Alþýðublaðið - 16.03.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1995, Síða 3
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 S k o ð a n Látum ekki þurrka út sjávarplássin Fullreynt er að meginmarkmið kvótakerfisins hafa ekki náðst, að vemda og byggja upp nytjastofnana. Þess í stað hefur það fært til ljármuni frá almenningi til örfárra sægreifa sem maka krókinn meðan sjávar- byggðunum blæðir hægt út ef ekkcn verður að gert til að stöðva hrá- skinnaleikinn sem birtist okkur sem hagsmunagæsla hinna örfáu á kostn- að sjómanna, fisk- vinnslufólks og sveitarfélaga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og vinnslu. Sífellt fleiri hljóta það ömurlega hlut- skipti að verða leiguliðar með ok- urkostnaði meðan kvótinn færist á sí- fellt færri hendur svokallaðra sæ- greifa í skjóli sterkra stjómmála- flokka sem nánast virðast vera mál- pípur sægreifanna. Sömu flokkar höfnuðu því fyrir nokkmm dögum að festa það ákvæði í stjómarskrána að þjóðin ætti auðlindina, fiskimiðin og fiskistofnana kringum landið. Þessi öfl gera nánast grín að þjóðinni með því að reyna tryggja þennan ósóma í sessi með veðsetningarlög- um og jafnvel erfðarétti hinna fáu. Osvífnin á sér engin takmörk, ætlar sér jafnvel út yfir gröf og dauða. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt í orði og verki að hann gætir almanna- hagsmuna í þessum málum sem og öðmm. Hann hefur ekki þurft að framkvæma neina „líkþomapólitík“, við emm ekki bundnir sérhagsmun- um hinna fáu. Okkur er ljós háskinn sem steðjar að sjávarbyggðunum og viljum þar snúa vöm í sókn með eft- irfarandi leiðum: Með löggjöf skal komið í veg fyr- ir að kvóti safnist á fárra hendur. Við viljunt tryggja sameign þjóðarinnar allrar á auðlindum sjávar með þvf að binda ákvæði um slíkt í stjómarskrá. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, takmarka veiðar togara á gmnnslóð og stöðva Ijölgun frysti- togara uns fiskistofnar rétta úr kútn- um. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, takmarka veiðar togara á gmnnslóð og stöðva fjölgun frystitogara uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að enginn hvati sé til þess að fiski sé hent á hafi úti, þvert á móti að hann sé færður inn í þjóðarbúið, til að mynda að 70-80% af verð- mæti hans renni til eflingar veiðieftir- lits og rannsókna Hafrannsókna- stofnunar en af- gangur skiptist á milli útgerðar og sjómanna. Við höfnum því að fang- elsa menn fyrir vikið eins og sjávar- útvegsráðherra lagði til. Við viljum koma á veiðileyfagjaldi, sem nýtist um leið sem stjómtæki, sem gmnd- vallaðist ýmist á sókn eða afla. Þeir sem veiða fisk til vinnslu í landi greiði lægra en aðrir, frystitogarar greiði hærra gjald en ísfisktogarar. Þannig ýti kerfið undir vinnslu aflans í landi. Með stækkun fiskistofna verði viðbótaraflaheimildum úthlut- að gegn slíku gjaldi. Við viljum að gerðir verði alþjóðlegir samningar um veiðar utan fiskveiðilögsögunnar og veiðar á flökkustofnum. Við vilj- um stuðla að þátttöku íslendinga í er- lendum sjávarútvegi og nýta þar þekkingu okkar og reynslu til efla hlutdeild okkar í fiskverslun heims- ins. Við viljum leyfa erlenda fjárfest- ingu í íslenskum sjávarútvegi, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Við viljum stórefla rannsóknir í fiskifræði, einkum vistfræði hafsins og samspili þess við aðra þætti nátt- úmnnar. Sérstaklega rannsóknum á áhrifum einstakra veiðarfæra á lífríki hafsins. Verði það meðal annars fjár- Pallborðið „Ef sjávarbyggðir þessa lands eiga að tryggja tilveru sína, afkomu og öryggi þeirra sem þar búa, verðum við að taka höndum saman og hrinda oki kvótaófreskj unnar af herðum okkar. Þetta er megin- kosningamál okkar alþýðuflokksmanna." magnað að hluta af veiðileyfagjaldi. Við viljum stefna að því að allur afli á Islandsmiðum fari um íslenskan markað, þar sem því verður við kom- ið. Alþýðuflokkurinn vill gjörbreyta núverandi kvótakerfi sem stjómtæki fiskveiða. Aríðandi er að slíkar breytingar taki sem skemmstan tíma, ekki lengur en á 4-5 ámm. Niður- staðan af aflamarki í blönduðum botnfiskveiðum hefur alls staðar reynst hin sama: sóun á verðmætum hafsins, fals á aflatölum, löndun fram hjá vigt, versnandi afkoma út- gerðar bátaflotans og síminnkandi fiskistofnar. Vaxandi efasemdir vís- indamanna og annarra em nú um að hægt sé að stjóma raunverulegum afla, án þess að takmarka sókn og út- hald. Leiddar hafa verið að því líkur að um 100 þúsund tonnum sé hent í sjóinn árlega á íslandsmiðum, þar af séu um 30 þúsund tonn af þorski. Þetta em ekki einungis óverjandi só- un á verðmætum heldur kemur það einnig í veg fyrir að hægt sé að sinna rannsóknum á nothæfum gögnum fiskifræðinga. Þarf frekari vitnanna við um andarslitur kvótakerfisins? Alþýðuflokksmenn á Vesturlandi stóðu fyrir fundi um þessi mál hér í Olafsvík sunnudaginn 12. mars. Þar fluttu fiskifræðingur og tölfræðingur og stofnvistfræðingur frá Hafrann- sóknastofnunar og LIÚ gagnmerk erindi um fiskvemdunarstefnuna. Fundinn sátu meðal annars yfir 60 manns, aðallega sjómenn, skipstjór- ar og fiskverkendur. Margt merki- legt kom fram um ástand þessa und- irstöðuatvinnuvegs okkar hér Ií sjáv- arbyggðum og hvers megi vænta að óbreyttu ástandi. Fundarmenn sam- þykktu einróma ályktun þar sem meðal annars kom fram að fundar- menn krefðust þess að Hafró gerði úttekt á áhrifum friðunar Breiða- Ijarðar fyrir öllum veiðarfærum utan önglaveiða. Þessi friðun var sett á 1972 að frumkvæði sjómanna og út- gerðarmanna á Snæfellsnesi. Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að meira fjármagni verði varið til rann- sókna Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna og að íjármagna megi sltkar rannsóknir meðal annars með aflagjaldi þess fiskjar sem teld- ist undirmál eða meðalfískur í stað þess að hvetja menn til að henda honum eins og kvótakerfið býður uppá. Þá ítrekuðu fundarmenn nauð- syn þess að Hafrannsóknastofnun og stjómvöld hefðu meira samráð við skipstjóra bátaflotans um ráðgjöf við mat á ástandi fiskistofna. Slíkt sam- ráð og samvinna eyddi vaxandi tor- tryggni þessara aðila. Vísindamenn jafnt sem sjómenn fóru betur upp- lýstir um sjónarmið hvors annars af þessum tímamótafundi í Olafsvík. Ef sjávarbyggðir þessa lands eiga að tryggja tilveru sína, afkomu og öryggi þeirra sem þar búa, verðum við að taka höndum saman og hrinda oki kvótaófreskjunnar af herðum okkar. Þetta er meginkosningamál okkar alþýðuflokksmanna hér eftir sem hingað til. Hér verður til sú auðsuppspretta sem íslensk tilvera byggist á. Við höfum fiskimiðin, bátana, fiskverkendur, vélar og þjálf- að þekkingarfólk og hafnarmann- virki; alla aðstöðu og Ijárfestingu okkar til áframhaldandi búsetu í sjávarbyggðum. Látum ekki kippa undan af okkur fötunum. berjumst fyrir sjálfsögðum rétti okkar gegn þessu óréttlæti. Þetta skiptir okkur öll máli! Höfundur er aðstoðarskólastjóri í Snæfellsbæ og 2. maður á lista Al- þýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi "FarSlde" eftir Gary Larson. Fréttamenn á Ftikisútvarp- inu eru mjög ósáttir við kjör sín og hefur það mikið verið rætt í þeirra röðum. Þeir eru í Félagi frétta- manna en ekki í Blaða- mannafélaginu. Raddirein- stakra fréttamanna hafa komið fram þess efnis að réttast væri að setja á yfir- vinnuþann sem gæti verið sterkt í Ijósi komandi kosn- ingasjónvarps sem þá yrði ósköp klént. Þessar raddir voru þó snarlega þaggaðar niður einkum vegna þess að þetta gæti orðið vatn á myllu andstæðinga Ríkisút- varpsins sér í lagi Stöðvar tvö manna sem nú ná til æ fleiri landsmanna. Þá hefur sýnt sig að harkalegar verk- fallsaðgerðir hafa ekki skil- að miklu til þeirra sem í því standa... Það er greinilegt að kyn- slóðaskipti eiga sér stað ítískuheiminum á íslandi núna enda Gulli í Karnabæ fluttur uppí sveit. Öllum helstu kyntáknum borgar- innar, bæði stórum og smáum auk annarra fylgi- fiska sem þykja einhverra hluta vegna „heitir" hefur borist boðsmiði á mikla þensluhátíð. Á boðsmiðan- um, sem skreyttur er jesú- myndum, stendur eftirfar- andi: „Rósenberg, Tunglið og Flauel laugardagskvöld. Bjóða þér (þér) persónu- lega á Þensluhátíð vegna stækkunar tískumiðstöðv- arinnar Flauel. Veislan hefst kl. 2230 með streym- andi áfengi og glaumi í Tunglinu. Tfskusýning kl. 0100 og áframhaldandi gleði í einkasamkvæmi í Rósenberg þarsem boðið verður uppá ennfremur meiri gleði og veigar." Þó að Gulli hafi verið góður meðan hann var og hét var hann aldrei gleðipinni í lík- ingu við það sem þarna er lofað... Alþýðublaðið fékk senda svohljóðandi yfirlýs- ingu í gær: „Að marggefnu tilefni og vegna þrálátra Eftir að hinir letibirnirnir frá Sri Lanka höfðu manað Skúla dágóða stund tók hann áskorun þeirra - með miklum semingi þó - og skreið eins hægt og hann mögulega gat yfir hraðbrautina. fyrirspurna um þingsæti og annars ónæðis viljum við undirritaðir taka fram að svonefnt „Kristilegt fram- boð" er með öllu óviðkom- andi samtökum okkar sem starfað hafa í kyrrþey á annan áratug." Undir þetta skrifa þeir félagar Árni Björns- son þjóð- háttafræð- ingurog Vigfús Magnús- son lækn- ir. Alþýðu- blaðið kemur af fjöllum og sver af sér alla sök með að hafa verið að ónáða þá Árna og Vigfús. Satt best að segja þá hefur aldrei hvarflað að nokkrum manni hér innan dyra að Árni færi að taka upp á því að keppa við son sinn Mörð um þingsæti. Og það er ekki ofsagt þar sem segir í yfirlýsingunni um að samtökin þeirra hafi starfað í kyrrþey... Dráp dagsins Sjónvarpsfíklar er yfirskrift fyrir- lesturs danska stjömublaðamannsins Aage Biichert sem hann flytur - vitaskuld á dönsku - í Norræna hús- inu næstkomandi sunnudag klukkan 16:00. Þessi fyrirlestur mun vera sér- sniðinn fyrir alla þá sem vilja aðstoð til að forðast óþarfa sjónvarps- og myndbandagláp. Meðal-Evrópubú- inn í dag eyðir víst þremur klukku- stundum fyrir framan imbann á dag og Biichert segir að eina ráðið til að spoma gegn þeirri þróun sé að af- vatna sjónvarpsfyllibyttumar eina af annarri. „Við [sjónvarpsfyllibyttum- arj emm svo milljónum skiptir vfða um heim og okkur fjölgar stöðugt. Fyrir okkur er sjónvarpið óseðjandi ófreskja, sem ógnar okkur með því að éta okkur, hægt og bítandi, ár eft- ir ár. Drepum ófreskjuna áður en hún drepur okkur,“ segir Daninn í aðvör- unartóni. Þama gæti verið fróðlegur fyrirlestur á ferðinni þrátt fyrir a ðAl- þýðublaðið sé ekki alveg með það á hreinu - þjóðemis fyrirlesarans vegna - hvort þama er á ferðinni hel- bert grín eða fúlasta alvara, senni- lega sitt lítið af hvom... Fimm á förnum vegi Finnst þérstjórnmálaumræðan of áberandi ífjölmiðlum? Ólafur Gíslason, myndlistar- maður: Nei, það þarf að ræða þessi mál. Steinar Þorsteinsson, eldvaki: Nei, bara eins og venjulega fyrir kosningar. Ágústa Hreinsdóttir, skrif- stofumaður: Nei, það veitirekki af þessari umræðu. Ágúst Axelsson, nemi: Nei, ekki nema þetta bull í Hannesi og Merði. Sonja Jakobsdóttir, banka- starfsmaður: Nei, þetta tilheyrir. V i t i m e n n C Orku. Ótæmandi orku. Því að þetta er galeiðuþrældómur þar sem engin grið eru gefin. Það sakar ekki að vera yfir meðallagi að greind - en telst ekki ómissandi. Ætli þeir eig- inleikar sem að lokum skera úr um hvort þú lifir af í pólit- ískri forystu séu ekki þrír: At- orka, vinnuþrek og kjarkur. Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali við tímaritið Ungt fólk takið afstöðu þar sem hann var meðal annars spurður að því hvaða elglnlelka menn þurfi til að komast í fremstu röð í stjórnmálum á Islandi. Fjórtán ára kanadísk stúlka, búsett í Surinam ásamt for- eldrum sínum, setti á svið mannrán [á sjálfri sér] til að geta keypt sér hest. Alvörublandin skemmtifrétt Moggans í gær með undirtóni um hina spilltu æsku. Hörkutólsímynd leikarans Clint Eastwood beið nokkurn hnekki á golfmóti nýverið, þegar leikarinn fékk heiftar- lega í bakið og varð að leggjast fyrir. Clint brást hinn versti við. Skilgreining í spegli Tímans gærdagsins á karlmennsku. Norman Mailer skrifaði eitt sinn bók sem hét „Hörkutól stíga ekki dans"...og nú geta þau ekki einu sinni fengið í bakið án þess aö Tíminn dragi karlmennsku þeirra í efa. Þéttbýli sem stóð undir nafni myndaðist varla fyrr en á öld- inni sem leið á Islandi, enda stóð bændasamfélagið sæla í vegi fyrir svo óþjóðlegu byggðamynstri. Það er kannski ástæðan til þess að varla fyrirfinnast í tungunni brúkleg orð sem skilgreina þéttbýliskjarna og dreifðar byggðir. Meistari Oddur Olafsson A víöavangi í Tímanum í gær. Hvaða maka? Snaggaralegt svar kvennalistakonunn- ar Þórunnar Sveinbjörnsdóttur við spurningunn: Hvernig kynntist þú maka þinum? Úr viðtali í tímaritinu Ungt fólk takið afstöðu. Meintur óþrifnaður miðaldafólks í Evrópu er fyrir margt löngu orðinn goðsagnakenndur. Það hefur gerst þrátt fyrir staðreyndir einsog þá, að í kringum aldamótin 1500 státaði til dæmis borgin Nuremberg í Þýska- landi af ljórtán almenningsbaðstöð- um með lágu aðgangsverði. Sérstak- ir baðtímar voru fráteknir fyrir borg- arstarfsmenn og einu sinni í viku fengu vændiskonur og böm í fylgd með fullorðnum ókeypis aðgang. Hættan á sýkingu - bæði líkamlegri og andlegri - varð hinsvegar fljótlega til þess að baðstöð- unum var öllum lokað. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.