Alþýðublaðið - 04.01.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Grænt, grænt, grænt... Það er alltaf ákveðin stemmning sem fylgir nýársdagsmorgni; flestir eru enn í fastasvefni, enn eimir eftir af púðurlyktinni í loftinu, maður veltir fyrir sér nýju ári og hvað það beri i skauti sér. En það er ekki bara púðurlyktin sem minnir á flugelda- sýningu gærkvöldsins. Hvert sem litið er, í öllum görðum og úti á göt- um eru prik, pappi og flöskur sem hafa þjónað sem skotpallar. Og þar mun þetta bíða uns snjóa leysir, unglingavinnan tekur til starfa og fólk fer að hreinsa til í görðunum sínum. Engum dettur í hug að tína upp leifar síns fýrverkerís og henda í tunnuna, allir eru í gleði?vímu yftr þessum stórmerkilegu áramótum. „Hva! Þetta er atvinnuskap- andi hohoho" sagði nágranninn kankvís á svipinn og grýtti stjörnu- Ijósinu í fallegum boga út á götu. Flokkun Fyrir tæpum tveimur árum var settur upp lítill dallur við hliðina á ruslafötu heimilis höfundar. Þar skyldi allur lífrænn úrgangur fara og var það dauðasynd að ruglast á döll- um. Fyrrnefndur nágranni hló sig máttlausan þegar hann fór að sjá hvern fjölskyldumeðliminn á fætur öðrum tínast út í eitt horn kartöflu- garðsins bak við hús, vopnaðan skóflu í annarri hönd, með illa lykt- andi poka í hinni. Eg viðurkenni að vissulega er stundum freistandi að lauma pokanum bara út í tunnu í stað þess að þurfa að hjakkast í moldinni í kartöflugarðinum, eink- um á veturna. Og lyktin maður úff..., hann fyllist nefnilega furðu lljótt, dallurinn, og allir eru vissir um að hafa grafið síðast. (Við höf- um nefnilega ekki pláss fyrir 2 til 3 hólfa safnhaug, en næsta sumar er stefnan að bæta aðstöðuna). Ná- granninn fékk enn eitt tækifærið til hláturkasts þegar hann sá okkur fylla bfl, sem við höfðunt fengið að láni, af dagblöðum síðustu mánaða - bruna svo í Sorpu til að losna við þau í endurvinnslu. Snúa svo heim rauð af bræði - við hittum á eina daginn í viku sent er lokað. „Bara gera þetta jafnóðum, krakkar, hoho- ho“ og nágranninn skellti Mogga gærdagsins í ruslið og veif- aði til okkar. Til hvers í ósköpunum að vera að þ e s s u ? Kannski þetta sé bara þessi ótrúlega yftr- g e n g i 1 e g a þrjóska sem einkennir mitt fólk. Nei, tilgangurinn hlýtur að vera ein- hver. Þróun Þeim sem vilja reyna að vera „umhverftsvænir" (svo ég noti nú það ofnotaða orð) eru hins vegar rnikil takmörk sett. Almennar drykkjarvörur færðu ekki nema í fernum, nema þú eigir kú úti í garði - en þá heid ég nú að hinn títtnefndi nágranni færi að líta í fasteignaaug- iýsingarnar. Og þar sem þetta er þrátt fyrir allt indæliskarl viljum við ekki missa hann úr hverfinu. I Þýskalandi geturðu komið með mjólkurflöskumar þínar og látið fylla á þær. Hlutfall ferna í almenna mslinu er gríðarlegt - fáránlegt. Það er ekki undarlegt að eigendur Tetra- Pak verksmiðjanna séu einir ríkustu menn heims. Markaðurinn er ómett- andi. Það sem er þó undarlegast er vöruþróunin. Lítið á ABT-mjólkina: örlítil jógúrt í plastmáli með álloki. Pallborðið Þorn Arnorsdotlir skrifar Samfast því er annað plastílát með álloki, sem inniheldur örlítið muslí og plastskeið í plastumbúð- um! Lítið á hinn nýja „- Kalda“. Þykkar plast- flöskur - beint í ruslið. Utanurn eina papriku þarf frauðplastsbakka og hálf- an fermetra af plasti. Það eina sem þarf er dulítil hugsun. Láta svona vöru- tegundir týnast út af markaðnum samkvæmt náttúru valskenningu Darwins nteð því að snið- ganga þær. Spretta Við Islendingar erum viss um að búa í hreinasta og fallegasta landi heims, og flestir eru álíka vissir um að svo verði unt aldur og ævi, og að við þurfum ekkert að gera til að halda því svo. Það er rangt. Starfsemi Soipu á langt í land með að skila tilætl- uðum árangri. En hún er fyrsta skreftð. Svo ég vísi aftur til þýðverskra, þá eru þar gámastöðvar í hverju hverfi. Það hefur hins vegar sýnt sig að Is- lendingar em enn svo miklir villimenn að það er ekki grundvöllur fyrir ómönnuðum gámastöðv- um hér - enn. Eg er hins vegar viss unt að kartöfl- urnar okkar spretta mun betur en kartöflur ná-. grannans. Hötundur er líffræðinemi og formaður Félags ungra jafn- aðarmanna í Kópavogi. „Það er alltaf ákveðin stemmning sem fylgir ný- ársdagsmorgni ... Hvert sem litið er, í öllum görðum og úti á götum eru prik, pappi og flösk- ur sem hafa þjónað sem skotpallar. Og þar mun þetta bíða uns snjóa leysir, unglingavinnan tek- ur til starfa ... „Hva! Þetta er atvinnuskapandi hohoho“ sagði nágranninn kankvís á svipinn og grýtti stjörnuljósinu í fallegum boga út á götu.“ Eftirlætis frambjóðandi Alþýðublaðsins, Egg- ert Haukdal, lætur ekki deigan síga við undirbún- ing sérframboðs síns. Nú samþykkir hvert sjálfstæð- isfélagið á Suðurlandi á fætur öðru áskorun á Egg- ert að hætta við framboð en hann lætur það sem vind um eyru þjóta. Sunn- lenska fréttablaðið segir frá umtöluðum fundi í sjálfstæðisfélaginu Kára þarsem ályktað var gegn framboði Eggerls. Þegar niðurstaða leynilegrar at- kvæðagreiðslu lá fyrir, tók Eggert sig til og yfirheyrði fundarmenn, hvern á fætur öðrum, en enginn þorði að gangast við því að hafa ályktað gegn honum. Svona eiga sýslumenn að vera! Á fundi flokksfé- lagsins á Hellu varálykt- un gegn framboði Eggerts samþykkt með 26 atkvæð- unt gegn 10, svo okkar maður greinilega að minnsta kosti þriðjungs- Bartar dagsins „Vituskuld hef ég snemmu kunnuð að nefna nafn Guðmundar Pálmason- ar (vitavarðar við erfiðasta vita landsins, einsog kynnti sig sjálf- ur með við- höfn) og þekkt hann í sjón, því að hann var mjög auð- kenndur: Lágur maður meðQuðmundur yexti. stórbein-pá|mason ottur, en skarp- holda, meiri um lendar en herður, klofstuttur, innskeifur og allra manna hjólfættastur, ljós á hár og þunnhærð- ur, fölur yfirlitum, grá augu, greini- lega skásett, andlit breitt um kinnbein, en mjókkaði mjög niður. munnur inn- fallinn, Ijósir, læpulegir bartar huldu meira neðri vör en hina efri, líkt og á rostungi, vöxtur og ytirbragð tnong- ólskt ... Guðmundur var jafnan flím- legur og þó um leið drýgindalega brosandi, og hefég aldrei vitað mann kunna betur að sameina yfrið steigur- læti og alveg takmarkalaus undirdán- ugheit." Úr ritgerö Vilmundar Jónssonar land- læknis sem nýverið birtist í jólablaöi Skutuls, málgagns jafnaöarmanna á Vestfjörðum. tekið algerum stakkaskipt- um, eftir yfirhalningu hjá förðunarfólki, hárgreiðslu- meisturum og tískufata- sérfræðingum. Á litlu myndinni sést skelegg baráttukona, en sú stóra gæti eins verið af nor- Hinumegin fylgi innan Sjálf- stæðisflokksins. Og Eggert gefur ekki mikið fyrir andstöðu gegn sér, og spyr blaðamann Sunn- lenska: „Hefur þú trú á að örfáir menn geti skipað mér svona fyrir?“ Áreið- anlega ekki! Áfram Eggert... Við getum ekki stillt okkur um að birta úrklippu af fyrirsætu vikunnar í Víkuifréttum. Hún er engin önnur en Drífa SigfúsdóUir forseti bæjarstjórnar í „Suðurnesjabæ" og frantbjóðandi í nýlegu prófkjöri Fram- sóknar. Einsog sjá ntá hefur Drífa - Ég er það sem ég er! Fimm á förnum vegi ifBtuijóð? Skjöldur Sigurjónsson, dans- stjóri: Já, ég les mikið af Ijóðum. Uppáhaldsljóð mitt er Flóttinn eftir Stein Steinar. Gunnar Sverrisson, Ijósmynd- ari: Já, ntjög oft. Uppáhaldsljóð- skáld mitt er Sverrir Hermannsson yngri. Edda Bjarnadóttir, blóma- skreytingakona: Alltof sjaldan, en það stendur til bóta. Sigurður Pálsson er mitt uppáhaldsljóðskáld. Guðmundur Ragnarsson, nemi: Voðalega lítið en mér fínnst Steinn Steinar ntjög góður. Guðmundur Tómasson, að- stoðarbankastjóri Norræna- fjárfestingabankans: Stundum, en ég á ekkert sérstakt uppáhaldsskáld. Viti menn Sóðaskapur „tískufyrirbæri“ við Þinghólsskóla í Kópavogi - skólast jóri og formaður foreldrafélags kvarta: Hrækt og migið upp um alla veggi skólans. Fyrirsagnir í Tímanum í gær. Óvenjulegt ritverk frá fram- kvænidastjóra íslandsbanka: Asmundur sendir frá sér Ættir og uppruna Krists - eitthvað á bak við allt sem maður gerir, segir Asmundur Stefánsson. Fyrirsagnir í DV í gær. „Þetta er ekki til fjölmiðlaumfjöllunar. Allavega ekki á þessu stigi," sagði Ásmundur. Stjórnvöld segja ekki rétt frá mannfallinu. Um er að ræða mannfall, sem líkja má við þjóðarmorð, og hermennirnir hafa ekki hugmvnd um fyrir hverju þeir eru að berjast. Viktor Sheinís, rússneskur þingmaður, um ástandið í Grosní. Morgunblaðið í gær. Sigaði lögreglu á 85 ára konu sína vegna framhjáhalds. Fyrirsögn í DV í gær. „Það er þá eina góða verkið sem hann hefur unnið um ævina,“ sagði hún. Ættingi ungrar stúlku sem fjöldamorð- inginn Frederick West myrti - að tjá sig um sjálfsmorð hans. Mogginn í gær. Meirihluti bókarinnar er reyndar þokkalega þýddur en innan um finnast kaflar sem eru hreint út sagt ótrúlegir aflestrar og eiga fátt skylt með íslensku. Ritdómur Kristjáns Kristjánssonar um bókina Listi Schindlers sem nýverið kom út hjá Fjölva. Fimm þýðendur eru skrifaðir fyrir verkinu. Morgunblaðið í gær. Annars snerust áramótin okkar ekki um skaup Guðnýjar Halldórsdóttur, kommúnista úr Mosfellsbæ, sem hafði lýst því yfir að hennar æðsta takmark væri að fella íhaldið. Árni Sigfússon að tjá sig um áramótaskaupið í Tímanum í gær. í þessari bók er stungið á ýmsum kýlum með kerfisbundnum og skipulegum hætti og hvergi slakað á fræðilegum kröfum. Þessvegna er þessi bók mun athyglisverðari og áhrifamciri en „bankabækur“ og blaða- greinar, þarsem íslenska „kerfið“ er gagnrýnt, og hún á heima á náttborði sérhvers alþingismanns. Ritdómur Ólafs Stephensens um bók- ina Embættismenn og stjórnmálamenn eftir Gunnar Helga Kristinsson. Morgunblaðið í gær. Hughrifin voru þau, að Bryndís væri sýknt og heilagt á lúxusflakki í útlöndum, dansandi á næturklúbbum, eyðandi milljónum á kostnað skattborgara. Þessu var Logi að reyna að klína á hana. Atli Heimir Sveinsson tónskáld; aðsend grein í Mogganum i gær þarsem hann gagnrýnir harðlega fréttaflutning Loga Bergmanns Eiðssonar í Sjónvarpinu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.