Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 MÞYBUBIMIB 20852. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hinir sönnu jafnaðarmenn Sænskt efnahagslíf og velferðarkerfi á í mikium erfiðleikum. Sænskir jafnaðarmenn standa nú í umtalsverðum niðurskurði á ríkisútgjöldum. Fáu er þar hlíft, enda vandinn mikill og upp- safnaður. Mestur verður niðurskurðurinn í heilbrigðis- og fé- lagsmálum, en undir hnífinn fara einnig bamabætur, trygginga- bætur og húsaleigubætur. Þetta eru að sjálfsögðu sársaukafullar aðgerðir, en nauðsynleg- ar að dómi allra sem til þekkja. Stjómarandstaðan í Svíþjóð mun styðja þessar aðgerðir og ekki er vitað til þess, að klofn- ingur hafi orðið í krataflokknum sænska vegna þessa. Sænskir kratar hafa löngum skilið þá gmnnforsendu nútíma jafnaðarstefnu, að öflugt efnahagslíf þarf til að standa undir vel- ferðinni. Efnahagskreppan sænska á sér auðvitað margar orsak- ir, meðal annars fjármagnsflótta til landa Evrópusambandsins. Ofvöxtur velferðarkerfisins á hér einnig hlut að máli, þó deila megi um hversu mikinn. Á móti því verður hinsvegar ekki mælt, að við minnkandi þjóð- artekjur, atvinnuleysi og fjámiagnsfiótta þarf að laga velferðar- kerfið að nýjum aðstæðum. Erlend skuldasöfnun sænska ríkis- ins er slík, að vextir og afborganir munu binda hendur ríkis- stjóma þar í landi næsta áratuginn hið minnsta. Hér heima á íslandi hefur langvinn efnahagskreppa og halli á ríkissjóði leitt til þess, að íslenskir jafnaðarmenn hafa þurft að taka til hendinni í íjármálum ríkisins. Þetta hefur tekist án þess að skerða verulega þjónustu og á sumum sviðum hefur þjónust- an verið stóraukin. Spamaðurinn er verulegur og kostaði mikla baráttu. Vegna þessara aðgerða hefur á Alþýðuflokknum dunið dylgjur um að hann hafi svikið lit, sé ekki raunverulegur jafnaðar- mannaflokkur, heldur hægri flokkur. Þessi er boðskapur Jó- hönnu Sigurðardóttur. Hún vill fría sig ábyrgð á erfiðum en nauðsynlegum aðgerðum í nafni hinnar sönnu jafnaðarstefnu. Hinir sönnu jafnaðarmenn í Þjóðvaka ættu að líta til Svíþjóðar og spyrja sjálfa sig nokkurra heiðarlegra spuminga. Er niður- skurðurinn í Svíþjóð til dæmis merki um að sænski jafnaðar- mannaflokkurinn sé hægri flokkur eða er aðhaldsstefna hans nauðsynleg og ábyrg viðbrögð við aðstæðum? Það segir sína sögu um sænsk stjómmál að þar í landi styður stjómarandstaðan niðurskurðinn, en hér á landi reynir Jóhanna Sigurðardóttir að slá sjálfa sig til riddara á kostnað fyrrum fé- laga sinna. Sem betur fer er ekki hefð fyrir lýðskmmumm í sænskum stjómmálum og því geta Svíar tekið á málum af skynsemi. Það sama verður því miður ekki sagt um stóran hluta íslenskra stjórrtmála. Onnur sjónarmið „Án atbeina Jóns Baldvins við samkomu- lag um hið evrópska efnahagssvæði væri það mál ekki orðið að veruleika í algjörri samstöðu allra flokka. Frammistaða hans í utanríkismálum hefur verið til sóma. Jón Baldvin hefur haft hátt og farið geyst - stundum farið offari. Stíll hans er bein- skeyttur og ögrandi,“ segir Ellert B. Schram í forystugrein DV í gær. Alþýðublaðið gluggar í forystu- greinar DV og Morgunblaðsins í gær. Morgunblaðið fjailar um ný- kjörið Bandaríkjaþing en í DV skrifar Ellert B. Schram ritstjóri undir fyrirsögninni Til varnar Jóni Baldvin. 77/ varnar Jóni Baldvin Leiðari DV er á þessa leið, milli- fyrirsagnir eru Alþýðublaðsins: „I síðustu viku gerðist það hvort tveggja að Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, var útnefndur óvinsælasti stjómmálamaðurinn í skoðanakönnun DV og svo hitt að Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrver- andi þingmaður Framsóknarflokks- ins, skrifaði lofsamlega grein um Jón Baldvin. Þá skal þess getið að enn ein skoð- anakönnunin sýndi hörmulega stöðu Alþýðuflokksins undir stjóm þessa sama Jóns. Fréttir herma að innan- búðar í Alþýðuflokknum sé nú rætt um að skipta þurfi um „karlinn í brúnni". Allt þetta sýnir að Jón Baldvin Hannibalsson er umdeildur stjóm- málamaður. Óvinsældakannanir eru að vísu þeim annmarka háðar að þar em andstæðingar viðkomandi stjóm- málamanna settir í dómarasæti og þvf smærri sem flokkurinn er því fleiri verða atkvæðin frá þeim sem hafa ímugust á foringja litla flokks- ins. Sjálfsagt er þó að horfast í augu við þá staðreynd að Jón Baldvin hef- ur ekki hænt að sér kjósendur í stór- um stíl og virðist á sama tíma hafa lag á því að egna aðra upp á móti sér. Uthlaup Jóhönnu Sigurðardóttur og fylgisleysi Alþýðuflokksins verður auðvitað að skrifa að einhverju leyti á reikning formannsins. Grein Guðmundar G. Þórarins- sonar segir um leið að þeir em til sem kunna að meta Jón Baldvin sem stjómmálamann og fullyrða má að núverandi ríkisstjóm væri ekki svip- ur hjá sjón án hans þátttöku. Hvað sem líður óvinsældum hefúr Jón Baldvin verið aðsópsmikill og af- kastamikill ráðherra og formaður í sfnum flokki.“ Breytt ímynd Davíðs „Hér í leiðara á mánudaginn var fjallað um breytta ímynd Davíðs Óddssonar og stjómunaraðferða hans. Þar er sett fram sú skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hægi stöðugt á ferðinni og Davíð formaður líti fyrsta og fremst á sig sem sáttasemj- ara til málamiðlana. Ef þessi kenning er rétt þá má jafnframt fullyrða að Alþýðuflokk- urinn og Jón Baldvin hafi tekið að sér það hlutverk sem ætti öðmm fremur að vera Sjálfstæðisflokksins. Þá er átt við ákafa og áhuga varðandi frjálsræðisbreytingar í peningamál- um, verslun og viðskiptum, landbún- aðarmálum og sjávarútvegsmálum. í öllum þessum málum hefur það komið í hlut Alþýðuflokksins að knýja á um breytingar í anda þeirrar sjálfstæðisstefnu sem lengi var ær og kýr Sjálfstæðisfiokksins." Vígamaður af guðs náð „Án atbeina Jóns Baldvins við samkomulag um hið evrópska efna- hagssvæði væri það mál ekki orðið að veruleika í algjörri samstöðu allra flokka. Frammistaða hans í utanrík- ismálum hefur verið til sóma. Jón Baldvin hefur haft hátt og far- ið geyst - stundum farið offari. Stíll hans er beinskeyttur og ögrandi. Hann er vígamaður af guðs náð. Vill íslenska þjóðin ekki slíka menn? Vill hún meðalmenn og miðj- umoð? Vilja Islendingar aftur kalla yfir sig hægfara hagsmunagæslu- stjóm framsóknarmanna allra flokka? Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sitja áfram í ríkisstjóm en hann þarf að hafa með sér menn og flokka sem vilja annað og meira en „status quo“. Sérstaklega ef Sjálfstæðis- flokkurinn heldur áfram að vera íhaldssamur og landsföðurlegur. Hér er ekki verið að hvetja fólk til að kjósa Alþýðuflokkinn. En hér er verið að taka upp hanskann íyrir stjómmálamann sem nýtur ekki sannmælis. Persóna Jóns er of fyrir- ferðarmikil til að verkin fái að tala. Það er hans Akkilesarhæll. En það er líka hans styrkur að því leyti að það verður enginn stór eða umdeildur í pólitík nema það sópi að persónu hans.“ Nýtt Bandaríkjaþing í forystugrein Morgunblaðsins er að finna athyglisverða grein- ingu á stjórnmálaástandi í Banda- ríkjunum, nú þegar nýr þing- meirihluti sest að völdum. Greinin er á þessa leið, millifyrirsögn er Alþýðublaðsins: „Nýr meirihluti tók við völdum á Bandaríkjaþingi í síðustu viku. I fyrsta skipti í fjörtíu ár ráða repúblik- anar ríkjum jafnt í fulltrúa- og öld- ungadeildinni. Þetta gerist einungis tveimur ámm eftir að Bill Clinton tók við sem for- seti, með það að markmiði að hverfa frá hinni íhaldssömu stefnu Ronalds Reagan og George Bush. Honum hefúr orðið lítið ágengt í að koma stefnumiðum sínum í framkvæmd og nú, þegar hann getur ekki lengur treyst á stuðning þingsins, verður erfiðara en ella að ná fram stórvægi- legum breytingum, til dæmis á bandaríska heilbrigðiskerfinu. Hinir nýju leiðtogar repúblikana á þingi, með Georgíuþingmanninn, Newt Gingrich, í fararbroddi, ætla sér hins vegar stóra hluti og hafa heitið að koma stefnuskrá sinni, sem þeir nefna „Samning við Bandarík- in“ í framkvæmd á nokkmm mánuð- um. Þessar breytingar á valdajafnvæg- inu í Washington em ekki fyllilega sambærilegar við þær sem áttu sér stað er Reagan komst til valda á sín- um tíma. A þeim tíma hafði um nokkurt skeið átt sér stað mikil fræðileg geijun meðal bandarískra hægrimanna sem braust út með kjöri hins íhaldssama Reagans." Hugmyndafræði Gingrich er almennings „Hugmyndafræðin að baki sigri Gingrich er hins vegar ekki sprottin upp meðal fræðimanna heldur al- mennings. Umskiptin endurspegla öðm fremur megna óánægju með „valdastéttina"; stjómmálamenn og Ijölmiðla. Bandaríkjamenn telja vemleika stjómmálanna í Washing- ton eiga orðið lítið sameiginlegt með þeirra daglega lífi. Margar þær hugmyndir sem settar em fram í stefnuskrá repúblikana em líka allrar athygli verðar, ekki síst þær sem miðast að því að skera nið- ur og einfalda stjómkerfið. Það má hins vegar draga í efa að þær róttæku breytingar, sem nú em boðaðar, verði að vemleika. Marga þingmenn repúblikana skortir pólit- íska reynslu og leiðtogi þeirra hefur þegar sýnt að hann á auðvelt með að misstíga sig. Reynslan hefur að auki sýnt að það er ávallt auðveldara að lofa niðurskurði en að framkvæma hana.“ Dagatal 12. janúar Atburðir dagsins 1268 Gissur jarl safnast til feðra sinna, ríkastur og valdamestur 13. aldar höfðingja. 1519 Maximilian I deyr, konungur Þýskalands og Heil- aga rómverska keisaradæmisins síð- an 1493.1830 Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, tekin af lífi í Vatnsdalshólum. Þetta var síðasta aftaka á fslandi. 1940 Einar Benediktsson, skáld ofur- mennskunnar, deyr; 75 ára að aldri. Afmælisbörn dagsins Jack London bandarískur rithöf- undur sem skrifaði merkar sögur um átök manns og náttúm, 1876. Her- mann Goering yfirmaður þýska flughersins í heimsstríði númer tvö, 1893. Joe Frazier bandarískur heimsmeistari í hnefaleikum 1970- 75, 1947. Annálsbrot dagsins Magnús Hemingsson hálshöggvinn og árinu eptir heiðarlega grafinn. Vatnsfjarðarannáll elzti, 1589. Orð dagsins Ég hlusta í húmi nœtur. Ég heyri við yztu höf skóhljóð dáinna daga, drauma, sem huldust gröf. Þórbergur Þórðarson. Skammtur dagsins Þegar ég kynntist Einari Benedikts- syni þama (í Herdísarvík), var hann farinn að tapa sér bæði andlega og líkamlega, gamall maður fullur beiskju gagnvart lífinu og samtíð sinni, ofdrykkjumaður sem þurfti sinn daglega skammt af áfengi. Magnús Á. Ámason; Gamanþættir af vinum mínum. Málsháttur dagsins í hvílu er skást hungur að þola. Lokaorð dagsins Það er búið. Hinstu orð Einars Benediktssonar skálds, sem dó þennan dag 1940. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er spennu- þmngin, þótt hún virðist við fyrstu sýn harðlæst. Lima hefur hvítt og á Ieik gegn Da Costa Junior. Lima, sem er brasilískur alþjóðameislari, sýnir að hann kann að reikna og bók- staflega sprengir svörtu stöðuna í loft upp. Hvað gerir hvítur? 1. c5!! dxc5 2. bxc5 bxc5 3. d6!! Dxd6 4. Dd5 Hfe7 Eina rétta svarið. 5. Bg5 He6 6. Hxe5!! Dxd5 7. Bxd5! Da Costa Junior gafst upp. Ef 1. ... Hxe5 mátar hvítur einfaldlega með biskupi á f6. Glæsilegt!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.