Alþýðublaðið - 27.01.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 27.01.1995, Síða 1
Hörð barátta alþýðubandalagsmanna í Kópavogi og á Suðurnesjum um 2. sæti á lista flokksins í Reykjanesi Félagar í Kópavogi vilja varaþingmanninn burl Kjörnefndin klofin og formaður hennar hótar afsögn verði Sigríður Jóhannesdóttir áfram í 2. sæti. Þá munu alþýðubandalagsmenn í Kópavogi ekki taka þátt í kosningabaráttunni. ,,Ég hef enga ústæðu til að ströggla í nefnd ef ekki er tekið neitt tillit til minna sjónanniða," sagði Flosi Eiríksson, formaður kjömefndar Al- þýðubandalagsins á Reykjanesi, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Kjör- nefndin er klofin í tvennt í afstöðu sinni til þess, hver á að skipa 2. sæti á framboðslista flokksins. Nefndin fundaði síðast í gærkvöldi, ásamt Ól- afi Ragnari Grímssyni flokksfor- manni og efsta manni á lista Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu. Allt útlit er fyrir að Flosi segi sig úr nefndinni ef Sigríður Jóhannesdóttir verður áfram í 2. sæti. Hörð átök eru milli al- þýðubandalagsmanna í Kópavogi og á Suðumesjum um 2. sæti listans. Það setur Ólaf Ragnar Grímsson í mjög erfiða stöðu, enda unt að ræða nán- ustu stuðningsmenn hans innan flokksins. Alþýðubandalagsmenn í Kópavogi leggja mikla áherslu á að 2. sætið komi í þeirra hlut, og hafa geng- ið svo langt að hóta því að taka alls engin sæti á framboðslistanum verði Sigríður Jóhannesdóttir áfram í 2. sæti. Sigríður hefur hinsvegar dijúgan stuðning flokksmanna á Suðumesj- um, og lenti þannig í öðm sæti á eftir Ólafi Ragnari í nýlegri skoðanakönn- un alþýðubandalagsmanna i' kjör- dæminu. Meirihluti kjömefndar er á bandi Sigríðar en afgreiðslu hefur verið frestað vegna afdráttarlausra yfirlýs- inga Kópavogsmanna um að kosn- ingabaráttan verði þá sniðgengin. „Þá einbeitum við okkur bara að bæjar- pólitíkinni næstu mánuði,“ sagði al- þýðubandalagsmaður í Kópavogi sem blaðið ræddi við f gær: „Við vilj- urn ekki sjá Sigríði áfram í 2. sæti.“ Siá baksíðu. Dagsbrún samþykkir verkfallsheimild „Dónaskapur, ofstæki oq fyrir- litning hjaVSl" - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sem var nánast rekinn út af samningafundi hjá VSÍ. Verkamannafélagið Dagsbrún samþykkti á fundi sfnum í Bíóborg- inni í gær heimild til verkfallsboðun- ar. Það var fullt útúr dyrum hjá Dagsbrtinarmönnum og sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Dagsbrúnar í samtali við Alþýöu- blaðið að þetta hefði verið heitur fundur. „Stjómin var krítíseruð fyrir að vera ekki með nógu miklar kröf- ur, en við fömm fram á 50 þúsund króna lágmarkslaun. Það þýðir hins- vegarekki að við viljum hafa menn á því kaupi,“ sagði Guðmundur. „Það þýðir ekki að bjóða mönnum upp á þetta lengur. A meðan þessi fyrirtæki segjast ckki þola nema þriggja prósenta launahækkun, þá keppast þau um að yfirbjóða hvert annað norður á Akureyri. Ef ntillj- arðurinn dugar ekki þá er bara að bjóða 1200 milljónir, 1300 milljón- ir,“ sagði Guðmundur og vísaði þar til kapphlaupsins um hlut Akureyrar- bæjar í Útgerðarfélagi Akureyrar. Guðmundur sagði, að það hefði verið fundur með Vinnuveitenda- sambandinu síðastliðinn föstudag og á honum hefði bókstaflega allt sprungið í loft upp. Hann sagðist aldrei fyrr hafa kynnst öðrum eins dónaskap, ofstæki og fyrirlitningu. „Eg bað um að fá að skjóta nokkm að áður en ég yftrgæfl fundinn en þá sagði Þórarinn Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl, sem svo: ’Nei, nei, farðu bara - það verða all- ir fegnir þegar þú ferð.’ Við spurðum líka hvort að formaður Vinnuveit- endasambandsins ætlaði ekki að láta sjá sig á fundinum, en þá var okkur tjáð að hann hefði ekki tíma til að sitja yfir einstökum félögum.“ Guðmundur sagði að það yrðu gerðar kröfur á hendur ríkinu þess efnis að lánskjaravísitalan verði end- urskoðuð. Hann sagði vægi launa vera alltof hátt. „Ef laun hækka, þá hækka skuldir manna. Það að prestar og hjúkrunarfræðingar hafi fengið kauphækkanir, þýðir vaxtahækkun á skuldum verkafólks, þó þeirra laun hafi staðið í stað. Það er rosaleg heift í mönnum. Dagsbrún, Hlíf í Hafnar- Landsfundur Þjóðvaka um helgina. Þar verður lögð fram stefnuskrá en framboðslistar eru hvergi tilbúnir // Kjörnefndin er bara Jóhanna [Sigurðardóttir]. Við vitum voða- lega lítið hvað fram fer í hennar huga,“ sagði félagi í Þjóðvaka um framboðsmál flokksins við Alþýðu- blaðið í gær. Landsfundur er um helgina, og athygli hefur vakið að ekkert bólar á framboðslistum. A stofnfundi Þjóðvaka í haust var til- kynnt að listar yrðu lagðir fram á landsfundi. Því hefur nú verið frest- að um óákveðinn tíma. Annar félagi í Þjóðvaka sagði að ekkert lægi á: „Athyglin beinist þá bara að Jó- mál.“ Þorlákur Heigason, einn af frumkvöðlum Þjóðvaka og náinn samherji Jóhönnu Sigurðardótturum margra ára skeið, hefur sagt skilið við hinn nýja flokk. Hann leitaði eft- ir því við Alþýðubandalagið að fá 5. sætið á listanum í Reykjavík. Hon- um var hinsvegar boðið 10. sætið en þáði það ekki. Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali af Þorláki í gær, en samkvæmt heimildamanni í Þjóð- vaka var Þorlákur meðal annars - 50 ár I dag eru lið- in fimmtíu ár frá því rússneskar hersveitir héldu innreið sína í Auschwitz. Þar hjörðu enn um sjö þúsund fangar, mjög aðframkomnir. Heimsbyggð- in tók ekkert sérstaklega eftir þessum atburði en smátt og smátt spurð- ist út að þarna hefði líklega verið framið mesta voðaverk tuttugustu ald- arinnar, kannski allrar mannkynssögunnar, atburður sem seint verður skilinn til hlítar og aldrei má gleymast. Alþýðublaðið fjallar í dag um Au- schwitz og þjóðarmorð nasista á gyðingum. Siá miðopnu. Hallgrímur Helga- son og Guðmundur Andri Thorsson Vikupiltar Alþýðu- blaðsins Alþýðublaðinu er sérstök ánægja að segja lrá því, að hlaðið hefur fengið til liðs við sig tvo nýja pistlahöfunda, þá Hullgrím Helgason og Guðmund Andra Thorsson. Báðir eru þeir þjóð- kunnir rithöfundar og í hópi snjöllustu stflista. Þeir munu skiptast á að skrifa á föstudögum undir pistlaheitinu Viku- piltar. Hallgrímur Helgason ríður á vaðið í dag á blaðsíðu 2 Verkfallsheimild samþykkt með nær samhljóða handa- uppréttingu á 800 manna fundi Dagsbrúnar í gær. A- mynd: E.ÓI. firði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur halda fast saman. Þessi félög hafa í sameiningu lykilinn að öllum llutningum að og frá landinu, með flugi Iíka. Það mun draga til tíðinda á næstu vikum ef VSl fæst ekki til að ræða mál- - segir félagi í Þjóðvaka. Óánægja með ólýðræðisleg vinnubrögð. Þorlákur Helgason, einn nánasti bandamaður Jóhönnu, sagði skilið við Þjóðvaka. „Kjörnefndin er bara Jóhanna hönnu á meðan, og það er hið besta óánægður með fyrirhugaða til- hugun við röðun á framboðs- lista. Fleiri rnunu vera tvístíg- andi um þessar mundir. Við- mælandi blaðsins sagði að nokkur kum væri í mönnum vegna ólýðræðislegra vinnu- bragða. „Auðvitað er það bara Jóhanna og örlítil klíka í kring- um hana sem öllu ræður þegar kemur að framboðsmálum. Hinsvegar hafa margir komið að stefnumótun í aðdraganda landsfundarins.“ NYJA FARSIMAKERFIÐ ■ POSTUR OG SÍMI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.