Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
M e n n i n
P1
Ný og aðgengileg bók um stöðu íslands í Evrópu
ísland í Ijósi ytri aðstæðna
„Það er engin svona bók tíl,“ sagði
Albert Jónsson stjómmálafræðing-
ur, sem er höfundur bókarinnar Við
aldahvörf - staða Islands í breyttum
heimi ásamt Trausta Valssyni
skipulagsfræðingi. Fjölvi gefur út.
Albert segist í samtali við Alþýðu-
blaðið eiga erfitt með að meta það
sjálfur hvort það sé eitthvað í þessari
bók sem eigi eftir að koma á óvart,
en er mjög ánægður hvemig til hefur
tekist með kortavinnu sem skýrir
byggðaþróun í Evrópu og sam-
göngukerfin sem verið er að skipu-
leggja þar., J>etta á að geta nýst okk-
ar útflytjendum til að koma vömm
hraðar að á markaði í Mið- og Aust-
ur-Evrópu. Eg held að það sé margt í
þessari bók sem hinn almenni les-
andi hefur ekki áttað sig á.“
Albert fannst ósanngjöm spum-
ingin um hverjar væm helstu niður-
stöður - í stuttu máli. Hann segir að
bókin sé ekki endilega skrifuð með
einhveijar endanlegar niðurstöður í
huga. „Það sem aðallega er gert í
bókinni er að benda á áhrifaþætti í
ytra umhverfinu. Út frá því em
dregnar ályktanir og bent á þær leið-
ir sem til greina koma. Ekki auðvitað
þær einu sönnu endilega. En við telj-
um þó auðvitað að þeir áhrifaþættir
„Ég held að það sé margt
í þessari bók sem hinn al-
menni lesandi hefur ekki
áttað sig á," segir Albert
Jónsson, annar höfundar
bókarinnar Við aldahvörf -
staða Islands í breyttum
heimi.
sem mestu máli skipta í ytra um-
hverfinu benda ákveðið á þessar og
hinar leiðir í aðalatriðum.“
Albert telur skipulagsffæðing og
stjómmálafræðing ákjósanlega
blöndu við samningu bókar sem Við
aldahvörf.
,Já, það leiddi fram ýmislegt sem
annars hefði vantað ef annar okkar
hefði skrifað svona bók einn. Það
held ég að sé á hreinu. Það var
pródúktíft eins og maður segir
á góðri íslensku.“
Albert leggur áherslu á að
bókin sé fyrir hinn almenna Iesanda.
„Þetta er ekki bók fýrir sérfræðinga.
Hún er skrifuð, skipulögð og hugsuð
sem slík. Þess vegna er lögð mikil
áhersla á kort og myndir til að hjálpa
hinum almenna lesanda í gegnum
|>etta. Þetta er ekki doðrantur skrif-
aður á tæknilegu máli og svo ffam-
vegis. Eg vonast til þess að bókin
eigi erindi sem kennslubók inn í
skólana en auðvitað ákveðum við
það ekki.“
Albert Jónsson.
Leiðrétti ng
I viðtali Alþýðublaðsins við Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra á föstudaginn var sú misrit-
un að hann hefði fyrst tekið sæti á
Alþingi í stað Björns Jónssonar.
Þama átti að standa að hann hefði
tekið við þingsæti Benedikts Grön-
dal árið 1982 og er beðist velvirð-
ingar á þessum mistökum. Ritstj.
Össur Skarphéðinsson messaði yfir
starfsmönnum SKÝRR í fyrradag ásamt félögum sínum á framboðs-
lista Alþýðuflokksins, Hrönn Hrafnsdóttur og Vilhjálmi Þorsteinssyni.
Máli jafnaðarmannanna var tekið með miklum ágætum, enda um-
hverfisráðherrann meö mælskari mönnum og félagar hans svosem
engir aukvisar heldur á því sviði. Frambjóðendur allra flokka fara nú
einsog eldur í sinu um fyrirtæki og stofnanir landsins og gjörnýta
hvern hádegis- og kaffitíma til að koma boðskap sínum á framfæri.
Ekki er að efa að starfsfólk viðkomandi staða kann tilbreytingunni vel.
í öllu falli var lítið kvartað yfir heimsókn stjórnmálamannanna hjá
SKÝRR. A-mynd: E.ÓI.
Vegna góðra undirtekta
við áekrifendaeöfnun efna
HÞYIIURIftUID
-SMMK FRAMUK
til áekrífendaleikel
Á næetu fjórum vikum verða dregin nöfn áskrifenda blaðsins vikulega.
Dregin verða út 2 nöfn í hverju kjördæmi oq nöfn hinna heppnu
birtast í Alþýðublaðinu á miðvikudögum oq föstudögum.
Næstu vinningshafar eru úr Austurlandskjördæmi:
Ari Bogason (Múlavegi 27 - 710 Seyðisfirði) og
- IjA; Guðgeir Jónsson (Hlíðargötu 21, 740 Neskaupstað)
Vinníngarnir eru gjafabráf á vöruúttekt
í Skátabúðinni
að krónur
20.000,-
ma ðkal vitjað á ðkrífstofur Albýðublaððins í Alpýðuhúsinu í Reykjavík,
Hverfisgötu &-10, sími 91-625566, mynrísendir 91-629244.
úverandi áskrifendur - nýlr sem gamlir - eru í pottinum.
Sjálfstæöur þáttur úr framhaldsleiknum Hótel Volkswagen
A valdi örlaganna
eftir Jón Gnarr.
SVENNI: Svona, já. Gjörðu svo vel.
Það er númer 4. Og þú athugar að
baðherbergið er niðri í kjallara.
GESTUR: Já, takk fyrir. Ég reyni að
muna það.
SVENNI: Var það eitthvað fleira?
GESTUR: Nei, það held ég ekki.
SVENNI: Ertu alveg viss?
GESTUR: Það held ég. Ætti mig að
vanta eitthvað fleira?
SVENNI: Þig vantar kannski til-
breytingu í lífið?
GESTUR: Hvað áttu
við?
SVENNI: Hefurðu próf-
að að sænga hjá öðr-
um karlmanni?
GESTUR: Ég skil ekki
alveg hvað þú ert að
fara?
SVENNI: Hefur þú ein-
hvern tíma staðið í
ástarsambandi við
annan karlmann?
GESTUR: Já, þú mein-
ar það! Jújú, ég var
trúlofaður sænskum
íshokkíspilara ífjögur
ár þegar ég var ung-
ur. Ég var klæðskipt-
ingur á þeim árum.
Þetta var áður en ég
kynntist konunni
minni.
SVENNI: En ertu ekki
klæðskiptingur enn
þá?
GESTUR: Nei, þetta
var eins og hver önn-
ur della. Maður tekur
upp á ýmsu þegar
maður er unglingur.
Mann þyrstir í lífs-
reynslu og er til í að
prófa næstum hvað
sem er.
SVENNI: Þannig er
það.
GESTUR: Eins og
yngsti sonur minn.
Hann vill meina að
hann sé hommi.
Hann þvertekur fyrir
að sænga með kven-
manni og hangir úti
öll kvöld með ein-
hverju leðurhomma-
gengi og dansar
nektardans á
hommabörum.
SVENNI: Þú segir
nokkuð.
GESTUR: Þetta er nú
ekki allt. Svo er mað-
ur að koma að þessu «
heima hjá sér í ein- °
hverjum orgíum út- -o
um allt hús. Og það
er sko ekkert venjulegt, skal ég
segja þér. Það eru leðurólar og
svipur og keðjur og handjárn og
ég veit ekki hvað.
SVENNI: Ussusssuss!
GESTUR: Og svo geta þeir ekki
elskast eins og heilbrigðir karl-
menn. Nei, nei, þá verða þeir að
berja og pynta hvern annan.
Maður er bara orðlaus. Annars er
ég öllu vanur. En konan mín hef-
ur ekki tekið þessu eins vel og ég.
Þetta ráp fer í taugarnar á henni.
SVENNI: Ég skal nú trúa því. Ef ég
ætti svona strák mundi ég rass-
skella hann ærlega.
GESTUR: Það er nú einmitt það
sem hann vill. Hann strílar sig
upp í einhverja leðurmúnderingu
og heimtar að ég rassskelli sig.
SVENNI: En hefur þú ekkert reynt
að tala við hann?
GESTUR: Nei, nei, það þýðir ekk-
ert. Maður verður bara að biða
eftir því að þetta gangi yfir. Ég er
að vona að hann hitti einhverja
góða stúlku.
SVENNI: Ég er svo aldeilis hlessa.
GESTUR: Svona er þetta bara. Það
er svona að vera með ungling.
Heyrðu, jæja, nú má ég ekki vera
að þessu rabbi. Konan erfarin að
bíða eftir mér. Þakka þér fyrir.
SVENNI: Já, gangi þér vel vinur!
SIGGI: Hæ, Ullrika. Er mikið að
gera?
SVENNI: Sæll, Siggi minn. Ég var
einmitt að leita að þér.
SIGGI: Nú, af hverju?
SVENNI: Við skulum tala saman.
Það er alltof sjaldan sem við töl-
um saman. (Fer að væla.) Mér
finnst svo leiðinlegt hvað við höf-
um lítinn tíma fyrir hvorn annan.
SIGGI: Þegiðu, Ullrika! Ég þoli ekki
þetta grenj. Þú ert alltaf grenj-
andi.
SVENNi: Fyrirgefðu mér. Ég er
hættur. Tylltu þér hérna. Við skul-
um rabba saman.
SIGGI: Ohh, þetta er svo gaman.
Um hvað eigum við að tala? Eig-
um við kannski að koma að segja
brandara?
SVENNI: Ekki núna. Tölum frekar
um lífið og tilveruna.
SIGGI: Okey.
SVENNI: Jæja, Siggi. Hvað ert þú
nú orðinn gamall?
SIGGI: Ég er 13 ára.
SVENNI: Alveg rétt. En segðu mér,
Siggi, ertu ekkert farinn að spá í
stelpur?
SIGGI: Nei. Þær eru svo leiðinlegar.
SVENNI: Nú, finnst þér það? Finnst
þér þær ekki sætar?
SIGGI: Nei, mér finnast þær ógeðs-
legar.
SVENNI: Ekki líst mér á það. Hvað
finnst þér um stráka? Finnst þér
þeir skemmtilegri en stelpur?
SIGGI: Já, mikið skemmtilegri.
SVENNI: Guð minn góður. En
finnst þér þeir sætari en stelpurn-
ar?
SIGGI: Ég veit það ekki. Af hverju
ertu að spyrja?
SVENNI: Nú ætla ég að spyrja þig
að einu og ég vil að þú svarir mér
alveg satt.
SIGGI: Allt í lagi.
SVENNI: Ertu nokkuð að kyssa
stráka?
SIGGI: Af hverju ertu að spyrja
svona? Ég vil ekki að þú sért að
spyrja svona.
SVENNI: (Æsir sig.) Af því að það
er mikilvægt. Svaraðu mér
drengur. Svaraðu mér eða ég...
svona, svona vinur.
SIGGI: (Fer ad gráta.) Láttu mig í
friði!
SVENNI: Hvað er þetta? Siggi
minn! Siggi?! Ekki líst mér á það.
OLGA: Kom eitthvað fyrir?
SVENNI: Ja, það lítur ekkert of vel
út. Ég var að tala við hann Sigga
litla vin okkar og ég er ansi
hræddur um að það sé ekki allt í
lagi á þeim bæ.
OLGA: Hvað er? Hefur
Siggi litli framið
morð? Er morðingi í
húsinu? Ég trúi því
ekki. Morðingi!
Morðingi!
SVENNI: Hvað er
þetta?! Það hefur
enginn framið neitt
morð. en hann Siggi
á við vandamál að
glíma.
OLGA: Hvað er það?
SVENNI: Það er best að
við köllum í mömmu
hans. Ég vil að hún sé
hérna líka. Ertu tilbú-
in?
OLGA: Já.
SVENNI: Einn, tveir og
... Karólína! Karólína!
KARÓLÍNA: Hvað er að
gerast?
OLGA: Hann pabbi þarf
að segja okkur eitt-
hvað um Sigga.
KARÓLÍNA: Hvað er
það? Hefur orðið
slys?
SVENNI: Nei, ekki
beint. Ég var að tala
við hann áðan og var
að spyrja hann útí
stelpur og hvort hann
hefði engan áhuga á
þeim.
KARÓLÍNA: Hafði hann
það ekki?
SVENNI: Ég er ansi
hræddur um ekki.
Honum finnst þær
ógeðslegar og hann
er mikið meira fyrir
stráka. Ég held það sé
enginn vafi lengur,
Siggi er hommi.
KARÓLÍNA: (Brotnar
saman.) Ó, nei. Ég
trúi því ekki. Er sonur
minn hommi. Hvar
hef ég brugðist sem
móðir? Hef ég alið
upp homma? (Græt-
ur.) Ég á aldrei eftir
að verða amma.
OLGA: Þetta er nú
kannski ekki svo slæmt. Mörgum
hommum tekst að lifa nokkuð
eðlilegu lífi þrátt fyrir fötlun sína.
Og hver veit nema þú getir ætt-
leitt lítið ömmubarn.
KARÓLÍNA: Já, það er rétt. Þótt
sonur minn sé óhæfur til að ala
barn get ég samt alið honum
ömmubarn. Það verður yndis-
legt. Ég get enn á ný orðið eitt
með móður náttúru. Ég steypi
mér á kaf ofan í hyldýpi óendan-
leikans og kem upp á yfirborðið
aftur og teyga að mér loftið, með
lítið barn í fanginu. Lítið barn sem
brosir og hjalar við brjóst mér.
OLGA: Æ, hvað þetta er fallega
sagt. Svona getur enginn sagt
nema ósvikin íslensk móðir.
SVENNI: Æ, eigum við ekki að
biðja núna? Ég er í sannkölluðu
bænastuði.
KARÓLÍNA: Góð hugmynd. Vilt þú
leiða okkur í bæn, Olga?
OLGA: Já, alveg sjálfsagt. (Ræskir
sig.) Guð almáttugur. Þakka þér
fyrir vonina sem þú gefur hverri
móður sem er vonlaus. Blessaðu
líka Sigga litla og hjálpaðu hon-
um að fást við fötlun sína. Helgist
þitt nafn og gef oss í dag vort
daglegt brauð í hæstu hæðum.
Hósana, hósana.
SVENNI: Hósana, hósana.
KARÓLÍNA: Já, svo sannarlega.
Drottinn blessi Hótel Volkswag-
en!
- ENDIR -