Alþýðublaðið - 19.01.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Niccoló Machiavelli skrifaði Furstann sem handbók fyrir hans hágöfgi Lorenzo di Pietro de’Medici á öndverðri 16. öld. Furstinn er ein umdeildasta - en jafnframt lífseigasta - bók allra tíma; kennslubók í refskák stjórnmálanna, klækjabrögðum og valdabar- áttu. Margir lítt dáðir einræðisherrar hafa þrautlesið þessa bók og margt af henni lært - en víst má líka sjá machiavellíska drætti í ýmsum valinkunnum stjórn- málamönnum öðrum. Það er viðeigandi að glugga í Furstann, nú þegar kosningar fara í hönd og stjórn- málamenn þurfa að leita allra leiða til að halda völd- um sínum - ellegar ná þeim. Stjórnmálamenn geta semsagt fræðst af þessum lestri, en aðrir lesendur geta dundað við að finna áhrif Machiavellis á ís- lenska pólitíkusa. Þau eru áreiðanlega talsverð. Um harðýðgi og miskunn - nvort betra sé að fursti sé elskaður eða að menn óttist hann En þá rís spurningin: Er betra fyr- ir furstann að hann sé elskaður af fólkinu heldur en að það óttist hann - eða öfugt? Svarið er að hvorttveggja væri æskilegast, að fólkið elskaði hann og óttaðist í senn. En þar sem þetta getur trauðla fanð sarnan, þá er miklu tryggara að búa við ótta fólks- ins en ást, ef ekki er hægt að eiga hvorttveggja. Um mennina má yfir- leitt segja, að þeir séu vanþakklátir, hvikulir, lygnir og hræsnisfullur. Þeir eru hræddir við hættur og fé- gjamir. Þeir em reiðubúnir til að út- hella blóði sínu fyrir foringja sinn, hætta eigum sínum, lífi sínu, bömum sínum - á meðan engin hætta er nærri, eins og ég hef áður sagt, en þegar hættan steðjar að þá snúa þeir við blaðinu. Hver sá fursti sem á allt sitt gengi undir efndum loforða, en hefur ekki gert neinar aðrar varúðar- ráðstafanir - hann á glötun vísa. Hafí fursta ekki tekist að ná vin- sældum, ber honum samt að haga svo orðum sínum og gerðum um leið og hann vekur mönnum ótta, að hann baki sér ekki hatur. Því að ótta þarf alls ekki að fylgja hatur. Og furstinn getur ávallt komist hjá hatri ef hann lætur í friði eignir samborg- ara sinna og þegna svo og eiginkon- ur þeirra. Ef svo ber til að hann telji sér nauðsynlegt að taka einhvem af lífi, þá sé það gert af réttlætanlegum ástæðum. Og umfram allt á hann að láta eignir hans í friði, því menn em Iljótari að gleyma dauða föður en missi föðurarfsins. Ber fursta alltaf að virða trúnað og halda heit sín? Allir hljóta að vera sammála um að það sé lofsvert að fursti haldi vel heit sín og sé hreinskiptinn en ekki ...er miklu tryggara að búa við ótta fólks- ins en ást, ef ekki er hægt að eiga hvort- tveggja. Um mennina má yfirleitt segja, að þeir séu vanþakklátir, hvikulir, lygnir og hræsnisfullur. undirfömll í framkomu sinni. Samt er það svo að reynslan sýnir okkur að þeir furstar sem komið hafa miklu til leiðar nú á tímum hafa einmitt verið þeir sömu og einskis mátu gefm lof- orð, kunnu að vefja öðmm um fingur sér og reyndust siðar ofjarlar þeim sem virtu heiðarlegar leikreglur. Það er augljóst að í baráttu er um tvennl að ræða, að láta lögin ráða eða valdið bert. Hið fyrra er mönnum sæmandi, hið síðara er aðferð dýrs- ins. En þar sem hið fyrmefnda dugir í mörgum tilfellum ekki, þá þarf að grípa til þess síðara. Furstinn verður því bæði að kunna það sem er mannsins og dýrsins. Fursti þarf ekki endilega að hafa alla þá kosti til að bera sem áður vom nefndir. En hann á vissulega að láta líta svo út sem hann væri þeim prýddur. Eg vil jafnvel ganga svo langt að segja að hefði hann þá alla og sýndi þá í verki, yrði það honum til falls. En það er gagnlegt fursta að láta Ifta svo út sem hann sé miskunn- samur, orðheldinn, mannúðlegur, trúaður og hreinskilinn - og að vera það, en hafa þó hug sinn opinn fyrir því að bregða hinu gagnstæða ef þörf krefur. Menn verða að gera sér Íjóst að fursti, og sér í lagi sá sem er nýr í sessi, getur ekki hagað sér í öllu eftir því hvað færir mönnum vinsældir. Astæðan er sú að til þess að halda ríki sínu neyðist hann oft til aðgerða sem em andstæðar samvisku hans, stríða gegn trú, góðgimi og hjarta- gæsku. Hann þarf að sýna sveigjan- leika, geta ekið seglum eftir vindi, hagað sér eftir því hvemig gæfuhjól- ið snýst og allar aðstæður kreíjast. Eins og ég hef áður sagt á hann ekki að víkja af vegi þess góða ef það er mögulegt en hann þarf að kunna að þræða refilstigu hins illa ef nauðsyn býður. Um ráðgjafa fursta Það skiptir ekki litlu máli hvemig fursta tekst til með val á ráðgjöfum og trúnaðarmönnum. Það er komið undir skarpskyggni hans hve nýtir þeir verða honum. Hið fyrsta sem gefur mönnum til kynna hvort hann er hygginn stjómandi er hverrar gerðar nánustu samstarfsmenn hans em. Séu þeir hæfir og traustir fær hann alltaf orð fyrir skarpskyggni, Og umfram allt á furstinn að láta eignir hans í friði, því menn eru fljótari að gleyma dauða föður en missi föðurarfsins. að meta hæfileika þeirra og eign- ast trúnað þeirra. En séu þeir misheppnaðir þá liggur stjómarherrann undir ámæli fyrir þann dóm- greindarskort að hafa valið slíka menn sér að ráðgjöf- um og samstarfsmönnum. Enginn sent þekkir herra Antonío da Venfró, ráð- gjafa Pandolfós Petmcci í Síena getur komist hjá því að álykta að Pandólfo sjálfur sé vitur maður að hafa slíkan mann að ráð- gjafa. Það má segja að gáfhafar manna sé þrenns- konar. Einn getur sjálfur greint kjama hvers máls, annar getur það með hjálp annarra, hinn þriðji skilur það hvorki sjálfur né með hjálp ann- arra. Sá fýrsti er ágætur, annar er góður en sá þriðji er til einskis nýtur. Af þessu má álykta um Pandolfó að hafi hann ekki greind þess ágæta þá hljóti hann að minnsta kosti að hafa greind þess góða. Ef fursti er fær um að greina rnilli góðs og ills í því sem aðrir segja og gera þótt eitthvað skorti á skarpskyggni hans sjálfs, þá er hann fær urn að meta hvort verk ráðgjafa hans miða til góðs eða ills. Hann getur þá hrósað þeim eða álas- að eftir því sem efni standa til. Þá geta ráðgjafar hans ekki farið á bak við hann, en verða að sýna trú- mennsku. Það er til óbrigðull mælikvarði sem fursti getur farið eftir til að meta hollustu ráðgjafa sinna. Ef hann sér að ráðgjafa sínum er meira í mun að gæta eigin hags en hans og leitist við að hagnast sjálfur á öllu sem hann gerir, þá verður hann aldrei hollur ráðgjafi og honum er illa treystandi. Þetta helgast af þvf að maður sem er trúað lyrir málefnum ríkisins á aldrei Furstinn á ekki að víkja af vegi þess góða ef það er mögulegt en hann þarf að kunna að þræða refilstigu hins illa ef nauðsyn að hugsa um annað en hag furstans. Hann á aldrei að helga sig neinu sem er ríkinu óviðkomandi. Til þess að tryggja sér sem bestan samstarfs- mann á furstinn þar á móti að láta sér mjög umhugað um hann til þess að gera sér hann skuldbundinn, gefa honum hlutdeild bæði í heiðri og ábyrgð. Þannig á ráðgjafinn að finna hve háður hann er furstanum og ef hann er vel efnum búinn og nýtur virðingar, mun hann síður sækjast eftir meiru. Og þar sem hann er önn- um kafinn við skyldustörf er líklegt að hann hafi andúð á breytingum. Ef samband fursta og samstarfsmanna hans er á þessa lund mun ríkja gagn- kvæmt traust milli þeirra, en sé þar brestur á mun það verða báðum til tjóns. Um örlæti og nísku Það sem skaðar er að gefa af sín- um eigin eignum. Það er ekkert sem eyðir sjálfu sér eins og örlæú. í sama mæli og það er iðkað rýrir það get- una til að halda því áfram og að lok- um leiðir það til fátæktar og lítils- virðingar - eða, vilji menn komast hjá því, til ránsskapar sem elur af sér hatur. Fursti á frarnar öllu að varast að vekja hatur eða fyrirlitningu, en örlæti leiðir úl hvors tveggja. Það er þessvegna betra að sætta sig við það að verða kallaður nirfill, heldur en að sækjast efúr lofi fyrir örlæti sem kostar að gera sig beran að ránsskap, og uppskera þar með bæði vanvirðu og hatur. um, því ef urn hið fyrra er að ræða og hann hefur verið hlutlaus þá verður hann bandingi þess sem sigrar án þess að eiga sér nokkra samúð hins sigraða. Og hann hefur ekki unnið sér neinn rétt til vemdar af hálfu ann- arra. Sigurvegarinn kærir sig ekkert um hálfvolgan vin sem ekki er reiðu- búinn að korna til hjálpar í neyð. Hinn sigraði hafnar honum af því hann var ekki fús til að koma honum úl hjálpar með vopn í hönd. Hve miklu gæfan ræður og hvernig unnt er að hafa áhrif þar á Við sjáum það að menn nota mis- munandi aðferðir til þess að ná per- sónulegum markmiðum, svo sem frægð og auðæfum. Einn fer með gát, annar þjösnast áffam; einn beitir ofbeldi, annar slægð; einn fer sér að engu óðslega, annar hagar sér gagn- stætt því og þó geta allir, þrátt fyrir ólíkar aðferðir, náð markmiðum sín- um. Við höfum líka séð tvo menn sem fara gætilega, - annar nær því sem hann sækist eftir, hinn ekki. Eins getum við séð að tveir menn hafa náð því sem þeir ætluðu sér þótt annar viðhefði tillitssemi en hinn ófyrirleitni. Þetta stafar ekki af neinu öðm en því hvort aðferðir jreirra em eða em ekki í takt við tímana. Þann- ig gerist það að tveir menn sem beita mismunandi aðferðum ná sama ár- angri og af tveim mönnum sem nota sömu aðferðir nær annar árangri en hi'nn ekki. Þetta er líka skýring á því hve vel- gengni er hverful. Því að ef maður viðhefur gætni og þolinmæði og tím- ar em þannig að slíkar aðferðir eiga við þá gengur honum vel. En ef tím- ar og aðstæður breytast getur svo far- ið að velgengni hverft honum af því hann breytti ekki um aðferðir. Sá verður líka seint fundinn sem sé nógu slyngur til þess að breyta svo til að allt gangi í haginn. Það er annað- hvort að það er ekki í eðli hans að haga sér öðmvísi en hann gerir eða af fastheldni, - sú stefna sem hann hefur fylgt hefur fært honum góðan árangur svo að hann er tregur til að breyta um. Þannig er það að maður sem er varfærinn og hikandi þegar tímar útheimta dirfsku ræður ekki við verkefni sín og verður undir. Ef hann gæti breytt hugsunarhætti sín- um, myndi velgengnin ekki bregðast honum. Úr útgáfu Máls og menningar á Furstanum (1987), í þýðingu Ásgríms Albertssonar. Hvernig fursti á að stjórna til þess að það afli honum virðingar Það verður fursta einnig til vegsauka að hann sé heill, bæði sem vinur og óvinur, þannig að hann hafi eng- an fyrirvara um það að hann sé með einu og á móti öðru. Það er miklu affarasælli stefna en hlut- leysi. Ef til dæmis tvö öfl- ug grannríki lenda í deilu þá standa mál annað- þannig að fursti ástæðu til að ótt- ast sigur annarshvors eða hann hefúr ekkert að óttast. Hvort heldur er, er betra að taka hik- lausa afstöðu með öðr- um hvomm og berjast með honum af heilind- I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.