Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Á móti litasjónvarpi
Pallborðið
Það hefur hlakkað í okkur ungum
jafnaðarmönnum undanfarið. Svo
virðist sem okkur hafi tekist að reka
Framsóknarflokkinn á hraðan flótta
undan fortíðinni með einni setningu í
litlum bæklingi
sem við gáfum út
fyrir mánuði. Þetta
er glæsilegur ár-
angur og við verð-
um að segja að við
áttum ekki von á
því að við værum
svona einstaklega
sniðug í kosninga-
baráttutaktík.
Jón Kristjánsson þingmaður, rit-
stjóri Tímans og ágætur heiðursmað-
ur, skrifaði heilsíðugrein í sínu blaði
um óhróður ungra jafnaðarmanna,
Halldór Ásgrímsson hefur verið
óþreytandi við að afsaka sig og
flokkinn í þessu máli og nú síðast í
gær gerði Garri, sem er einskonar
Dagfari Tímans, þennan litla bæk-
ling okkar ungra jafnaðarmanna að
umfjöllunarefni sínu. Hann eyddi
raunar öllu sínu plássi í hann. Eins
og allir vita sem lesa fleiri blöð en
Moggann og DV, þá er Garri stolt
þeirra Tímamanna, þannig að það
má búast við að þessi bæklingur
okkar ungra jafnaðarmanna liggi af-
ar þungt á Framsóknarflokknum um
þessar mundir.
En hvað var það sem stóð í þess-
um bæklingi sem kallaði á svo of-
boðsleg viðbrögð framaranna? Jú,
við sögðum frá því, sem rétt er, að
Páll Pétursson, einn af hugmynda-
fræðingum Framsóknarflokksins,
hafi á sínum tíma verið á móti lita-
sjónvarpinu. Það er rétt, hann var
það - hvort sem þið trúið því eður ei.
Hann taldi að ótækt væri að hefja út-
sendingar í lit á fslandi, áður en sjón-
varpsútsendingar næðu á alla tanga
og útnára landsins. En þessi rök
halda bara því rrúður engu vatni.
Með sömu rökum hefðu menn átt að
vera á móti lagningu bundins slitlags
á þjóðvegi landsins, vegna þess að
það ætti kannski eftir að leggja
spotta hér og þar. Með sömu rökum
hefði átt að segja að ekki hefði átt að
byggja upp hitaveitu hér á landi því
hún næði ekki í
einni svipan til
allra landsmanna.
Með sömu rökum
hefði raunar mátt
segja að ekki hefði
átt að nema landið,
þar sem það var
ekki numið allt í
einu og svo fram-
vegis.
Staðreyndin er bara sú að þetta var
kjánaleg tillaga hjá Páli á sínum
tíma. Hann sá ekki hvað framtíðin
bar í skauti sér þá, frekar en nú, eins
og mönnum verður ljóst jtegar þeir
lesa í Alþingistíðindum bullið sem
hann lét frá sér fara um EES- samn-
inginn. Það var Páll að vísu ekki einn
um, því fleiri þingmenn gerðust sek-
ir um kjánalegan málflutning í því
máli og stundum miðaðist sá mál-
flutningur því miður helst að því að
vekja með þjóðinni hennar lægstu
„Það er sennilega
rétt mat hjá þeim
Framsóknar- og
Tímamönnum að
vera logandi hrædd-
ir við okkur því við
stöndum fyrir það
sem náttröll eins og
þeir þola ekki:
dagsljósið."
hvatir, svo sem þjóðrembu og út-
lendingahræðslu.
Það er einmitt á þá strengi sem
Guðni Ágústsson slær þegar hann
talar um að „ísland eigi að vera fyrir
íslendinga “ Svona láta ábyrgir
stjómmálamenn á tuttugustu öldinni
ekki út úr sér og því hlýtur að vera
hægt að dæma Guðna úr ieik sem
slíkan.
Á meðan böðum við ungir jafnað-
armenn okkur í sviðsljósi þess sem
bendir á mein hins íslenska þjóðfé-
lags. Mein þess felast í afturhalds-
mönnum, mönnum eins og Páli Pét-
urssyni og Guðna Ágústssyni.
Við erum vaxandi hreyfmg hug-
sjónafólks og emm bara rétt að
byija. Og það er sennilega rétt mat
hjá þeim Framsóknar- og Tíma-
mönnum að vera logandi hræddir
við okkur því við stöndum fyrir það
sem náttröll eins og þeir þola ekki:
dagsljósið.
Höfundur er heimspekinemi og skipar
4. sætið á framboðslista Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík.
Um langt árabil hefur geysað illvígt stríð
á milli notenda og framleiðenda Apple-
töiva (Macintosh) og PC-tölva og snýst
það meðal annars um gæði tölvanna og
hvort stýrikerfið sé betra. Pað stýrikerfi
sem algengast er í einmenningstöivum í
hciminum í dag nefnist Windows og er
notað í PC-tölvum. Microsoft-risinn f
Bandaríkjunum hefur um nokkurt skeið
verið með nýja útgáfu af Windows-stýri-
kerfinu í bígerð. Það ncfnist „Windows
95“, vandkvseðin við þróun þess hafa ver-
ið ómæld og hvert klúðriö bæst ofaná
annað. Nýveríð hirtist í tímarítinu InfoW-
orld listi yfir hvað tölustafimir „95“
standa fyrir: ■ Prósentuhlutfall stýri-
kerfisins sem verður tilbúið á útgáfu-
degi. ■ Fjöldi disklinga sem stýrikerf-
ið kemur á. ■ Prósentuhlutfall not-
enda sem þurfa að kaupa sér nýjar og
öflugri tölvur til að geta keyrt stýri-
kerfið. ■ Fjöldi þeirra blaðsíðna í not-
endahandbókinni sem fjalla um auð-
velda uppsetningu stýrikerfisins. ■
Prósentuhlutfall Windows-forrita sem
eru nú þegar til og ekki verður hægt
aö nota með stýrikerfinu. ■ Mínúturn-
ar sem tekur að setja stýrikerfið upp.
■ Fjöldi símhringinga til þjónustuað-
ila áður en tekst að koma stýrikerfinu í
gang. ■ Lágmarksfjöldi megariða
sem þarf til að keyra stýrikerfið. ■ Ár-
ið sem stýrikerfið átti upphaflega að
koma út.
Frambjóðendur Framsókn-
arflokksins á Reykjanesi
hafa lagt fram sérstaka sjáv-
arútvegsstefnu sem tekur lítt
mið af opinberri stefnu
flokksins í þessum mála-
flokki. Meðal annars vilja
framsóknarmenn á Reykja-
nesi að togarar fái aðeins að
veiða um 15% þorskaflans.
Þessi nýja stefna hefur ekki
aðeins fengið dræmar und-
irtektir frambjóðenda flokks-
ins í öðrum kjördæmum
heldur hafa þeir hótað Reyk-
nesingum öllu illu hætti þeir
ekki að boöa þessa stefnu
sína. Siv Friðleifsdóttir
kvartaði undan þessu á
kosningafundi Framsóknar-
flokksins á Suðurnesjum
fyrir skömmu. Halldór Ás-
grímsson tók lítt undir
þessar kvartanir frá Siv og
kvaðst sjálfur ekki vera sam-
mála sjávarútvegsstefnu
flokksins á Reykjanesi...
Menntamál hafa mjög
verið til umræðu í
kosningabaráttunni. Jón
Baldvin Hannibalsson
mætti fyrir hönd Alþýðu-
flokksins í umræðuþætti
sjónvarps um stefnu flokk-
anna í mennta- og menning-
armálum og hefur víða
mætt á fundum til að ræða
þessi mál. Af þessum sök-
um komst sú kjaftasaga á
kreik að þeir Jón Baldvin og
Davfð Oddsson hefðu náð
samkomulagi um að í end-
urnýjaðri ríkisstjórn þessara
flokka fengi Jón Baldvin stól
menntamálaráðherra. Þegar
Jón Baldvin sat fyrir svörum
í þjóðarsál Ríkisútvarpsins í
gær var þetta borið undir
hann. Jón Baldvin sagðist
ekki hafa heyrt þetta fyrr en
hér væri dæmigerð kjafta-
saga á ferðinni. Þetta minnti
sig á aðra kjaftasögu sem
hefði raunar komist á prent.
Sú saga var þess efnis að
Jón Baldvin tæki við emb-
ætti rektors Menntaskólans í
Reykjavík af Guðna Guð-
mundssyni. Slíkt hefði
aldrei komið tiltals...
r
Idálki þessum í gær var
greint frá því að SVR hefði
bannað stjórnmálaflokkun-
um á auglýsa á strætisvögn-
um borgarinnar. Jafnframt
var sagt frá því hvernig
Kvennalistinn færi á bak við
þetta bann með því að aug-
lýsa að Þórunn Svein-
bjömsdóttir, sem skipar 3.
sæti listans, sé í viðtali við
Veru. Fyrirsögnin á auglýs-
ingunni á strætó er: Þórunn
á þing. Eftir að fréttin þirtist í
Alþýðublaðinu í gær ákvað
stjórn SVR að þessi auglýs-
ing skyldi rifin af vögnun-
um...
Svavar Gestsson kom á
fund með kennurum á
dögunum. Samkvæmt frá-
sögn Veggjalúsarinnar,
verkfallsblaði kennara, sagði
Svavar að setning bráða-
birgðalaganna, sem Ólafur
Ragnar setti á kennara 1989
til að svipta þá kjaraþótum,
hefði verið alvarleg mistök.
Svavar bað kennara að af-
saka þetta og lofaði að Al-
þýðubandalagið gerði þetta
aldrei aftur. En menn yrðu
að gera það upp við sig
hvort þeirtækju mark á hon-
um núna...
H i n u m e
"FarSide" eftir Gary Larson.
Það leikur ekki nokkur vafi á áreiðanleika þessarar út-
komu, Jónas Björn. Loksins hefur okkur tekist að reikna
út hinn raunverulega tilgang alheimsins með þessari nýju
samþjöppunar-líkanaaðferð. Ohh..., ég elska spennuna
sem fylgir þessum uppgötvunum vísindanna.
F i m m
f ö r n u m
Á að jafna atkvæðisréttinn og gera landið að einu kjördæmi?
Ásgeir Sverrisson, rafeinda-
virki: Já, tvfmælalaust.
Samúel Jón Samúelsson,
nemi: Já, að sjálfsögðu.
Helga Kolbeinsdóttir, nemi:
Nei, það á alls ekki að gera það.
Grímur Hákonarson, nemi: Já,
auðvitað.
Bára Friðriksdóttir, hár-
greiðslunemi: Ég hef ekki skoðun
á þessu máli.
V i t i m e n n
''.
Beljakar í lyftingaíþróttum og
vaxtarrækt brugðust hinir
verstu við, þegar læknirínn
kom upp um vaxtarlag þeirra.
Þeir kærðu og heimtuðu að
dómstólar úrskurðuðu um
eðlilega tippastærð þeirra og
ströffuðu Pétur fyrir að
koma upp um þá.
Meistari Oddur Ólafsson A víðavangi.
Tíminn í gær.
Elizabeth Peacock, þingmaður
breska íhaldsflokksins, hefur
lagt til að afbrotamenn verði
flengdir opinberiega.
Sjónvarpsþátturinn þegar
dregið er í lottóinu væri
ákjósanlegastur þar sem fleiri
horfa þá á sjónvarp en á
öðnun tímum vikunnar.
Athyglisverð hugmynd sem kemur
fram í frétt með fyrirsögninni Fleng-
ingar með lottóinu. Mogginn í gær.
Nú tefla kratarnir fram mjög
frambærílegum ungum manni
frá Vestmannaeyjum sem er
Lúðvík Bergvinsson, lögfræð-
ingur...Lúðvík hefur mjög
ákveðnar skoðanir á flestum
málum og sumum flnnst hann
kjaftfor.. .Það hefði verið gott
og gaman að fá svona nýtt og
óstýrilátt blóð inn á þingið.
Landkrabbinn velti fyrir sér málefnum
Alþýðuflokksins og Þjóðvaka fyrir
stuttu og virtist hæstánægður
með 1. mann á framboðslista
jafnaðarmanna á Suðurlandi.
Fréttir í Vestmannaeyjum.
Það að kratar séu nú famir
að tefla fram með jafn
áberandi hætti íþróttastjörn-
um kommúnismans sem sér-
stökum hetjum sínum, ber
vott um meiri kerflshyggju en
almennt þekkist hér á landi.
Nýstárlegur málflutningur Garra
um Unga jafnaðarmenn og
Alþýðuflokkinn. Tíminn I gær.
Stjórnmálamenn em í vinnu
hjá þjóðinni. Abyrgir vinnu-
veitendur fylgjast með því
hvað starfsfólkið er að gera.
Annars fer fyrirtækið
einfaldlega á hausinn.
Davíð Þór Jónsson, Radíusfluga og
einn af skeleggari siðapostulum
landsins, í greir sinni um skoðana-
fælni. Mogginn í gær.
Vísindamaðurinn Otto Heinrich
Warburg naut sérstakrar undan-
þágu til að starfa að hugðarefnum
sínum í Þýskalandi nasismans.
Hann vann að
krabbameins-
rannsóknum og
málið var að
sjálfur Adolf
Hitler var ein-
hverra hluta
vegna skelfingu
lostinn við að fá
hálskrabbamein.
Þegar Warburg
var síðan hrakinn úr embætti árið
1941 einsog svo margir aðrir
menntamenn fyrirskipaði Hitler, að
sá gjömingur yrði afturkallaður og
vísindamaðurinn fékk því að halda
áfram rannsóknum sínum. Hitler gaf
út tilskipun þess efnis að þessi
linkind væri algjör undantekning
og skyldi á engan hátt skoðuð sem
fordæmisgefandi. Otto Heinrich
Warburg var gyðingur.
Byggt á Isaac Asimov's
Book ofFacts.