsi getur maður ekki einu sinni gengið út án þess að það séu talin teikn um einhverja skoðun sem nái hátt upp í himininn, þótt maður þurfi einfaldlega að pissa. En ég fer oft í bíó. Ég er svona ellefubíósmaður og fátt veit ég þægilegra en kunnugleg einsemdarkennd sem kemur yfir mann í hálf- tómum bíósal seint um kvöld. Ég held það séu bara | tvær myndir í bíóunum í Reykjavík núna sem ég hef | ekki séð. Ég fer svo oft í bíó að stundum stendur mér 1 ekki alveg á sama. Það hefur f , ., i ^ ._. __ jc komið fyrir mig oftar en I leikhUSl getUT maÖUÉ einu sinni að sofna í bíósal. pUUj pjnii SÍimÍ 2eU2Íð Út Eg fer svo mikið í bíó að civlvl clllu 0111111 SC11S1U þegar ég á fn' á ég ekki kost án þess að það séu talin a þeirri dægrastyttmgu sem myndbönd og sjónvarp eru; teikn um einhverja skoð- ég er einfaldlega búinn að y horfa of mikið á bíó til þess. Un Sem náí hátt Upp í hvS*1VSeS- himininn, þótt maður neysia. Eins og rokkið. þurfj einfaldlega að pissa. Maður getur hegðað ser na- 1 ° 1 kvæmlega eins og maður vill. Flestar bíómyndir eru vondar, góð bíómynd er jafn fágæt og góð bók, og allt kúltúrfólk veit hvað þær eru sjaldgæfar. En þá getur maður bara farið án þess að neinn láti sér það neinu varða, eða skorið hrúta, eða ef maður er svo heppinn að vera með stelpu, þá fer maður bara í sleik og gleymir þessu öllu. Mér finnst það hálfgerð heppni að ég skuli skrifa bíókrítík (í Morgun- póstinn, ekki Alþýðublaðið) en ekki um leikhús. Það eru til svo margar sögur um fólk sem fór illa út úr því aðskrifaum leikhús. Mérertil dæm- is afar minnisstæð sagan um fyrsta alvöru leikhúsgagnrýnanda íslands. Mér var sagt að þessi maður hefði farið til náms í leikhúsfræðunt í Frakklandi stuttu eftir strfð, fyrstur Islendinga til að nema slík vísindi. Síðan hefði hann komið heim með glæsilegt próf frá heimsfrægum há- skóla og tekið til við að skrifa leik- húskrítík sem var á svo háu plani að hún hefði þótt boðleg hvar sem er á byggðu bóli. Nema á íslandi. Hér var mannin- um úthúðað og hann skammaður og hringt í hann á nóttinni og allir voru á hælunum á honum, ekki bara leik- aramir sjálfir, heldur miðasölustúlk- urnar og frændur hennar, dyraverð- imir og mæður þeirra, leikstjórinn og allt hans venslafólk. Eins og sagan var mér sögð hafði hún þann eina rökrétta endi: Leiklist- argagnrýnandinn hætti að fara í leik- hús og hefur aldrei komið inn fyrir dyr slíkrar stofnunar síðan. Einhvem veginn held ég að þetta séu - í einhverri mynd - örlög allra leiklistargagnrýnenda á Islandi nema þeir tileinki sér fullkomið og afdrátt- arlaust skoðanaleysi. Ég er viss um að ég hefði ekki nógu sterk bein til að standast slíkt álag og þá get ég varla kvartað yfir því þótt einn ein- stakur nafnkunnur kvikmyndagerð- armaður hafi hellt sér yfir mig í bókabúð um daginn. Ég hlýt að fyrirgefa og umbera og rifja upp orð sem ég las einhvem tíma í ritgerðasafni eftir Frangois Truffaut, einhvern dásamlegasta og hugljúfasta snilling kvikmyndanna í hundrað ára sögu þeirra. Tmffaut skrifaði eitthvað á þá leið að í kvik- myndum væri endanleg útkoma sjaldnast í réttu hlutfalli við vinnuna sem lögð er í verkið. Það sem kvik- myndagerðarmenn geri af mestri einlægni geti virst sem reykur einn og hjóm. Og, þarna er aðalatriðið - menn leggi jafn mikið á sig við að búa til slæma mynd og við að búa til góða mynd. En hafi ég misskilið eitthvað trúi ég því að það verði einhvem tíma leiðrétt, þó ekki sé nema af sögunni, því kvalítet hefur sama eðli og kork- urinn - það flýlur alltaf upp á endan- um. Þegar kemur að hinum hinsta dómi munu allir rísa upp, og ein- hverjir fá þá kannski uppreisn æm í leiðinni. Dagatal 29. desember Atburdir dagsins 1170 Fjórir riddarar Hinriks II Breta- kóngs drepa Thomas Becket, erki- biskup af Kantaraborg. 1926 Austur- ríska stórskáldið Rainer Maria Rilke deyr. 1972 Tíu manns sem komust lífs af úr fiugslysi í Andesfjöllum játa á blaðamannafundi að hafa borðað mannakjöt til að lifa af. 1989 Leikskáldið og fyrmm andófsmað- urinn Vaclav Havel kjörinn forseti Tékkóslóvakíu. Afmælisbörn dagsins William Ewart Gladstone enskur stjómmálamaður og forsætisráð- herra Frjálslynda flokksins, 1809. Pablo Casals spænskur sellóleikari; neitaði að spila og starfa á Spáni eft- ir að Franco varð einræðisherra, 1876. Mary Tyler Moore bandarísk leikkona, 1937. Jon Voight banda- rískur kvikmyndaleikari, 1938. Annálsbrot dagsins Um vorið bar það til á Hrauni á Skaga og þar í grennd, að snögglega deyðu fimm manneskjur. Einn hné niður á messuleið frá Ketukirkju. Og svo dó sá síðasti á sjó. Hann var fisk að draga, hné þar niður við færið. Guð gefi oss góðrar stundar að bfða. Húnvetnskur annáll, 1774. Málsháttur dagsins Logn er launviðri. Kyndari dagsins Þegar hann gengur í kennslustofuna, er þar mikið hitakóf, ofninn rauðgló- andi og púrtnerinn sjálfur viðstadd- ur. Fýkur undir eins í Steingrím, hann hundskammar púrtnerinn og endar á þessum orðum: „Þér ættuð að vera kyndari í helvíti." Hannes Pétursson; Ævisaga Steingríms skálds Thorsteinssonar. Lokaorð dagsins Fagnið kæm vinir, gleðileiknum er lokið. Hinstu orð Ludwigs van Beethovens (1770- 1827). Orð dagsins Lífið öllu langt afber, líflð clufti þjóncir, lífi birtcm löguð er, lífsér luuninn prjónar. Bjöm Gunnlaugsson. Skák dagsins Staða dagsins kom upp í miklu tíma- hraki, sérstaklega átti Bex sem stjórnar vömum svarts skamman tíma eftir. Ambroz hefur hvítt og á leik, og nú afvopnar hann hinn ólám- sama Bex í fáum leikjum. Takið eft- ir svarta hróknum sem er einsog álf- ur útúr hól á a6. En semsagt: Hvað gerir hvítur? 1. Rf6+ Bxf6 2. exf6 Dd7 Þetta er skammgóður vermir. Með næsta leik setur hvftur allt í uppnám: 3. Dd3! og Bex gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.