Alþýðublaðið - 15.02.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Síða 3
h MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐH) 3 Láttu engan segja Hún var athyglisverð fréttin sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Hún var um það að norskir kaupmenn óttast nú hrun í norskri verslun vegna þess að Norðmenn streyma þess dagana yfir landamær- in í verslunarleiðangra til nágranna- ríkisins Svíþjóð- “m “ a! Pallborðið Evrópusamband- inu. Þar eru nú allar lífsnauð- synjar margfalt ódýrari en í Nor- egi. Eins og kunnugt er kaus norska þjóðin þetta yfir sig með því að hafna aðild að þessu sama sambandi. Nú upplifa norskir kaup- menn afleiðingar þess. Þeir tímar ættu að vera liðnir þar sem hægt er að loka þjóðir innan landamæra og pína þær með öllum tiltækum ráðum til að halda á floti gæluverkefnum ráðamanna í hverju landi fyrir sig, en því miður. Norska þjóðin getur að vísu kennt sjálfri sér um en ekki ráðamönnum sfnum sem börðust með oddi og egg fyrir bættri stöðu Noregs í samfélagi þjóða og fyrir hagsbótum norskum ríkisborg- urum til handa, en til einskis. Þjóð- remban og hræðsluáróðurinn hafði þar vinninginn. Innan landamæranna Annað kaldhæðnislegt atvik er för Þorsteins Pálssonar á fund norrænna dómsmálaráðherra í Osló á dögun- um. Þar átti að ræða um vegabréfs- áritanir innan Norðurlandanna, en þær hafa sem kunnugt er verið óþarf- ar í áratugi sökum náins samstarfs Norðurlandanna á þessum vettvangi. Nú er komin upp sú skondna staða að það gengur ekki lengur. Ekki, þar eð þrjú af fimm fullvalda Norður- löndum eru innan Evrópusambands- ins. Þessu vilja ríkisstjómir landanna ekki una og munu því sækja það á skrifar vettvangi Evrópusambandsins að Norðmenn og Islendingar fái að gegna landamæragæslu á ytri landa- mæmm þess. Það er að segja að löndin verði bókstaflega innan landamæra Evrópusambandsins. Svona uppákomur munu halda ■“■■■““■“■■ áfram að verða. Smátt og smátt verður aukaaðild okkar að Evrópu- sambandinu orðin slík og þvflfk að við verðum þar Magnús Árni Magnússon inni að öllu öðm leiti ()á en formlega og Halldór --------------- Blöndal mun sjá um að matarútgjöld heimilanna lækki ekki). Það þýðir að við verðum að taka við því sem frá sambandinu kemur til að geta notið góðs af auka- aðild okkar, en megum ekki sitja við þau fundarborð þar sem allar ákvarð- animar eru teknar. Hér á íslandi gelum við ekki kennt okkur sjálfum um þetta áhrifaleysi okkar. Hér á Islandi höfum við, íbú- ar landsins ekki fengið að koma af stað vitrænni umræðu um hvort að við viljum vera innan Evrópusam- bandsins eður ei. Hér á Islandi er í gangi samstaða allra stjómmálaafla nema jafnaðarmanna um að láta fs- lensku þjóðina ekki koma að þessu máli. Það hlýtur að vera vegna þess að þessir ráðamenn treysta því ekki að þjóðin taki ákvörðun sem líkar við, öfugt við norsku ríkisstjómina sem leyfði kjósendum að taka um þetta ákvörðun, því það em jú kjós- endur sem sitja í súpunni ef rangar ákvarðanir em teknar. 1999 Davíð Oddsson segir sífellt að „málið sé ekki á dagskrá." Honum verður einnig tfðrætt um ríkjaráð- stefnuna 1996 og að það verði engin lönd tekin inn í sambandið fyrir hana. En 1996 er nú einu sinni bara á þér annað m jaj|jg' * „Davíð Oddsson segir sífellt að „málið sé ekki á dagskrá.“ Honum verður einnig tíðrætt um ríkjaráðstefnuna 1996 og að það verði engin lönd tekin inn í sambandið fyrir hana. En 1996 er nú einu sinni bara á næsta ári. Ætlar þessi maður svo ítrekað að halda því fram að málið verði ekki á dagskrá á næsta kjör- tímabili? Kjörtímabilið er fjögur ár, því lýkur árið 1999. Verða Evrópumálin kannski ekki enn komin á dagskrá árið 1999? Get- ur einhver heilvita maður haldið því fram?“ næsta ári. Ætlar þessi maður svo ít- rekað að halda því fram að málið verði ekki á dagskrá á næsta kjör- tímabili? Kjörtímabilið er fjögur ár, því lýkur árið 1999. Verða Evrópu- málin kannski ekki enn komin á dag- skrá árið 1999? Getur einhver heil- vita maður haldið því ffam? Eigum við kjósendur þá ekki heimtingu á að þekkja afstöðu þeirra stjómmála- flokka sem við erum að kjósa yfir okkur til næstu fjögurra ára? Að sjálfsögðu. Við jafnaðannenn höfum tekið af skarið. Við leggjum til að ísland sæki um aðild að Evr- ópusambandinu hið fyrsta. Við höf- um jafnframt tekið þá pólitísku af- stöðu að við teljum hagsmunum þjóðarinnar best borgið þar sem hún getur haft áhrif á framtíð sína, á um- hverfi sitt. Framtíð okkar 260.000 manna sem hér búum mótast stór- kostlega af okkar nánasta umhverfi. Engir em eins háðir viðskiptum og góðum samskiptum við umheiminn og fámennar þjóðir, litlir heima- markaðir. Okkar nánasta umhverfi er Evrópusambandið. Til þess að hafa áhrif á það þá þurfum við að vera að- ilar að því. Ég hef það mikla trú á okkur Islendingum að við gælum haft þar inni þau áhrif sem við vilj- um. Góður Islendingur, láttu engan úrtölumanninn segja þér annað. Höfundur er heimspekinemi og situr í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins. Eiturnaglar dagsins Inná ritstjórn Alþýðublaðsins barst fyrir stuttu pakki af sígar- ettutegundinni „Tvöföld ham- ingja“ - eða „Double Happi- ness“ - sem fram- leidd er í Sjang- hæ- síg- arettu- verk- smiðj- unni í Kína. Ávallt uppátækjasamir tóku nokkrir syndugir ritstjórnar- menn sig til að reyndu eitrið: það bragðaðist ágætlega og þrátt fyr- ir að rífa ekkert í hálsinn á niður- leið í lungu, tók það hressilega í góminn á leiðinni aftur útí and- rúmsloftið - eftirbragðið var þó aðeins rétt svo bærilegt. Á skal- anum 1 til 10 fær Tvöföld Ham- ingja 4... Miklar umræður hafa orðið um framgöngu fjölmiðla í kjölfar harm- leiksins í Súðavík. I nýlegu tölublaði Vest- firska frétta- blaðsins kom fram óvenju harkaleg gagnrýni á fréttastofu Ríkissjón- varpsins. Blaðið segir: „Tökulið frá Ríkissjónvarpinu undir for- ystu Sigrúnar Stefánsdótt- ur ruddist í síðustu viku inní bráðabirgðahúsakynni Grunnskóla Súðavíkur, þar- sem skólahald stóð yfir, án þess að leita leyfis eða hafa samráð við nokkum mann, og tók þar til við að mynda bömin og starfsfólkið." Þetta var fyrsta skóladaginn eftir slysið og Vestfirska segir „innrásina" hafa skap- að usla um umrót. Af þessu tilefni hafi fræðsluyfirvöld sent „kurteislegt kvörtunar- bréf ‘ til Boga Ágústssonar fréttastjóra. Blaðið bætir þvf svo við að ýmsum hafi þótt nóg um „aðgangshörku og veiðigleði fjölmiðla á síð- ustu vikum eftir hörm- ungamar í Súðavík, en í þeim efhum hafa þó engir komist með tæmar þarsem frétta- stofa Ríkissjónvarps- ins hefur hælana." Bogi og Sigrún svara bæði fyr- ir sig fullum hálsi í nýju tölublaði Vestfirska frétta- blaðsins, og þar kemur með- al annars fram að kennari í skólanum vissi af fyrirhug- uðum myndatökum. Boga finnst að vonum sárt að sitja undir ásökunum um að fréttastofa hans hafi sýnt mesta „veiðigleði" í frá- sögnum frá Súðavík og krefst þess að Hlynur Þór Magnússon ritstjóri biðjist afsökunar. Ekkert bólar hinsvegar á slíkri afsökunar- beiðni... Nú er Eggert Ilaukdal loksins búinn að birta listann sinn í Suður- landi. Þarmeð er morgunljóst að 3. maður á lista Sjálfstæðis- fiokksins, Drífa Hjartardóttir á Keldum, er kol- fallin. Það hefur vakið athygli að Davíð Oddsson flokks- fomiaður hefur ekkert gert til að fá Eggert ofan af sér- framboði - enda mun þing- mannstapið skrifast á reikning Þorsteins Pálsson- ar. Davíð j er þannig að fórna peði til að sauma að Þorsteini, enda hafa þeir verið litlir vinir síðustu fjögur ár... Hinumegin "Farside” eftir Um leið og Ágúst Guðbjartsson, verkstjóri frá Eskifirði, kom inní rjóðrið og uppgötvaði fund Loch Ness skrýmslis- ins, Stórfóts og Gro Harlem Brundtland gerðist það óvænta: myndavélin stóð á sér. Fimm á förnum vegi Hver er í1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík? ctóttSVar:Fmnurmgóifsson) Stefán Jóhannsson, nemi: Ég er búinn að gleyma því. Sigurður Þormar, nemi: Ég bara veit það ekki. Bragi Ingvarsson, atvinnulaus: Það er hann Finnur Ingólfsson. Sigríður Jónsdóttir, nemi: Ég man það ekki. Pétur Guðjónsson, matreiðslu- maður: Ekki spyija mig um pólitík. Viti menn Mér líður bærilega enda hef ég nóg að gera. Skrifborðið mitt er löðrandi. Áðuren ég fer heim og held uppá afmælið ætla ég að leiðrétta stflabunka og kenna tvo tírna. Guðni rektor Guðmundsson, sem varð sjötugur í gær í samtali við DV. Hæð yfir Grænlandi en lægð yfir leiklistardeild Ríkisútvarpsins. Fyrirsögn greinar Halidórs Þorsteinssonar fyrrum leiklistargagnrýnanda þarsem hann tekur Rikisútvarpið í bakariið. Er þó til dæmis Alþýðuflokk- urinn með aðra stefnu í Evrópumálum, sjávarútvegs- málum og landbúnaðarmálum en til dæmis Alþýðu- bandalagið. Þetta hindrar formann félags sjúkraliða ekki í að fliuga hvort hún eigi að velja framboð á vegum þessa flokksins eða hins. Úr leiðara Jónasar Kristjánssonar í DV í gær. Múslimar svelta í Bihac. Fyrirsögn í Mogganum í gær. Sex hljóta dauðadóm vegna strangra viðurlaga við guðlasti í Pakistan: Unglingur dæmdur til dauða. Fyrirsögn í Mogganum í gær. 14 ára kristinn piltur var dæmdur til dauða fyrir niðrandi veggjakrot um Múhameð spámann. Útspil Jóns Baldvins Hannibalssonar um aðildar- umsókn [að ESB] er ekki út í bláinn. Með því er hann að reyna að vinna atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum. Ekki skal neinu spáð um árangur af því, en hinsvegar getur einmitt þetta útspil verið sú taug sem heldur núverandi stjórnarsamstarfl saman eftir kosningar. Leiðari Tímans í gær. Veröld ísaks Samfélagið í hinni stórkostlegu ítölsku borg, Feneyjum, gekk gjör- samlega - svo effir var tekið um víða veröld - af göflunum á átjándu öld. Leikir af ýmsum toga - hvattir áfram af ótrúlega háum veðmálum - voru í gangi allan sólarliringinn og eitt fag- urt kvöld árið 1762 lagði ábótinn Grioni til dæntis allan sinn klæðnað undir og sneri aftur tii klausturs síns allsnakinn. Nunnur borgarinnar og nálægra klaustra skreyttu sig enn- fremur gulli og gimsteinum, styttu kufla sína uppundir hné og stóðu í biðröð eftir að verða ástmeyjar klerka sent sóttu borgina í stríðum straunú til að verða ekki af fjörinu. Á þessunt tíma var það einnig talin hin mesta hneysa ef virðulegar eiginkon- ur ráðamanna áttu sér ekki elskhuga, og frekar þá tvo eða þijá en einn. Það var algjör skylda hjá ráðamönnun- um... Byggt á staöreyndasafninu „Isaac Asimov's Book of Facts", sem ritstýrt er af samnefndum höfundi tæplega 200 vísindaskáldsagna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.