Alþýðublaðið - 14.03.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 14.03.1995, Side 8
> * \WRE WW 4 - 8 farþega og hjólastóiabílar 5 88 55 22 % * \WREVr/tZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar S &8 SS 22 CrW wÍiP áSmém Þriðjudagur 14. mars 1995 41. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Petrína Baldursdóttir varð 1. október 1993 yngst alþingismanna og stefnir nú hraðbyri að sínu öðru kjörtímabili á Alþingi sem 3. maður á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi þar sem flokkurinn hefur 20% fylgi. Stefán Hrafn Hagalín ræddi við Petrínu í gærkvöldi um nokkra atburði líðandi kjörtíma- bils, stjórnarsamstarfið og hvernig Alþingi tekur á móti sínum yngsta þingmanni þessarar þjóða - og er sem slíkur langstærsta málið sem jafnaðarmenn komu í gegn á kjörtímabilinu. Þessi samningur skiptir algjörum sköpum í íslensku þjóðlífi og það er staðreynd sem ég held því miður að margir geri sér ekki fyllilega grein fyrir, segir Petrína. Petrína Baldursdóttir - þá 33 ára leikskólastjóri úr Grindavík - skip- aði 5. sæti Alþýðuflokksins á Reykjanesi við síðustu alþingiskosn- ingar og settist síðan nokkuð óvænt inná Alþingi l. október 1993 eftirað þingmennimir Jón Sigurðsson og Karl Steinar Guðnason fóru til ann- arra starfa. Petrína hefur verið gift Frímanni Ólafssyni kennara í tíu ár og eiga þau tvö böm; Sigurbaldur 9 ára og Guðrúnu Bentínu 6 ára (að verða 7). Starf þingmannsins hófst innan Alþýðuflokksins árið 1986 þegar hún var beðin að gefa kost á sér í prófkjöri í Grindavík og sat síð- an sem varabæjarfulltrúi næstu átta árin. Nú skipar hún 3. sæti Alþýðu- flokksins í kjördæminu við alþingis- kosningamar - og það eftir að hafa að hafa hlotið kosningu í sætið á af- gerandi hátt í frekar hörðu prófkjöri. Stefún Hrafn Hagalín ræddi við Petrínu í gærkvöldi um stjómmálin og hvemig Alþingi lítur út í augum nýliðans. Þú varst í 5. sæti fyrir síðustu Alþingiskosningar og kemur inná þing nokkuð óvænt. Hvernig til- finning var það? „Hún var dálítið skrýtin þessi til- finning sem greip mig þegar ég sett- ist óvænt inná Alþingi; þennan stað sem myndi verða minn vinnustaður að minnsta kosti næstu tvö árin. Enda vissi ég aðeins nokkrum vikum fyrr í hvað stefndi. Ég gældi upphaf- lega við það sem 5. maður á lista að fá að setjast kannski einu sinni eða tvisvar inná þing, en endaði síðan sem aðalmaður. Hlutimir þróuðust þama í skemmtilega átt og mér fannst mjög spennandi að takast á við þetta nýja verkefni." Hvað kom þér mest á óvart þarna í hákarlagryfjunni á sam- einuðu Alþingi? „Finnst þér þetta vera hákarla- gryíja? Ég er ekki sammála því. Ég hafði nú fylgst grannt með störfum Alþingis vegna þátttöku minnar í stjómmálum um sjö ára skeið og þannig séð kom ekki margt á óvart fýrir utan það kannski hvað vinnu- dagur alþingismanna er í rauninni langur og vinnutamimar strembnar. Það er alltaf eitthvað sem hangir yfir manni og þingmenn em með raun og sann alltaf í vinnunni. Fyrir utan störfin á Alþingi felst þingmennskan síðan í fundum hér og þar í kjördæm- inu - á vegum flokksins og annarra - og allskonar reddingum allan daginn út og inn. Þetta var mikil breyting frá því sem ég þekkti áður þegar ég starfaði sem leikskólastjóri frá átta til fimm og fór jafnvel heim í hádegis- mat.“ Hvaða störfum hefurðu gegnt á Alþingi? „Ég hef verið aðalmaður í þremur nefndum; varaformaður umhverfis- nefndar, menntamálanefndar og samgöngunefndar. Einnig hef ég set- ið sem varamaður í utanríkismála- nefnd og í alþjóðasamskiptunum er ég í þingmannaráði NATÓ og undir- nefnd NATÓ um málefni Stofnunar um öryggi og samvinnu í Evrópu (SÖSE). Þar liggja fyrir verkefni sem heilla mig mjög og eru til dæm- is afar stefnumótandi hvað varðar opnun landamæra um víða veröld og hvað slík opnun hefur í för með sér; varðandi öryggismál, málefni flótta- manna og fíeira." Nú hefurðu væntanlega mikið lært af þessari setu þinni á þingi; hvað telurðu dýrmætast af þeim lærdómi? „Ég hef setið þama inni í fimmtán mánuði og þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa lært feiknin öll. Ég hef auðvitað fengið dýrmæta reynslu og yfirgripsþekkingu á ótal málaflokk- um og kynnst aragrúa af hlutum sem ég þekkti ekki eða gerði mér litla grein fyrir áður. Menntamálin standa sennilega mest uppúr í mínum huga: á þeim hef ég brennandi áhuga og þau hafa verið afgangsstærð í ís- lenskri stjórnmálaumræðu alltof lengi. Það vil ég sjá breytast í náinni framtíð. Alþýðuflokkurinn ætlar nú að gera menntamálin að forgangs- máli og á þau er lögð þung áhersla í kosningabaráttunni. Við erum þama með afar framsæknar hugmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að ríma við Island framtíðarinnar og fela í sér breyttar áherslur og nýjar hugmyndir. Stjómmálamenn hafa þvf miður hingaðtil geymt alvöm- gefna umræðu um menntamál fyrir tyllidagaræður og spjallþætti. Sann- leikurinn er sá, að í þessum mála- flokki verða menn að fara horfast í augu við þá staðreynd að án fjár- magns mun þar ekki nokkur skapað- ur hlutur gerast. Allra síst á að skera niður þama þegar að niðurskurði kemur því á þessum gmnni mun ís- land framtíðarinnar byggja allt sitt á.“ Eru einhver málefni sem þú vildir gjarnan hafa fengið tæki- færi til að vinna meira eða betur að? „Sjávarútvegsmálin heilla mig mest og því miður hef ég ekki fengið að koma eins mikið að þeim og ég hefði viljað. Ég er vitaskuld sprottin uppúr jarðvegi sjávarþorpsins, bý þar með íjölskyldu minni og forfeð- ur mínir em flestallir sjómenn. Þar af leiðir að þetta er sá málaflokkur sem mér finnst skemmtilegast að ræða og ég þekki best ífá fomu fari. Ég gerði kröfu um að komast í sjávarútvegs- nefnd þegar ég settist á þing, en því miður gekk það ekki eftir. Raunin er sú, að konur virðast ekki eiga uppá pallborðið í stómm nefndum sem þessum. Ég veit ekki hvort þetta er fyllilega meðvitað, en í öllu falli verður að breyta þessu og ég ætla að vona að þetta endurspegli ekki af- stöðu karla til kvenna í stjómmál- um.“ Alþingi hefur verið kallað Leik- hús fáránleikans. Er það réttlátt viðurnefni að þínu mati? „Nei, það finnst mér ekki. Þetta em alltof stór orð.“ En hvað með hið langdregna málþóf stjórnarandstæðinga í um- ræðunni um Evrópska efnahags- svæðið? „Annaðslagið koma upp mál þar sem umræðan fer úr böndunum og nokkur leikaraskapur er viðhafður, en það em undantekningar. Alþingi er í raun málefnalegur vinnustaður." Nú ertu yngst alþingisþing- manna. Hefurðu orðið var við að það sé er komið öðruvísi fram við þig fyrir vikið? „Já, ég hef á stundum á tilfinning- unni að aldur minn skipti máli. Sú af- staða fléttast vitaskuld saman við það sem ég geri mér fulla grein fyrir: að ég kom þama inná Alþingi með frekar litla reynslu af stjómmálum í eldlínunni. En á það ekki við um allt ungt fólk? Hvar eigum við að fá reynsluna af fremstu víglínu ef ekki í fremstu víglínu? Mér hefur fundist þetta endurspeglast í viðhorfum á borð við -Ætli stelpan hafi nokkurt vit á þessu? og -Þýðir nokkuð að ræða þetta við stelpuskjátuna? Og því er ekki að leyna að ég hef meira að segja fundið fyrir þessum aldurs- viðhorfum í eigin flokki." Það var metþátttaka í prófkjöri Alþýðuflokksins á Reykjanesi og hart tekist á. Hvernig sýnist þér að tekist hafi til með að græða sárin og skipa listann í' heild? „Það var auðvitað aðallega barist hart um efstu tvö sætin þar sem Rannveig Guðmundsdóttir og Guð- mundur Ami Stefánsson tókust á. En mér finnst aðdáunarvert hversu vel og drengilega þau tvö tóku á málum með á prófkjörsbaráttunni stóð og að henni lokinni. Það er engan veginn hægt að sjá það á milli þeirra hvers- dags að þar fari tveir aðilar sem íyrir örstuttu tókust á í harðri keppni. Ég er sjálf mjög ánægð með prófkjörið, þátttökuna og hversu afgerandi kosningu ég hlaut í þriðja sætið. Samstarfið á milli okkar allra er mjög gott og ég er hæstánægð með listann einsog hann liggur nú fyrir. Listinn sýnir breiðfylkingu jafnaðar- manna úr öllum stéttum og samein- uð megnum við mikið. Það er síðan afar mikilvægt, að listinn er þéttskip- aður ungu fólki og hlutur kvenna þar er í hárréttu hlutfalli við vægi þeirra meðal þjóðarinnar." Petrina Baldursdóttir: Alþýðuflokkurinn hefur verið að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið með því að taka það til endurskoðunar, spara þar og hagræða. Það er eins með velferðarkerfið og allt annað, að menn verða að fylgjast þar með tímanum og bregðast við ríkjandi aðstæðum. Alþýðuflokkurinn hefur tvímælalaust tryggt áframhald- andi styrkleika velferðarkerfisins og verndað það í hvívetna. Nú hefur Guðmundur Árni lítið sést í kosningabaráttunni. Af- hverju heldurðu að það hafi ver- ið? ' „Það er bara tilviljun held ég og fyrir utan það er fullkomlega eðlilegt að Rannveig - sem einn af ráðherr- um flokksins - sé sýnilegri starfs síns vegna. Kosningabaráttan er lítið farin af stað og við eigum eftir að sjá hlut Guðmundar Áma í baráttunni vaxa eftir því sem dagamir líða.“ Það er nýkomin skoðanakönn- un sem sýnir Alþýðuflokkinn með 20% fylgi á Reykjanesi. Það er svipaö og kjörfylgi flokksins í kjördæminu síðast; hvernig líst þér á? „Mjög vel. Ég er reyndarþess full- viss, að við eigum eftir að bæta við okkur fylgi á þeim vikum sem em eftir til kosninga. Við gemm útrás á næstu dögum og kynnum okkar mál- efni og stefnuskrá í kjördæminu og þá mun stuðningur við Alþýðuflokk- inn í kjördæminu enn vaxa. Allir vinnustaðafundir, almennir fundir og auglýsingar em til að mynda enn eff- ir og við höfum öll sóknarfæri til þess að halda þriðja sæti flokksins í kjördæminu. Mér sýnist engu að síð- ur að baráttan verði hörð og til dæm- is munu öll þau atkvæði sem ég get náð til flokksins í Grindavík ömgg- lega skipta miklu máli.“ Alþýðuflokkurinn hefur verið í vörn nær allt kjörtímabilið; bæði vegna stefnumála og starfa, en eins vegna atburða í kringum ein- staka mcnn innan hans. Flokkur- inn er nú með í kringum 10% í könnunum. Sýnist þér að hann muni halda kjörfylgi sínu frá síð- ustu alþingiskosningum, 15,5% ,Já, ég er alveg sannfærð um það. 15,5% er lágmarkið að mínu mati. Það eru tæpar fjórar vikur til kosn- inga og það leikur ekki nokkur vafi á því, að almenningur mun átta sig á því hvaða flokkur hefur verið afger- andi framfaraafl í íslensku þjóðfé- lagi. Það er auðvitað Alþýðuflokkur- inn sem verið hefur leiðandi og rót- tækur umbótaflokkur í ríkisstjóm undanfarin átta ár. Flokkurinn er með skýra stefnu sem er vel rök- studd af verkurn hans og málflutn- ingi í ríkisstjóm. Ég tel reyndar að jafnaðarmenn séu einir um að hafa mótað raunsæa framtíðarsýn fyrir hina íslensku þjóð fyrir komandi al- þingiskosningar.“ Hvaða mál stendur uppúr í huga þínum frá líðandi kjörtíma- bili, tengd Alþýðuflokknum? „Eg er nú svo jákvæð að eðlisfari, að hugur minn dvelur ekki lengi við þær neikvæðu hliðar sent upp hafa komið í stjómmálunum á kjörtíma- bilinu. Jákvæðu framfaramálin sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir á kjörtímabilinu eru náttúrlega ótal- „EES-samningurinn var risavaxinn mörg, en þar er eitt sem er risavaxið og ber höfuð og herðar yfir önnur. Það er dagljóst að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var risa- vaxinn áfangi í sögu þessarar þjóðar og er sem slíkur langstærsta málið sem jafnaðarmenn komu í gegn á kjörtímabilinu. Þessi samningur skiptir algjörum sköpum í íslensku þjóðlífi og það er stáðreynd sem ég held því miður að margir geri sér ekki fyllilega grein fyrir. Ég er til dæmis ekki viss um hvort menn í sjávarútvegi hér í Grindavík átti sig á því hvað samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið skiptir miklu máli fyrir þá og atvinnulífið hér í bænum. Með EES náðust til að mynda mikl- ar tollalækkanir á sjávarafurðum, meðal annars á saltfiski þar sem toll- ar vom 16 til 20% en féllu niður með EES - og við sáum þannig verðmæt- ið aukast um 30% á árinu. Ennfrem- ur féllu niður tollar á ferskum flök- um sem vom 18% en féllu alveg nið- ur með EES - og þýddi það 20% verðmætaaukningu. Otal ný tækifæri hafa skapast með EES og útflutning- ur á óunnum fiski hefur dregist sam- an. Það þýðir aukna fullvinnslu fyrir markað og verður að teljast mikið skref framávið. Ég tel að fyrirtæki í sjávarútvegi - sem og á öllum öðmm sviðum íslensks atvinnulífs - eigi enn frekar eftir að nýta sér áhrifin af EES-samningnum. Árangur hans á eftir að koma enn glögglegar í ljós á næstu árum.“ Það hefur verið sagt um Al- þýðuflokkinn, að hann hafi lagt ís- lenska velferðarkerfið í rúsL Hverju viltu svara þessum ásök- unum? „Þetta er auðvitað alrangur mál- flutningur því Alþýðuflokkurinn hefur einmitt verið að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið með því að taka það til endurskoðunar, spara þar og hagræða. Við höfum nú sætt harðastri gagnrýni í heilbrigðis- og tryggingamálum og þar hafa menn í ákafanum stundum gleymt því að í þessa málaflokka fer bróður- parturinn af útgjöldum íslenska rík- isins. Ef við ætlum að halda velferð- arkerfinu við og ekki láta það vaxa okkur yfir höfuð með sjálfvirkri út- gjaldaaukningu þá verður að koma til endurskoðun og hagræðing á sem flestum sviðunt þess. Almenningur helúr að mínu viti fyrir Iöngu gert sér grein fyrir þessum staðreyndum þrátt fyrir að einstaka stjórnmálamenn þráist kannski enn við. Það er eins með velferðarkeríið og allt annað, að menn verða að fylgjast þar með tím- anum og bregðast við ríkjandi að- stæðum. Alþýðuflokkurinn hefur tvímælalaust tryggt áframhaldandi styrkleika velferðarkerfisins og vemdað það í hvívetna." Að lokum þetta: Hvernig ríkis- stjórnarmynstur vilt þú sjá að loknum kosningum? „Mér hefur á margan hátt fallið mjög vel við samstarfið með Sjálf- stæðisflokknum. Vitaskuld er það þannig í samsteypustjórn að menn þurfa að miðla málum og leita sam- komulags. Það vinnulag ber að við- hafa og annað væri óeðlilegt. Ég hefði sjálf viljað sjá fleiri af málum okkar jafnaðarmanna ganga fram og verða að veruleika, en ég hef sætt mig við þær niðurstöður sem náðst hafa og get ekki annað en verið ánægð með störf flokkanna í ríkis- stjóm. Sérstaklega finnst mér að Al- þýðuflokkurinn hafi komið þar vel út sem flokkur er hafði stóra og erfiða málaflokka á sinni könnu og skilaði þeim að vonum vel af sér. Sam- komulagið á stjómarheimilinu hefur yfir heildina litið verið ágætt á kjör- tímabilinu og ég tel því að Alþýðu- flokkurinn muni líta jákvæðum aug- um til stjómarmyndunarviðræðna með Sjálfstæðisflokknum að lokn- um kosningum. En þetta verður allt að koma í Ijós, við höldum öllum leiðum opnum - ýmsir möguleikar em inní myndinni. Við jafnaðar- menn emm í stjórnmálum til að ná árangri."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.