Alþýðublaðið - 27.01.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.01.1995, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Heimur í hnotskurn „Enginn fer með kjaftasögur um leyndar dygðir annarra manna - sagði enski heimspekingurinn Bertrand Russell glottandi um kjaftasögur; viðfangsefni Heims íhnotskurn í dag. „Til er sá rógburður, sem jafnvel sakleysið kemur engum vörnum við“ er haft eftir sjálfum Napóleon. „Rógur: Egg hans er hvassari en sverðsins,1 skrifaði Williíun Shakespeare. Nokkur orð um kjaftasögur heitir lít- il og nett spakmælabók eftir Torfa Jónsson sem Setberg gaf út fyrir skömmu. Bókin er blanda útlenskt ættaðra spakmæla sem höfð eru eftir mönnum á borð við rómverska ljóð- skáldið Ovid og írska snillinginn Oscar Wilde og vísukoma af fs- lenskri gmndu eftir kappa einsog skáldið Káinn og Jakob Aþanas- íusson hreppstjóra á Barðaströnd. Hin alþjóðlega sinnaða ritstjóm Al- þýðublaðsins fór á sínu vanabundna hundavaði yfir útlenska hlutann og valdi athyglisverðustu ummælin til birtingar. Islendingadeild bókarinn- ar bíður lesenda í ofvæni. Ekkert virðist jafn saklaust og lítilsháttar lausmælgi. Oscar Wilde Kjaftakindur og rógberar leggja eld að öllum húsum sem þau koma í. Ókunnur höfundur Orðrómur: eftirlætisvopn rógberans. Ambrose Bierce Gegn kjaftasögum verður engum vörnum við komið. Moliére Rógurinn á það sameiginlegt með egginu, að þegar honum hefur verið ungað út fær hann vængi. Ókunnur höfundur Ár renna í eina átt, söguburður í aðra. Ökunnur höfundur Einstaklingur hefur venjulega ckki hugmynd um hvað sagt er um hann. Oll borgin getur borið út slúðursögur um hann, en ef hann á enga vini fréttir hann aldrci neitt af þeim. Honoré de Balzac Það þarf sameiginlegt átak óvinar og vinar til að hitta þig í hjarta- stað, þess fyrrnefnda að bera út slúðursögur um þig, þess síðar- nefnda að færa þér fréttirnar. Mark Twain Vilt þú spilla orðstír einhvers? Talaðu þá ekki illa um hann, hrósaðu honum heldur úr hófi fram. André Sigfried Suniar setningar leysa ekki eitur sitt úr læðingi fyrr en að mörguin árum liðnum. Elias Canetti Söguburður snertir ekki hina dauðu, en getur valdið dauða þeirra sem lifa. Voltaire Það er vottur af meinfýsni í fús- leika okkar að ofmeta fólk - við erum, að því er virðist, að búa okkur undir þá ánægju að skera fólk niður í eðlilega stærð. Eric Hoffer Illgirnin er öflugra stækkunar gler en góðvildin. George Savile Halifax Þeir sem sjá aðeins mistök leita einskis annars. Thomas Fuller Öllum er skylt að láta sögu ganga áfram, betri en þeir heyrðu hana. Huinphrey Ward Það er aðeins eitt sem er verra en að illa sé um mann talað, og það er, að ekki sé um mann talað. Oscar Wilde Margt fólk hyllir svofellda lífs- reglu: Getir þú ekki sagt neitt gott um einhvern mann, þá lát oss heyra það strax. Ókunnur höfundur Talaðu ekki um sjálfan þig í samkvæmi, það verður gert þegar þú ert farinn. Addison Mizner Fólk trúir hverju sem vera skal, sé því bara hvíslað að því. Irving Hoffmann Hve hátt sem rógberinn kemst vofir sannleikurinn alltaf yfir honum. Marokkóskt máltæki Það er ósiðlegt að fórna orðstír náunga síns til þess eins að vera skemmtilegur. Irma Gram Það má þekkja mann betur á því sem hann segir um aðra, en því sem aðrir segja um hann. Leo Aikman Það sem fólk segir um þig á bak er staða þín í þjóðfélaginu. Edgar Watson Howe Það eru til konur sem eru næstum því jafn eins miklar kjaftakerling- ar og karlmenn. Ókunnur höfundur Að reyna þagga niður í slúður- sögu er jafn erfitt og að stöðva hljóm bjöllunnar, þegar henni hefur verið hringt. Shana Alexander Besta ráðið við rógi er að þegja og gera skyldu sína. George Washington Karlmaður rægir óvini sina, kona rægir vinkonur sínar. Ókunnur höfundur Þegar slúðursögur verða gamlar breytast þær í goðsögn. Stanislaw J. Lec Slúður er það, þegar maður heyr- ir eitthvað sem manni fellur vel um einhvern sem manni fellur ekki við. Earl Wilson Kjaftakerling segir aldrei ósatt - geti sannleikurinn valdið jafnmiklu tjóni. Ókunnur höfundur. Munurinn á fréttum og sögusögn- um flest í því hvort þú segir þær eða heyrir þær. Ókunnur höfundur Slúðri má líkja við broddflugu, getir þú ekki drepið það í fyrsta höggi er betra að berja ekki neitt. Josh Billings Söguburður er hefnd hugleysingj- ans og yfirdrepsskapur vörn hans. Samucl Johnson Orðrómur: fréttaþjónusta hinna minni máttar. C.W. Cerant Okkur ber að afvopna baktal og hæðni með því að ljá því ekki eyra. Því má líkja við neista frá stóru báii, sem kulnar sé ekki blásið í glæðurnar. Fontenelle Óvægin kjaftasaga rennur á hjól- um, og hver hönd er uppi til að smyrja hjólin meðan þau snúast. Ouida Rógberinn gerir út af við heiðar- legt fólk með hvísli. Walter Scott Rógburður er söluvara kjafta- kindarinnar, að Ijá henni eyra er að veita henni stuðning. Ókunnur höfundur Rógburður er undarlcgur löstur, sé reynt að berja hann niður lifir hann góðu lífi, en sé hann látinn afskiptalaus deyr hann af sjálfu sér. Thomas Paine Rógburður, sú ósvífna afturganga, sest á grafir hinna göfugustu. Heine Rógurinn myndi fljótlega hjaðna veitti enginn honum húsaskjól. Ókunnur höfundur Sá sem flytur þér fréttir af öðrum flytur öðrum fréttir af þér. Ókunnur höfundur Sá sem af trúgirni Ijær rógi eyra er annaðhvort siðlaus maður eða hefur ekki meiri skilning eða vit en barn. Menander Sá sem reiðist söguburði um sjálfan sig staðfestir hann á vissan hátt. Ben Johnson Sumt fólk segir ýmislegt ljótt um okkur, ekki fyrst og fremst vegna þess sem það veit um okkur, heldur vegna þess sem við vitum um það. Ókunnur höfundur Söguburður: ég get ekki sagt hvort satt það er/ég segi það eins og það sagt var mér. Walter Scott Rógurinn er að því leyti frábrugð- inn annarri rangsleitni, að sá sem kemur honum af stað á þess aldrei kost að bæta fyrir það tjón sem hann hefur vaidið. Samuel Johnson Söguburður er löstur sem slær á báða bóga, bæði þann sem veldur honum, sem og þann sem fyrir honum verður. Ókunnur höfundur Söguburður er sú list að segja ekkert, á þann hátt að í rauninni sé ekkert ósagt. Walter Winchell Söguburður er viðurkenning á illgirni og eigin vanmætti. J.G. Holland Söguburður gerir manninn illan, hann er böðull hins saklausa. Jeremy Taylor Sögusmetta: atvinnuíþrótta- maður í lausmælgi. Aldous Huxley Það er ekki hægt að ráða við róg- tungur mannanna, en ef við lifum gctum við fyrirlitið þær. Goethe Rógberarnir þrífast á meðan ein- hver fæst til að ljá þeim eyra. Ókunnur höfundur Við erum alltaf reiðubúin að trúa hneykslissögum. Ovid Það er ekki smánarlegra að ráðast með vopnum að manni, sem á þess engan kost að verja sig, en að tala illa um þann sem er ekki viðstaddur. Ókunnur höfundur Það sama gildir um orðróm og ávísun, hvorugt má árita, nema öruggt sé að innistæða sé fyrir hendi. Ókunnur höfundur Þótt þú sért hreinn sem ís og hvít- ur sem mjöll veitir rógburðurinn þér enga undankomuleið. Shakespeare Ekkert er jafn fljótvirkt og rógur- inn, engu er eins auðvclt að koma á framfæri, engu jafn fúslega tek- ið og engu jafn greiðlega dreift. Cicero Hneyksli er ávallt leiðari gangandi dagblaðs. Ókunnur höfundur Talaðu um aðra og þú ert kjafta- kind, talaðu um sjálfan þig og þú ert öllum til ama. Okunnur höfundur Launmorðingi og rógberi eru tveir angar af sömu grein, sá fyrr- nefndi notar byssu, sá síðarnefndi hvíslar í skúmaskotum. Louis Nizer Ef við slepptum hneykslum, sögu- burði, hversdagslegum hlutum og heimskulegri sjálfsánægju úr samræðunni - hvílík þögn. M. de Bachi Munurinn á frétt og slúðursögu felst í því hvort þú hækkar eða lækkar röddina. Ókunnur höfundur Flestum blöskrar hreinskilni, fáum yfirdrepsskapur. Laurence Olivier Ýkjur: starfsaðferð lygarans. Baltasar Gracian Ef einhver gæfi þér krónu fyrir hvert vingjarnlegt orð, sem þú hefur sagt um meðbræður þína, og krefði þig um fimmtíu aura fyrir hvert óvingjarnlegt orð, hvort værir þú þá heldur ríkur eða fátækur? Ókunnur höfundur Saga, sem einn kemur af stað, mun aukast stórlega í meðförum annarra. Jonathan Swift Ég hata þann mann sem aflar sér frægðar með því að leggja orðstír annars í rúst. John Gay Ekkert er eins hvimleitt og sannar Gróusögur í blöðum. Ókunnur höfundur Enginn þykist hafa áhuga á slúðursögum - samt virðast allir njóta þeirra. Joseph Conrad Lygin er snör í snúningum, en sannleikurinn er þrautseigur. Ókunnur höfundur Varaðu þig á manninum sem segir þér sögur. Ókunnur höfundur Heiðarlegir menn ljá ekki róg- burði eyra, hinir lítilmótlegu einir trúa því sem rógberinn lætur út úr sér. Ókunnur höfundur Sé rógburður í slöngulíki, þá er hann fleygur - flýgur jafn auð- veldlega og hann skriður. Douglas Jerrold Sár eftir hnífsstungu getur gróið en sár vegna söguburðar ekki. Tyrkneskt máltæki Almenningur trúir hverju sem er - nema sannleikanum. Edith Sitwell Syndin á sér mörg verkfæri, en lygin er handfangið á þeim öllum. O.W. Holmes Sannleikurinn gerir engum mein - nema hann eigi að gera það. B.C. Forbes Tortryggnin heldur að sannleik- urinn sé lygi, trúgirnin heldur að lygin sé sannleikur. Ókunnur höfundur Mesti lygari hcimsins heitir: „Fólk segir“. Douglas Mallock

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.