Alþýðublaðið - 04.01.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ðarmanna lagosa4 4 að bjarga lieiminum með jafnaðar- mönnum, hvað starfarðu? „Eg starfa á Hagfræðistofnun Há- skóla Islands við að stúdera landsins gagn og nauðsynjar. Það er óskast- aða að fá borgað fyrir að sinna áhugamálunum." -Varstu ekki talsvert viðriðinn stúdentapólitíkina ? „Tja. A l'yrsta árinu í Háskólanum var ég fengin á framboðslista hjá Röskvu, samtökum félagshyggju- fólks, og sat í tvö ár sem varamaður í Stúdentaráði. í fyrra gegndi ég síðan jafnframt fonnennsku í Röskvu. Al- veg meiriháttar tímabil sem ég mun alltaf búa að.“ -Það er sem mig reki minni til, að þú hafir harkalega gagnrýnt for- ystu Alþýðuflokksins - þar á meðal Össur Skarpliéðinsson - fyrir vissa linkind í málefnum háskólanema. Hvernig standa þau mál ídag? Ertu ennþá reiður? „Afstaða þingflokks Alþýðu- flokksins í málefnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, sem er í hróp- legu ósamræmi við samþykkta stefnu llokksins, er að sjálfsögðu eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Eg er þó ekki reiður útí samflokks- menn mína og allra síst Össur Skarp- héðinsson. Hann og fleiri innan þingflokksins hafa í önnur skipti sýnt að Alþýðuflokkurinn er alls ekki óvinveittur menntun í landinu. Það er hins vegar skelfilegt að mennta- málaráðherra . Sjáfstæðisflokksins hafi fengið svo mikið svigrúm sem raun ber vitni til að vinna menntun í landinu ógagn. Þingmenn flokksins hljóta að fara að sjá að í menntamál- um hefur n'kisstjórnin ekki gegnið til góðs.“ -Þií ert frá Stykkishólmi. Hvernig gengur landsbyggðarmanninum að stýra suðvesturhorns-samtökunum SUJ? „Það gengur ágætlega þar sem ég er búsettur í Reykjavík. Lands- byggðin er að vinna sér aukinn sess í hjörtum ungra jafnaðarmanna og því er sú staðreynd að ég kem utan af landi í samræmi við aðra þróun í samtökunum." -Og aftur útá víðan völl: Lítill fugl hvíslaði því að mér, að í þér lúrði poppsöngvari, vœnn ísniðum. Varstu - eða ertu kannski - íhljóm- sveit? „Einhvemtíma í fyrndinni gaulaði ég víst með popprokksveitinni Kvass frá Stykkishólmi. Hljómsveit- in sú gerði sér það helst til frægðar að trylla unglingsstúlkur í Galtalæk. Poppstjaman Jón Þór Sturluson er löngu dauð og mun ekki vakna í bráð.“ -Hvað nteð önnur áhugamál, er eitthvað pláss fyrirþau? „Eg er nýskriðinn úr námi sem ég hef stundað samhliða pólitísku vafstri og því lítill tími gefist fyrir annað. Nú vandast enn málið með aukinni ábyrgð en þó finn ég mér tíma til að kyssa konuna mína svona af og til, á milli þess sem við tökum snún- ing.“ -Þú er semsagt fjölskyldu- maður. „Já, ég er í sambúð með Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, hjúkmn- arfræðinema." -Er Anna Sigrún samstíga þér í pólitúánni? „Að mestu leyti. Við emm að minnsta kosti enn í sama flokkn- um en hún er vafalítið ntinn erf- iðasti andstæðingur í rökræðum. Enginn vafi.“ -Hvert erfagnaðarerindi for- manns Sambands ungra jafn- aðarmanna til félaga sinna á nýju ári? „Gemm sjálfum okkur og heiminum greiða: Vemm við sjálf og seljum ekki sálur okkur til pólitískra hausaveiðara eða sérstrúarsafnaða af einhverju tagi... Verum umburðarlynd og opin - sterk og sjálfstæð. En þó umfram allt: Bræður berjumzzzt. Passaðu að hafa þetta með þremur zetum.“ -Eg gœti þess. Takk fyrir spjallið. „Sömuleiðis. Bless!“ Skatthlutfall og skattafsláttur Skatthlutfall staðgreiðslu 1995 er 41,93% Á árinu 1995 verður skatthlutfall staðgreiðslu 41,93%. Persónuafsláttur á mánuði er 24.444 kr. Persónuafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 24.444 kr. á mánuði. Sj ómannaafsláttur á dag er 686 kr. Sjómannaafslátturfyrstu sex mánuði ársins verður 686 kr. á dag. Frá og með 1. janúar 1995 eru fallin úr gildi skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin á árinu 1994. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Alþýdublaðið - Best geymda leyndannálið! PRÓFNÁM - FRÍSTUNDANÁM Öldungadeild á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám m.a. íslenska fyrir útlendinga, norðurlandamál, enska, franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska, rússneska, gríska og portúgalska. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið teikning, málun, módelteikning, bókband, fatasaumur, skrautskrift, og margt fleira. Námsaðstoð fyrir skólafólk í stærðfræði, stafsetningu og fleiri fögum eftir þörfum. Kennsla fyrir börn í norsku, dönsku, sænsku og þýsku. Sérkennsla í lestri og skrift Ný námskeið: Glerskurður, stjörnuspeki, trúarbrögð heims, olíumálun og 100 stunda námskeið í svæðanuddi. Innritun í prófadeild fer fram 9. - 10. janúar 1995. Innritun í almenna fiokka fer fram 18. -19. janúar 1995. Námsflokkar Reykjavíkur óska nemendum sínum gleðilegs drs.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.