Alþýðublaðið - 15.03.1995, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995
Húsbréf
Innlausnarverð
húsbréfa í 4. flokki 1992
Innlausnardagur 15. mars 1995.
4. flokkur 1992:
Nafnverð:
5.000.000 kr.
1.000.000 kr.
100.000 kr.
10.000 kr.
Innlausnarverð:
5.987.308 kr.
1.197.462 kr.
119.746 kr.
11.975 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti
né verðbætur frá innlausnardegi.
cSd HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 69 69 00
Aðalfundur
íslandsbanka h.f.
Aðalfundur íslandsbanka hf. 1995
verður haldinn í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 27. mars 1995 og hefst kl. 1630.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við
19. grein samþykkta bankans.
2. Tillögur til breytinga á sam-
þykktum bankans.
a) Vegna breytinga á lögum.
b) Um innlausnarrétt hluthafa.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Hluthafar sem vilja fá ákveðin mál tekin til meðferðar á
fundinum, skulu gera skriflega kröfu um það til
bankaráðs, Kringlunni 7, 3. hæð, Reykjavík,
í síðasta lagi föstudaginn 17. mars næstkomandi.
Framboðsfrestur til bankaráðs rennur út
miðvikudaginn 22. mars n.k. kl. 1000 fyrir hádegi.
Framboðum skal skila til bankastjórnar.
Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka hf., Ármúla 7, Reykjavík, 3. hæð,
22. mars frá kl. 1015- 1600og 23. og 24. mars n.k. frá
kl. 915- 1600 og á fundardegi frá kl. 915 - 1200.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 1994 sem og tillögur
þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis
á sama stað frá og með mánudeginum 20. mars
næstkomandi.
14. mars 1995
Bankaráð íslandsbanka hf.
ISLANDSBANKI
Alþýðublaðið
Sjötiuo^fimm ára
ogíurðufiísktfff....
ÍBV sigraði Pór í hörkuleik í úrslitakeppni 2. deildar
Eyjastrákarnir
komnirá beinu
brautina
S t a ð a n
ÍBV 6 6 O O 159:138 12
Grótta 6 4 1 1 133:125 11
Fylkir 6 2 2 2 134:125 6
Fram 6 1 1 4 111:120 6
UBK 6 2 1 3 136:134 5
Þór 6 0 1 5 128:147 1
Fram tók með sér 4 stig í úrslitakeppnina, Grótta 2 stig og Breiðablik 1.
Gunnar Berg Viktorsson, vígalegur að vanda, lætur vaða á markið
án þess að Þórsarar komi nokkrum vörnum við.
„Þetta var bara hörkuleikur.
Við höfum alltaf átt í erfiðleik-
um gegn Þór á Akureyri og við
vorum dauðhræddir fyrir leikinn
enda höfum við yfirleitt tapað á
Akureyri. Við vorum efstir og
þeir neðstir fyrir leikinn, svo við
vissum að þeir myndu selja sig
dýrt,“ sagði Sigbjöni Óskars-
son aðstoðarþjálfari ÍBV í hand-
bolta í samtali við Alþýðublaðið
í gær.
Línur eru óðum að skírast í úr-
slitakeppni 2. deildar og er óhætt
að segja að Eyjamenn hafi alger-
lega stolið senunni. Þeir tóku
ekki með sér neitt stig í úrslita-
keppnina en hafa unnið sex
fyrstu leikina og eru á toppnum.
Framarar, sem flestir reiknuðu með í
toppbaráttunni, hafa hinsvegar alls
ekld náð sér á strik og eru nú nánast
úr leik, þótt þeir fengju 4 stig með sér
úr deildakeppninni.
Leikurinn á Akureyri var jafn og
spennandi lengst af. ÍBV hafði eins
marks forystu í hálfleik, 13 mörk
gegn 12. Þegar leið á seinni hálfleik
sigu Eyjastrákamir fram úr, og gerðu
nánast út um leikinn þegar þeir náðu
fjögurra marka forskoti. Þórsarar
gáfust ekki upp og náðu minnka
muninn niður í eitt mark. Lengra
komust þeir ekki og þegar flautan
gall gátu Eyjapeyjamir fagnað enn
einum sigri.
Næsti leikur ÍBV í úrslitakeppn-
inni er gegn Fylki á útivelli í dag.
Um helgina koma Framarar í heim-
sókn til Eyja.
Sigbjöm sagði að sigurinn á Akur-
Þórsarar reyna að verjast atlögu
Daða Pálssonar. Arnar Richards-
son í baksýn.
eyri mætti fyrst og fremst þakka
góðri liðsheild. Zoltan Belany var
markahæstur að vanda með 7 mörk.
„Strákamir stóðu sig allir vel. Þetta
var ekkert sérstaklega góður leikur,
heldur fyrst og fremst hörkubarátta,"
sagði Sigbjöm. Hann segir að nú sé
IBV komið á beinu brautina í úrslita-
keppninni. „Við emm komnir með
nokkuð stöðu, en þetta er ekki í höfn
ennþá. Það em fjórir leikir eftir og
við tökum hvem leik fyrir sig. En við
ætlum okkur upp í fyrstu deild.“
Fjörkálfarnir í Stallah Who létu sig ekki vanta frekar en endranær og
tryggðu dúndurstemmningu á leiknum.
Úrslitakeppni í handknattleik kvenna
Eyjastúlkur úr
frammistöðu
Stjarnan komin í úrslit eftir sigur á ÍBV, 21-16.
Það var ljóst þegar leikurinn
hófst í íþróttahöllinni í Vest-
mannaeyjum að mikið var í húfi
fyrir bæði liðin. ÍBV hefði með
sigri tryggt sér hreinan oddaleik
við Stjömuna um hvort liðið færi
í úrslitaleikinn um íslandsmeist-
araútilinn og mætti þá annað
hvort Fram eða Vfkingi. Stjöm-
unni dugði sigur þar sem þær
unnur fyrri leikinn í Garðabæ.
Upphafsmínútumar ein-
kenndust af mistökum beggja
liða og virtist sem mikil spenna
og taugaveiklun hrjáði leik-
menn. Jafnt var á fyrstu tölum og
lítið skorað. Eftir 22ja mfnútna
leik var staðan jöfn og hafði þá
hvort lið einungis skorað fimm
mörk. Það sem eftir lifði hálf-
leiksins höfðu Stjömustúlkumar
betur og var staðan f hálfleik
7-10, íyrir Stjömuna.
í upphafí seinni hálfleiks má
segja að Stjömustúlkur hafi náði því
forskoti sem þær létu ekki af hendi
það sem eftir lifði leiks og var staðan
um miðjan seinni hálfleik 10-14.
Mest varð forskot Stjömunnar sjö
mörk í seinni hállleik, en Eyjastúlkur
löguðu stöðuna í lokin og lauk leikn-
um með sigri Stjömunnar 16-21.
Þar með er ljóst að Stjömustúlkur
fara í úrslitakeppni en Eyjastúlkur
sem hafa staðið sig mjög vel í vetur
sem fyrr, verða að bíta í það súra epli
að missa af úrslitaleiknum að þessu
sinni. Það sem hafði mikið að segja í
leiknum var prýðisgóð markvarsla
Sóleyjar Halldórsdóttur f marki
Stjömunnar en hún varði níu skot í
fyrri hálfleik og mörg þeirra úr
dauðafærum. Þá misnotuðu Eyja-
stúlkur mýmörg upplögð færi í
leiknum, færi sem ekkert lið hefur
efni á að láta fara forgörðum á móti
liði eins og Stjömunni. Laufey Sig-
valdadóttir var markahæst hjá
leik eftir góða
Landsliðskonan Andrea Atladóttir svífur inn í teiginn í leik gegn Sel-
fossi fyrir nokkru. Andrea var markahæst í leiknum gegn Stjörnunni í
fyrrakvöid en það dugði ekki til.
Stjömunni með sjö mörk, þar af ea Atladóttir markahæst með sex
íjögur úr vítum. Hjá ÍBV var Andr- mörk, þar af eitt úr víti.