Alþýðublaðið - 07.03.1995, Page 7

Alþýðublaðið - 07.03.1995, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Afstaða Alþýðuflokksins í Evrópumálum ræður atkvæði Hall- dórs Hermannssonar á ísafirði í komandi kosningum, eins og fram kemur í viðtali Sœmundar Guðvinssonar við hann Læt ekki Davíð kúga mig - segir Halldór og lýsir yfir stuðningi við Alþýðuflokkinn. Halldór: Jóhanna getur farið inn í moldarkofana og lesið (slendingasög- urnar. „Ég stóð upp á þessum fundi til að lýsa yfir eindregnum stuðningi mín- um við Alþýðuflokkinn og Sighvat Björgvinsson. Það er vegna þess að þetta er eini flokkurinn sem leggur áherslu á Evrópumálin og það er stærsta og eina málið sem kosið verður urn í þessum kosningum. Ég læt ekki kúga mig til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem neitar því að þetta mál sé á dagskrá," sagði Halldór Hermannsson skipstjóri á ísafirði í samtali við Alþýðublaðið \ gær. Það var á fundi Alþýðuflokksins á ísafirði á sunnudaginn sem Halldór stóð upp og lýsti kröftuglega yfír stuðningi við flokkinn við komandi kosningar. Halldór hefur verið dygg- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins en segir útilokað að hann styðji hann í kosningunum í apríl. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að kúga sína kjósendur í Evrópusam- bandsmálinu með því að neita því að málið sé á dagskrá. En ég læt ekki kúga mig og það er ekki hægt að bjóða upp á svona meðferð í lýðræð- isríki. Meðan þeir haga sér svona kýs ég ekki Sjálfstæðisflokkinn. Það er alveg á tæru. Það ríður á að gera Al- þýðuflokkinn sterkan í kosningunum til þess að viðræður um þetta mál verði teknar upp þegar í sumar. Síð- an þegar þar að kemur eiga kjósend- ur að fá að segja sína skoðun endan- lega,“ sagði Halldór Hermannsson. Kjósendur sýni ábyrgd „Ég trúi ekki öðru en ungt fólk og aðrirkjósendur vilji láta kanna hvaða samningum við náum við Evrópu- sambandið. Fólk má ekki kjósa af einhverri gamalli hjúatryggð við flokkana. Það verður að fara að meta stöðu sína og gera sér grein fyrir því að okkur bíður ekkert nema skelfing- in ein að óbreyttu. Hvað á að gera við 15 þúsund ungs fólks sem kemur út á vinnumarkaðinn til aldamóta þegar engar fjárfestingar eru í aug- sýn. Felst útflutningsleið Alþýðu- bandalagsins kannski í því að flytja þetta fólk úr landi? Menn verða að gjöra svo vel og vera ábyrgir þegar þeir greiða atkvæði í stað þess að kjósa sama flokkinn ár eftir ár af gömlum vana. Menn eiga að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu í kosn- ingum og málefnin verða að ráða,“ sagði Halldór. Eina kosningamálid „Það gengur ekki lengur að ljúga því að fólkinu að hér sé allt í lagi. Þótt ríkisstjórnin hafi staðið sig vel eftir því sem hægt var þá blasir við stöðnun og áframhaldandi skulda- söfnun. Evrópusambandsmálið er eina málið sem einhverju skiptir í þessum kosningum því með aðild að ESB er von um betri tíð. Ef þetta gengur ekki núna dreg ég mig inn í skel og kem ekki framar nálægt pól- itík. Við höfum lítið að gera með það að ganga inn í Evrópusambandið eft- ir aldamót með annars flokks ríkjum. Þá færum við inn með einhverjum austantjaldsríkjum sem eru svo fá- tæk að þau yrðu aldrei tekin inn sem fyrsta fiokks ríki. Við eigum að fara inn áður á allt öðrum forsendum. Þjóðemissinninn Davíð Oddsson hefur gengið svo hart i'ram í að bæla niður umræðuna um ESB að engu tali tekur. Við gleymum ekki hvem- ig hann hagaði sér við unga sjálf- stæðismenn sem ætluðu að ræða þessi mál en lögðu niður skottið eftir að Davíð hafði snuprað þá. En ég læt ekki Davíð kúga mig,“ sagði Halldór Hermannsson ennfremur. Batt Sighvat á sieda Á fundinum á Isafirði rifjaði Hall- dór á skemmtilegan hátt upp fyrstu kynni sfn af Sighvati Björgvinssyni. , Já, það er rétt. Ég gat þess að ég fóstraði Sighvat þegar hann var lítill strákur og nágranni minn. Þá batt ég hann fastan við sleða með trefli og þeysti síðan um götumar með Sig- hvat Björgvinsson á skíðasleða. Mér datt þá ekki í hug að þessi patti ætti eftir að verða ráðherra. Og ég vil setjast á sleðann með Sighvati í þessu máli. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt gífurlegt hugrekki og svona eiga flokkar að vera. Sýna hugrekki og standa og falla með því sem þeir em að gera. Það standa öll spjót á flokknum í Evrópumálunum þar sem allir flokkar em á móti Alþýðu- flokknum. Ég er ekki að segja að ég sé krati en þetta er eini fiokkurinn sem hefur ákveðna skoðun í Evrópu- málinu. Alþýðuflokkurinn verður aftur að komast í ríkisstjóm til þess að geta sett þau skilyrði að þetta verði rætt. Nú er nauðsyn því við emm að rrússa af síðasta tækifærinu. Við fáum eng- ar erlendar fjárfestingar hér ef við einangmm okkur,“ sagði Halldór. Framsókn allra flokka. „Framsóknarmenn allra flokka snúast gegn Evrópusambandsmál- inu. Ég er viss um að helmingur Sjálfstæðisflokksins er sömu skoð- unar og Alþýðuflokkurinn en hinn helmingurinn eru framsóknarmenn. Eða þá þjóðemissinnar sem halda að þeir séu að vinna einhverja sjálfstæð- isbaráttu upp á nýtt og fylgjast ekki með tímanum. Ég sagði við Jó- hönnu Sigurðardóttur að hún gæti farið inn í moldarkofana og lesið þar íslendingasögumar ef henni sýndist svo. En ég nenni því ekki. Þessar kosningar snúast um það hvort við ætlum okkur að halda hér uppi nú- tímaþjóðfélagi eða ekki,“ sagði Hall- dór Hermannsson. Vestfjarðalistinn kynnir stefnuskrá sína Vill að hvalveiðar verði hafnar Meðal stefnumála Vestfjarðalist- ans þar sem Pétur Bjarnason skip- ar 1. sæti, er að hvalveiðar í atvinnu- skyni verði hafnar og þá fyrst með nýtingu hrefnunnar. Ennfremur að landbúnaður á Vestfjörðum taki mið af þörfum svæðisins og góðar aðstæður til sauðljárræktar verði nýttar. Komið verði á svæðaskipt- ingu í sauðfjárrækt og ofbeitt svæði annars staðar á landinu verði friðuð. Framboðslistinn var lagður fram síðast liðinn laugardag. í 2. sæti list- ans er Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík, í 3. sæti Konráð Egg- ertsson formaður félags hrefnu- veiðimanna og Védís Thoroddsen fiskverkakona á Bfldudal er í 4. sæti. Boðið verður fram undir lista- bókstafnum M. Vestfjarðalistinn hefur á stefnu- skrá að standa vörð um hagsmuni smábátaútgerðar og fiskvinnslu á Vcstljörðum og tryggja þannig at- vinnu í sjávarplássum. Þá vill listinn efla skólastaif á Vestfjörðum með það að markmiði að jöfnuður ríki til menntunar jafnt á leikskóla- grunn- skóla- og framhaldsskólastigi, svo dærni séu nefnd úr stefnuskránni. Erótíkin er allsráðandi í steinþrykksmyndaröð John Lennon, The Bag One Portfolio. Hér gefur á að líta eiginkonu hans, Yoko Ono, í ögrandi stellingu svo sem þeirra hjóna var von og vísa. Kjarvalsstaðir Lennon laðar að lýðinn Hægt að kaupa myndir Bítilsins fyrir 14 til 500 þúsund krónur. Allt að verða uppselt og sýningin stefnir í metaðsókn eftir aðeins tvær vikur, segir Anna Margrét Bjarnadóttir kynningarfulltrúi. Mikil aðsókn hel'ur verið á sýn- ingu á grafíkmyndum John Lennon að Kjarvalsstöðum. Sýningin er far- andsýning sem ferðast víða um Evr- ópu. Að sögn Önnu Margrétar Bjarnadóttur kynningarfulltrúa safnsins hafa nú þegar um tíu þúsund manns séð sýninguna þrátt fyrir að einungis tvær vikur séu liðnar frá opnun. „Það hefur vakið sérstaka at- hygli okkar hvemig hópur sýningar- gestanna er samsettur, þetta halá ver- ið allt frá ungum skólabömum og uppí fyrrverandi - og núverandi - biómaböm; fólk sem vanalega sækir ekki listasýningar hefur einnig fjöl- mennt hressilega á safnið. Ég veit nú ekki hvar þessi sýning á verkum John Lennon er á aðsóknarlistanum, en hún er örugglega komin á topp tíu með Erró og erlendum myndlistar- risum. Þetta stefnir allt í metaðsókn," sagði Anna Margrét í stuttu spjalli við Alþýðublaðið í gær. John Lennon hafði sem tónlistar- maður mikil áhrif á menningu 20. aldarinnar. En hann lagði ennfremur stund á myndlist áður en hann sneri sér að gítarnum og hljóðnemanum í Bítlunum. Allan sinn feril hélt hann áfram að gera myndir sem lýsa nán- asta umhverfi hans og eru myndimar á sýningunni að Kjarvalsstöðum unnar á tveimur tímabilum á ámnum 1968 og 1969. Þar á meðal em ann- arsvegar myndir sem fyrst vom gefnar út eftir dauða Lennon og hins- vegar steinþrykksmyndaröðin The Bag One Portfolio, sem var brúðar- gjöf hans til Yoko Ono. Þessi myndaröð var fyrst sýnd opinberlega í London árið 1979 og vakti þá gffur- lega athygli fyrir það á hversu opin- beran hátt hann fjallaði þar um sam- líf þeirra hjóna. I myndaröðinni gef- ur á að líta upphafningu Lennon á ást sinni til konu sinnar. Á öðmm degi sýningarinnar varhenni lokað af lög- regluyfirvöldum og átta erótískar myndir teknar eignamámi; þær þóttu ósæmilegarog særðu siðferðisvitund viðkvæmra. Uppúr þessu hófst hið mesta fjölmiðlafár um víða veröld, rannsókn lögreglunnar var rækilega fylgst með og réttarhöldunum sem fylgdu í kjölfarið. Málið var að lok- um látið niður falla. Sýning á grafík- myndum John Lennon er óvenjuleg að því leyti að hún er sölusýning, það er að allar myndimar á sýningunni em til sölu. Myndimar kosta allt frá fjórtán til fimmhundmð þúsund króna. Töluvert hefur verið keypt og einnig em bolir, sýningarskrár, pla- köt og svo framvegis að seljast upp. Sýningin verður opin daglega til 26. mars, frá klukkan 10:00 til 18:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í HAFNARFIRÐI Bæjarmálin ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTURLANDI Umhverfismál Alþýðuflokkurinn boðartil fundar um umhverfismál í Hótel Stykkishólmi, _þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:30. Frum- mælandi: Össur Skarphédinsson. Umræduefni: Verndun Breiðafjarðar og önnur umhverfismál. Fyrirspurn- ir og umræður. Stjórnin. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Góugleði Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars. Allir jafnaðar- menn eru velkomnir. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Stjórnin. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund mið- vikudaginn 8. mars í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, klukkan 20:30, um bæjarmálin í Hafnarfirði og kosningarnar fram- undan. Gestir fundarins: Valgerður Guðmundsdóttir, Ingvar Viktorsson, Tryggvi Harðarson og Gudmund- ur Árni Stefánsson. Hvað er að gerast í bæjarmálum í Hafnarfirði? Konurfjölmennið. Látum okkur málin varða. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG PATREKSFJARÐAR Stjórnmálafundur Alþýðuflokksfélag Patreksfjarðar auglýsir opinn stjórn- málafund um með Sighvati Björgvinssyni ráðherra sunnudaginn 12. mars klukkan 20.30. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði. Formaður. JAFNAÐARMENN Á NORÐURLANDI EYSTRA Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra hefur verið opnuð að Brekkugötu 7 á Akureyri. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 13:00 til 22:00 og um helgarfrá klukkan 13:00 til 17:00. Heittá könnunni og „með því" allan daginn. Kosningastjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.