Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 1
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 Stofnað 1919 26. tölublað - 76. árgangur Mjög dregur úr atvinnuleysi Atvinnuleysisdagar í janúar síð- astliðnum jafngilda því að 8.630 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta eru um 885 færri en í janúar í fyrra. Atvinnuleysið er nú minna en í janúar í fyrra á öllum atvinnusvæð- um nema á Vestfjörðum og höfuð- borgarsvæðinu. Tölur urn skráð atvinnuleysi í janúar jafngilda 6,8% af áætluðúm mannafla á vinnumarkaði. Sam- kvæmt upplýsingum Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytisins fjölgaði atvinnulausum í heild að meðaltali um 20,4% frá desember- mánuði en fækkar hins vegar um 9,3% frá janúar í fyrra. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi ávallt auk- ist milli desember og janúar eða að meðaltali um 30% rnilli þessara mánaða. Búast má við að atvinnuleysið minnki talsvert nú í febrúarmánuði, einkum á landsbyggðinni, og geti orðið á bilinu 5% til 5,4% í mánuð- inum. Framhaldsskólanemendur meðtaka boðskapinn Alþingiskosningum fylgir vitaskuld aukinn áhugi al- mennings á stjórnmálum. Sá þjóðfélagshópur sem einna best tekur við sér er þó sennilega við nám í framhaidsskólum landsins; enda mikið um nýja kjós- endur á þeim slóðum - og stjórnmálaflokkarnir kepp- ast við að reyna vinna hylli þeirra. Nemendafélög framhaldsskólanna hafa verið iðin við að boða til sín forystumenn stjórnmálaflokkanna á umræðufundi undanfarið og einn slíkur fór fram í Menntaskólanum við Sund í gærdag. Húsfyllir var og meðtóku MS-ingar boðskap Jóns Baldvins Hannibalssonar, Friðriks Sophussonar, Kristínar Ástgeirsdóttur, Svavars Gestssonar og Finns Ingólfssonar með forvitni. Ágætur Langstærsti bókamarkaðurinn „Árlegur bókamarkaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda hefst á morg- un í Framtíðarhúsinu við Faxafen. Markaðurinn hefur mikla þýðingu fyrir okkur útgefendur því þar er dregið saman á einn stað allur sá gríðarlegi fjöldi titla sem við eigum á lager. Það er ljóst að engin ein bóka- verslun hefur möguleika á að bjóða uppá það sem við erum þama með. Við erum að tala um þúsundir titla og frábært tækifæri gefst til að eign- ast góðar bækur á góðu verði,“ sagði Jóhann Páll Valdimarsson, frarn- kvæmdastjóri Forlagsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Markaður- inn stendur til 8. mars. Útgefendur tóku í ár upp samstarf við Eymunds- son hf. sem annast markaðinn nú. Alþýðuflokkurinn Framboðslistinn á Suðurlandi Á fundi kjördæmisráðs Al- þýOuflokksins á Suóuriandi sem haldinn var á Selfossi fyrir stuttu var framboðslisti flokksins vcgna alþingiskosniiy>annu end- anlega ákveðinn. „Eg er mjög ánægður með listann, og tel að Alþýðuflokkurinn eigi góða möguleika á að vinna þingsæti á Suðurlandi. Undirtektir hafa Iíka aukið mér bjartsýni,” sagði Lúðvtk Bergviasson, oddviti listans í gær. Listinn cr þannig skipaður: 1. Lúðvík Bergvinsson, Vestmannaeyjum 2. Hrafn Jiikulsson, Eyrarbakka 3. Tryggvi Skjaldarson, Þykkvabæ 4. Katrín Bjarnadóttir, Selfossi 5. Jóhann Tr. Sigurðsson, Hveragerði Lúðvík Berg- vinsson: Skipar 1. sæti. Hrafn Jökuls- son: Skipar 2. sæti. 6. Sigþóra Guðmundsdóttir, Vestmannaeyjum 7. Bcrgsteinn Einarsson, Selfossi 8. Sólveig Adólfsdóttir. Vestmannaeyjum 9. Guðlaugur Tr. Karlsson, Reykjavík 10. Erlingur Ævar Jónsson, Þorlákshiifn 11. Árni Gunnarsson, Hveragerði 12. Magnús H. Magnússon, Rcykjavík Jónas Sen mælir með La Traviata „Það er synd hve húsakynni Is- lensku ópemnnar em slæm. Hljóm- burðurinn er afleitur, því endurómurinn er nánast eng- inn. í þokka- bót er sviðið allt of lítið, sem gerir það að verkum að íburðarmiklar ópemr eins og La Traviata eftir Verdi fá ekki að njóta sín sem skyldi. Sömu- leiðis er hljómsveitar- Verdi: Fín sýning í gryfjan á Óperunni. stærð við fataskáp og þar rúmast allt of fáir hljóðfæraleikarar.. .Ég get ekki annað en mælt með þessari sýn- ingu. Þegar á heildina er litið er hún góð...Flestir virtust samt hafa skemmt sér konunglega, fagnaðar- lætin vom gífurleg, og stóð fólk sér- staklega upp fyrir Sigrúnu Hjálm- týsdóttur." Sjá tónlistarskrif á blaðsíðu 6. Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar Alþingis Alþýðubandalagið fast í kalda stríðinu Vantar viðhlítandi skýringar á því afhverju skjöl um Svavar Gestsson voru fjarlægð úr hirslum Stasi. Björn Bjarnason: Ef það er einhver flokkur á Alþingi sem er fastur í fjötrum kalda stríðsins, þá er það Alþýðubandalagið. „Ef það er einhver llokkur á Al- þingi sem er fastur í íjötmm kalda stríðsins, að því er stefnu og skoðan- ir varðar, þá er það Alþýðubandalag- ið,“ sagði Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar Alþing- is, í viðtali við Alþýðublaðið í tilefni harkalegra deilna síðustu vikuna um tengsl Alþýðubandalagsins við kommúnísk einræðisríki Austur- Evrópu og pólitíska fortíð einstakra forystuntanna flokksins. Bjöm vék að málinu í ræðu sinni á Alþingi urn skýrslu utanríkisráð- herra á Fimmtudaginn. Málflutning- ur Bjöms vakti mjög hörð viðbrögð „Kom mér þægilega á óvart að Svavar hefði verið pólitiskur flótta- maður í öll þessi ár," segir Björn Bjarnason um Svavar Gestsson. forystumanna Alþýðubandalagsins, og sagði Ólafur Ragnar Grímsson að ræðan hefði verið til marks um „sjúklegt hugarfar". Um þetta segir Bjöm: „Ólafur Ragnar er því marki brenndur í svona umræðum, að hann fer æði oft yflr strikið. Það hefur gerst nokkmm sinnum þegar ég hef fylgst með honum í sölum Alþingis, að hann hefur gengið of langt. Ég tel, að þegar menn ganga of langt í yftr- lýsingum og óvirðingarorðum um andstæðingana, sé það ekki lil rnarks um góðan málstað. Það kom mér ekki á óvart að Ólafur Ragnar færi að hnýta í mig ónotum." „Ólafur Ragnar er því marki brennd- ur í svona umræðum, að hann fer æði oft yfir strikið," segir Björn um formann Alþýðubandalagsins. Aðspurður hvort hann teldi að komið hefðu fram viðhlítandi skýr- ingar á því hversvegna skjöl um Svavar Gestsson vom fjarlægð úr hirslum Stasi, hinnar illræmdu aust- ur-þýsku leyniþjónustu, sagði Bjöm: „Nei. Sé þetta rétt, sem fram kom í sjónvarpsþættinum, að skjölin haft verið fjarlægð og þeim eytt sunnu- daginn 25. júní 1989, þá er málið þannig vaxið að mér finnst ekki komnar fram viðhlítandi skýringar á því.“ Sjá ítarlegt viðtal við Björn á blaðsíðu 5. Suðurnesjamenn yfirgefa Þjóðvaka ff Jóhanna er fangi sægreifans MÆ segir Hilmar Jónsson í Keflavík og segir mikla óánægju með „ofríki Ágústs Einarssonar.” „Ég er búinn að alveg nóg af þessu og get ckki séð að við þessir grasrót- armenn sem styðjum jafnaðar- mennsku eigum neitt erindi lengur í Þjóðvaka. Mér finnst það mikil harmsaga fýrir Jóhönnu Sigurðar- dóttur að hafa lent í þessum hremm- ingum. Jóhanna er fangi sægreif- ans,“ sagði Hilmar Jónsson. bóka- vörður í Keflavík, í viðtali við Al- þýðublaðið í gær. Hilmar hefur sagt skilið við Þjóð- vaka ásamt Kristjáni Péturssyni og íjölda annarra af Suðurnesjum. Ástæðan er að sögn Hilmars einkum óánægja með ofríki Ágústs Einars- sonar varðandi sjávarútvegsstefnu Þjóðvaka og framkomu hans við ákvörðun um hverjir skipa efstu sæt- in á framboðslista hreyfingarinnar í Reykjaneskjördæmi. Hilmar sagðist á sfðustu stundu hafa fengið fregnir at' fundi sem var að hefjast sfðasta laugardag til að ákveða framboðslista Þjóðvaka í kjördæminu. Hann hafi fiýtt sér á fundinn og kom þá í ljós að Ágúst Einarsson var fúndarstjóri og for- maður uppstillingamefndar. Fyrir lá tillaga urn að Ágúst skipaði efsta sætið og í næstu sætum yrðu Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Jörundur Guðmunds- son. Kristján Pétursson fiutti tillögu um að listinn yrði settur í biðstöðu í nokkra daga meðan verið væri að ræða þessi drög að uppstillingu. Þeirri tillögu var hafnað og Ágúst kosinn í fyrsta sæti með 12 atkvæð- um. Daginn eftir ákvað Hilmar að hætta þátttöku í Þjóðvaka. Sjá viðtal við Hilmar á baksíðu. Hilmar: Ég er búinn að alveg nóg af þessu og get ekki séð að við þessir grasrótarmenn sem styðj- um jafnaðarmennsku eigum neitt erindi lengur í Þjóðvaka. rómur var gerður að máli stjórnmálamannanna, tvennum sögum fór af hverjum mæltist best... A-mynd:E.ói.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.