Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Alþýðuflokkurinn á að státa sig af SUJ
- Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar.
„Þú og þínir nánustu samstarfsmenn þurfa að ná til unga fólksins í
landinu sem tekur undir með SUJ og Alþýðuflokknum um hans
helstu baráttumál. Til að ná til unga fólksins þarf Alþýðuflokkurinn
að tefla fram ungu fólki ofarlega á framboðslista í öllum kjördæmum
landsins. Alþýðuflokkurinn státar af einni sterkustu ungliðahreyfing-
unni innan íslenskra stjórnmála í dag. Athugaðu það foringi.“
Ólgan er mikil á vinstri væng
stjórnmálanna á Islandi í dag. Ungt
félagshyggjufólk hrópar á breyting-
ar. Við viljum sjá þann dag að fé-
lagshyggjufólk á Islandi sameinist í
einum stórum jafnaðarmannaflokki.
Við viljum sjá Reykjavíkurlistaæv-
intýrið endurtaka sig á landsvísu í
stómm jafnaðarmannaflokki sent
rúmar alla jafnaðarmenn.
Jón Baldvin Hannibalsson, þú
skrifaðir grein í Alþýðublaðið föstu-
daginn 16. nóvember
síðstliðinn. Þar skrif-
aðir þú um sundrung
vinstri manna í gegn-
um tíðina. Þar skrifað-
ir þú um hatur og
heimsku.
Allar tilraunir urn
sameiningu jafnaðar-
manna í einn nýjan
„flokk“ hafi verið
byggðar á hatri og heimsku. Ég get
tekið undir með þér að leiðin að sam-
einingu jafnaðarmanna er ekki þær
að fjölga þeim flokkum eða llokks-
brotum, sem segjast vilja vinna að
sameiginlegu markmiði. Það þekkir
þú vel þar sem þú hefur sjálfur
brennt þig á því.
Hvad sundrar
félagshyggjufólki?
Jón Baldvin, þú fórst víða í grein
þinni til að benda á hvað sundrar fé-
lagshyggjufólki. Þú fórst inn á mál-
efnin og skrifaðir um fjölda mála-
flokka þar sem þú útskýrðir afstöðu
Alþýðuflokksins og síðan afstöðu
hinna flokkanna. Þú verður hins veg-
ar að átta þig á þvf að það er ekki
ungt fólk í hinum flokkunum sem
hefur mótað hentistefnu Framsókn-
arflokksins eða hið gamla forrit Al-
þýðubandalagsins.
Svo tókst þú fyrir nokkur málefni:
1. ALÞJÓÐAHYGGJA. Jón
Baldvin, það er rétt að Alþýðuflokk-
urinn hefur stutt aðild Islands að
NATO, Norðurlandasamvinnu,
EFTA, EES. Og að við viljum láta
reyna á hvað fæst út úr aðild að ESB.
Það er rétt að þar stendur SUJ fremst
í flokki. Unga fólkið í hinum félags-
hyggjuflokkunum getur tekið undir
það með SUJ og Alþýðuflokknum.
Hinir eldri í hinum félagshyggju-
flokkunum eru á móti, sitja hjá eða
vilja ekki hafa málið á dagskrá.
2. AT-
VINNULÍF-
IÐ. Það errétt,
Jón Baldvin,
að Alþýðu-
flokkurinn vill
að atvinnulíf-
ið lúti lögmál-
um sam-
keppni á opn-
um markaði
en verði ekki hneppt í fjötra ríkisfor-
sjár. Unga fólkið í hinum félags-
hyggjuflokkunum getur tekið undir
það með SUJ og Alþýðuflokknum. '
3. VELFERÐIN. Það er rétt, Jón
Baldvin, að Alþýðuflokkurinn vill
að velferðin sé fyrir fólk. Það má
aldrei verða sérhagsmunakerfí fyrir
þá sem við það starfa. Unga fólkið í
hinum félagshyggjuflokkunum getur
tekið undir það með SUJ og Alþýðu-
flokknum. Hinir eldri í hinum félags-
hyggjuflokkunum eru í vinsældaleit
með því að blása þá mynd upp að Al-
þýðuflokkurinn sé.vondur við sjúka
og aldraða og þeir vilja senda reikn-
inginn á komandi kynslóðir.
4. VIRKT LÝÐRÆÐI. Það er líka
rétt, Jón Baldvin, að SUJ er í farar-
broddi með heildstæðar og rökréttar
tillögur um jöfnun atkvæðisréttar
með landið sem eitt kjördæmi. Unga
fólkið í hinum félagshyggjuflokkun-
um getur tekið undir það með SUJ og
Alþýðuflokknum. Hinir eldri í hinum
félagshyggjuflokkunum eru á móti.
Aldurshópurinn 18-35
er stór markhópur
Jón Baldvin þú gerir þér kannski
ekki grein fyrir því að ungu kjósend-
urnir á aldursbilinu 18 til 35 er mjög
stór hópur kjósenda. Það er fólkið
sem mun taka við stjóm landsins á
næstu árum.
Unga fólkið nær ekki að stefnu
Alþýðuflokksins vegna þeirra slæmu
myndar sem dregin er upp af flokkn-
um í fjölmiðlum þrátt fyrir sterka
málefnastöðu flokksins. Til að ná
eyrunt ungu kjósendanna þarf Al-
þýðuflokkurinn að bera gæfu til að
tefla frant ungu og fersku fólki fram-
arlega á framboðslistum sínum. AI-
þýðuflokkurinn má ekki láta hina
flokkana taka frá okkur unga kjós-
endur, en þeir eru þegar famir að
raða ungu fólki á lista, jafnvel í efstu
sæti í sumum kjördæmum. Jón Bald-
vin við vitum það báðir að andstæð-
ingar okkar hafa oftsinnis auglýst
jarðarför Alþýðuflokksins en hún
hefur ekki farið fram ennþá og mun
ekki gera það þvf unga fólkið í land-
inu aðhyllist í rfkum mæli stefnu Al-
þýðuflokksins og SUJ. Stefna SUJ í
mörgum málum á fylgi langt inn í
raðir hinna ungliðahreyfinga félags-
hyggjuflokkana og ungu kvenna-
listakvennanna. Þú og þínir nánustu
samstarfsmenn þurfa að ná til unga
fólksins í landinu sem tekur undir
með SUJ og Alþýðuflokknum um
hans helstu baráttumál. Til að ná til
unga fólksins þarf Alþýðuflokkurinn
að tefla fram ungu fólki ofarlega á
framboðslista í öllum kjördæmum
landsins. Alþýðuflokkurinn státar af
einni sterkustu ungliðahreyfingunni
innan íslenskra stjómmála í dag. At-
hugaðu það foringi.
Höfundur er formaöur Æskulýössam-
bands fslands.
Pallborðið
Gylfi Þ.
Gíslason
;1 skrifar
Einsog ffam hefur komið
í fréttum mælist Þjóð-
vaki Jóhönnu Sigurðar-
dóttur nú með 25% fylgi,
og er því næststærsti ílokk-
ur landsins. Sjálfstæðis-
flokkur er með 35%, Fram-
sókn 17%, Alþýðubanda-
lagið 10%, Kvennó 6% og
Alþýðuflokkur 5%. Davíð
Oddsson forsætisráðherra
túlkaði könnunina á Al-
þingi í fyrradag sem mik-
inn stuðning við ríkisstjórn
sfna: 65% þjóðarinnar
styddu stjómina samkvæmt
þessum tölum. Davíð sagði
að auðvitað bæri að reikna
fylgi Þjóðvaka sem stuðn-
ing við stjómina, enda
hefði Jóhanna til skamms
tíma verið þar innanborðs
og bæri sömu ábyrgð á
verkum stjórnarinnar og
aðrir ráðherrar. Þetta virðist
óneitanlega nokkuð pott-
þétt röksemdafærsla hjá
forsætisráðherra...
Framboðsmál Alþýðu-
flokksins á Suðurlandi
eru ekki enn komin á hreint
en mikill áhugi er í kjör-
dæminu að fá Lúðvík
Bergvinsson, ungan lög-
fræðing úr Eyjum, í 1. sæt-
ið. Lúðvík hefur til
skamms tíma verið í hinu
vaska fótboltaliði Eyja-
manna, en það hefur sýnt
af sér dæmafáa þrautseigju
ár eftir ár í 1. deildinni. Það
er því von manna að Lúð-
vík geti fært alþýðuflokks-
mönnum stríðsgæfu í þeirri
erfiðu barátlu sem fram-
undan er. Arni Gunnars-
son reyndi síðast fyrir sér á
Suðurlandi en hafði ekki
erindi sem erfíði. Hann er
nú framkvæmdastjóri NLFÍ
í Hveragerði og hefur verið
talsvert orðaður við fram-
boð. í viðtali við Tímann f
gær þvertók Árni fyrir
framboð að þessu sinni, og
sagðist að undanfömu hafa
neitað mörgum pólitískum
biðlum. Af þeim orðum má
ráða að Jóhanna Sigurð-
ardóttir haft leitað eftir
fulltingi Árna - en semsagt
verið hryggbrotin...
Nú er jólabókaflóðið að
fjara út og útgefendur
hafa víst flestir hverjir
sloppið fyrir hom. Sigur-
vegarar flóðsins em ótví-
rætt íslenskir skáldsagna-
höfundar. Olafur Jóhann
Olafsson var í sérflokki
einsog venjulega, en næst
komu þau
Vigdís
Grímsdótt-
ir og Hall-
grímur
Helgason.
__ Þá seldust
bækur Fríðu Á. Sigurðar-
dóttur, Einars Kárasonar
og Guðbergs Bergssonar
harla vel. Senuþjófurinn er
tvímælalaust Hallgrímur
Helgason; honum var ekki
spáð sérlega góðum árangri
í harðri samkeppni við
flesta kunnustu höfunda
landsins. En hann kom
semsagt, sá og mokaði út
bókinni sinni. Og ekki að
ástæðulausu: Skáldsaga
hans þykir einhver sú
hressilegasta og frantleg-
asta í háa herrans tíð...
Hinumegin
Umsátur
dagsins
Þeir kunna að búa til fyrirsagn-
ir, vinir okkar og félagar sem gefa
út Alþýðublað Kópavogs. Topp
tíu úr nýjasta tölublaðinu:
Óábyrgir stjórnendur á
fjárfestingarfylleríi
Rannveig kenndi „pörupiltunum"
mannasiði: Rannveig tók Mörð
og Hannes Hólmstein í gegn
Reiðir foreldrar rassskelltu Braga
Rosalegar skuldir
Gleymdu 400 milljóna láni!
Voru rangar tölur kynntar
af ásettu ráði?
Menningarmusterið
hvarf á 14 dögum
Þjóðvaki ómögulegt og
ónothæft (orð) á sænsku
Sigurrós fær kaldar kveðjur
Kópavogur skuldsettastur
allra bæjarfélaga
Fimm á förnum vegi Hvaða jólabækur hefur þú lesið?
Bjarni Jóhannsson þingvörður:
Ég fékk engar bækur.
Séra Þorvaldur Karl Helgason:
Sniglaveislan. Hún er ekkert sérstök
en rann samt ljúflega niður.
Laufey Guðmundsdóttir nemi:
Ég er búin að lesa tvær blaðsíður í
Guðbergi og hún lofar góðu.
Alda Steindórsdóttir nemi:
Blautir kossar. Meiriháttar bók.
Inga Hrund Arnardóttir nemi:
Leiftursýn, sem er frábær.
Viti menn
Þeir virtust strax kannast við
andlitið og er þeir áttuðu sig
næsta dag á því hver ég var
sögðu þeir að ég yrði
settur á aftökulistann,
röðin kæmi að mér.
Cesar Ferhar, vinsæll alsírskur
söngvari, sem var meðal farþega í þotu
Air France sem rænt var um jólin.
Mogginn í gær.
Þessvegna er spurt: Hvers á
Guðmundur Gíslason Hagalín
að gjalda? Er ekki enn búið að
fyrirgefa honum Gróður og
sandfok og öfluga menningar-
baráttu hans fyrr og síðar?
Því er bágt að trúa
eftir fall múrsins.
Ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar um
bókmenntaannál 1930-44 i ritinu
I deiglunni eftir Árna Sigurjónsson og
Friðrik Rafnsson. Morgunblaðið í gær.
Þótt höfundur hafi ást á
bókstafnum ypsilon, sem er og
verður góðra gjalda vert, er
nú kannski óþarfl að rekast á
það í öðru hverju orði. Að
minnsta kosti leið mér
undariega þegar ég sá orðin:
fornleyfafræðingur, breykk-
aði, áþreyfanlegur, lýkjast,
skylja, afleyðingar, dreyft,
óneytanlega, systkyni...
Ritdómur Kristínar Ómarsdóttur um
bókina UFO - fljúgandi furðuhlutir eftir
Einar Ingva Magnússon.
Mogginn í gær.
Já, ég ætla að hafa herbergið
mitt hreint næstu 500 árin.
Thelma Rut Kristinsdóttir aðspurð hvort
hún ætli að strengja áramótaheit.
DV í gær.
Osborne sá óvini í hverju
horni og lét fúkyrðin óspart
dynja á þeim. Hann hafði þó
einkum ímugust á leiklistar-
gagnrýnendum. „Það ætti að
fletta ofan af þeim reglulega,“
skrifaði hann, „einsog spilltu
lögregluliði eða biluðum
skolplögnum.“
Morgunblaöiö í gær. Enska leikskáldið
John Osborne lést á aðfangadag.
Hér á landi eru allar aðstæður
til að hafa megi stjórn á
afbrotatíðninni.
Ómar Smári Ármannsson
lögregluþjónn.
Grein í Morgunblaðinu í gær.
Það er orðið þreytandi að
þurfa stöðugt að vera á
varðbergi gegn leyniskyttum
stjórnvalda sem settar eru til
höfuðs dreifbýli þessa lands.
Sveinbjörn Jónsson sjómaður á Súg-
andafirði. Kjallaragrein í DV í gær.
Á ársþingi Knattspyrnusam-
bands íslands á dögunum kom
fram tillaga um að setja upp
knattspyrnuminjasafn á
Akranesi. Sagan segir að þessi
tillaga hafi fengið góðan
hljómgrunn hjá öllum nema
KR-ingum. Ástæðan sé sú að
bikarasafn KR-inga sé minja-
safn sem færi í heilu lagi upp á
Akranes ef til þessa kæmi!
Víkverji í gær.