Alþýðublaðið - 04.04.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Qupperneq 4
4 U n ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞINGISKOSNINGAR 1995 afnaðarmenn ■ Hrönn Hrafnsdóttir viðskiptafræðingur skipar 6. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda „Alþýdu- flokkurinn vill að kjördæma- skiptingin verði lögð af og landið verði eitt kjördæmi. Jafnframt verði valfrelsi kjósenda um einstaklinga aukið." „Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda. Reglan einn maður - eitt atkvæði er hornsteinn lýðræðis. Á íslandi er munur á atkvæðavægi meiri en þrefaldur milli kjördæma. Alþýðuflokkurinn vill jafna vægi at- kvæða til frambúðar með því að gera landið að einu kjördæmi. Sé flakkarinn (63. þingmaðurinn) ekki talinn með eru nú I.315 kjós- endur að baki hveijum þingmanni Vestfjarða, en 4.078 kjósendur að baki hverjum Reykjavíkurþing- manni. Með öðrum orðum vegur 3,1 reykvískt atkvæði jafn þungt og eitt vestfirskt en það er mesta misvægi milli tveggja kjördæma nú. Núverandi fyrirkomulag kjör- dæma og kosninga á Islandi er með öllu óviðunandi. Kjördæmaskipting- in dregur úr samkennd og styður gæslu sérhagsmuna á kostnað heild- arhagsmuna. Möguleikar kjósenda til að velja Fædd? 17. nóvember 1967 í Reykja- vík. Uppalin í Svíþjóð. Foreldrar? Jóhanna Fjóla Ólafsdótt- ir og Hrafn E. Jónsson. Menntun?Stúdent frá Menntaskól- anum í Hamrahlíð. Viðskiptafræð- ingurfrá Háskóla (slands 1994. Atvinna? Fulltrui hjá Eimskip. Fyrri störf? Á endurskoðunarskrif- stofu, í fiski, á hamborgarastöðum, Netagerð Vestfjarða og fleira. Félagsstörf? Var formaður Félags viðskiptafræðinema og fulltrúi Vöku í háskólaráði. Áhugamál? Taka Ijósmyndir, lestur, dýr. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Það er eini flokkurinn sem hefur skýra og ákveðna stefnu. eða hafna einstökum frambjóðend- um eru í reynd nær engir. Eftir breyt- ingar á kosningalögum 1987 þarf helmingur kjósenda framboðslista að leggjast á eitt til að ná fram breyt- ingu á röð frambjóðenda. Ein skýr- ing á lágu hlutfalli kvenna og ungs fólks á Alþingi íslendinga er fjöldi lítilla kjördæma þar sem flestir listar eiga aðeins möguleika á einum þing- manni. Hlutur kvenna og ungs fólks meðal efstu manna hefur sögulega verið afar rýr og lítið batnað. Færri og stærri kjördæmi, þar sem stærri hluti lista næði kjöri, gætu orðið til að endurspegla þjóðina betur og auka þar með hlut kvenna og ungs fólks á þingi. Alþýðuflokkurinn vill að kjör- dæmaskiptingin verði lögð af og landið verði eitt kjördæmi. Jafnframt verði valfrelsi kjósenda um einstak- linga aukið. Koma má í veg fyrir of- fjölgun þingflokka með því að setja í lög ákvæði um lágmarksfylgi til að flokkur fái þingmann.” ■ Lúðvík Bergvinsson lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Alþýðuflokksjns í Suðurlandskjördæmi Sérstaða Islandsmiða er skýr gagnvart Evrópusambandinu „Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er mörgum íslendingum þyrnir í augum. Ekki eru þó gild rök fyrir því að hún útiloki fyrirfram um- sókn íslands urn aðild að ESB. Um- sókn og samningaviðræður eru eina leiðin til að skera úr um hvaða kjör Islendingum bjóðast við inngöngu í sambandið. Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja óskoruð yftrráð yfir fiskimiðunum. Aðild að ESB er í raun óhugsandi takist þetta ekki. Al- þýðuflokkurinn leggur því til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjómarskrá. Þar með væri stjómvöldum óheimilt að semja forræðið yfír fiskimiðunum af sér. Fjölmörg rök styðja þá skoðun að Is- lendingum takist að tryggja hags- muni sína í sjávarútvegsmálum í samningum við ESB. Auðvelt er að sýna fram á algjöra sérstöðu íslensks sjávarútvegs í sam- anburði við sjávarútveg annarra Evr- Fæddur? 24. apríl 1964 í Vest- mannaeyjum og uppalinn þar. Foreldrar? María Friðriksdóttir og Bergvin Oddsson. Menntun? Stúdent frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Lögfræðipróf frá Háskóla íslands 1991. Atvinna? Yfirlögfræðingur umhverf- isráðuneytisins. Fyrri störf? Verkamannavinna, sjó- mennska, fulltrúi hjá bæjarfógeta og sýslumanni í Vestmannaeyjum, deildarstjóri hjá RLR. Félagsstörf? Skákfélagið í Eyjum, fótbolti í IBV og Leiftri á Akranesi. Áhugamál? Lífið og tilveran. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Þetta er eini flokkurinn sem hefur ákveðna framtíðarsýn. ópuþjóða. Hin sameiginlega sjávar- útvegsstefna ESB tekur fyrst og fremst á vandamálum sem tengjast stjómun á sameiginlegum fiskistofn- um aðildarríkjanna. Islenska efna- hagslögsagan er algjörlega aðskilin frá efnahagslögsögu Evrópusam- bandsins og engir fiskistofnar era nýttir sameiginlega með ríkjum ESB. Sérstaða íslandsmiða er því skýr. Tilkall einstakra aðildarríkja til veiða í sameiginlegri lögsögu ESB byggir á sameiginlegri veiðireynslu. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa enga veiðireynslu innan ís- lenskrar lögsögu og eru því ekki, „íslenska efnahagslög- sagan er al- gjörlega að- skilin frá efnahagslög- sögu Evrópu- sambandsins og engir fiski- stofnar eru nýttir sameig- inlega með ríkjum ESB. Sérstaða ís- landsmiða er því skýr." samkvæmt reglum ESB, í neinni að- stöðu til að kreijast veiðiheimilda innan hennar. Með reglugerð ESB frá 1992 er veitt frávik frá sjávarútvegsstefnunni sem á sérstaklega við hér á landi. Samkvæmt reglugerðinni geta aðild- arríki tekið sjálf við stjómun fisk- veiða við aðstæður þar sem stofnar eru staðbundnir og einungis útgerðir frá einu landi nýta sér. Þessar að- stæður eiga við hér á landi og gætu íslendingar hæglega stjómað veið- um á íslandsmiðum án þess að í því fælist mismunun á gmndvelli þjóð- ernis.” ■ Hreinn Sigmarsson fiskeldisfræðingur og stjórnmála- fræðinemi skipar 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Austur- landskjördæmi 230 milljónir til ný- sköpunarverkefna „Nýsköpun í atvinnulífinu snýst einnig um markaðs- setningu og útflutning. Aðstoð við smáfyrirtæki hefur verið stóraukin á síðustu ár- um." „Undir forystu Alþýðuflokksins er nú verið að ráðast í eitt stærsta ný- sköpunarverkefni sem stjómvöld hafa ráðist í hér á landi. Iðnþróunar- sjóður veitir á þessu ári styrki og fjármagn til nýsköpunar og áhættu- verkefna. Á næstu 15 mánuðum verður varið 230 milljónum króna til nýsköpunarverkefna og úttlutnings á tækni- og verkþekkingu. Átakið mun greiða fyrir þróun Fæddur? 18. júlí 1963 i Reykjavík en uppalinn á Reyðarfirði. Foreldrar? Gréta Friðriksdóttir og Sigmar Ólason. Menntun? Stúdent frá MR 1983. Fiskeldisfræðingur frá Hólum 1988. Lýkur námi í stjórnmála- og við- skiptafræði frá Háskóla (slands um næstu áramót. Atvinna? Háskólanámið, en sam- hliða því stofnandi og fyrsti stjórnar- formaður Hástoðar, fyrirtækis nem- enda við Háskólann. Fyrri störf? Stöðvarstjóri við fisk- eldi, lögreglumaður á Keflavíkur- flugvelli og öll helstu störf til sjávar og sveita. Félagsstörf? ( stjórn Ungmennafé- lagsins Vals, verið formaður knatt- spyrnuráðs UfA, í stjórn nemenda- félags Hólaskóla og varaformaður Landssambands fiskeldisfræðinga. Áhugamái? Bókmenntir, kvikmynd- ir og stjórnmál. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Hann auðveldar fólki að gera upp hug sinn með skýrum stefnumálum og hefur á undanförnum árum verið með mörg mál sem gagnast ungu fólki afskaplega vel. nýrra framleiðsluvara, tæknifram- förum í iðnaði og alþjóðavæðingu ís- lensks atvinnulífs. Markmið Al- þýðuflokksins er að á næsta kjör- tímabili verði stofnaður öflugur ný- sköpunarsjóður fyrir atvinnulífið. Nýsköpun í atvinnulífinu snýst ekki aðeins um nýjungar í fram- leiðsluvörum og framleiðsluaðferð- um eða nýjungar í þjónustugreinum. Hún snýst einnig um markaðssetn- ingu og útflutning. Efla þarf stuðn- ingskerfi ríkisins við útflutning og markaðsöflun og samhæfa krafta þeirra fyrirtækja sem stefna að út- flutningi. Flest störf verða til í litlum og meðalstómm fyrirtækjum. Lítil fyr- irtæki hafa hins vegar oft átt erfitt uppdráttar og eiga sjálf takmarkað fé til vöruþróunar og markaðsstarfs. Aðstoð við smáfyrirtæki hefur verið stóraukin á síðustu ámm. Minna má á styrki til þróunar smáiðnaðar í dreifbýli, styrki til vömþróunar og markaðsstarfs og styrki til minni fyr- irtækja til markaðsstarfs á evrópska efnahagssvæðinu. Hlut vísinda og rannsókna þarf að efla og auka erlent samstarf á þessum vettvangi, sér- staklega innan ESB. Hvetja þarf fyr- irtæki til aukinna rannsókna með styrkjum, skattaívilnunum og auknu samstarfi við erlenda aðila.” ■ Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri skipar 2. sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra Stórstígar framfarir í málefnum fatlaðra „Ný lög um málefni fatl- aðra hafa fært fötluðum mikilvægar réttarbætur. Þar er treyst full þátttaka fatlaðra í samfélaginu og jafnrétti við aðra." „Á því tímabili sem Alþýðuflokk- urinn hefur stýrt félagsmálaráðu- neytinu hafa átt sér stað stórstígar framfarir í málefnum fatlaðra. Fjár- veitingar til málaflokksins hafa auk- ist um meira en 500 milljónir króna á föstu verðlagi frá 1987 eða um 37%. Þannig hefur tekist að tryggja Fædd? 3. ágúst 1959 á Húsavík og ólst þar upp. Foreldrar? Þorbjörg Vilhjálmsdóttir og Bjarni Páll Vilhjálmsson. Menntun? Stúdent frá Menntaskól- anum á Laugarvatni 1979. Þýsku- nám í Vínarborg 1980. (þróttakenn- ari frá iKf 1982. BED frá Kennarahá- skóla (slands 1985. BS í íþrótta- stjórnunarfræði frá íþróttaháskólan- um i Kaupmannahöfn 1990. Atvinna? Framkvæmdastjóri (þrótta- sambands fatlaðra 1990 til 1995. Framkvæmdastjóri Special Olymp- ics á Islandi frá 1990. Ritari í stjórn NORD HIF Samtaka íþróttasam- bands fatlaðra á Norðurlöndum frá 1993. Fyrri störf? Starfsmaður Þrekmið- stöðvarinnar í Hafnarfirði, kennsla við grunn- og framhaldsskóla Húsa- víkur, leiðbeinanda- og þjálfunar- störf, fiskvinnslustörf, verkamanna- vinna, hótelstörf. Félagsstörf? Ýmis stjórna- og nefndastörf á vegum frjáisra félaga- samtaka, fulltrúi í ferilnefnd Garða- bæjar, í stjórn Landssambands Al- þýðuflokkskvenna og fleira. Áhugamál? (þróttastarf fatlaðra, harmónikkutónlist, hestar og raunar allt milli himins og jarðar. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Það er eini flokkurinn sem horfir til fram- tíðar. uppbyggingu þjónustukerfls fyrir fatlaða og komast hjá því að niður- skurður ríkisútgjalda sé látinn bitna á fötluðum. Uthlutun úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra í ár er hærri en nokkurn tíma áður, eða rúmar 500 milljónir króna. Veigamikil breyting var gerð á lögum um málefni fatlaðra árið 1992. Þessi lög færðu fötluðum mikilvægar réttarbætur. Fram- kvæmd og eftirlit í málaflokknum var aðskilið og fötluðum tryggð sér- stök réttindagæsla, sem svæðisráð- um er falið að annast. Lögin boðuðu stefnubreytingu sem felst í því, að treysta fulla þátttöku fatlaðra í sam- félaginu og jafnrétti við aðra. Þann- ig er nú lögð áhersla á að gera fötl- uðum kleift að öðlast sjálfstæða bú- setu. Eitt mikilvægasta nýmæli lag- anna er að nú er heimilt að veita fötl- uðum frekari liðveislu, sem er fólgin í aðstoð við athafnir daglegs lífs. Lögin tryggja aðgang geðfatlaðra að þjónustukerfi fatlaðra en mál þeirra vom komin f algjört óefni. Nýlega gaf félagsmálaráðherra út reglugerð um þjónustu við fotluð böm og fjölskyldur þeirra. Sú reglu- gerð tekur meðal annars til stuðn- ingstjölskyldna fatlaðra bama. Þá lagði félagsmálaráðuneytið nýlega til fjármagn til táknmálstúlkunar þannig að frá 1. mars öðluðust heymarlausir og daufblindir rétt á táknmálstúlkun, meðal annars í samskiptum sínum við opinberar stofnanir og sérfræðinga, sem hafa starfsleyfi frá opinbemm aðilum.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.