Alþýðublaðið - 27.01.1995, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
MMUBLMIID
20861. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Fjandinn og
aldursforsetinn
Morgunpósturinn hefur undanfamar vikur fjallað ítarlega um þá
þingmenn landsbyggðarinnar sem búa í Reykjavík en hafa lögheimili
í kjördæmum sínum. Með þessu móti drýgja þingmennimir tekjur
sínar um ríflega hundrað þúsund krónur á mánuði. I ljósi spillingar-
umræðu síðustu missera er athyglisvert að þingmennimir koma úr
Sjálfstæðisflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki - enginn
þingmaður Alþýðuflokksins er sakaður um misnotkun á aðstöðu sinni
með þessurn hætti.
Morgunpósturinn hefur upplýst að Halldór Ásgrímsson formaður
Framsóknarflokksins, Guðmundur Bjamason varaformaður Fram-
sóknarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon varaformaður Alþýðu-
bandalagsins og Matthías Bjamason 1. þingmaður Vestfjarða skrá all-
ir lögheimili heima í héraði þótt þeir búi í eigin húsnæði í Reykjavík.
Halldór Ásgrímsson hefur þannig lögheimili hjá bróður sínum á Höfn
í Homafirði og Matthías í húsnæði Vélbátaábyrgðarsjóðs ísfirðinga.
í viðtölum Morgunpóstsins við þingmennina viðurkennir auðvitað
enginn að þessi háttur sé hafður á til þess að auka launin um ríflega
fjórar milljónir á kjörtímabilinu. Það er hinsvegar tómahljóð í öllum
réttlætingum þeirra: Halldóri Ásgrímssyni er þannig í mun að geta
kosið í eigin kjördæmi. Hann hefur setið á þingi í 20 ár, og því má
áætla að það hafi kostað almenning um 20 milljónir að ieyfa Halldóri
að kjósa sjálfan sig fyrir austan.
Viðbrögð Matthíasar Bjamasonar við spumingum Morgunpóstsins
í gær bera vott um talsverða vanstillingu. Hann hellir sér yfir blaðið
með óbótaskömmum fyrir að vekja athygli á kerfi sem greinilega er
meingallað og býður uppá umræðu um misnotkun og spillingu. Að
lokum setur aldursforseti Alþingis fram þá frómu ósk til handa Morg-
unpóstinum „að það fari fjandans til sem allra fyrst einsog hin sorp-
blöðin.“
Matthías Bjamason hefur verið dugmikill þingmaður, og nýtur
virðingar út fyrir raðir sinna flokksmanna. Viðbrögð af þessu tagi em
honum ekki samboðin. Morgunpósturinn ber ekki ábyrgð á launakerfi
þingmanna, og umfjöllun blaðsins hefur í alla staði verið fagleg og
upplýsandi. Geðshræringakast aldursforsetans vekur nokkra furðu -
og í öllu falli ætti að halda fjandanum utan við þessa umræðu.
Sækir Þjóðvaki um GG?
Þjóðvaki heldur landsfund nú um helgina þarsem stefna hins nýja
stjómmálaflokks verður kynnt. Það er hinsvegar athyglisvert að fram-
boðslistar verða ekki lagðir fram, einsog tilkynnt var á stofnfundi
Þjóðvaka fyrir tveimur mánuðum. Engin skýring hefur verið gefin á
því, hversvegna framboðslistar verða ekki kynntir en ýmislegt bendir
til þess að Jóhönnu Sigurðardóttur og félögum hennar gangi ekki sér-
lega vel að manna listana í flestum kjördæmum landsins. Það er svo
athyglisvert að meirihluti frambjóðenda Jóhönnu, sem komnir em
fram í dagsljósið, em fymim innanbúðarmenn í Alþýðubandalaginu.
Svanfríður Jónasdóttir fyrrum varaformaður Alþýðubandalagsins
leiðir lista Þjóðvaka í Norðurlandi eystra og Sveinn Allan Morthens
fyrrnm miðstjómarmaður Alþýðubandalagsins verður oddviti á
Norðurlandi vestra. Og bæði á Suðurlandi og Vesturlandi em fyrmrn
stuðningsmenn Alþýðubandalagsins títtnefndir sem efstu menn, Þor-
steinn Hjartarson og Runólfur Ágústsson. Þá eru fyrrum alþýðu-
bandalagsmenn orðaðir við framboð í Reykjavík og Reykjanesi.
Fjendur Alþýðuflokksins glöddust mjög yfir ófömm og klofningi
flokksins á síðasta ári. Nú virðist hinsvegar reyndin sú, að Jóhanna
Sigurðardóttir höfðar miklu sterkar til alþýðubandalagsmanna; reynd-
ar svo mjög, að Þjóðvaki er að fá yfirbragð útibús frá Alþýðubanda-
laginu. Það hefðu einu sinni þótt tíðindi að Jóhanna Sigurðardóttir
gerðist útibússtjóri Ólafs Ragnars Grímssonar.
Tvö vindstig í Kaupmannahöfn
Með fimm snjóflóð að baki fjar-
lægist ég landið hratt í Flugleiðasæti
og fletti blöðum fullum af snjó; frá-
sögnum þeirra sem af komust í
Súðavík. Flugstjórinn kveður sér
hljóðs á þremur tungum og kynnir
leiðaráætlun og veður á viðkomu-
stað:
„Það em tvö vindstig í Kaup-
mannahöfn.“
Manni er enn vindur í huga eftir
stigahæstu viku síðustu ára. Rok í
sálinni og samkennd með þeim sem
allt sitt misstu; djúpt í manni er sam-
íslensk meðvitund og taugar sem ná
allt útá vestfirska landsenda, norðan
og sunnan við Djúp. Þegar maður er
Islendingur er maður allt landið.
Fingur manns liggja ekki á felliborði
flugvélar eins og prívat hlutir; þeir
em vogskomir firðir, austur og vest-
ur. Hugsanir hrannast upp í fannir á
meðan hann heldur áfram að snjóa
stormi fyrir vestan. Maður stamar ei-
lítið þessa daga sem Múlafoss berst
við „að halda sjó“ undan Hombjargi.
fslendingur er ílendingur.
Islendingar er Sílendingur.
Hvar sem hann er staddur í heim-
inum - undir tiginborinni kristals-
krónu eða sólbeygðu pálmatré - er
alltaf eitthvað að gerjast í honum, að
gerast með honum. Innra með hon-
um geysar veðrið heima.
Vikupiltar
Hallgrímur
f!|í f Helgason
gf jLJll, J skrifar
Sumir fóm fyrir jól,
fluttust burt úr landi.
Heillum snauðir heims um ból
hús þeir byggja á sandi.
I útlöndum er ekkert skjól,
eilífur stormbeljandi.
orti Laxness í blankalogni í San
Fransisco ’28.
Hann var ekki að yrkja um storm-
ana við Friskó-flóa heldur íslenska
beljandann í sálinni sem lætur mann
ekki í friði fyn' en hann hefur fengið
samsvömn heima. Einhver (að lík-
indum hefur það verið kollegi minn
hér á síðum Alþýðublaðsins, Guð-
mundur Andri Thorsson) gaukaði á
dögunum að mér þeirri kenningu að
íslensk böm væm svo óvær erlendis
vegna þess að þau fengju enga sam-
svömn við óveðrið í sálinni.
Munurinn á okkur og öðmm þjóð-
um er helstur sá að við emm óvæntu
vanir, við eigunt alltaf von á öllu, allt
getur gerst, við kunnum illa við logn
og langvinnar blíður.
„Það em tvö vindstig í Kaup-
mannahöfn“ segir flugstjórinn og þar
sem ég sit þarna í sæti 23D, og finn
enn fyrir norðanstorminum í bakinu,
þá setur að mér einhvem óskiljanleg-
an leiða, óslökkvandi depurð. Ég sé
fyrir mér þessi tvö litlu sjálensku
vindstig sem danska þingið hefur ný-
verið samþykkt og taka mið af evr-
ópskum staðli; samræmd eigra þau
Atburdir dagsins
1822 Grikkir lýsa yfir sjálfstæði í
kjölfar stríðs við Tyrki. 1868 Sir
Henry Morton Stanley gengur fram
á doktor Livingstone djúpt í myrkv-
iðum Afríku. 1891 Verslunarmanna-
félag Reykjavíkur stofnað. 1943
Bandarískar flugvélar gera loftárásir
á Þýskaland í fyrsta sinn. 1973 Víet-
namstríðinu Iýkur með undirritun
samnings um vopnahlé.
Afmælisbörn dagsins
Wolfgang Amadeus Mozart aust-
urrískt tónskáld, undrabam og snill-
ingur, 1756. Vilhjálmur II keisari
Þýskalands, barnabam Viktoríu
Englandsdrottningar, 1859. John
Ogdon breskur píanóleikari af náð,
geðklofi batt enda á glæsilegan feril,
1937.
Annálsbrot dagsins
Reiknast frá heimsins sköpun 5662
ár, frá trúarbragðanna umbreyting
um Strik og Torg og reyna að blaka
við hári á höfði Dana.
Ég er því næstum því feginn að
maðurinn á 23E er búinn með þriðja
vodkann og vill því allt í einu tala við
mig. Hann er utan af landi á leið til
Gautaborgar að heimsækja ætlingja
sem bíður eftir sænsku hjarta. (Eg
kemst að því síðar að flestir landar í
vélinni em á leið út eftir sænsku líf-
færi, lungurn eða hjarta. Þetta vill
gleymast. Víða um landið slá Volvó-
hjörtun traust og ömgg.) Við ræðum
snjóflóðið í Súðavík og kunninginn
rifjar upp nokkrar skemmtilegar aur-
skriður fyrir austan og hlær létt í lok
hverrar setningar:
„Bærinn hreinlega fylltist maður
af dmllu og skít..., he, he, he...“
í miðri sögu réttir flugfreyjan hon-
um fullan kaupfélags- plastpoka úr
hillu með penum fingmm og pjött-
uðu augnaráði:
„Héma..., viltekki takann? Það er
farið að leka úr honum...“
,JÚ, jú..„ hann er fullur af slátri
og súr, eða mysu..., það er það eina
sem kallinn getur sett í sig til að ná
uppjárninu í sér...“
Það leka nokkrir mysudropar úr
pokanum áður en kunninginn
smeygir honum niður á gólf og lítur
svo á klukkuna. Gautaborgarvélin
fer eftir tíu mínútur og við emm enn
í loftinu. Hann stendur upp úr sæt-
inu, tekur sitt slátur og sinn súr og
kveður, er farinn. Hlustarekki á um-
kvartanir Ilugfreyja heldur stikar
áfram ákveðinn en þó nokkuð reikull
í spori. Ég sé á eftir honum út gang-
inn: Einhvemveginn svo ósvikinn Is-
lendingur, einhvemveginn svo
„frjáls og fullvalda" og með húmor
fyrir náttúruhamförum.
Við lendum á Kastmp í tveimur
vindstigum en útum gluggann virð-
ast þau þó ekki kröftugri en svo að
þau blása hvort úr sinni áttinni og
núlla hvort annað út á miðjum Kastr-
up-velli. Ég staðfesti lognið við að
lokinni lendingu: Hér er allt eins og
178 ár, er pápíska aflagðist, en lútt-
erska aptur uppkom, frá vors arfa-
kongs Christian 5. fæðingu 50 ár.
Eyrarannáll, 1695.
Söguskýring dagsins
Það er kallað framför, þegar einu
goði er steypt af stalli og annað sett í
staðinn.
Oscar Wildc.
Málsháttur dagsins
Hvað skal hrosshófur á hörpu-
strengjum?
Ord dagsins
Ég held þann ríða úr hlaði bezt,
sem harmar engir svæfa.
Hamingjan fylgir honum á hest
heldur í tauminn gæfa.
Jón Arason.
Leikföng dagsins
Seinna var mér stundum ekki grun-
laust um að fyrirtækin hans væru, í
og með, á vissum augnablikum, stór-
það er og var áður en ísland byggð-
ist.
Evrópa er gömul kelling sem síð-
ast komst á séns fyrir fimmtíu ámm.
Það endaði með skelfingu eins og
frægt er orðið og síðan hefur ekkert
gerst í hennar lífi, þó hún hafi reynd-
ar nýlega farið úr járnpilsinu og það
votti fyrir blæðingum í neðri og aust-
ari jiörtum hennar.
I transittinu á Kastmp-fiugvelli -
þar sem þarlent lognið er einkum
túlkað í óhagganlegum ljóshærðum
túberingum Jesperanna sem vinna á
bamum - bíðandi eftir vélinni til
Parísar, glugga ég í Le Monde: Um-
talaðasta myndlistarsýning í Frakk-
landi um þessar mundir er haldin í
helli: 15.000 ára gömul og
„magnifique“ málverk.
Þunglyndið hellist aftur yfir mig,
nú úr litlu Álaborgar- staupi við Je-
peraðan barinn, og ég hugsa: Auml á
sú þjóð að búa við sögu sem jafn-
gildir mannkynssögu. A herðurn sín-
um ber hún þróun mannsins sem þó
er svo lítið vitað um: Þess vegna
troða franskir gáfumenn niðurlútir
sínar sartraðir. (Athugið, sartröð,
komið af Jean Paul Sartre, samanber
martröð.): Þrátt fyrir allt er það svo
lítið sem þeir vita, en þó er þekking-
in yfrið ær, og þung: Þess vegna fá
franskir hugsuðir á sig herðakistil
með aldrinum.
íslendingar eru „frjáls og fullvalda
þjóð“ er sagt f hljóðkerfi á Þingvöll-
um. Við emm frjálsir undan sögu
mannsandans og höfum fullt vald á
eigin sögu.
í nýliðnum umræðuþætti í ís-
lenska ríkissjónvarpinu var fjallað
um hlutskipti Islendinga; hvort þeir
tilheyrðu Evrópu eða Ameríku.
Stjómandinn impraði á athuglis-
verðri kenningu um að íslenskt þjóð-
félag bæri einkenni landnemaþjóðfé-
laga líkt og þeirra amerísku og
áströlsku: Ungt dýnamískt fordóma-
lítið og ómótað þjóðfélag einstak-
lingsframtaks, áhyggjulaust gagn-
kostleg leikföng sem hann hafði
komið sér upp.
Kristján Albertsson um Thor Jensen;
Menn og málavextir.
Skák dagsins
Staðan f skák dagsins er býsna
áhugaverð. Liðsafli er jafn og kóng-
ar beggja em nánast berskjaldaðir.
Stórmeistarinn M. Gurevich stýrði
svörtu mönnunum gegn kollega sín-
um, Lobron. Með skemmtilegum
leik nær svartur í senn að klippa
sundur sóknaraðgerðir hvíts og hóta
öllu illu. Hvað gerir svartur?
vart hefð og þar sem enn er pláss fyr-
ir hið óvænta.
Lára Margrét Ragnarsdóttir þing-
kona var meðal þátttakenda í þættin-
um og sagði frá eigin reynslu: Sjálf
hafði hún búið á Norðurlöndum og
fannst hún ætti að mörgu leyti vel
heima þar; kúltúrinn væri sá sami.
En síðan hafi hún fiust til Bandaríkj-
anna og þá fundist eins og hún væri
að koma heim: Þar ríkti santi dýnam-
íski vinnuandinn og framtakssemin,
einstaklingsfrelsið og bjartsýnin.
Af eigin reynslu get ég tekið undir
með frænku minni: I Ameríku er ís-
lenski vinnu- og reddingarmórallinn
margfaldaður með 1000 hestafla vél
frá General Motors; þar á maður
heima; orkuríkur Islendingur á
fieygiferð f framkvæmdum en dálít-
ið einfaldur í forhúðarlausri bjartsýni
sinni. Möguleikamir heilla. Frelsið.
Hefðarleysið. Söguleysið.
En Bandaríkjamenn eru ekki þjóð.
Engin heild. Þar er ekkert til sem
heitir þjóðarsál. I Bandaríkjunum
fær maður aldrei þessa evrópsku til-
finningu fyrir þjóð. Aðeins einföld-
ustu fyrirbæri ná að sameina þetta
monster sem USA er: Forsetinn, fán-
inn, McDonalds og sameiginlegur
gjaldmiðill. Þar er ekkert til sem
heitir „okkar maður“. Flóð í Kali-
fomíu ná varla inn í fréttatíma í Kon-
nettíkött. þar er ekki til nein „þjóð-
mcnning" sem gerir evrópskar þjóð-
ir að þjóðum og ntaður saknar sem
íslendingur búandi í Ameríku.
Að hinu leytinu hryllir okkur síð-
an við hinu eilífa örófs- logni sem
ríkir í Evrópu. Við munum aldrei
sætta okkur við þessi tvö vindstig í
Kaupmannahöfn. Þess vegna til-
heymrn við hvorki Evrópu né Amer-
íku. Þess vegna eigum við hvergi
heima, nema þar sem fjalldrapinn
grær og snjóflóðin (því miður og
þrátt fyrir allt og þetta er ekki meint í
háði) falla.
París, miðvikudaginn
25. janúar, 1995
1. ... RÍ3! Mikið rétt: Riddarinn er
friðhelgur einsog lesendur sjá þegar
þeir skoða stöðuna. Lobron verður
nú að forða drottningunni. 1. ...
Dh6+ 2. Ke7 Og hér gafst Lobron
upp. Ella hefðin skákin teflst: 3. Rxf3
Dc2+ 4. Kal Dc3+ 5. Kbl Dc3+ eða
3. Hdl Rd2+
Dagatal 27. janúar