Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 6
6 • ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995 Yfirkjörstjórnin í Vest- fjarðakjördæmi tilkynnir Framboðslistum vegna kosninga til Alþingis 8. apríl 1995, í Vestfjarðakjördæmi, ber að skila til formanns yfirkjörstjórn- ar að Hafnargötu 41, Bolungarvík, eigi síðar en kl. 12 á há- degi föstudaginn 24. mars 1995. Gæta skal þess um öll umboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra, sem á listanum eru að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á list- ann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í kjördæminu og skal fjöldi meðmælenda vera að lágmarki 100 og að hámarki 150. Yfirkjörstjórnin í Vestfjarðakjördæmi. Björgvin Bjarnason formaður, Ágúst H. Pétursson, Birkir H. Friðbertsson, Björn Teitsson, Jens Kristmannsson. Frá yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis Framboðsfrestur til alþingiskosninga 8. apríl 1995, rennur útföstudaginn 24. mars nk. kl. 12.00 á hádegi. Framboðum skal skila til formanns yfirkjörstjórnar á skrifstofu hans á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði. Einnig mun yfirkjörstjórn taka við framboðum á sama stað frá kl. 11-12 föstudaginn 24. mars 1995. Listar verða úrskurðaðir á fundi á sama stað laugardaginn 25. mars 1995 og hefst hann kl. 13.00. Á framboðslista í Austurlandskjördæmi skulu að lágmarki vera 5 nöfn og eigi fleiri en 10. Fjöldi meðmælenda í Austurlandskjördæmi er að lágmarki 100 og að hámarki 150. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu umboðsmenn fram- boðslista. 17. mars 1995. F.h. yfirkjörstjórnar Austurlandskjördæmis, Lárus Bjarnason. Auglýsing frá yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjör- dæmis um framboðslista Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavíkurkjör- dæmi, sem fram eiga að fara þann 8. apríl 1995, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. mars 1995. Framboð skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar, sem veit- ir þeim viðtöku í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 23. mars kl. 17.00-18.00 og föstudaginn 24. mars kl. 11.00-12.00. Á framboðslista skulu vera að lágmarki nöfn 19 frambjóð- enda og eigi fleiri en 38. Framboðslistum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listanum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Hverjum lista skal fylgja skrifleg yfirlýsing 380 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 570. Þá skal fylgja tilkynning um hverjirséu umboðsmenn lista. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnum framboðs- lista verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis. Jón G. Tómasson Borghildur Maack Hermann Guðmundsson Hjörleifur B. Kvaran Skúli J. Pálmason. Yfirkjörstjórn f Suður- landskjördæmi tilkynnir Framboðsfrestur vegna Alþingiskosninga sem fram eiga að fara laugardaginn 8. apríl 1995, rennur út kl. 12:00 á há- degi 24. mars nk. Lista til framboðs í Suðurlandskjördæmi ásamt samþykki frambjóðenda og listum með tilskildum fjölda meðmæl- enda ber að skila til yfirkjörstjórnar sem tekur á móti fram- boðum á skrifstofu Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 2, Selfossi, föstudaginn 24. mars nk. frá kl. 10:00 til 12:00 ár- degis. Framboðslistar verða úrskurðaðir á fundi yfirkjörstjórnar sem haldinn verður á sama stað laugardaginn 25. mars kl. 13:00. Yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis, 10. mars 1995. Georg Kr. Lárusson, Þorgeir Ingi Njálsson, Friðjón Guðröðarson, Magnús Aðalbjörnsson, Stefán A. Þórðarson. Frá yfirkjörstjórn Norð- urlandskjördæmis eystra Framboðsfrestur til Alþingis rennur út föstudaginn 24. mars nk. kl. 12 á hádegi. Framboðum skal skila fyrir þann tíma til formanns yfirkjör- stjórnar, Freys Ófeigssonar dómstjóra, á skrifstofu hans í Héraðsdómi Norðurlands eystra, Hafnarstræti 107, 4. hæð, Akureyri. Framboðum skal fylgja listi með nöfnum meðmælenda, sem nú skulu vera eigi færri en 120 og eigi fleiri en 180 svo og tilkynning um umboðsmenn listans. Yfirkjörstjórn kemur saman til fundar um listana, á framan- greindri skrifstofu formanns, föstudaginn 24. mars nk. kl. 15.00 og eru umboðsmenn listanna hér með boðaðir til þess fundar. Akureyri, 20. mars 1995. Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra, Freyr Ófeigsson, Guðmundur Þór Benediktsson, Jóhann Sigurjónsson, Þorsteinn Hjaltason, Páll Hlöðversson. ALÞÝDUFLOKKURINN UNGIR JAFNAÐARMENN Menntamál skipta máli Ungir jafnaðarmenn halda opna fundi á veitingastaðnum Café Sólon Islandus öll miðvikudagskvöld í marsmánuði. Allir.fundirnir hefjast klukkan 21:00, öllum er heimill að- gangur. í kvöld er komið að menntamálunum. Eftirtaldir flytja framsögur og sitja fyrir í pallborði að þeim loknum: Petrína Baldursdóttir, alþingismaður og fulltrúi jafnað- armanna í menntamálanefnd Alþingis: „Menntun til ný- sköpunar". Dagur B. Eggertsson, fráfarandi formaður Stúdentaráðs og læknisfræðisnemi: „Nýr Lánasjódur íslenskra náms- manna". Hrönn Hrafnsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Eimskip og fyrrverandi Háskólaráðsfulltrúi: „Menntastefna nýrrar kyn- slódar". Tryggvi Herbertsson, hagfræðingur við Hagfræðistofn- un Háskóla íslands: „Menntun og hagvöxtur". ALÞÝÐUFLOKKURINN KOSNINGAHÁTÍÐ í HAFNARFIRÐI Þöndum seglum Kosningahátíð jafnaðarmanna í Hafnarfirði verður haldin í Straumi næstkomandi föstudag, 24. mars, klukkan 20:30. Allir jafnaðarmenn og stuðningsmenn þeirra eru hjartan- lega velkomnir. Sætaferðir verða fram og tilbaka frá Alþýðuhúsinu að Straumi frá klukkan 20:00. Rannveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Petrína Baldursdóttir flytja ávörp. Söngur, grín og glens, flugeldasýning, varðeldur og léttar veitingar. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá jafnaðarmönnum í síma 50499. Stjórnin. J_AFNAÐARMENN í REYKJAVÍK Össur og Helgi Dan á Kaffivagninum Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og Helgi Daníelsson rannsóknalögreglumaður - tveir af frambjóð- endum Alþýðuflokksins í Reykjavík - verða á opnum fundi í Kaffivagninum fimmtudaginn 23. mars, klukkan 08:00. Er ekki tilvalið fyrir árrisula að bregða sér á stjórnmálafund í morgunsárið? Kosningastjórnin. JAFNAÐARMENN í VESTMANNAEYJUM Kosningamiðstöð Kosningamiðstöð jafnaðarmanna í Vestmannaeyjum er að Heiðarvegi 6. Síminn er 98-11210 og faxið er 98-11007. Kosningastjóri jafnaðarmanna í Eyjum er Þorsteinn Hall- grímsson, sem tekur á móti gestum og gangandi meiri- hluta sólarhringsins. 1. maður á framboðslista Alþýðuflokksins í Suðurlands- kjördæmi, Lúðvík Bergvinsson, lítur reglulega inn og spjallar við kjósendur. Opnir fundir með forystumönnum jafnaðarmanna í kjör- dæminu og á landsvísu eru fyrirhugaðir á næstunni og tek- ið er að styttast í mikla kosningahátíð jafnaðarmanna í Eyj- um. Leitið upplýsinga. Kosningastjórnin. JAFNAÐARMENN í REYKJAVÍK Kosningamiðstöð í kosningamiðstöð Alþýðuflokksins að Hverfisgötu 6 í Reykjavík er alltaf nóg að gerast og heitt á könnunni allan daginn. Opnir fundir með frambjóðendum eru tíðir. Seinni partinn í dag, þriðjudaginn 21. mars, verða fram- bjóðendurnir Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræðingur og Hrefna Haraldsdóttir formaður Félags þroskaþjálfa á staðnum til spjalls við gesti og gangandi á milli klukkan 17:00 og 19:00. Meðal starfsmanna kosningamiðstöðvarinnar eru Marías Þ. Guðmundsson, Ingvar Sverrisson, Arnór Benónýs- son, Þóra Arnórsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Bolli Run- ólfur Valgarðsson, Baldur Stefánsson og Aðalheiður Franzdóttir. Nokkur símanúmer kosningamiðstöðvarinnar eru 28066, 28017 og 28023, faxið er 629155. Leitið upplýsinga. Kosningastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN í HAFNARFIRÐI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 13:00 til 18:00. Síminn er 50499 og myndsendirinn 655559. Kosningastjórn Ungra jafnaðarmanna. Kosningastjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.