Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 6
6 U n i r ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞINGISKOSNINGAR 1995 iafnaðarmenn ■ Benedikt Bjarnason rafeindavirki skipar 7. sæti á lista Alþýðuflokksins á Vestfjörðum ■ Þóra Arnórsdóttir líffræðinemi skipar 6. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi Hækkum seglin í sjávarútvegi „Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu króka- veiða og vertíð- arbáta og tak- marka veiðar togara á grunn- slóð." „Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir því að þjóðareign á auðlindum sjávar verði lögfest, þannig að fjár- sterkir aðilar eignist ekki í raun sam- eiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Reynslan sýnir að sameign þjóðar- innar verður ekki tryggð til frambúð- ar án þess að hún sé bundin í stjóm- arskrá. Núverandi sjávarútvegs- stefnu er í mörgu ábótavant. Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðar- báta og takmarka veiðar togara á gmnnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að útgerðar- menn og sjómenn hafi ekki hag af því að henda veiddum fiski á hafi úti, eins og núverandi kerfi hefur í för með sér. Alþýðuflokkurinn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í Fæddur? 31. mars 1969 á Suðureyri og uppalinn þar. Foreldrar? Auður Minní Árnadóttir og Bjarni Hannes Ásgrímsson. Menntun? Rafeindavirki. Atvinna? Sjómaður. Fyrri störf? Umsjónarmaður vinnu- skóla, starf á Kleppsspítala, máln- ingarvinna, byggingarvinna og fleira. Félagsstörf? Var i stjórn Iðnema- sambandsins, félagi í FUJ á Suður- eyri, varamaður i sveitarstjórn. Áhugamál? Allt mílli himins og jarðar. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Það er flokkur sem er treystandi og okk- ar maður á Vestfjörðum er mjög góður. áföngum og telur að farsæl leið til þess sé að með stækkun fiskistofn- anna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Við mótun stefnu ber að leggja áherslu á kerfi sem ýtir undir vinnslu í landi. Meðal annars ber að leggja hærra veiðileyfagjald á frysti- togara en ísfisktogara. Alþýðuflokkurinn vill hækka segl sjávarútvegsins og hasla honum völl á alþjóðavettvangi. Tryggja þarf rétt Islendinga - eins og annarra þjóða - til úthafsveiða og semja þarf við önnur ríki um nýtingu fiskistofna á alþjóðlegu hafsvæði. Smuguveið- amar hafa skilað verðmætum sem samsvara 55 til 60 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. I ársverkum talið samsvarar þetta verðmætaaukningu upp á 500 til 600 störf í veiðum og vinnslu. Alþýðuflokkurinn knúði á um landanir erlendra skipa hér á landi. Þær landanir hafa styrkt atvinnu í sjávarbyggðum og aflað aukinna verðmæta fyrir þjóðarbúið sem sam- svarar 12 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á ári. Efla þarf hafrannsóknir hér á landi, einkum rannsóknir á vistkerfi hafsins og samspili þess við aðra þætti náttúrunnar. Þá þarf að huga sérstaklega að rannsóknum á áhrif- um veiðarfæra á lífríki hafsins. Al- þýðuflokkurinn vill að stór hluti þeirra tjármuna sem aflast með veiðileyfagjaldi renni til haf- og fiskirannsókna.” Menntun til nýsköpunar „Á næsta kjörtímabili verða fram- lög til menntamála að hafa forgang. Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyr- ir því að auka framlög ríkisins til menntamála verulega á næstu árum. Flokkurinn vill að gerð verði skóla- áætlun til nokkurra ára þar sem skipulögð verði uppbygging í menntamálum. Menntun til nýsköp- Fædd? 18. febrúar 1975 í Reykjavík en uppalin í Kópavogi. Foreldrar? Nína Sveinsdóttir og Arnór Hannibalsson. Menntun? Stúdentspróf af náttúru- fræði- og málabraut Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1994. Stundar nám í líffræði við Háskóla Islands. Atvinna? Líffræðinámið og kosn- ingabaráttan. Fyrri störf? Þjónn á Fjörukránni og víkingur og valkyrja. Félagsstörf? I stjórn félags líffræði- nema, í stúdentaráði og háskóla- ráði. Formaður Félags ungra jafnað- armanna í Kópavogi. Áhugamál? Er að mestu komin yfir (þróttirnar. Vinna fyrir flokkinn og liggja í bókum. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Al- þýðuflokkurinn er einfaldlega eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í stórum málefnum sem varða mig og mína framtíð. Þar vil ég nefna ESB og þar að auki er ég Reyknes- ingur með aðeins 33 prósenta at- kvæðisrétt á við Vestfirðinga. Flokk- urinn vill jafna vægi atkvæða. unar, er kjaminn í menntastefnu Al- þýðuflokksins. Skólinn mun gegna lykilhlutverki í umbyltingu íslensks samfélags í upphafi nýrrar aldar. Til að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag, búsetu eða félagsleg- um aðstæðum þarf ríkisvaldið að sjá námsmönnum í viðurkenndu námi fyrir aðgangi að námslánum og námsstyrkjum. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir þar lykilhlut- verki. Að loknu fyrsta ári ber að greiða námslán mánaðarlega, en ekki eftirá eins og nú tíðkast. Með þessu sparast vaxtakostnaður vegna bankalána sem nemur um 17 þúsund krónur á ári fyrir lánþega með tvö böm á framfæri. Leita þarf leiða til að tryggja betri árangur af starfi framhaldsskólans með það að markmiði að hærra hlut- fall ungs fólks ljúki skólagöngu með lokaprófi eða starfsréttindum. Al- þýðuflokkurinn telurþað óviðunandi að allt að helmingur hvers árgangs hverfi frá námi án prófs eða réttinda. Tryggja þarf fastar ljárveitingar til skóla á háskólastigi til lengri tíma en nú er. Alþýðuflokkurinn vill að gerð þjónustusamninga til nokkurra ára milli ríkisvaldsins og háskóla verði skoðuð sem leið að þessu marki. Marka þarf skýra stefnu um nám á háskólastigi, meðal annars náms- framboð og verkaskiptingu skóla, inntökuskilyrði og prófgráður.” „Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir því að auka framlög ríkisins til mennta- mála verulega á næstu árum. Flokkur- inn vill að gerð verði skólaáætlun til nokk- urra ára þar sem skipulögð verði upp- bygging í mennta- málum." _ Ert þú í meðferð hjá sérfræðilækni? |insamlega athugaðu að frá og með I. maí 1995 þarft þú tilvísun frá heilsugæslulækni eða heimilislækni til að sjúkrartryggingar haldi áfram að taka þátt í kostnaði við meðferðina. Hins vegar þarftu ekki tilvísun til að fara til augnlæknis. jjérfræðilæknar, sem stunda sjúklinga í langtímameðferð, eiga samkvæmt reglugerð að skrifa heilsugæslulækni eða heimilislækni sjúklings og gera grein fyrir þeirri meðferð sem veitt er. Jafnframt eiga þeir að gera tillögu um útgáfu tilvísunar, óski sjúklingurinn eftir því. fllar frekari upplýsingar um þessa nýju tilhögun eru fúslega veittar á næstu heilsugæslustöð og í nýútkomnum bæklingi, Spurt og svarað um tilvísanakerfið, sem dreift er til lækna, lyfjaverslana, heilsugæslustöðva og samtaka sjúklinga. 'mMi 't HEILBRIGÐIS- OG », TRYGGINGAMALARAÐUNEYTIÐ ■' m TRYGGINGASTOFNUN ^7 RÍKISINS ■ Sólveig Zóphaníasdóttir leiðbeinandi skipar 4. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra Rýrum ekki höfud- stól náttúrunnar „Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að sjálfbær þróun verði í hávegum höfð við stefnumótun stjómvalda. Sjálf- bær þróun miðar að því að örva framfarir, auka hagvöxt og bæta lífskjör án þess að ganga of nærri umhverfinu og auð- lindum. Markmiðið er að við rýmm sem minnst höfuðstól náttúmnnar, þannig að kom- andi kynslóðir geti gengið að sömu innistæðu og við. ísland byggir afkomu sína á matvæla- framleiðslu. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að vamir gegn mengun og vemdun umhverfis em forsendur þess að Islend- ingar geti skapað sér sérstöðu sem framleiðendur matvæla úr Fædd? 5. júní 1965 á Blöndu- ósi og ólst þar upp. Foreldrar? Gréta Björg Arel- íusdóttir og Zóphanías Zóp- haníasson. Menntun? Nám við Héraðs- skólann í Reykholti, Fjöl- brautaskólana á Suðurnesj- um og á Sauðárkróki. Atvinna? Leiðbeinandi við grunnskólann á Blönduósi. Fyrri störf? I iðnaði og fleira. Félagsstörf? Margvísleg. Meðal annars í stjórn Ung- mennafélagsins Hvatar, æskulýðs- og íþróttanefnd, unnið við félagsmiðstöðina Skjólið. Áhugamál? Útivera, pólitik og fjölskyldan. Af hverju Alþýðuflokkur- inn? Það er flokkur sem hefur kjark til að takast á við fram- tíðina. „Alþýðuflokkur- inn leggur áherslu á að varnir gegn mengun og verndun um- hverfis eru for- sendur þess að íslendingar geti skapað sér sér- stöðu sem fram- leiðendur mat- væla úr hreinu og ómenguðu hráefni." hreinu og ómenguðu hráefni. Hrein- leiki landsins og fjölbreytileg náttúra em einnig forsendur vaxandi ferða- þjónustu sem rekin er í atvinnuskyni. Kostnaður vegna náttúruvemdar er því fjárfesting í viðkvæmustu auð- lind okkar- fegurð og fjölbreytileika íslenskrar náttúm. Brýnustu framkvæmdir á sviði umhverfismála hérlendis eru fráveituframkvæmdir sveitarfélaga. A næstu 10 ámm þarf að koma fráveitum landsins í viðunandi horf og er áætlað að það kosti sveitarfé- lögin um 10 milíjarða króna. Til að auðvelda þeim að ráðast í þessar framkvæmdir samþykkti Alþingi á síðastá degi sínum lög sem heimila ríkinu að veita sveitarfélögunum ljárhagsaðstoð sem getur numið allt að 200 milljónum króna á ári næstu 10 árin. Að fmmkvæði umhverfisráðu- neytisins hafa ítarlegar úttektir á sorphirðu verið gerðar í nær öllum kjördæmum í samvinnu við Sam- band íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök, og áætlanir um úrbætur verið lagðar fram. Á alþjóðavettvangi er baráttan gegn mengun hafsins forgangsverk- efni íslendinga. Umhverfísráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefur með öllum tiltækum ráðum barist fyrir auknum vömum gegn mengun hafs- ins og beitt sér fyrir mótmælum gegn endurvinnslu geislavirks úrgangs í Sellafield og Dounrey. Umhverfis- ráðherra hefur einnig haft forgöngu um að gerður verði alþjóðlegur samningur um takmörkun á losun þrávirkra lífrænna efna (til dæmis PCB), sem ógnað gætu lífi og fisk- veiðum í norðurhöfum.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.