Alþýðublaðið - 27.01.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 27.01.1995, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 ALÞYÐUFLOKKURINN JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Kjördæmisráðsfundur Kjördæmisráösfundur Alþýöuflokksins á Vesturlandi verður haldinn laugardaginn 28. janúar klukkan 11:00 í Hótel Stykkis- hólmi. Dagskrá: 1. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista. 2. Ávarp gests: Rannveig Guðmundsdóttirfélagsmálaráðherra. 3. Önnur mál - almennar umræður. Jafnaðarmenn eru eindregið hvattir til að mæta á fund sem markar upphaf kosningabaráttu flokksins í kjördæminu. Stjórn kjördæmisráðsins. JAFNAÐARMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR Aðalfundur 1995 Aðalfundur Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 1. febrúar. Fundurinn verður í sal Fiðlarans að Skipagötu 14 (IV. hæð) á Akureyri og hefst klukkan 20:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Undirbúningur aukaflokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. 3. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í að leggja grunn að öflugu starfi á kosningaárinu 1995. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Aukaþing 4.-5. febrúar Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - verður haldið á Scandic Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar næstkomandi. Þingið er opið öllum flokksmönnum, en aðeins þeir sem kjörn- ir voru fulltrúar á 47. flokksþing Alþýðuflokksins í Suðurnesja- bæ, sumarið 1994, hafa atkvæðisrétt. Dagskrá: Laugardagur 4. febrúar 10:00 Þingsetning. 10:15 Ávarp Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins. 11:30 Ávörp gesta. 12:00 Hádegisverður. 13:00 Kosningastefnuskrá: Kynning. 13:30 Umræður. 15:30 Kaffihlé. 16:00 Vinnuhópar um Evrópumál taka til starfa. 17:00 Þingi frestað til morguns. 19:00 Kratablót í Víkingasal: Framboðslistar kynntir. Sunnudagur 5. febrúar: 10:30 Evrópustefna: Kynning. 12:00 Hádegisverður. 13:00 Evrópustefna: Umræður og afgreiðsla. 15:00 Kosningastefnuskrá: Afgreiðsla. 16:00 Þingi slitið. Upplýsingar um þingið eru gefnar á aðalskrifstofum Alþýðu- flokksins, sími 91-29244, myndsendir 91-629155. Framkvæmdastjórnin. UNGIR JAFNAÐARMENN Kosningaþing 28. janúar Ungir jafnaðarmenn halaa kosningaþing laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Þingið verður í Alþýðuhúsinu í Hafnar- firði (við Strandgötu) og er dagskrá þess eftirfarandi: 09:30 Skráning og móttaka þinggagna. 10:00 Setning: Ávarp Jóns Þórs Sturlusonar formanns Ungra jafnaðarmanna. 10:15 Ávörp gesta: Rannveig Guðmundsdóttirfólagsmálaráðherra og Petrína Baldursdóttir alþingismaður. 11:15 Skýrsla framkvæmdastjórnar: Baldur Stefánsson kosningastjóri Ungra jafnaðarmanna. 11:30 Kynning á drögum að kosningastefnuskrá: Magnús Árni Magnússon. 11:45 Hádegisverðarhlé. 13:15 Kosningastarf Jafnaðarmanna: Arnór Benónýsson. 14:00 Hópastarf: (a) Stefnuskrá, (b) Skipulag, (c) Veiðar, (d) Útgáfa og áróður. 16:00 Kaffihlé. 16:30 Niðurstöður hópastarfs. 17:00 Almennar umræður. 18:00 Kosning í embætti (þar á meðal i embætti veislustjóra Ungra jafnaðarmanna). 18:15 Afgreiðsla kosningastefnuskrár. 18:30 Kvöldverðarhlé. 21:00 Jörfagleði Ungra jafnaðarmanna. Skemmtiatriði: Hinir hefðbundnu misheppnuðu brandarar Ungra jafnaðarmanna; Skelfilegi ráðherrakvartettinn skemmtir (sér); Nató- skyggnu- lýsingar Gunnars Alexanders; Evrópu(sam)bandið leikur fyrir dansi; BS berar sig; kvartettinn „Meir N orð" brillerar milli atriða. (Þinggjald er 1.000 krónur og innfalið í því er hádegisverður og kaffiveitingar allan daginn. Þeir sem þurfa að ferðast lengra en 150 kílómetra til þingsins þurfa ekki að greiða þinggjald.) Allar nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson, kosninga- stjóri Ungra jafnaðarmanna (vinnusími 91-29244, myndsendir 91-629155, tölvupóstfang (E-mail) baldstef@centrum.is). Framkvæmdastjórnin. Stórátak Máls og menningar og Forlagsins í útgáfu íslenskra bóka í Evrópu. Yfir tuttugu bækur væntanlegar á þessu ári „Þetta er metnaður fyrir hönd íslenskra bókmennta“ - segir Jóhann Páll Váldimarsson, útgáfustjóri Forlagsins. „Við höfum sett stóraukna vinnu í að koma bókum sem við gefum út á framfæri við erlenda útgefendur.“ Jóhann Páll Valdimarsson: Við lítum á þetta sem þjónustu við höfunda okkar sem auðvitað hafa áhuga að koma út annarsstaðar en á íslandi. A- mynd: E.ÓI. Rithöfundamir Gyrðir Eh'asson, Guðbergur Bergsson, Einar Kára- son, Thor Vilhjálmsson, Sigurjón Birgir Sigurðsson - alias Sjón, Ól- afur Gunnarsson, Björn Th. Bjömsson og Einar Már Guð- mundsson og Ijóðskáldin Linda Vil- hjálmsdóttir, Stefán Hörður Grímsson, Snorri Hjartarson og Kristín Ómarsdóttir eiga það öll sameiginlegt að vera á samningi hjá Máli og menningu og Forlaginu og öll hafa þau bækur að baki sem á þessu ári koma út í þýðingu hjá for- lögum víða um heim. Stefán Hrafn Hagalín spjallaði stuttiega við Jó- hann Páll Valdimarsson, útgáfu- stjóra Forlagsins, í gær og spurði hvetju þetta sætti: Stóraukin vinna lögd erlenda útgáfu „Það hefur náttúrlega verið unnið í þessum málum ámm saman og það hittist síðan þannig á núna, að þessi fjöldi er að koma út erlendis. Það hafa auðvitað verið að koma þama bækur út á undanfömum ámm og ég reikna reyndar með því, að fleira sé í upp- siglingu. Það er bara ekki ennþá kom- inn tími á að greina frá því, þarsem formlegir samningar em enn ekki frá- gengnir. Þama er mestmegnis að ræða um samninga sem við höfum gert við norræn, þýsk og frönsk for- lög.“ -Hvernig komast svona sam- bönd milli ykkar og erlendra útgef- enda á? „Við fömm til dæmis á alþjóðlegu bókamessuna í Frankfurt og ræðum þar við útgefendur. Við skrifum þeim skipulega og vekjum athygli á því sem við teljum helst koma til greina. Síðan látum við gjaman þýðendur hafa bækur líka vegna þess að margir þeirra em í ákveðnum tengslum við forlög þama úti. Þar mætti taka sem dæmi, að þegar erlendur útgefandi fær senda bók frá okkur sem er á ís- lensku og einungis fylgja með upp- lýsingar um hana á viðkomandi tungumáli, þá hefur útgefandinn yfir- leitt samband við þá sem þýða úr ís- lensku og þá em þeir kannski búnir að lesa verkin og mæla endilega með þeim. Þannig gerist þetta svona með ýmsu móti.“ -Eru íslandsvinirnir svokölluðu þá ansi drjúgir að „róta“ fyrir ykk- ur? „Þýðendumir hafa vitaskuld marg- ir verið héma, en númer eitt er þetta vinna okkar gagnvart erlendum út- gefendum. Þeim nægir stundum til að kveikja á pemnni, að hafa heyrt rrúnnst á bókina að góðu og eiga þá fmmkvæðið að því að skrifa og biðja um hana; vilja skoða málið. Síðan er það mikilvægur þáttur, að þegar búið er að selja réttinn til nokkurra landa þá auðveldar það yfirleitt framhaldið. Það er léttara að kynna bók fyrir nýj- um útgefendum ef þú getur sagt að svo og svo margir útgefendur hati þegar keypt réttinn að henni. Það ýtir vissulega undir og sýnir að bókin þarfnast nánari skoðunar." -Hafa íslenskir höfundar gott orð á sér í útlöndum; svona sölu- lega séð? ,Já, það myndi ég segja.“ -Þið hafið þá ekki lent í því að einhver bók veldur vonbrigðum í sölu? „Sko, það er náttúrlega upp og ofan hvemig salan á þessum bókum er. Hún er allt frá því að vera mjög lítil uppí að koma út í stómm upplögum.“ -Hvaða sölutölur eru þarna um að ræða? ,J raun og vem er þetta ekki ósvip- að og hér á landi. Okkur þykir ekki gott ef bækur seljast í undir þúsund eintökum. En svo em dæmi um bæk- ur sem rokseljast. Bæði Einar Kára- son og Fríða Á. Sigurðardóttir komu fyrst út í bandi og fóm síðan í 20 þús- und eintökum í bókaklúbbum." -Urðu einhver tímamót fyrir nokkrum árum í þessum málum? ,Já, við höfum sinnt þessu meira á síðustu ámm en oft áður; sett stór- aukna vinnu í að koma bókum sem við gefum út á framfæri við erlenda útgefendur." -Kemur það til vegna erfiðari markaðsaðstæðna hér á landi? „Eg myndi nú kannski frekar segja að þetta sé bara metnaður fyrir hönd íslenskra bókmennta." -Og ef til vill metnaður forlags- ins? , Jú, jú. Við lítum á þetta sem lið í þjónustu við höfunda okkar sem auð- vitað hafa áhuga að koma út annars- staðar en á Islandi. Þó ekki væri nema fyrir þá, að sjá undiitektir við bókum sínum vegna þess að við emm það einangraðir hér og ekki margir sem skrifa um bókmenntir. Það er mjög ánægjulegt fyrir höfundana að heyra viðbrögð annarra þjóða við verkum sínum.“ -Eru þetta ekki líka kærkomnar aukatekjur fyrir höfundana sem þeir hefðu annars ekki möguleika á? ,Jú,jú. Þaðem náttúrlegaeinhverj- ir peningar í þessu fyrir þá,“ sagði Jó- hann Páll að lokum. Hverjir eru ad koma út og hvar? Um þessar mundir er smásagna- safnið Bréfbátarigningin eftir Gyrði Eh'asson að koma út í Þýskalandi hjá forlaginu Kleinheinrich, sem hefur látið sér annt um útgáfu íslenskra bókmennta. Þá hefur verið gerður samningur við eitt stærsta bók- menntaforlag Þýskalands, Suhrkamp, um útgáfu á skáldsögu Gyrðis, Svefii- hjólinu. Sú saga mun einnig koma út í vor hjá forlaginu Rosinante- Munksgaard í Danmörku, en hún hef- ur áður verið gefin út í Svíþjóð og Noregi. Tekist hafa samningar við stærsta bókmenntaforlag Frakklands, Galli- mard, um útgáfu á skáldsögu á bók Guðbergs Bergssonar, Svaninum. Sagan hefúr áður komið út í þremur löndum og eftir að samningar tókust við Gallimard hafa borist fyrirspumir víða að úr heiminum. Á þessu ári verður skáldsaga Guðbergs, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, gefin út í Svíþjóð hjá Tidens fórlag. í sumar kemur Gulleyjan eftir Ein- ar Kárason út hjá Eichbom forlaginu í Þýskalandi í hinni virtu ritröð „Die andere Bibliothek". Skáldsagan Heimskra manna ráð eftir sama höf- und kemur út í mars hjá Bonniers for- laginu í Svíþjóð og síðar á þessu ári er hún væntanleg hjá Aschehoug í Nor- egi og Gyldendal í Danmörku. Þá hefur finnska forlagið Like ákveðið að gefa þessa sögu út ásamt Kvika- silfri, en það hefur áður gefið út „Eyjabækur“ Einars. Þess má geta að verið er að þýða Djöflaeyjuna á hol- lensku, og verður hún gefin út af for- laginu De bezige bil, sem þekkt er fyrir vandaða bókmenntaútgáfú. I nóvember síðastliðnum kom skáldsagan Náttvíg eftir Thor Vil- hjálmsson út í Danmörku, þarsem hún hefur hlotið afbragðs dóma. Ver- ið er að þýða bókina á frönsku, og verður hún gefin út hjá forlaginu Act- es sud. Þess má geta að Grámosinn glóir var nýlega gefin út í kilju í Sví- þjóð í 20 þúsund eintökum. Þessi bók er einnig væntanleg á ensku hjá Grey- hound Press síðar á árinu. Verið er að þýða ljóðasafn eftir Stefán Hörð Grímsson á dönsku, en áður hafa söfn eftir hann komið út í Svíþjóð og Þýskalandi. Þýska forlag- ið, Kleinheinrich, hefur einnig lýst áhuga á að gefa út Ijóðasafn eftir Snorra Hjartarson á þýsku, en afar sjaldgæft er að heil ljóðasöfn eftir einn höfund séu gefin út í þýðingu er- lendis. I ársbyijun kom safnið Einu sinni sögur eftir Kristínu Ómarsdóttur út í' Finnlandi. Þá hefur verið samið um útgáfu áAugu þín sáu mig, skáldsögu Sigurjóns Birgis Sigurðssonar - ali- as Sjón, í Svíþjóð. Eftir Sigurjón Birgi kom út lítið ljóðasafn á ensku í fyrra, og í sömu ritröð var gefið út safn kvæða eftir Lindu Vilhjálms- dóttur. Tröllakirkja, skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, hefur verið þýdd á ensku af David MacDuff og verður hún gefin út hjá Greyhound Press í vor. Verið er að þýða skáldsöguna Falsarann eftir Björn Th. Björns- son á dönsku og verður hún gefin út hjá Samleren í haust. Þess má að lokum geta að rithöf- undurinn Einar Már Guðmundsson hefur nú gert samning við Mál og menningu um útgáfu verka sinna, en bók hans Englar alheimsins er vænt- anleg á dönsku og ensku síðar á árinu. Þá samninga hefur hinsvegar danskur útgefandi annast. RAÐ AUGLYSING AR MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Nám í Red Cross IMordic United World College Alþjóðlegur norrænn menntaskóli sem rekinn er sameigin- lega af Norðurlöndunum og í tengslum við Rauða krossinn hefur starfsemi sína 1. september nk. í Fjalar í Vestur- Noregi. Nám við skólann tekur tvö ár og lýkur með viður- kenndu alþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccalaure- ate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst þeim að senda 1 nemanda á fyrsta starfsári hans. Nemand- inn þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur 15.000 norskum krónum á ári, og auk þess ferðakostnað. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsækjend- um um skólavist fyrir skólaárið 1995-1996. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar 1 ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16-19 ára. Umsóknarfrest- ur er til 24. febrúar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í menntamálaráðuneytinu í síma 560-9500. Umsóknareyðu- blöð fást í menntamálaráðuneytinu. Reykjavík, 26. febrúar 1995, menntamálaráðuneytid. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Leidbeiningar við framtalsgerd Verkakvennafélagið Framsókn gefurfélögum sínum kost á leiðbeiningum við gerð skattframtala, með sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Framsóknar og láta skrá sig eigi síðar en 3. febrúar 1995. Ekki er unnt að taka við viðtalsbeiðnum eftir þann tíma. Verkakvennafélagið Framsókn Skipholti 50a, Reykjavík, símar 568-8930 og 568-8931.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.