Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 ALÍVDIIIIIIÐID 20883. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hvers konar ríkisstjórn? Komandi kosningar snúast - eins og allar kosningar - um það hvers konar ríkisstjóm verður mynduð að kosningum loknum. Nú er það svo að ríkisstjórnir á íslandi eru ekki kosnar beint, heldur em þær myndaðar á gmndvelli styrkleika að kosningum loknum. Sjaldnast gefa flokkar út afdráttarlausar yfirlýsingar með hverjum þeir ætli að vinna að kosningum loknum, þó að ákveðnir kostir umfram aðra séu á stundum ræddir. Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir hins vegar gefið út þá ein- dregnu yfirlýsingu að hún ætli ekki í ríkisstjóm með Sjálfstæð- isflokknum. Kjósendur hennar hafa því hreinar línur - þótt lík- umar á því að þetta loforð verði svikið séu ærið miklar. Líklegast hefur yfirlýsing Jóhönnu mest áhrif á Alþýðu- bandalagið, sem mikið talar um vinstri stjóm, en hefur undan- farið ár eða svo verið að undirbúa stjóm með Sjálfstæðisflokkn- um. Olafur Ragnar Grímsson verður lfklega hálf vandræðaleg- ur fram að kosningum. Boðskapur Ólafs Ragnars er sá að Al- þýðubandalagið sé eini valkostur vinstri manna, en hann þorir samt ekki að útiloka stjómarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Tilhleypingar Ólafs Ragnars og sjálfstæðismanna hafa síð- ustu misserin oft og tíðum verið öllum sýnilegar. Jóhanna ætlar með yfirlýsingu sinni að sækja djúpt í bakland Alþýðubanda- lagsins. Eini flokkurinn sem Ólafur Ragnar hefur nánast útilokað samstarf við er Alþýðuflokkurinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hið fyrirheitna land Ólafs og félaga er nú austur í Singa- púr og því em Evrópumálin ekki á dagskrá þar á bæ. Það segir sína sögu um tækifærismennsku formanns Alþýðubandalags- ins að hann skuli útiloka Alþýðuflokkinn, en ekki Sjálfstæðis- flokkinn. Væntanlega verður þetta vatn á myllu Jóhönnu Sigurðardótt- ur, sem þrátt fyrir allt er enn svo vinstri sinnuð að hafa ekki kokgleypt efnahagsstefnu Alþjóðabankans í Washington. Jó- hanna og Ólafur Ragnar em að keppa um hylli kjósenda með svipaðar skoðanir. Yfirlýsing þeirra um stjórnarmyndun hafa því áhrif í kosningabaráttunni. í samanburði við samdrátt Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins em þó yfirlýsingar Jóhönnu og Ólafs Ragnars sem stormur í vatnsglasi. Mikill þrýstingur er innan þessara flokka um stjómarmyndun að loknum kosningum. Slík ríkis- stjóm væri mynduð um óbreytt ástand á öllum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi og landbúnaði. Stjóm þessara flokka yrði ómeng- uð íhaldsstjóm þar sem hugmyndafræðingamir yrðu þeir Egill Jónsson og Páll Pétursson. Ekki þarf að fjölyrða um það hvaða afleiðingar þesskonar stjómarmynstur hefði á þróun þjóðmála næstu árin og jafnvel áratugina. Eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri sagði í leiðara DV á laugardaginn: „Mestar líkur em á því að sægreifaflokk- amir tveir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi eftir kosningar einir styrk til að mynda saman tveggja flokka ríkis- stjórn. Hún mun hvar sem er og hvenær sem er taka hagsmuni sægreifa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar." Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur hefur því miður leitt til þess að meiri líkur em á því en áður að íhaldsstjóm af þessu tagi taki völdin. Eina vörn frjálslyndra jafnaðarmanna gegn aftur- haldi af þessu taginu er að Alþýðuflokkurinn fái góða útkomu í kosningunum. Hvað varstu að gera öll þessi ár? Handa Merði Árnasyni. Mörður stórvinur minn Árnason var Þriðji maðurinn á sunnudaginn hjá Arna Þórarinssyni og Ingólfi Margeirssyni. Það fór vel á því enda er Mörður líka þriðji maður Þjóðvaka í Reykjavík. Að ^—— vísu sögðu Ámi og Ingó að þeir hefðu mikið reynt að fá heilaga Jóhönnu í þáttinn en það hefði því miður reynst útilokað. (Fréttamenn og fjölmiðlungar kunna orðið þul- una utan að: „Þetta er 68 88 08, eftir að hljóðmerki heyrist er þér velkom- ið að skilja eftir skilaboð, takk fyrir.“) Margt spaklegt bar á góma í spjalli Marðar einsog hans var von og vísa: sá innisetumaður sem nú lemur lyklaborð gat ekki annað en hrífist af frásögnum af skíðaferðum vinar síns í bítið á sunnudagsmorgnum. En þegar talinu var beint frá útivist og að pólitík var einsog hann Mörður minn færi rakleitt útaf brautinni og endaði á kafi í fúkyrðaskafli. Þegar Ingó og Ámi gerðu tilraunir til að spyrja um óeiningu, sundmngu og ólýðræðisleg vinnubrögð í Þjóðvaka, þá var allt slíkt tal svindill og prettur - úr Alþýðublaðinu! Alþýðublaðið er ekki fréttablað! urraði þessi varaformaður siðanefnd- ar Blaðamannafélagsins, þegar hann var spurður um fréttir af Þjóðvaka sem birtust á sfðum þessa litia blaðs. Af því Tíminn og Alþýðublaðið sögðu frá því að Sólveig Olafsdóttir hefði verið svikin um 2. sætið í Reykjavík, á kostnað Ástu R. Jó- hannesdóttur, þá var það barasta allt í plati, af því um var að ræða „fréttir tilorðnar í Tímanum, sem er flokks- málgagn Framsóknarflokksins...og Alþýðublaðinu, sem að telur Þjóð- vaka höfuðandstæðing sinn í kosn- ingabaráttunni." Og Mörður var ekki búinn: Hann sá ástæðu til að kvarta sérstaklega yf- ir því að lesið er uppúr „flokksblöð- unum“ í morgunútvarpi. Einhvemtíma hefði orðið að segja mér þrisvar að Mörður Ámason gerðist talsmaður ritskoðunar sem felur í sér að fólk fái einungis að heyra stórasannleik Morgunblaðsins og DV. Ég óska Styrmi og Matthíasi til hamingju. ítrúnaði Áður en lengra er haldið: Er það ef til vill öldungis rétt hjá mínum góða vini að Alþýðublaðið sé ekki frétta- blað? Hefur þetta semsagt verið tóm- ur misskilningur í 76 ár? Hvað er frétt? Fregn, tíðindi, frá- sögn, segir Orðabókin. Getur verið að glæpur Alþýðublaðsins felist í því að hafa flutt fregnir, tíðindi og frá- sagnir sem em einfaldlega Merði Ámasyni ekki að skapi? Þá er hann hérmeð boðinn velkominn f hóp með ýmsum valinkunnum máttarstólpum þjóðfélagsins. Við höfum sagt fréttir af Alþýðubandalagi, Sjálfstæðis- flokki, Kvennalista, Framsókn og Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar Þjóðvaka - meðal annars fréttir sem ekki em forystumönnum þessara flokka að skapi. Og við höfum líka sagt fréttir af Alþýðuflokknum sem ekki vöktu mikla lukku hjá sumum —^„m kratahöfðingjum. Við sögðum sam- viskusamlega frá því f vetur þegar ýmsir liðsmenn Alþýðuflokksins gengu til liðs við Jóhönnu. Aðal- fréttir blaðsins, dag éftir dag, snerust um úrsagnir úr AT HÚIIIIIilflHII [ormaður Neytendasamtakanna gekk út af landsfundi Þjóðvaka g tek ekki þátt í svona skrípaleik segir Jóhannes Gunnarsson og telur öll eðlileg fundarsköp ■ tfa verið brotln á fundlnura. þýðuflokknum. Alþýðublaðið sló því líka upp þegar fylgi ílokksins náði sögulegu lágmarki í könnunum. Ég get sagt Merði í fullum trúnaði, að forsíða Alþýðublaðsins þann dag fékk margt kratahjartað til að slá örar. Hinsvegar man ég ekki til þess að siðanefndarmaðurinn hafi klagað yfir fréttum okkar af ófömm Alþýðu- flokksins eða beðið útvarpið að þegja yfir þeim. ífréttum er þetta helst En við voram einfaldlega að segja fréttir. Og nú vill svo til að Þjóðvaki hefur síðustu vikur ver- ið endalaus uppspretta fregna, tíðinda og frásagna. Þótt Alþýðu- blaðið sé valdamikið, þá em frétt- imar af ófömm Þjóðvaka ekki búnar til hér á ritstjóminni. Reynd- ar hefur Þjóðvaki ekki þurft neina hjálp í hinni raunalegu sjálfstortím- ingarherferð sinni. Við skulum líta á nokkrar beinar tilvitnanir í fréttavið- töl sem snerta Þjóðvaka. ,Lg tek ekki þátt í svona skrípaleik og þar af leiðandi ákvað ég að taka ekki frekari þátt f þessum landsfundi og fór heim til mín.“ Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtak- anna, 31. janúar. „Það á ekki að fá merði úr öðmm flokkum til að stjóma vinnubrögð- um. Ef þetta á að vera hreyfing fólks- ins verða sjónarmið fólksins að koma fram.“ Jón Kjartansson frá Páhnholti, 31. janúar. , J>etta snerist ekki um mikinn mál- efhaágreining. Hinsvegar vom allar lýðræðisreglur þverbrotnar við stjómarkjör og Ágúst Einarsson kom í veg fyrir að breytingatillögur sem við vomm með við sjávarútvegs- stefnuna væm ræddar.“ Njáll Harðarson, 31. janúar. „Lýðræðisleg vinnubrögð vom ekki viðhöfð á þessum landsfundi... Ágúst [Einarsson] valtar yfir allt sem heitir siðferði og lýðræði.“ Guðbjörn Jónsson, 31. janúar. „Ég nenni ekki að eyða tíma í að vinna með Þjóðvaka; stjómmálaafli sem ástundar þessi vinnubrögð." Jóhannes Gunnarsson, 3. febrúar. ■ "V «1 Ivn*-. M >> )>V ujl .Ipnt, -U>1 Kk clk, N* • >UI(9lC'L 't •I InðviJi Avid tt uk> eUi mdsfundur ÞJóðvaka endaði I illdeilutn <refjumstaf- iagnarAgústs zinarssonar icgij Njáll Harðarson. scm gekk af (undl á*aml irum til að mótm.xla „ólýðiæðislegum vtnnu- ðgðum" • l>«) v'Mik, . «• tnV(W(«ui. II w> «0*&K haU Jón Kjartansson í Pálmholtl formaðt Lelgjendasamtak- anna seglr skilið v Þjóðvalca Osátturvið merði úr öði um flokkum Mll'l* tlrðkqia f>rir Jútwiiau: ■rtard«lur. Oc dmuc i«i fWtrt lum É»DdKU->™ir >« h fcrtj-IViB*. hwxoiu rru a U uuairtc* *1 Ml' htfUr tUI' ____...» KJurtaiwiMi Irl tluttl. f'TWUOur ludcJnxlnui u»iu. t uibuI rt.) ’ wua« >., f gæricvöldi e ^ boði Þjóðvaka á Suðurlandi vegna ríahugsjónirum sið- neioarleg vinnubröqð" •aa.'sy ‘•'•■V- gsrjraas-t !»£: ■2)|( f|“kin á 'ondsfundl Þjóðvaka 'Pvermóðska og fSpiííing Agústs ÆSÍKSSKiKaj* jrm« 5*‘u „Getur verið að glæpur Alþýðublaðsins felist í því að hafa flutt fregnir, tíðindi og frásagnir sem eru einfaldlega Merði Árna- syni ekki að skapi? Þá er hann hérmeð boðinn velkominn í hóp með ýmsum val- inkunnum máttarstólpum þjóðfélagsins.“ „Ég held að þetta sé nægileg ástæða til að yfirgefa Þjóðvaka þótt ég eigi eftir að ganga frá því form- lega.“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 3. febrúar. „Ég hef aldrei hafið neina þátttöku í Þjóðvaka, svo það var engu að hætta. Ég er í pólitísku orlofi en fór á kynningarfund Þjóðvaka á sínum tíma fyrir forvitnisakir." Helgi Pétursson, 8. febrúar. , Jig er búinn að fá nóg af þessu og get ekki séð að við þessir grasrótar- menn sem styðjum jafnaðarmennsku eigum neitt erindi lengur í Þjóðvaka. Mér finnst það mikil harmsaga fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur að hafa lent í þessum hremmingum. Jóhanna er fangi sægreifans." Hilmar Jónsson, 15. febrúar. „Þjóðvaki boðaði siðvæðingu og heiðarleg og opin vinnubrögð. Þetta gengur auðvitað þvert á allar þær hugsjónir. Vitaskuld veldur öllum mínum fylgismönnum og sjálfsagt flestum þjóðvakamönnum á Suður- landi vemlegum vonbrigðum." Þorkell St. EHertsson, 28. febrúar. Þótt þú langförul legðir Þetta em fréttimar sem Mörður vill ekki láta lesa í morgunútvarpinu. Og skyldi svosem engan undra. Ég, sem er ritstjóri á litlu og grandvöm blaði, get bara prísað mig sælan yfir því að minn gamli vinur skuli ekki enn vera kominn til þeirra metorða í mannfé- laginu að ákveða hvað má segja opin- berlega og hvað ekki. En svona er hann Mörður minn nú kominn langan veg frá ritstjórastóln- um á Þjóðviljanum sáluga. Misminni mig ekki því herfilegar, þá var Þjóð- viljinn í eigu ákveðins stjómmála- flokks. Og nú er hann Mörður sem- sagt að upplýsa okkur um að flokks- blöð geti ekki sagt fréttir. Minn kæri - hvað varstu að gera öll þessi ár? DðQðtðl 7» mars Atburdir dagsins 1931 70 símastaurar milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar brotnuðu í fárviðri. 1971 Svissneskir karlar samþykkja að veita konum kosn- ingarétt. 1971 Enska skáldið Stevie Smith fremur sjálfsmorð. 1981 Lag- ið Af litlum neista hlaut flest atkvæði í fyrstu söngvakeppni Sjónvarpsins. 1988 Bandaríski klæðskiptingurinn, leikarinn og skemmtikrafturinn Di- vine (Harris Glen Milstead) deyr. Afmælisbörn dagsins Maurice Ravel franskur tónsmiður, 1875. Snowdon lávarður breskur Ijósmyndari og fyrrverandi eigin- maður Margrétar Bretaprinsessu, 1930.1van Lendl tékkneskur tennis- meistari, 1960. Annálsbrot dagsins Rán, þjófnaður, lygar og ýmislegar ódáðir um landið gjörvallt. Betlara umferð í mesta máta, þótt ótalmargir af þess háttar fólki dæi á undanföm- um harðindaámm, því fjöldi manna var, sem ekki skeytti um að koma sér svo, að þeir gætu ærlega framdregið sitt líf með þjónustu hjá góðum mönnum. Ölfusvatnsannáll, 1758. Málsháttur dagsins Engum flýgur sofanda steikt gæs í munn. Módgun dagsins Ég er stundum að raula lög tímunum saman, sem vella upp úr mér eins og leirburðurinn upp úr Símoni Dala- skáldi og jafningjum hans. Ólafur Davíðsson, dagbók 19. maí 1882. Lokaord dagsins Ég hafði nú ekki hugsað mér að deyja í dag. Hinstu orð franska hermannsins Vicomte de Turenne. Féll í orustunni við Salzbach 1675. Ord dagsins Hvað skal stærri starfsemd hér stuttrar ævi að sakna? Letingjanum of stutt er eilífð til að vakna. Stephan G. Stephansson. Skák dagsins Sú tíð er liðin að fsland sé helsta stór- veldi Norðurlanda í skák. Norð- menn, Svíar og Danir hafa á síðustu árum eignast marga sterka meistara, og breiddin er sífellt að aukast hjá þessum þjóðum. Við lítum nú á skák tveggja norskra meistara. Djurhuus hefur hvítt og á leik gegn Tisdall. Báðir em í hörkusókn en hvítur verð- ur fyrri til. 1. De7! Ba8 2. Hxh5+! gxh5 3. Hgl Hg8 4. Bh6! Tisdall gafst upp enda fær hann flúið mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.