Alþýðublaðið - 15.03.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 15.03.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 S k o d a n i r MMIIMÍBID 20888. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Sægreifar - eða veiðigjald Kvótakerfið hefur leitt til þess, að á síðustu árum hefur örfá- mennur hópur sægreifa nánast slegið eign sinni á fiskimið þjóð- arinnar. Þeir braska að eigin vild með kvótann, án þess að hafa nokkru sinni greitt einn einasta eyri fyrir í upphafi. I dag eru aflaheimildir seldar, keyptar og veðsettar á sama hátt og um löglega eign væri að ræða. Kerfið virðist með öllum ráðum freista þess, að gera veiði- heimildir að séreign sægreifanna. Nýjasta dæmið er úrskurður Ríkisendurskoðunar, sem fól í sér að greiða bæri erfðafjárskatt af kvóta. Þannig er kvótinn orðin að eign, sem nær út yfír gröf og dauða. Þarf frekari vitnanna við? Þessi þróun er allt öðru vísi en menn ætluðu í upphafi. Til- gangurinn með kvótakerfínu var ekki sá, að veiðiheimildimar yrðu að séreign örfárra manna. Þess vegna féllst Alþingi á sín- um tíma á þá kröfu Alþýðuflokksins, að í fyrstu grein laganna um fiskveiðistjómun yrði sett ákvæði, sem tæki af öll tvímæli um, að fiskimiðin umhverfis landið væru sameign íslensku þjóðarinnar. Reynslan sýnir hins vegar, að þetta dugar ekki. I dag fara sæ- greifamir með kvótann eins og þeir eigi hann líkt og hús eða bíl. Þeir braska með hann að vild, og raka saman upphæðum ef þeir kjósa að leigja hann eða selja. Það er óhætt að fullyrða, að eins og kvótakerfinu er beitt í dag, þá er í krafti þess búið að færa milljarða frá þjóðinni yfir til örfárra einstaklinga. Sægreifamir em orðnir að lénsherrum í hinum dreifðu byggðum landsins. Meðan þetta hefur átt sér stað, þá lepja bátasjómenn dauðann úr skel. Það er búið að rústa bátaútgerðina í landinu, sem áður stóð undir mikilli atvinnu í strandbyggðum, og skapaði gríðar- leg verðmæti. Það er búið að gera bátasjómennina að leigulið- um, sem þýðir í raun, að þeir em að borga sægreifunum veiði- gjald, sem oft nemur 30-40 krónum á hvert kíló af þorski. Kvótakerfið, með séreign sægreifanna á veiðiheimildum, er orðið að hróplegasta ranglæti íslandssögunnar. Því verður að breyta, og það sem fyrst! Eina leiðin til að snúa ofan af þessari öfugþróun er að fara þá leið, sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt til. Taka upp veiðigjald. Láta sægreifana borga gjald fyrir réttinn til að nytja auðlindina, sem þjóðin á. Tekjumar af gjaldinu ætti að nýta til að efla sjáv- arútveginn, og gera honum kleift að skapa aukin verðmæti á nýjum sviðum. Þannig vill Alþýðuflokkurinn, að veiðigjaldinu verði varið til að auka hagræðingu gegnum nauðsynlega úreld- ingu; til að þróa nýjar afurðir úr sjávarfangi en einnig til að styrkja tilraunaveiðar á nýjum tegundum, ekki síst af djúpmið- um. Þar liggja auðævi, sem íslendingar eiga enn eftir að læra að nytja. Þannig myndi verðmætasköpun á íslandi aukast, og veiði- gjaldið yrði nýtt í þágu þeirra sem eiga auðlindina í sjónum, ís- lensku þjóðarinnar. Sama og þegið Eða: hverjir eru hinir raunverulegu óvinir bænda? Þegar Vilmundur Gylfason leiddi Alþýðuflokkinn til glæsilegs kosningasigurs 1978 var ég 12 ára húskarl hjá Guðmundi í Stóru- Avík. Flokkurinn fékk 14 þingmenn en hafði aðeins fimm áður. Guð- mundur bóndi var náttúrlega enginn alþýðuflokksmaður: enda hafði aldrei til þeirra spurst í Ameshreppi. En ég man að honum þótti ekkert miður að Alþýðuflokkurinn náði sér á strik eftir mörg mögur ár. Og önnur huggun gegn harmi yfir vondri útreið Sjálfstæðisflokksins í þessum kosn- ingum var sú staðreynd að Framsókn blessunin var allt í einu með minnsta þingflokkinn. Guðmundi bónda fannst nefnilega lítið varið í fram- sóknarmenn og þeir höfðu aldrei átt upp á pallborðið í Avík. Aldrei heyrði ég semsagt Guð- mund bónda skattyrðast út í alþýðu- flokksmenn, en hinsvegar fór ekki hjá því að ég lærði ungur að ekki væru til hræðilegri og illvígari óvinir bændastéttarinnar en helvískir krat- amir. Einsog gengur J Af einhveijum ástæðum var alltaf látið í veðri vaka að alþýðuflokks- menn ættu sér þann draum helstan að flæma bændur og búalið af jörðum sínum. Við skenkinn í kaupfélaginu í Norðurfirði gengu menn svo langt að halda því fram, að alþýðuflokks- menn vildu hreinlega útrýma bænd- um. Og eiginlega allt sem miður fór í lífinu var einhvemveginn skrifað á reikning kratanna: lágt afurðaverð, kal í túnum, vont veður. Einkum og sér í lagi bám nú samt kratamir ábyrgð á því, að sífellt versnaði hag- ur landbúnaðar á íslandi. Þetta sögðu karlarnir í kaupfélaginu, sem verið höfðu ffamsóknarmenn síðan Tryggvi Þórhallsson sneri þeim til trúar í árdaga. Ég hlustaði á karlana í kaupfélag- inu (framburður á Ströndum: kuffé- lag), alveg hreint steinhissa á því að til skyldu vera svona vondir menn einsog þessir ekkisens kratar. Að vilja útrýma honum Guð- mundi bónda, vini mínum og félaga, sem þó mælti til þeirra hlýlega, það fannst mér í meira lagi forkastanlegt. Einn góðan veðurdag... Og árin liðu. Nú er ekki sama líf í kaupfélaginu í Norðurfirði og fyrr- um. Það fór víst á hausinn og þurfti einhver fiff til að halda sjoppunni gangandi. Og bæimir í Ameshreppi hafa tapað tölunni. Jafnvel Guð- mundur bóndi, vaskasti maður og duglegasti sem ég hef nokkm sinni kynnst, seldi rollumar og beljuna einn góðan veðurdag. Það er víst hægt að segja sömu sögu úr mörgum sveitum þessa lands: ekki bara harðbýlum hémðum „Af einhverjum ástæðum var alltaf látið í veðri vaka að alþýðu- flokksmenn ættu sér þann draum helstan að flæma bændur og búalið af jörðum sínum. Við skenkinn í kaupfélaginu í Norðurfirði gengu menn svo langt að halda því fram, að alþýðuflokksmenn vildu hreinlega útrýma bændum. Og eiginlega allt sem miður fór í lífinu var einhvernveginn skrifað á reikning kratanna: lágt afurðaverð, kal í túnum, vont veður." einsog Ámeshreppi á Ströndum norður þarsem Reykjaneshyman klúkir einmana yfir Sigga í Litlu- Ávík. Líftóran reiknuð burt Hvað hefur gerst á óðali feðranna? Hversvegna er ekki lengur lífvænlegt í þeim sveitum þarsem við þreyðum þorra og góu þúsund ára? Er ekki skýringin einfaldlega sú, að bölvuð- um krötunum hafi tekist ætlunarverk sitt: að koma bændum á vonarvöl, murka lífið úr landbúnaðinum? Ja, það er nú það. Nú vill barasta svo óheppilega til að alþýðuflokks- menn hafa aldrei farið með landbún- aðarmálin. Þeir hafa, með öðmm orðum, aldrei verið í aðstöðu til að hrinda hinni meintu helstefnu sinni í framkvæmd. Ónei. Sjálfskipaðir „vinir“ land- búnaðarins hafa verið einfærir um að koma bændum þessa lands á vonar- völ. Framsóknarmenn allra flokka hafa undir forystu hinna andlegu leiðtoga á Seljavöllum, Bergþórs- hvoli og Höllustöðum reyrt bændur svo rækilega í fátæktarfjötra kvóta- kerfis og ofstjómar að nú geta þeir hvorki lifað né dáið. Við heyrum þessa daga frá Búnað- arþingi fréttir sem em þyngri en tár- um taki. Fjöldi bænda í sauðfjárbú- skap er kominn langt niður fyrir fá- tæktarmörk. Sérfræðingastóðið í Bændahöllinni er svo gott sem búið að reikna úr þeim líftómna. Og hver ber ábyrgðina á ósómanum? Kratamir? Sama og þegið. Alþýðuflokks- menn hafa áratugum saman bent á, að landbúnaðarstefna framsóknar- manna allra flokka gæti aðeins endað með skelfingu. Fyrir vikið hafa al- þýðuflokksmenn löngunt hlotið sömu örlög og aðrir boðberar vondra tíðinda: Þetta var allt þeim að kenna! Alþýðuflokksmenn em ekki óvin- ir bænda. Reyndar eiga bændur slíka vini að þeir þarfnast ekki óvina. Úr fjötrum Hvað ber að gera? Þetta hér: Burt með kvóta, burt með miðstýringu, burt með báknið við Hagatorg, burt með hina sjálfskipuðu vini bænda. Hættum að borga eftir ffarn- leiðslu, það hefur alstaðar endað í ógöngum: búið til litla stétt auðugra landgreifa og stóran hóp öreiga. Við þurfum að gefa spilin upp á nýtt. Jafnt til allra. Við þurfum að henda út í hafsauga því sovétfyrirkomulagi sem hefur tröllriðið landbúnaðinum í áratugi. Það þarf að leysa bændur úr ijötmn- um. Svo einfalt er það nú. Og þá er ekki að vita nema Reykjaneshyman taki gleði sína. a t a I 1 5 . m a r s Atburðir dagsins 44 f.Kr. Júlíus Sesar veginn af sam- særismönnum í Róm. 1905 Bæjar- síminn í Reykjavík tekinn í notkun. 15 símar vom tengdir í fyrstu. 1964 Stórstjömumar Elizabeth Taylor og Richard Burton ganga í það heilaga. 1990 Farzad Bazoft, fréttaritari breskra dagblaða, hengdur fyrir njósnir í Irak. 1991 Formlegum stjómmálatengslum Albaníu og Bandaríkjanna komið á eftir 52 ára hlé. Afmælisbörn dagsins Andrew Jackson sjöundi forseti Bandaríkjanna, 1767. Mike Love einn af stuðboltunum f hljómsveitinni The Beach Boys, 1941. Terence Trent d’Arby bandarískur poppari og lyrmm boxari, 1961. Annálsbrot dagsins Á þessu hausti kom sú vonda veikja fyrst í Miðfjörð á þrjá bæi, og svo færðist hún suður og austur á landið og vestur undir Jökul. Á þessu landi horfist til þungrar tíðar. Húnvetnskur annáll, 1763. Málsháttur dagsins Oft fær sá mát sem menntina ber hærri. Sölumaður dagsins Einhvemtíma sagði ég við hann, að ég hefði heyrt þá sögu að hann hefði selt norðurljósin. Hann hló og sagði: „Blessaður vertu, það er hauga hel- vítis lygi. Ætli það verði ekki jarð- skjálftarnir sem ég sel næst,“ bætti hann svo við og veltist um af hlátri. Sigfús Blöndahl um Einarskáld Benediktsson. Orð dagsins Liljubros í ljóða hrími lyftist yfir dauða hjamið, eins og þegar blessað bamið biður guð í fögm rími. Einar Benediktsson. Lokaorð dagsins Þú líka, Brútus. Hinstu orð Júlíusar Sesars, sem var veginn fyrir réttum 2039 árum. Skák dagsins Ekki þarf nema einn leik til að útkljá skák dagsins. Það er hinn valinkunni Krasenkov sem hefur hvítt og á leik gegn Dwoirís. Skákdeildin vekur sérstaka athygli á biskupi hvfts, sem virðist múraður inni á h3 en ræður þó úrslitum... Hvað gerir hvítur? b c d e f g h 4 X é i 1 # A 1 m ▲ X A ’ ■ A A A; ÉL A1 w A ■ m 1. Re6! Svartur gafst upp. Ef fxeó eða Hxd5 kemur 2. g5! av*sp Npr

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.