Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 8
MÞYBUBLMS Miðvikudagur 15. febrúar 1995 26. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Úrskurður héraðsdóms VÍNLAND vann Vínlandhf. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að nafn fyrirtækisins Vín- land hf. Clausen/Hrafnsson skuli af- máð úr hlutafélagaskrá. Notkun nafnsins brýtur í bága við einkaleyfi Þorbjörns Magnússonar á orð- merkinu VÍNLAND í vörumerkja- skrá. Vínlandi hf. var gert að láta af notkun nafnsins og greiða máls- kostnað. Tildrög málsins eru að í nóvember 1992 sótti Þorbjöm Magnússon um einkaleyfi á vöru- merkinu VÍNLAND fyrir vaxandi umsvif sín á sviði vínumboða. Merk- ið var síðan skráð í febrúar 1993 að liðnum lögboðnum fresti. I október það ár skráðu Herluf Clausen og Birgir Hrafnsson síðan hlutafélagið Vínland hf. hjá hlutafélagaskrá, en þeir höfðu þá um skeið rekið um- boðsverslun með vfn undir heitinu Konráð Axelsson hf. Tilmælum rétt- hafa um að þeir létu af notkun nafns- ins Vínland var ekki sinnt og málinu því skotið til dómstóla. Jónas G. Rafnar íátinn Jónas G. Rafnar, fyrrverandi al- þingismaður og bankastjóri Utvegs- bankans, er látinn, 74 ára að aldri. Hann var kjörinn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 1949 og sat á þingi til 1971 sem þingmaður Akur- eyringa og síðar Norðurlandskjör- dæmis eystra. Jónas G. Rafnar gegndi auk þess fjölda annarra trún- aðarstarfa. Éftirlifandi kona Jónasar er Aðalheiður Bjarnadóttir Rafnar. Dætur þehTa eru Halldóra, Ingi- björg og Asdís. Þjóðvaki Lýsir furðu á afnagi Kjördæmisfundur Þjóðvaka Norðurlandskjördæmis eystra lýsir furðu yfir því afnagi sem fram hefur komið á Alþingi vegna flutnings embættis veiðistjóra til Akureyrar. Fundurinn harmar að Eyjaljarðar- svæðið, sem er eina mótvægi við höfuðborgarsvæðið, skuli þurfa að búa við útibú varðandi þróun og sölu fiskafurða, þegar höfuðstöðvar voru í boði. Ný tækifæri til atvinnu og uppbyggingar skapist ekki meðan ráðamenn righalda í óbreytt ástand. ÆÆ Flótti úr Þjóðvaka á Reykjanesi „ Jóhanna er fangi sægreifans - segir Hilmar Jónsson sem er í hópi 20 manna sem hafa hætt þátttöku í Þjóðvaka í Reykjaneskjördæmi. „Við þessir jafnaðarmenn sem fórum í Þjóðvaka til að styðja jafnað- armennsku eigum þar ekkert erindi lengur. Ég held að við séum um 20 sem eru famir frá Þjóðvaka í Reykja- nesi og í þeim hópi er Kristján Pét- ursson. Öllum tillögum um að fram færi einhvers konar forkönnun við val á framboðslistann í Reykjanes- kjördæmi var hafnað. Það er harm- saga að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera orðin fangi sægreifans," sagði Hilniar Jónsson bókavörður í Keflavík í samtali við Alþýðubkidið í gær. Hann sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þróun mála innan Þjóðvaka og þá ekki síst framgöngu Agústs Einarssonar í sjávarútvegsmálum og við uppstill- ingu framboðslistans á Reykjanesi. Hilmar greindi frá gangi mála á eftir- farandi hátt: „Ég gekk til liðs við Þjóðvaka rétt eftir áramót og var í undirbúnings- nefnd fyrir landsfundinn þar sem ég studdi ákveðna tillögu í sjávarút- vegsmálum. En það varð önnur stefna ofaná sem á ekkert skylt við stefnu jtrasrótarhreyfingar. Það er stefna Agústs Einarssonar sem hefur tekið við stjóm. En það sem varð þess valdandi að ég tók ákvörðun um að hætta í Þjóðvaka var aðdragandi að ákvörðun um skipan framboðs- listans í kjördæminu. Að kvöldi föstudagsins 10. febrú- ar gekkst ég ásamt tveimur öðmm mönnum fyrir kynningarfundi Þjóð- vaka hér í Keflavík. Fundinn sóttu um 60 manns og þar vom krókaleyf- issjómenn fjölmennir. Þar var Krist- ján Pétursson annar ræðumanna og mál hans fékk mikinn stuðning frá þessum sjómönnum, en Kristján var meðal flutningsmanna tillögu um sjávarútvegsmál sem ekki fékkst rædd á landsfundi Þjóðvaka. Agúst Einarsson sat fundinn en hann sagði mér ekki að halda ætti fund daginn eftir og gera út um uppstillingu á framboðslistanum. Astæðan er vafa- laust sú að ég hef ekki farið leynt með að ég styð hann ekki og vildi að Jón Sæmundur Sigurjónsson leiddi listann í kjördæminu." Fundur um framboðslista „Nokkm fyrir klukkan tvö á laug- „Það er harmsaga að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera orðin fangi sae- greifans," segir Hilmar Jónsson. A-mynd: E.Ól. ardaginn hringir kunningi minn til mín og segir að fundur sé að heljast í Hafnarfirði þar sem eigi að gera út um listann. Þegar ég kom á staðinn var fundurinn byrjaður og var þarna tæplega 20 manns. Fundarstjóri var Agúst Einarsson sem jafnframt var formaður uppstillingamefndar. Nefndin lagði þarna fram nöfn í þrettán sæti. I fyrsta sæti var Agúst Einarsson sjálfur. Síðan var Lilja Guðmundsdóttir kennari í Hafnar- firði í öðm sæti en bróðir hennar var í uppstillingamefndinni. I þriðja sæti var Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur, vinur Agústs og sat sjálfur í uppstillingamefnd. I ljórða sæti var Jörundur Guðmundsson, sem flestir kannast við sem skemmti- kraft. Hann er búsettur í Vogunum og átti að vera fulltrúi okkar Suður- nesjamanna. Kristján Pétursson var í sjötta sæti. Það kom hins vegar ber- lega í ljós að Kristján átti mikinn stuðning í að vera ekki neðar en í þriðja sæti. Það máttu Agúst og Guð- mundur ekki heyra nefnt.“ Ágúst bar sjálfan sig upp „Málin vom nokkuð rædd en sfð- an gerði fundarstjóri hlé, aðaílega til þess að róa sjálfs síns taugar. Hann Athugasemd Samúðarkveðja til Arnórs Hannibalssonar - frá Ragnari Arnalds. í tilefni af einkar furðulegum sam- setningi Arnórs Hannibalssonar í Al- þýðuhlciðimi 14. febrúar síðastliðinn þar sem því er haldið fram, að ég hafi farið tvisvar til Moskvu á tímabilinu 1970 til 1981 til viðræðna við þar- lenda ráðamenn, vil ég ítreka það, sem ég hef áður upplýst opinberlega, að þetta er alrangt. Þáverandi sendiherrar Sovétríkj- anna buðu mér hvað eftir annað að heimsækja Sovétríkin, eftir að ég varð formaður Alþýðubandalagsins en ég þáði ekki þessi boð. Amór segir frá fjórum sendi- nefndum Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna sem áttu að hafa komið úl íslands á árunum 1970 til 1974 í þeim erindum að ræða við forystu Alþýðubandalagsins. Ég veit ná- kvæmlega ekkert um ferðir þessara manna, ef það er þá rétt, að þeir hafi komið hingað. Enginn þeirra gerði minnstu tilraun til að ná tali af mér. Ég var þá formaður flokksins og átti sæti f nefnd um alþjóðleg samskipti. Aldrei kom það fram í neinni stofn- un flokksins, að nokkur forystumað- ur flokksins hefði rætt við þessa Tilfinning um, að þettasé í lagi „Þessar leiðréttingar mínar ættu að nægja til að sýna, að Arnóri er ekki sérlega lagið að umgangast staðreyndir. I grein sinni tvinnar hann saman pólitískum óhróðri og langri runu ósanninda á afar dólgslegan hátt.“ menn. Óneitanlega er það heldur lygilegt, að sendimenn hafi komið hvað eftir annað frá Moskvu til viðræðna við Alþýðubandalagið en aldrei óskað eftir viðtali við for- mann flokksins. Síðar í greininni segir, að viðræð- um umrædds tímabils hafi lokið með því að mér hafi verið boðið til Sovét- ríkjanna árið 1979 „á kostnað mið- stjómar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna eða ýmissa sovéskra ráðu- skipa fyrsta sætið í framboði Þjóð- vaka á Vestíjörðum. En hann getur ekki verið mjög kátur. Ég hef starfað í mörgum félögum en aldrei kynnst svona aðferðum eins og hjá Þjóðvaka. Þessari gras- rótarhreyfingu hefur endanlega verið hafnað og við tekur sægreifinn með sínar aðferðir. Ég er búinn að fá alveg nóg af þessu og get ekki séð að við þessir grasrótarmenn sem styðjum jafnað- armennsku eigum neitt erindi þarna lengur. A sunnudaginn tók ég ákvörðun um að hætta í Þjóðvaka. Mér finnst það mikil harmsaga fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að hafa lent í þessum hremmingum. Hún er fangi sægreifans. Það er óskaplegt að enda svona,“ sagði Hilniar Jónsson. setti svo fund aftur og sagðist ganga til dagskrár um að ganga ffá fyrsta og öðm sæti. Kristján flutti þá strax breytingartillögu þess efnis að listinn yrði allur settur í biðstöðu í nokkra daga meðan menn ræddu þessi drög að uppstillingu. Við höfðum skilið þetta sem drög að lista og menn hefðu einhvem tillögurétt. Tillaga Kristjáns var felld með 12 atkvæðum gegn sex. Þama sést nú fámenni fundarins og við vomm bara fulltrú- ar sjálfra okkar. Sfðan ber Agúst sjálfan sig upp og var kjörinn í fyrsta sæti með 12 atkvæðum. Svo dettur honum í hug að þessi listi geti fengið tvo til þrjá þingmenn. Ég stakk upp á Jóni Sæmundi og ég fullyrði að ef það fólk sem skráð var í Þjóðvaka hefði fengið að greiða atkvæði um þetta hefði Jón Sæmundur unnið með miklum mun.“ Harmsaga Jóhönnu „I framhaldi af þessu emm við um 20 sem emm famir ffá Þjóðvaka. Margir þeirra vom búnir að vera þar lengur en ég. Ætli það séu ekki allir famir sem stóðu að breytingartillög- unni um sjávarútvegsmál á lands- fundinum. Sigurður Pétursson lafir að vísu enn í Þjóðvaka og á víst að Gáð til veðurs Skíðamenn þurfa lítið að gráta færið í Hlíðafjalli við Akureyri þessa dagana þrátt fyrir að vegfarendum niðrí byggð blöskri vafalaust ófærðin. Og svo virðast þeir norðan- menn gjarnan njóta stærri skammts sólar en við hinir... A-mynd:e.ói. neyta að fyrirskipan miðstjómarinn- ar.“ Það ár var ég reyndar ekki leng- ur formaður Alþýðubandalagsins en gengdi hins vegar stöðu mennta- málaráðherra. Ég hygg, að sovéski sendiherrann hafi þá enn boðið mér til Sovétríkjanna eins og ýmsum öðr- um ráðamönnum allra flokka, en ég fór ekki. Þessar leiðréttingar mínar ættu að nægja til að sýna, að Amóri er ekki sérlega lagið að umgangast stað- reyndir. I grein sinni tvinnar hann saman pólitískum óhróðri og langri mnu ósanninda á afar dólgslegan hátt. Hann segir til dæmis í grein sinni, að það hafi verið markmið Al- þýðbandalagsins að afnema lýðræði og þingræði og útrýma öllum and- stæðingum „annað hvort með því að drepa þá eða halda þeim í fangabúð- um.“ Ég veit, að skynsamir lesendur blaðsins fyrirgefa mér, þótt ég telji það neðan við virðingu mína að rök- ræða frekar við mann sem opinberar slíkt hugarfar. Ég læt því nægja að senda Amóri samúðarkveðjurmínar. Ragnar Arnalds. Framboðslisti Alþýðuflokksins á Vestfjörðum Bjartsýnn á gott gengi listans - segir Gísli Hjartarson kosningastjóri. „Við emm búin að opna kosn- ingaskrifstofu á ísafirði á baráttan að komast í fullan gang. Sighvatur Björgvinsson leiðir listann og það er maður sem stendur fyrir sínu. Eftir að Vestljarðagoðinn Matthí- as Bjarnason hættir er Sighvatur aiftakinn og ég er bjartsýnn á gott gengi listans," sagði Gísli Hjartar- son kosningastjóri Alþýðuflokks- ins á Vestljörðum í samiali við blaðið. Gísli sagði að sérframboð Pét- urs Bjarnasonar hefði ekki áhrif á fylgi Alþýðuflokksins í kjördæm- inu. Það bitnaði á Framsóknar- flokknum. Framboðslisti Alþýðuflokksins á Vestljörðum er þannig skipaður: 1. Sighvatur Björgvinsson ráðherra 2. Ægir Hafberg sparisjóðsstjóri 3. Kristín Jóhanna Bjömsdóttir sjúkraliði 4. Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri 5. Ólafur Benediktsson slökkviliðsstjóri 6. Gróa Stefánsdóttir húsmóðir 7. Benedikt Bjarnason sjómaður 8. Jón Guðmundsson trésmíðameistari 9. Hansína Einarsdóttir húsmóðir 10. Karvel Pálmason fyrrverandi þingmaður

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.