Alþýðublaðið - 15.03.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.03.1995, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 V ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Í ð t Ö I Jón Karlsson, Sauðárkróki: Það þarf að gera átak í því að tengja þéttbylisstaði kjördæmisins saman. Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, í viðtali um verkalýðsmálin f og stöðu Alþýðuflokksins í kjördæminu „Ýmislegt skilað sér við erfiðar aðstæður" Jón Karlsson formaður Verka- lýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki er í heiðurssæti framboðslista Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra til Alþingis í vor. Jafnframt því að vera sá formaður verkalýðsfé- lags innan Alþýðusambandsins sem hefur setið lengst, frá árinu 1967, hefur hann verið varaformaður Verkamannasambands Islands ffá 1989. Þá hefur hann setið í stjóm Verkamannasambandsins frá 1981. Magnús Arni Magnússon hafði sam- band við Jón og átti við hann spjall um verkalýðsmálin og stöðu Al- þýðuflokksins í kjördæminu. Hvað flnnst þér hafa áunnist í málum verkalýðsins á kjörtíma- bili þessarar ríkisstjórnar? „Eg tel að ýmislegt hafi skilað sér miðað við óvenju erfiðar kringum- stæður. Við fslendingar höfum geng- ið í gegnum óvenju langa og djúpa efnahagslægð. Það er auðvelt að halda því fram að ríkisstjómin hefði átt að gera meira í atvinnumálunum, en miðað við aðstæður þá er ljóst að ástandið væri miklu verra ef vamar- aðgerðir ríkisstjómarinnar hefðu ekki komið til. En auðvitað er það at- vinnuleysi sem við búum við í dag algerlega óviðunandi. Stærstu afrekin em auðvitað þau að hafa náð að halda verðbólgunni niðri. Sú vinna hófst vitaskuld í tíð síðustu ríkisstjómar og engin ástæða til að draga Qöður yfir það. I öðm lagi að ná samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið og að opna þá markaði sem þar em og em að skila sér nú. I þriðja lagi því að ná niður ljármagnskostnaði haustið 1993.“ Varðandi nýfrágengna kjarasamn- inga þá er ljóst að stjómmálamenn, verkalýðsleiðtogar og jafnvel vinnu- veitendur gáfu ýmislegt í skyn sem skapaði ákveðnar væntingar hjá fólki. Þeir vom búnir að segja að það væri mikið til skiptanna. Með sarrrn- ingunum var stigið jákvætt skref. Það var farið inn á nýjar brautir sem fela x sér kjarajöfnun. Einnig var kauptryggingasamningur fiskverk- unarfólks lagfærður og er það til mikilla hagsbóta fyrir þá sem starfa við fiskverkun og veitir þeim meira starfsöryggi." Hver er staða Alþýðuflokksins í kjördæminu? Hefur hann sóknar- færi? „Ég held að sóknaifærin séu góð. Það er áberandi í umræðunni hér hvað komin er mikil þreytusvipur á þingmannastóðið hér, þar sem marg- ir hverjir hafa átt sæti á þingi áratug- um saman. Alþýðuflokkurinn hefur upp á að bjóða nýtt, frí'skt og hörku- duglegt fólk. Jón Hjartarson skóla- meistari, sem skipar efsta sætið á listanum, hefur orð á sér fyrir dugn- að og því er eftir miklu að slægjast fyrir íbúa kjördæmisins að hann verði þingmaður þeirra. Þetta hefur verið erfitt kjördæmi fyrir flokkinn. Hér lifa margir á land- búnaði og rætumar í sveitunum em sterkar. Andstæðingar Alþýðu- flokksins hafa náð að koma því inn hjá fólki að flokkurinn sé höfuð- óvinur landbúnaðarins, sem er ein- faldlega rangt. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með forsjá land- búnaðarmála og mistökin sem hafa verið gerð í þeim málaflokki hafa verið gerð undir forystu Framsókn- arflokksins, Sjálfstæðisflokksins og einstaka sinnum Alþýðubandalags- ins. Talsmenn þessara flokka sam- einast um að sýna sveitafólki óvin í Alþýðuflokknum, en geta þó ekki bent á hans verk máli sínu til stuðn- ings. Miðað við þetta ástand hefúr vöm Alþýðuflokksins oft á tíðum verið klaufaleg og fremur hert hnút- inn en leyst hann. Þessu þarf að breyta." Hver eru brýnustu úrlausnar- efnl kjördæmisins? „Ut frá því sem er á valdi þing- manna þá eru það samgöngumálin. Það þarf að gera átak í því að tengja þéttbýlisstaði kjördæmisins saman. Það er þingmönnum til skammar hvað þetta hefur gengið hægt. Veg- urinn til Sigluijaiðar er óviðunandi og það sama má segja um leiðina á milli Blönduóss og Skagastrandar. Þetta er brýnt úrlausnarefni. Þing- mennimir hafa reynt að halda uppi málsvörn á þann hált að franx- kvæmdaféð hafi allt farið í þjóðveg númer 1, en þau rök halda ekki. Það hafa verið í gangi ýmsar fram- kvæmdir sem ekki hafa verið á þjóð- vegi númer 1.“ Ertu bjartsýnn á gengi flokksins í kosningunum? „Ég sé enga ástæðu til svartsýni. Baráttan hefur verið sérkennileg hingað til og hefur markast talsvert af náttúruöflunum. Menn komast varla á milli bæja vegna snjóþyngsla. Þetta skapar vissan vandræðagang í baráttuna hjá öllum." „Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með forsjá landbúnaðarmála og mistökin sem hafa verið gerð í þeim málaflokki hafa verið gerð undir forystu Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og einstaka sinnum Alþýðubandalagsins." Jón Hjartarson, skólameistari á Sauðárkróki, segirtímann nauman til samninga ef nást á _ að útskrifa nemendur í vor Ff Ég er farinn •r ■_____ að ókyrrast Jón Hjartarson er skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hann skipar einnig fyrsta sæúð á framboðslista Alþýðu- flokksins í kjördæminu til Alþingis í vor. Jón hefur lýst áhyggjum sínum af framvindu kennaraverkfallsins opinberlega og Alþýðublaðinu lék forvitni á að kynnast þeim sjónar- miðum sem hann hefur sett fram nánar. Magnús Ami Magnússon sló því á þráðinn norður til Jóns. Nú hefur þú verið að tjá þig um verkfall kennara. hver eru þín sjónarmið í þessu máli? „Fmmhugsun mín varðandi nú- verandi ástand í málefnum kennara er sú að það þarf að endurreisa traust- ið á nxilli ríkis og verkalýðshreyfmg- ar. Eftir að samningurinn sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson gerði var svikinn hefur andrúmsloftið í skól- unum mótast af þeim atburði. Síðan þá hefúr ekki verið heilbrigt and- „Ég legg til að Friðrik Sophusson, Ólafur G. og Jón Baldvin komi með beinum hætti að kjaravið- ræðunum, til þess að fækka milliliðum." rúmsloft í skólunum. Það þarf að endurreisa þá samninga og tryggja kennurum kjör á borð við það sem gerist á almennum vinnumarkaði. Að þeir hafi laun sem jafnast á við það sem aðrir háskólamenntaðir menn hafa. Það er ekki hægt að líkja viðhorfi fólks úl kennara hér á landi, við það sem gerist úl dæmis í Japan. Þar hafa kennarar hærri laun en aðrir opinber- ir starfsmenn. Hér á landi virðast menn lítið vita um vinnu kennara. Það má líkja henni við það að maður yrði ráðinn til að sjá um snjómokst- ur. Honum yrði ekki borgað fyrir þá yfirvinnu sem hann legði á sig á há- annatíma sínum yfir vetrarmánuð- ina, heldur væri honurn borgað að jafnaði mánaðarlega. Hann ynni myrkranna á milli allan veturinn. Síðan þegar voraði og hann yrði verkefnalaus, þá yrði hann fyrir olnbogaskotum sam- borgara sinna vegna þess að hann væri ekki í vinnunni. Þá væri hann hins vegar bú- inn að vinna af sér sumarið. Það þarf að kynna vinnu kennara betur.“ Má ekki leysa þetta vandamál með því að teygja skólana lengra inn á sumar- ið? „Eins og þú veist þá gengur ekki að vera með snjómokstur yfir sumar- tímann. Ef við viljum lifa hér við okkar óblíðu náttúru, þá gengur ekki að vera með skólann á sumrin. Sam- félagið kallar á að kennarar séu vet- urliðar." Hvað eru margir nemendur í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra? „Þeir eru 470.“ Jón Hjartar- son skóia- meistari: Það er hyl- dýpisgjá milii kjara kennara og þess sem gerist á hin- um almenna vinnumark- aði. Getur ekki stundum verið erfitt að fá kennara til starfa úti á landi? „Jú, það getur stundum verið hálf- gerður bamingur. Annars er það mis- jafnt eftir ámm. Það er erfiðara í góð- æri en í samdrætti. Skólamir á lands- byggðinni vilja stunduin vera eins konar afgangsstærð. Ég var með kennara hér hjá mér á haustönn sem vann 2/3 úr starfi. Hann hafði ekki fýrir kostnaði sínum af því að vera hérna og varð að hætta. Það er hyl- dýpisgjá milli kjara kennara og þess sem gerist á hinum almenna vinnu- markaði. Ég legg úl að Friðrik Sop- husson, Ólafur G. og Jón Baldvin komi með beinum hætti að kjaravið- ræðunum, úl þess að fækka millilið- um. Það em 60 þúsund manns sem þetta verkfall snertir á einn eða ann- an hátt og það má ekki leika neinn vafi á umboði samninganefndar rík- isins. Það væri eðlilegt að kennarar fækkuðu í sinni samninganefnd til samræmis niður í þijá. Slík samn- inganefnd gæti unnið hraðar. Ég held að það sé hægt að leysa þessa deilu ef menn koma beint úl verka með upp- brettar ermar. Tíminn fer að verða naumur ef við eigum að ná að út- skrifa nemendur í vor. Því er ég tals- vert farinn að ókyrrast.“ Vegna góðra undirte við áekrifendasöfnun ' ' ; 'MíA'l -gtfWK ftwahk til áekrifendaleike! h.næstu fjórum vikum verða dregin útdr nöfn áskrifenda blaðsins vikulega. Dregin verða ut 2 nöfn í hverju kjördasmi og nöfn hinna heppnu birtast í Alþýðublaðinu á miðvikudögum og föstudögum. Vinning&hafarnir eru úr Norðurlandskjördasmi-eystra: Ólöf V. Jónasdóttir Eyrarvegi 25, 600 Akureyri. Halldór Ingólfsson Höfðabrekku 16, 640 Húsavík. Vinningarnír eru gjafabréf á vöruúttekt í Skátabúðínni að kronur^ :al vitjað á skrifstofur Aiþýðublaðsins í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, éflötu Ö-10, sími 91-625566, myndsendir 91-629244. - nýir sem gamlir - eru í pottinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.