Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 S k o d a n MMBUMMIID 20892. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kosningaáherslur Alþýðuflokksins Styrkleiki Alþýðuflokksins í komandi kosningabaráttu er sterk málefnastaða. Flokkurinn hefur haft málefnalegt frumkvæði í íslensk- um stjómmálum á síðustu ámm og oft hefur gustað um flokkinn og stefnu hans. Á flokksþingi Alþýðuflokksins í febrúar var samþykkt kosningastefna til framtíðar, sem Alþýðuflokkurinn mun leggja mesta áherslu á í komandi kosningum. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að efnahagsbatinn verði notað- ur til að jafna lífskjörin. Lækka þarf matarverð með aukinni sam- keppni samfara aðild að GATT og Evrópusambandinu. Auka þarf at- vinnufrelsi bænda með því að taka upp búsetustuðning í stað núver- andi kerfis. Áfram skal beita skattakerfinu á markvissan hátt til kjara- jöfnunar. Framlengja ber hátekjuskattinn og taka upp fjármagnstekju- skatt eins fljótt og auðið er. Alþýðuflokkurinn vill að ísland sæki um aðild að Evrópusamband- inu eins fljótt og auðið er. Nær 70% af útflutningi þjóðarinnar fer til landa Evrópusambandsins. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þessum mikilvæga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahagslífs. Almennt efnahagsumhverfi innanlands verður sambæri- legt við Evrópusambandið, sem ætti að leiða til aukinnar erlendrar íjárfestingar, aukins stöðugleika og hagvaxtar. Alþýðuflokkurinn vill binda sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar í stjómarskrá. Reynslan sýnir að sameign þjóðarinnar verður ekki tryggð til ffambúðar án þess að hún sé bundin í stjómarskrá. Núverandi sjávarútvegsstefnu em í mörgu ábótavant. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn nýja sjávarútvegsstefnu. Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta og takmarka veiðar togara á gmnnslóð. Tryggja verður að enginn hvati sé til þess að veiddum fiski sé hent á hafi úti. Alþýðuflokkurinn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í áföngum, og telur að farsæl leið sé að með stækkun fiskistofnanna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Við mótun stefnu ber að leggja áherslu á kerfi sem ýtir undir vinnslu í landi. Meðal annars ber að leggja á hærra veiðileyfagjald á frystitogara en ísfisktogara. Á næsta kjörtímabili verða framlög til menntamála að hafa forgang. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framlög ríkisins til menntamála vemlega á næstu ámm. Flokkurinn vill að gerð verði skólaáætlun til nokkurra ára þar sem skipulögð verði uppbygging í menntamálum. Alþýðuflokkurinn vill halda áffam á braut aukins frjálsræðis í at- vinnumálum. Fijáls viðskipti og samkeppni leiða til aukinnar hag- kvæmni og bættra lífskjara. Fijálst markaðskerfi og vestræn efna- hagsstjómun em markmið sem flokkurinn mun ekki víkja frá. Gera þarf sérstakt átak til að laða erlenda fjárfestingu til landsins og aðstoða íslensk fyrirtæki við alþjóðleg verkefni. Frá og með deginum í dag færir Alþýðublaðið netvæddum tölvu- nörðum uppá hvern [útgáfu-]dag ferskar og skemmtilegar fréttir af Netinu og Vefnum (Internetinu og Veraldarvefnum, World Wide Web). Rúmlega 30 milljónir jarð- arbúa eru í dag beintengdar Netinu og þaraf hafa um 8 þúsund íslendingar komið sér upp net- föngum. Ferðalag okkar hefst í Moskvu þar sem framtakssamir Rússar og Bandaríkjamenn hafa komið sér upp heimasíðunni Web.Elvis+ á Vefnum. Netfangið er http://www.elvis.msk.su:80 og þar finnum við fyrir tengla sem fela í sér fjölbreytilegustu hluti: Til dæmis daglega uppfærslu rúss- neskrar/enskrar orðabókar, fjár- málafréttir, ítarlegan Iista yfir rússneskar vefstöðvar, hentugt form til þess að faxa beint til Moskvu, ómissandi einkamála- dálk og upplýsingar frá ótrúleg- ustu fyrirtækjum. Væntanlegar eru síðan safaríkar GIF-myndir af kommahöfðingjanum Krústjov að snúa sér í gröfinni! Nammi- namminamm... Sjávarútvegsmál í samningum um Evrópusambandsaðild Að tryggja hagsmuni Islands Alþýðuflokkurinn mannaflokkur Islands Jafnaðar- hefur und- anfamar vikur gefið út fjölmörg upp- lýsingarit um stefnu flokksins í ýms- um málum. Eitt þeirra kemur inná einn af meginstólpum kosningabar- áttu jreirra jafnaðarmanna, nefnilega Evrópusambandsaðildina, og þá sér- staklega hvað varðar sjávarútvegs- málin í samningum við Evrópusam- bandið. Texti ritsins fer hér á eftir í lítilsháttar styttingu: „Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er mörgum Islendingum þymir í augum. Ekki em þó gild rök fyrir því að hún úhloki fyrirfram um- ó n a r m i ð sókn íslands um aðild að Evrópu- sambandinu. Umsókn og samninga- viðræður em eina leiðin til að skera úr um það hvaða kjör Islendingum bjóðast við inngöngu í Evrópusam- bandið. Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja óskomð yfirráð yfir fiskimiðunum. Aðild íslands að Evr- ópusambandinu er í raun óhugsandi takist þetta ekki. Alþýðuflokkurinn leggur því til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjómarskrá. Þar með væri stjóm- völdum óheimilt að semja um for- ræðið yfir fiskimiðunum af sér. Fjölmörg rök styðja þá skoðun að íslendingum takist að tryggja hags- muni sína í sjávarútvegsmálum í samningum við Evrópusambandið. ■ I gmndvailarlögum Evrópusam- bandsins, Rómarsáttmálanum, er kveðið á um það, að valdið til að setja lög og reglur á sviði sjávarút- vegs sé hjá stofnunum sambandsins, en ekki einstökum aðildaníkjum. Sameiginleg sjávarútvegsstefna er gmndvölluð á þessu. Þó ber að hafa í huga að aðildarsamningar em jafn- réttháir Rómarsáttmálanum og því möguleikar á lausn á sérmálum fs- lands sé pólitískur vilji fyrir hendi. Evrópusambandið er pólitískt bandalag og hefur því reynst sveigj- anlegt í aðildarsamningum. ■ Frá upphafi hefur Evrópusam- bandið samið við tíu ríki um inn- göngu. í öllum úlvikum héldu þessi ríki fram ákveðnum samningskröf- um, sem þau töldu markast af gmnd- vallarhagsmunum. Ævinlega hafa slík mál verið leyst þannig, að báðir aðilar hafa talið sig geta unað við sinn hlut. Það er Evrópusambandinu ekki í hag, að semja við nýtt aðildar- ríki þannig að það telji hagsmunum sínum ekki borgið innan sambands- ins. ■ Evrópusambandið tekur því tillit til lífshagsmuna væntanlegra aðild- arríkja. Sambandið starfar sam- kvæmt þeirri reglu, að sé aðildarþjóð háð nýtingu einnar auðlindar um af- komu sína, eigi hún að hafa forgang. ■ Auðvelt er að sýna fram á algjöra sérstöðu íslensks sjávarútvegs í sam- anburði við sjávarútveg annarra Evr- ópuþjóða. Annars vegar er það hin mikla þýðing sjávarútvegs fyrir ís- lenskt atvinnulíf, en sjávarútvegur- inn skapar meira en helming af tekj- um þjóðarinnar af útflutningi vöm og þjónustu. Hins vegar er íslenskur sjávarútvegur rekinn sem alþjóðlega samkeppnisfær atvinnugrein á hag- kvæmnisgrundvelli, og þarf því að leggja sitt af mörkum til efnahagslífs þjóðarinnar. Það er engum í hag - allra síst Evrópusambandinu - að breyta þessu hlutverki sjávarútvegs- ins í íslensku efnahags- h'fi. ■ Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst á vandamálum sem tengjast stjómun á sameiginlegum fiskistofnum aðildarríkjanna. Is- lenska efnahagslögsagan er algjör- lega aðskilin frá efnahagslögsögu Evrópusambandsins og engir fiski- stofnar er nýtúr sameiginlega með ríkjum sambandsins. Sérstaða Is- landsmiða er því skýr og vandséð að stjómun Islendinga á eigin miðum valdi miklum erfiðleikum við fram- kvæmd sameiginlegrar stefnu Evr- ópusambandsins. ■ Tilkall einstakra aðildarríkja til veiða í sameiginlegri lögsögu Evr- ópusambandsins byggir á reglum um veiðireynslu. Aðildarríki Evrópu- sambandsins hafa enga veiðireynslu innan íslenskrar lögsögu og em því ekki, samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins, í neinni aðstöðu úl að kreljast veiðiheimilda innan hennar. ■ Með reglugerð Evrópusambands- ins frá 1992 er veitt frávik frá sjávar- útvegsstefnunni sem á sérstaklega við hér á landi. Samkvæmt reglu- gerðinni geta aðildarríki tekið sjálf við stjómun fiskveiða við aðstæður þar sem stofnar era staðbundnir og einungis útgerðir frá einu landi nýta þá. Þessar aðstæður eiga við hér á landi og gætu Islendingar hæglega stjómað veiðum á Islandsmiðum án þess að í því fælist mismunun á grandvelli þjóðemis. ■ Minna má á að í EES-samningn- um féll Evrópusambandið frá grand- vallarkröfu sinni í samningum við ríki utan bandalagsins um einhliða veiðiheimildir í stað markaðsað- gangs. Spænsk stjómvöld hafa stað- fest að þau muni ekki vekja upp slík- ar kröfur á ný gagnvart íslandi. ■ í samningnum um EES er undan- þága frá fijálsum fjármagnsflutning- um, sem gefur fslandi heimild úl að takmarka erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Viðurkennt er að þessir fýrirvarar era vart framkvæmanlegir og þarfnast rýmkunar. I raun koma engin sérstök ný vandamál upp í að- ildarsamningum við Evrópusam- bandið varðandi erlendar íjárfesting- D a „Umsókn og samningaviðræður eru eina leiðin til að skera úr um það hvaða kjör íslendingum bjóðast við inngöngu í sambandið...Sérstaða íslandsmiða er skýr og vandséð að stjórnun íslendinga á eigin miðum valdi miklum erfiðleikum við framkvæmd sameiginlegrar stefnu E vrópusambandsins." ar í sjávarútvegi til viðbótar við þau vandamál, sem nú er reynt að finna lausn á. ■ Eitt af vandamálunum við sjávar- útvegsstefnu ESB er að kvóta er út- hlutað til einstakra aðildarríkja, en flæði fjármagns er fijálst og getur því unnið gegn þessu, úl dæmis með því að siglt er með afla (svokallað „kvótahopp"). Eigandi fyrirtækis sem fær úúilutaðan kvóta þarf því ekki nauðsynlega að vera af sama þjóðemi og það land sem kvótanum er úthlutað úl. Aðildarríkin hafa eðli- lega reynt að stemma stigu við þessu og hefur Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að setja reglur um efnahagsleg tengsl þjóðríkis og skips sem fær úthlutað kvóta. Þetta vandamál er þó ekki endanlega leyst og verða íslendingar að fylgjast vandlega með þróun þessara mála. ■ Minna má á að Finnland og Sví- þjóð náðu varanlegum undanþágum frá sameiginlegu landbúnaðarstefn- unni með því að bætt var við sérregl- um um heimskautalandbúnað sem fela í sér viðurkenningu á sérstöðu landbúnaðar á norðlægum slóðum. Sérstaða íslensks sjávarútvegs er ekki minni en landbúnaðar á norður- slóðum. ■ Loks má benda á að samkvæmt Maastricht-samningnum var staðfest að ein af grunnreglum sambandsins skyldi vera nálægðarreglan (subsid- iarity). Samkvæmt henni ber að taka ákvarðanir sem næst þeim er þær varða og þar sem þær komast með einföldustum hætti í framkvæmd. Þessi regla er sett til að spoma gegn óþarfa miðstýringu. Nálægðarreglan mun fá aukið vægi með fjölgun að- ildarríkja og styður eindregið þá kröfu Islendinga að íslenska ríkið stjómi fiskveiðum hér á landi, óháð sameiginlegri stefnu sambandsins. Þau dæmi sem hér á undan hafa ver- ið rakin sýna svo ekki verður um villst að íslendingar hafa góða samn- ingsstöðu gagnvart ESB þegar kem- ur að sjávarútvegi. Fullyrðingar um annað standast ekki. Endanleg niður- staða fæst hins vegar ekki fyrr en við samningsborðið.“ Alþýðuflokkurinn vill að minnst einum milljarði króna á ári verði varið í sértækar aðgerðir gegn atvinnuleysi. Sérstaka áherslu skal leggja á starfsmenntun og endurmenntun atvinnulausra þannig að þeir eigi þess kost að laga sig að breyttum aðstæðum. Hluti aðgerðanna er stuðningur við nýsköpun fyrirtækja og varanlega atvinnusköpun. Til að bæta stefnumótun hins opinbera og jafna starfsskilyrði at- vinnuveganna ber að afnema úrelta skiptingu stjómarráðsins eftir at- vinnugreinum, svo og allt stuðningskerfi atvinnulífsins, og stofna eitt atvinnuráðuneyti. Alþýðuflokkurinn er róttækur umbótaflokkur sem með stefnu sinni og störfum hefur umbylt íslensku þjóðfélagi til hins betra og Alþýðu- flokkurinn er eina afgerandi framfaraaflið í íslenskum stjómmálum. Það ættu kjósendur hafa í huga þegar í kjörklefann er komið 8. apríl næstkomandi. Atburðir dagsins 1622 Indíánar slátia 350 landnemum við Jóhannsfljót. Þetta eru fyrstu árásir ind- fána í mörg ár. 1832 Johann Wolfgang van Goethe deyr, einn mestur hugsuður 19. aldar. 1888 Enska knattspymusam- bandið stofnað. 1933 Nasistar taka í notk- un útrýmingarbúðir f Dachau. 1945 Jórd- anía verður sjálfstætt ríki. Afmælisbörn dagsins Sir Anthony van Dyck flæmskur lista- maður sem varð hirðmálari á Englandi og var aðlaður af Karli I, 1599. Eiríkur Jónsson orðabókarhöfundur og fræði- maður, 1822. Karl Maiden bandarískur kvikmyndaleikari, 1913. Andrew Lloyd Webber breskur tónsmiður, 1948. Annálsbrot dagsins Brenndir tveir galdramenn, er voru tveir feðgar, Jónar á Kirkjubóli í Skutulsfirði, sumardag hinn fyrsta; voru valdir í veik- leika séra Jóns Magnússonar, og hann samt veikur eptir. Eyrarannáll, 1656. Málsháttur dagsins Enginn hvítnar, þó annan kámi. Lokaord dagsins Jæja; ef það er óhjákvæmilegt. Hinstu orð norska tónsmiðsins Edvards Griegs, 1843-1907. Leikari dagsins Einn nýr leikandi var þá á sviðinu, ásamt Guðrúnu systur minni, sem féll þó ekki eins vel í smekk manna, en það var Guð- mundur Magnússon, öðru nafni Jón Trausti. Guðmundur hafði verið í Kaup- mannahöfn til þess að kynna sér leikstarf- semi, en sú útivist hans bar ekki mikinn árangur, enda fóm blöðin ekki mjúkum höndum um hann. Eufemia Waage, Lifað og leikið. Orð dagsins Stoðar lítt að stæra sig styttast heimsins náðir, maðkur etur mig og þig mold emm við báðir. PállVídalín. Skék dagsins Lítum nú á hvemig Smagin, sem hefur svart og á leik, rúllar Lau upp með sann- kölluðum flugeldafómum. Hvíú kóngur- inn er hrakinn út á borðið og þarsem mát- netinu er slöngvað yfir hann. Hvað gerir svartur? Hh5 Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.